Morgunblaðið - 01.07.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.07.1976, Qupperneq 1
140. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Lissabon: Soares varar við öfgaöflum til hægri og tinstri \ntonio Kamalho lianos. nvkjorínn forsoli l*orlú«als. sósl hór skrafa Klaúlt'sa vlð konn sína. Maríu Manuolu. á lokakosnirií>afundi hans fyrir holt’ina I Soluhal. Solubal or skamml f>rir sunnan l.issabon ou þar hofur f> l«i kommúnisla vorið nijót> mikiiV l'tkoma Kanos í Sotubal royndist hins vosar rnun botri on búizl hafúi vorirt \i<V Amin hvetur til að gengið verði að kröfum ræningjanna Ríkisstjórnir við- komandi landa hafa ekki gefið formleg svör — Nairobi, Tel Aviv, Kampala 30. júní AP. Reuter.NTB. IDI Amin forseti Úganda hvatti til þess I kvöld að rfkisstjórnir þeirra landa. sem hefðu fanga I haldi sem krafizt hefur verið að látnir yrðu lausir, svo og þær rfkisstjórnir sem eiga borgara sfna um borð f rændu vélinni, semdu við flugvélaræningjana, þar sem hann sæi ekki annað en málið væri komið f algera sjálf- heldu. Ekkert formlegt svar hefur borizt frá þeim rfkisstjórn- um sem hlut eiga að máli, en náið samráð er millum þeirra. Fyrr f dag féllust ræningjarnir á að láta lausa um fjörutfu gfsla, aldrað og sjúkt fólk, barns- hafandi konur og börn. Lagði sá hópur fljótlega af stað flugleiðis frá Kampala en eftir eru um borð rösklega tvö hundruð manns. Flugvélaræningjarnir hóta að drepa alla gfslana ef 53 fangar sem sitja f fangelsum víða um íönd fyrir hryðjuverk verði ekki látnir lausir. Ríkisstjómir þær sem hlut eiga að máli hafa setið á látlausum fundum í dag, en í kvöld hafði engin þeirra gefið út formlega yfirlýsingu um hvaða stefnayrði ákveðin. 1 kvöld ræddi Idi Amin við Bar Lev, frægan ísraelskan hers- höfðingja, í síma og sagði honum að skila því til ísraelsku stjórnar- innar að israelska stjórnin yrði að leysa úr haldi „baráttumennina fyrir frelsi" eins og krafizt hefði verið. Frestur ræningjanna rennur út á hádegi á morgun. Bar Lev hershöfðingi hringdi frá ísrael að beiðni stjórnar sinn- ar. Hann var yfirmaður hersveita ísraels í Úganda árið 1971 þegar Amin komst til valda. Féllst Amin á að tala við hann vegna þess hann væri sinn bezti vinur. Hann sagði Bar Lev að nú væru gislarn-| ir alls 215 og af þeim eru 145 Israelar og Gyðingar. Hann sagði að ísraelsku gislarnir hefðu beðið sig fyrir boð til ísraels þess efnis að stjórnin yrði að binda tafar- laust enda á þær hörmungar sem þeir liðu nú. Bað Amin Bar Lev að koma þessu á framfæri við ísra- elsk stjórnvöld hið bráðasta. Var ákveðið að Bar Lev bæri stjórn sinni þessi boð og ræddi síðan á ný við Amin. Úgandaforseti kvaðst vera reiðubúinn að reyna að hafa meðalgöngu i málinu, en hins vegar hefði litið miðað i þá átt. Hins vegar dregur Úgandaút- varp ekki dul á að það hafi fyrst og fremst verið fyrir tilstuðlan Amins og sendiherra Sómalíu í Úganda að nokkrum af gíslunum hafi verið sleppt i dag. Þá kvaðst Amin ekki hafa unnt sér svefns né Framhald á bls. 20 Lissabon 30. júnl AP Routor. SPRENGJA sprakk i morgun úti fyrir bækistöðvum Verzlunar- mannafélags Lissabon sem er undir stjórn kommúnista. Einn maður slasaðist I sprengingunni, en töluvert tjón varð, bæði á húsinu sem sprengjunni var beint að og nærliggjandi húsum og bifreiðum. Mario Soares, forystumaður Sósialistaflokksins, sendi frá flokknum yfirlýsingu í gærkvöldi, þar sem hann sagði að ýmis sólar- merki bentu til að öfgaöfl til hægri