Morgunblaðið - 13.05.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.05.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 Frumvarp um rannsóknarlögreglu: Deilt um meðferð allsherjar- nefndar á stjórnarfrumvarpi Dómsmálaráðherra telur störf þingnefnda of tafsöm Miklar umræður urðu um störf þingnefnda, einkum alisherjarnefndar neðri deiidar, í þingdeiidinni f gær, í framhaldi af ásökunum Sighvats Björgvinssonar (A) í fyrradag, þess efnis, að nefndin kæmi ekki frá sér hinum þýðingarmeiri málum. mAlsvörn fyrir ÞINGNEFNDINA Ellert Schram (S), formaður nefndarinnar, mótmælti harðlega ásökunum Sighvats. Sagði hann Sighvat eiga sæti í allsherjar- nefnd, sem haldið hefði 16 fundi, en Sighvatur verið fjarverandi 11 þeirra. Nefndin hefði afgreitt 16 mál, sum viðamikil, þar af 10 sem lögð hefðu verið fram (frum- vörp) af dómsmálaráðuneyti, Ellert sagði frumvarp um rann- sóknarlögreglu ríkisins hafa verið sent fjölmörgum umsagnaraðil- um. Þar af hefðu sumir komið með ábendingar og athugasemdir, er óhjákvæmilegt væri aðgaum- gæfa nokkuð. 1 frumvarpinu sjálfu væri gert ráð fyrir að það tæki ekki gildi fyrr en 1. janúar 1977, þó samþykkt yrði nú af Al- þingi. Af þeim sökum, sem og umfangi málsins alls, framkomn- um ábendingum og þeim stutta tíma, sem áætlaður var til þing- lausna (15. maí), hefði nefndin einróma (Sighvatur fjarverandi) komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að bíða með endanlega afgreiðslu þess til haustsins. Það tryggði vandlegri undirbúning frumvarpsins, án þess að seinka gildistíma væntanlegra laga, sem miðaður væri við áramót 1 frum- varpinu sjálfu. Hitt málið, þingsályktunartil- laga Sighv. Björgvinssonar o.fl., sem hér væri einkum deilt um, gerði ráð fy.rir ótakmörkuðum heimildum til viðbótarráðninga í rannsóknarlögreglu. Þetta mál héldist nokkuð í hendur við frum- varpið efnislega — en höfuð- atriðið væri, hvort hægt væri að veita slfka ótakmarkaða heimild, eins og á stæði um aðhald og samdrátt i ríkiskerfinu. Sér hefði skilist að þingnefndin teldi það hæpið, nema fjárveitingavaldið þ.e. ríkisstjórnin gæfi þar nokkra tilvísan um. OF NAUMIIR TlMI TIL AFGREIÐSLU FRUMVARPS — ÞINGSALYKTUN ÖAFGREIDD Svava Jakohsdóttir (Alb) sagði m.a., að sér hefði verið meinað að tjá sig um þetta mál í gær af forseta deildarinnar. Hún hefði fallizt á það í þingnefnd, að of naumur tími væri til að vinna úr umsögnum og afgreiða frumvarp- ið um rannsóknarlögreglu fyrir ráðgerð þingslit (15. maí). Hins vegar liti hún svo á, að nefndin ætti eftir að og gæti afgreitt um- rædda þingsályktunartillögu Sighv Björgvinssonar o.fl. Um þessa tillögu væri ekkert bókað í fundargerð nefndar. Beindi hún þeim tilmælum til forseta deildar- innar að hann knýði á dyr um tafarlausa afgreiðslu þessarar til- lögu. FUNDUR t FYRRAMALIÐ Ragnhildur Helgadóttir (S), forseti deildarinnar, sagði, að fundartími neðri deildar i gær hefði verið úti, er tveir þingmenn báðu um orðið, og auglýstur fundartími í sameinuðu þingi kominn. Því hefði hún ekki getað framlengt umræður i gær — en í þess stað gefið þingmönnum kost á að tjá sig um málið strax á næsta fundi, þ.e. í dag. Hér væru ekkert óvenjulegt á ferð. — Forseti beindi siðar þeim tilmælum til allsherjarnefndar deildarinnar að hún kæmi saman til fundar þegar í fyrramálið (í dag), þar sem um- rædd mál yrðu enn reifuð. Hún sagðist sem forseti deildarinnar ekki kannast við ákvörðun um þingslit 15. maí nk. Þingstörf myndu sýnilega dragast eitthvað lengur. FJARVERANDI VEGNA VEIKINDA Sighvatur Björgvinsson (A) kvaðst hafa verið fjarverandi vegna veikinda en fundur alls- herjarnefndar hefði verið haldinn um þetta mál 7. maí. Veikindaforföll