Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 1
140. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Lissabon: Soaresvarar við öfgaöflum til hægri og vinstri Aiitoiiio Kamalho Lanes. nykjörinn forseti Portúgals. sést hér skrafa glaðlega við konu sína. Mariu Manuelu. á lokakosniiigafundi hans fyrir helgimt i Setubai. Setubal er skammt fvrir stinnan IJssahon og þar hefur fvlgi kommúnista verið mjög mikíð. ('tkoma Kanes í Setttbal reyndisf hins vegar mun betri cn búizt hafði verlð vié. Amin hvetur til að gengið verði að kröfum ræningjanna Ríkisstjórnir við- komandi landa hafa ekki gefið formleg svör — Nairobi, Tel Aviv, Kampala 30. júní AP. Reuter.NTB. IDI Amiii forseti (Jganda hvatti til þess f kvöld að rfkisstjórnir þeirra landa, sem hefðu fanga í haldi sem krafizt hefur verið að látnir yrðu latisir, svo og þær rfkisstjórnir sem eiga borgara sfna um borð i rændu vélinni, semdu við flugvélaræningjana, þar sem hann sæi ekki annað en málið væri komið f algera sjálf- heldu. Ekkert formlegt svar hefur borizt frá þeim ríkisstjórn- um sem hlut eiga að máli, en náið samráð er millum þeirra. Fyrr f dag féllust ræningjarnir á að láta lausa um fjörutfu gísla, aldrað og sjúkt fóik, barns- hafandi konur og börn. Lagði sá hópur fljótlega af stað flugleiðis frá Kampala en eftir erii um borð rösklega tvö hundruð manns. Flugvélaræningjarnir höta að drepa alla gíslana ef 53 fangar sem sitja f fangelsum víða um iönd fyrirhryðjuverk verði ekki látnir lausir. Ríkisstjðrnir þær sem hlut eiga að máli hafa setið á látlausum fundum í dag, en f kvöld hafði engín þeirra gefið út formlega yfirlýsingu um hvaða stefna yrði ákveðin. I kvöld ræddi Idi Amin við Bar Lev, frægan ísraelskan hers- höfðingja, í síma og sagði honum að skila því til ísraelsku stjórnar- innar að ísraelska stjórnin yrði að leysa úr haldi „baráttumennina fyrir frelsi" eins og krafizt hefði verið. Frestur ræningjanna rennur út á hádegi á morgun. Bar Lev hershöfóingi hringdi frá ísrael að beiðni stjórnar sinn- ar. Hann var yfirmaður hersveita ísraeis i Úganda árið 1971 þegar Amin komst til valda. Féllst Amin á að tala við hann vegna þess hann væri sinn bezti vinur. Hann sagði Bar Lev að nú væru gíslarn-l ir alls 215 og af þeim eru 145 israelar og Gyðingar. Hann sagði að ísraelsku gíslarnir hefðu beðið sig fyrir boð til israels þess efnis að stjórnin yrði að binda tafar- laust enda á þær hörmungar sem þeir liðu nú. Bað Amin Bar Lev að koma þessu á framfæri við ísra- elsk stjórnvöld hið bráðasta. Var ákveðið að Bar Lev bæri stjórn sinni þessi boð og ræddi síðan á ný við Amin. Úgandaforseti kvaðst vera reiðubúinn að reyna að hafa meðalgöngu i málinu, en hins vegar hefði lítið miðað i þá átt. Hins vegar dregur Úgandaút- varp ekki dul á að það hafi fyrst og fremst verið fyrir tilstuðlan Amins og sendiherra Sómaliu í Úganda að nokkrum af gíslunum hafi verið sleppt I dag. Þá kvaðst Amin ekki haf a unnt sér svef ns né Framhald á bls. 20 Lissabon 30. iúní AP Reuter. SPRENGJA sprakk I morgitn úti fyrir bækistöðvum Verzlunar- mannafélags Lissabon sem er undir stjórn kommiinista. Einn maður slasaðist I sprengingunni, en töluvert tjðn varð, bæði á húsinu sem sprengjunni var beint að og nærliggjandi liíisum og bifreiðum. Mario Soares, forystumaður Sósíalistaflokksins, sendi frá flokknum yfirlýsingu í gærkvöldi, þar sem hann sagði að ýmis sólar- merki bentu til að öfgaöfl til hægri og vinstri myndu vinna að þvi öllum árum að kæfa fram- þróun lýðræðis í Portúgal nú að forsetakosningum loknum. Tekið vár fram að flokkurinn myndi halda fast við að mynda minni- hlutastjórn á grundvelli þeirra 35% atkvæða sem Sósíalista- flokkurinn fékk í þingkosningun- um i vor. Þá var tekið fram að ástæða væri til að gefa gaum að því hversu gífurlegt afhroð fram- bjóðandi kommúnista í forseta- kosningunum, Pato, hefði beðið, en hann hlaut aðeins um 7% at- kvæða. Loks var sagt að sigur Eanes hershöfðingja væri styrkur fyrir lýðræðisöfl i Portúgal og myndi