væru naumast ásökunarefni. Ösk dómsmálaráð- herra um afgreiðslu frumvarps um rannsóknarlögreglu á þessu þingi væri jafnframt ósk rtkis- stjórnarinnar í heild. Við slíkum tilmælum bæri að verða og vildi Z-an hitar þingmönnum í hamsi: Frávísun á z-una felld í neðri deild — að viðhöfðu nafnakalli Fyrir Alþingi liggja nú fyrir tvö frumvörp um fslenzka starfsetn- ingu: 1) Frumvarp VILHJALMS HJALMARSSONAR, menntamálaráð- herra, þess efnis að menntamálaráðuneytið setji reglur um fslenzka stafsetningu, er gildi um stafsetningarkennslu I skólum, kennslu- bækur og embættisgögn. Reglugerðin sé sett að fengnum tillögum nefndar, sem skipuð sé sérhæfðum aðilum eftir nánari fyrirmælum þar um. Samþykkis Alþingis sé þó leitað á viðkomandi reglugerð f formi þingsályktunar. 2) Frumvarp GYLFA Þ. GtSLASONAR (A), SVERRIS HER- MANNSSONAR <S), ÞÓRARINS ÞORARINSSONAR (F),JÓNAS- AR ARNASON4R (Alb.) GUNNLAUGS FINNSSONAR (F) og ELLERTS B SCHRAM (S) um fslenzka stafsetningu. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvf að eins skuli vera stafsetning fslenzkrar nútfma- tungu. Er þar ftarlega gerð grein fyrir þeim meginreglum, er um siafsetningu skuli gilda, sem I stuttu máli eru hliðstæðar þeim, er voru fyrir þá breytingu er varð með auglýsingu menntamálaráðu- neytis f september 1973 og maf 1974 (Magnús Torfi Ólafsson), um niðurfellingu z o.fl. Q Meginregiur. Þingmannafrumvarpið kveð- ur m.a. á um: 1) Að rita skuli stóran upp- hafsstaf í sérnöfnum, þjóða- og þjóðflokkaheitum, nöfnum fbúa landa, landshluta, héraða, borga og bæja. 2) Rita skuli y, ý og ey í samræmi við uppruna (hljóðvarp) og fornan fram- burð. 3) Rita skuli Z fyrir upp- Framhald á bls. 21 Vegaáætlun 1976-1979: Rúmar 19.000 milljónir kr. í viðhald og nýframkvæmdir Skiptar skoðanir á þingi um ráðstöfun vegafjár MILLI 19 og 20 þúsund milljónir króna fara til vega- mála, viðhalds, nýframkvæmda, verkfræðiiegs undir- húnings og stjórnunar á árum 1970—1979, samkvæmt vegaáætlun, er llaildór E. Sigurðsson, samgönguráð- herra mælti fyrir í sameinuðu þingi í fyrradag. Stærstu verkefnin, sem á áætlun þessari eru, og ráðherra gerði sérstaklega að umræðuefni, eru m.a.: 1) Brúargerð yfir Borgarfjörð, 2) jarðgöng um Oddsskarð (við Neskaup- stað), vegur um Hoitavörðuheiði, brú á Ölfusá hjá Ósevri, vegur á Fjarðarheiði og vegur fvrir Lónsheiði. fjaröflun 1 máli ráðherra kom fram að meginþa'ttir fjáröflunar til vega- mála væru tveir: markaðar tekjur (s.s. innflutningsgjald, þunga- skattur og gúmmígjald) og al- mennar og sérstakar lánsfjárút- veganir. Markaðar tekjur lækka í áætlun vegna hlutfallslega minnkandi bensínnotkunar, sem lækkaði t.d. milli áranna 1974 og 1975 úr 1750 lítrum að meðaltali á bifreið i 1600 Itr. eða um 9%. Hins vegar hefur þungaskattur hækkað, skv. nýrri reglugerð. Innflutningsgjald, sem fram kemur í bensínverði, er nú um kr. 17.59 á hvern lítra, og er talið muni gefa 1873 m.kr. f ár. Þunga- skattur er talinn munu gefa á sama tíma 562 m.kr. og gúmmí- gjald urn 77 m.kr. Stærsti þáttur fjáröflunar er hin sérstaka fjáröflun sem svo er nefnd. sem nema á rúmum milljarði hvort árið 1976 og 1977. I lánsfjáráætlun 1976 er gert ráð fyrir sömu upphæð til Vegasjóðs í samræmi við gildandi végaáætl- un. Af þessari fjárhæð er gert ráð fyrir að 500 m.kr. verði aflað með sölu happdrættisskuldabréfa vegna Norður- og Austurvégar. Gert er ráð fyrir að almenn láns- fjáröflun til Vegasjóðs nemi á milli 1300—1400 m.kr. í ár og jafn mikið á næsta ári. Heildarfjáröflun til ráðstöfunar á þessu ári verður 4.614 m.kr. RAÐSTÖFUN VEGAFJAR Ráðherra gat þess að áætlaður kostnaður við viðhald þjóðvega væri 1411 m.kr. á yfirstandandi ári eða 30.6% heildarútgjalda. Þessu víðhaldi er skipt í þrennt: sumarviðhald, vetrarviðhald (þar í snjóruðningur) og merkingar. Af framangreindri fjárhæð fara yfir 1100 m.kr. í sumarviðhald. Vetrarviðhald (með snjóruðn- ingi) hefur ekki numið nema milli 200—300 m.kr. og er ekki fyrirhuguð breyting þar á. Heildarfjárveiting til nýrra þjóðvega á þessu ári er áætluð 2124 m.kr. eða 46% af heildar- fjárveitingu. 2016 m.kr. 1977 og 1940 m.kr. 1978 og 2026 m.kr. 1979. Þessi fjárhæð skiptist skv. vegalögum milli hraðbrauta, þjóð- brauta og landsbrauta. Þá er varið fé til sérstakra áætlana (landshlutaáætlana). Þá gerði ráðherra grein fyrir fjárveitingum til fjallvega, til brúargerða, til sýsluvegasjóða, til vegagerðar í þéttbýli, til véla og Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra. verkfærakaupa, tilrauna í vega- gerð o.fl., sem ekki er rúm til að rekja ítarlega hér á þingsíðunni. AUSTURLAND AFSKIPT Lúðvfk Jósepsson (Abl.) gat þess m.a. að um helmingur fjár til nýframkvæmda í vegagerð færi til hraðbrauta, en af þeirri hrað- brautarhelft færi ekki ein króna hann stuðla að því að það næði fram að ganga. Þingsályktunartil- laga sú, sem hann hefði með öðrum flutt, væri og þess eðlis, að afgreiða mætti hana nú þegar, enda væri ástæða til. Krafðist þingmaðurinn þess að nefndin af- greiddi umrædd mál til þing- deildarinnar nú þegar. SLAKTSTARF ÞINGNEFNDA Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra sagðist hafa óskað eftir því að frumvarp ríkisstjórnar- innar um rannsóknarlögreglu, ásamt fylgifrumvörpum, fengi fuilnaðarafgreiðslu á þessu þingi. Rétt væri að vísu að frumvarpið ætti ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 1977, en nokkurn undir- búning þyrfti frá samþykkt Al- þingis á frumvarpinu til fram- kvæmdar þess. Þingnefndir væru um of hæglátar í störfum, t.d. væri heppilegra að kalla um- sagnaraðila á fund þingnefnda 1 stað þess að óska ætíð skriflegra umsagna um þingmál. Hann minnti á ýms mál, sem velktust 1 nefndum, ekki bara umræddri þingnefnd heldur fleirum. Skipunarvald hefði hann ekki gagnvart þingnefndum né þingi — en hann teldi sig hafa gert sitt með framlagningu frumvarpanna og eindregna ósk um afgreiðslu þeirra. SETT OFAN 1 VIÐ ÞINGNEFNDIR Karvel Pálmason (SFV) sagði þetta f annað sinn á þessu þingi sem dómsmálaráðherra setti ofan í við þingnefndir fyrir slakleg störf. Mál, sem snertu betrum- bætur í dómsmálum og rannsókn- um sakamála, væru þess eðlis, að ekki mætti tefja þau í meðferð Framhald á bls. 21 til Austurlands. Hér væri hróp- andi ranglæti á ferð, sem ekki yrði við unað. Þá gat hann þess og að eitthvað skyti skökku við lög frá fyrra ári um happdrættislán fyrir Norður-Austurveg, sem ekki virtist með i sjálfri vegaáætlun- inni, en þar hefði verið um við- bótarfjármagn að ræða umfram almennar vegaframkvæmdir. LJÓTASTI SKAPNAÐUR I TILLÖGUFORMI Ragnar Arnalds (Alb.) sagði þessa vegaáætlun ljótasta skapn- að sinnar tegundar i sinu minni. Of mikil áherzla væri lögð á hrað- brautir, eða svokallaða varanlega vegagerð, en of Iítil á nýtanlega vetrarvegi (malarvegi). Gilti þar einu þótt hefja ætti varanlega vegagerð í sínu kjördæmí. FRAMKVÆMDA- NIÐURSKURÐUR VEGSKATTUR Karvel Pálmason (SFV) sagði verðbólguna hafa skorið niður gildi þeirra fjárhæða, sem verja ætti til vegamála. í raun hefði umfang framkvæmda minnkað um 50% í tíð núverandi sam- gönguráðherra síðan hann tók við þeim málum. Þar við bættist að um helmingur nýframkvæmda færi í hraðbrautir og um helm- ingurinn af hraðbrautarfjár- magninu í eitt kjördæmi: Vestur- landskjördæmi. Þá sagði Karvel að ná mætti meira fjármagni til vegafram- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.