verða til að efla og bæta ástand mála í landinu, svo fremi sem hin nýja stjórn fengi vinnu- frið. Um Eanes var farið lofsam- legum orðum og sagt áð sigur hans ætti ekki að túlkast sem sig- ur hægriaflanna eins og reynt væri að telja fólki trú um. Eanes væri maður frábitinn öllu sem bæri keim af einræði og myndi hann staðráðinn í að beita sér af öllum mætti fyrir stefnumálum sósialista. Einnig var varað við því að fólk léti glamuryrði Otelo Carvalhos, sem hlaut um 17% í forsetakosningunum slá ryki i augu sér og æsa sig upp til and- stöðu við lögmæt stjórnvöld landsins, sem ættu nú viðamikil verk fyrir höndum. Sterlingspund- ið hækkar ögn l.ondon 30. júnl Reuter STAÐA sterlingspundsins batnaði dálftið I dag á gjald- eyrismörkuðum í Evrðpu og þegar þeim var lokað var staða pundsins gagnvart dollar 1.7850. Fyrir mánuði stoð pundið l 1.70 dollar, og hefur ekki I atinan tfma staðið svo höllum fæti. Enn eykst sókn Sýr- lendinga í Líbanon Beirul 30. júní Reuler. ASTANÐIÐ f Libanon hrlð- versnaði I dag er Sýrlendingar hðfu skriðdrekasðkn f fjalllendi Llbanons aðeins 25 km frá höfuð- borginni og sðttu einnig fram til Sidon. Palestfnskir herflokkar segjast hafa hrundið því áhlaupi. Þá hafa hægrisinnaðir herflokkar náð annarri af tveimur palestfnskum flðttamannabúðum við Beirut, að því er skýrt hefur verið frá. Náðu þeir búðunum Jisr-Al-Basha, en ekki var getið um hvernig gengi vörn hinna búðanna. 1 fréttum segir að taka flðttamannabúðanna kunni að marka þáttaskil, þar sem vmsir vinstrisinnar og Palestínumenn, þar á meðal Kamal Jumblatt, hafa strengt þess heit að hefja allsherjarstríð I landinu, nái hægrisinnar búðunum á sitt vald. 1 kvöld hófst í Kairó skyndi- fundur utanrtkisráðherra Araba- ríkjanna til að reyna að finna lausn á málefnum Libana, en sáralitlar vonir eru bundnar við að betur takist til en fyrir þremur vikum, þegar sams konar fundur var haldinn. Þá var meðal annars sett fram áætlun um að senda Framhald á bls. 20 Fundi kommúnistaleiðtoga lokið í A-Berlín: Lokayfirlýsing um frelsi til að velja leiðir í þágu sósíálisma Aiisiur lieilfn —30. Júnf — Reuter — AP KOMMtlNISTAFLOKKAR f Evrðpu öðluðust viðurkenningu sovézka kommúnistaflokksins á rétti sfnum til að fara eigin leiðir án afskípta leiðtoganna ( Moskvu á fundi leiðtoga 29 kommúnista- flokka, sem lauk I A-Berlfn I dag. í yfirlýsingu fundarins kemur m.a. fram, að kommúnistaflokk- arnir virði „frelsi til að velja mis- munandi leiðir í baráttunni fyrir félagslegum breytingum í þágu framsóknar og sósfalisma". Yfirlýsingin var ekki borir undir atkvæði fundkrins og hún var heldur ekki fengin fulltrúum til undirritunar. Þetta er meðal annars talið stafa af andstöóu ítalska kommúnistaflokksins við það, að niðurstöður fundarins yrðu skjalfestar. Yfirlýsing fundarins þykir tiðindum sæta, einkum vegna þess að hingað til hafa kommúnistaleiðtogarnir í Moskvu ekki viljað ljá máls á Framhald á bls. 20 Lýsir EBE yfir 200 mílna auðlmdalóg sögu í júlímánuði? Luxembourg — 30. júnl — NTB AÐ LOKNUM fundi um fisk- veiðistefnu Efnahagsbanda- lagsins f gær var það haft eftir áreiðanlegum heimildum, að utanrlkisráðherrafundur EBE, sem haldinn verður f Briissel 19. iiilí n.k., muni að öllum Hkindum senda frá sér yfirlýs- ingu um að EBE helgi sér 200 mílna efnahagslögsögu við strendur aðildarríkja siuna. Ivar Nörgaard, sá ráðherra dönsku stjórnarinnar, sem ann- ast utanríkisviðskipti, mæltist til þess á fundinum, að fram- kvæmdanefnd bandalagsins gengi frá drögum að stefnuyfir- lýsingu þar sem fram kæmi; að Efnahagsbandalagið mundi fara að dæmi Noregs, Kanada og Bandaríkjanna ef þessi riki færðu lögsögu sína út i 200 míl- ur. Lagði ráðherrann áherzlu á. að drögin yrðu lögð fyrir ráð- herrana þannig að hægt yrði að samþykkja þau á fundinum i Briissel. Ivar Nörgaard lét svo um mælt, að málflutningur hans á fundinum hefði fengið góðan hljómgrunn, en þó hefði form- leg samþykkt ekki verið gerð um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.