og vinstri myndu vinna að því öllum árum að kæfa fram- þróun lýðræðis í Portúgal nú að forsetakosningum loknum. Tekið vár fram að flokkurinn myndi halda fast við að mynda minni- hlutastjórn á grundvelli þeirra 35% atkvæða sem Sósíalista- flokkurinn fékk í þingkosningun- um i vor. Þá var tekið fram að ástæða væri til að gefa gaum að því hversu gifurlegt afhroð fram- bjóðandi kommúnista í forseta- kosningunum, Pato, hefði beðið, en hann hlaut aðeins um 7% at- kvæða. Loks var sagt að sigur Eanes hershöfðingja væri styrkur fyrir lýðræðisöfl í Portúgal og myndi verða til að efla og bæta ástand mála í landinu, svo fremi sem hin nýja stjórn fengi vinnu- frið. Um Eanes var farið lofsam- legum orðum og sagt að sigur hans ætti ekki að túlkast sem sig- ur hægriaflanna eins og reynt væri að telja fólki trú um. Eanes væri maður frábitinn öllu sem bæri keim af einræði og myndi hann staðráðinn í að beita sér af öllum mætti fyrir stefnumálum sósialista. Einnig var varað við því að fólk léti glamuryrði Otelo Carvalhos, sem hlaut um 17% í forsetakosningunum slá ryki í augu sér og æsa sig upp til and- stöðu við lögmæt stjórnvöld landsins, sem ættu nú viðamikil verk fyrir höndum. Sterlingspund- ið hækkar ögn London 30. júnf Rruter STAÐA sterlingspundsins batnaði dálftið f dag á gjald- eyrismörkuðum í Evrópu og þegar þeim var lokað var staða pundsins gagnvart dollar 1.7850. Fyrir mánuði stóð pundið f 1.70 dollar, og hefur ekki f annan tfma staðið svo höllum fæti. Enn eykst sókn Sýr- lendinga í Líbanon Beirut 30. júnf Reuter. ASTANDIÐ f Lfbanon hrfð- versnaði f dag er Sýrlendingar hófu skriðdrekasókn f fjalllendi Lfbanons aðeins 25 km frá höfuð- borginni og sóttu einnig fram til Sidon. Palestfnskir herflokkar segjast hafa hrundið þvf áhlaupi. Þá hafa hægrisinnaðir herflokkar náð annarri af tveimur palestfnskum flóttamannabúðum við Beirut, að því er skýrt hefur verið frá. Náðu þeir búðunum Jisr-AI-Basha, en ekki var getið um hvernig gengi vörn hinna búðanna. I fréttum segir að taka flóttamannabúðanna kunni að marka þáttaskil, þar sem ýmsir vinstrisinnar og Palestfnumenn, þar á meðal Kamal Jumblatt, hafa strengt þess heit að hefja allsherjarstrfð í landinu, nái hægrisinnar búðunum á sitt vald. í kvöld hófst í Kairó skyndi- fundur utanríkisráðherra Araba- ríkjanna til að reyna að finna lausn á málefnum Libana, en sáralitlar vonir eru bundnar við að betur takist til en fyrir þremur vikum, þegar sams konar fundur var haldinn. Þá var meðal annars sett fram áætlun um að senda Framhald á bls. 20 Fundi kommúnistaleiðtoga lokið í A-Berlín: Lokayfirlýsing um frelsi til að velja leiðir í þágu sósíalisma Austur-Berlfn — 30. júnf — Reuter — AP KOMMÚNISTAFLOKKAR f Evrópu öðluðust viðurkenningu sovézka kommúnistaflokksins á rétti sfnum til að fara eigin leiðir án afskipta leiðtoganna í Moskvu á fundi leiðtoga 29 kommúnista- flokka, sem lauk í A-Berlfn í dag. t yfirlýsingu fundarins kemur m.a. fram, að kommúnistaflokk- arnir virði „frelsi til að velja mis- munandi leiðir f baráttunni fyrir félagslegum breytingum í þágu framsóknar og sósfalisma". Yfirlýsingin var pkki borir undir atkvæði fundárins og hún var heldur ekki fengin fulltrúum til undirritunar. Þetta er meðal annars talið stafa af andstöðu ítalska kommúnistaflokksins við það, að niðurstöður fundarins yrðu skjalfestar. Yfirlýsing fundarins þykir tíðindum sæta, einkum vegna þess að hingað til hafa kommúnistaleiðtogarnir i Moskvu ekki viljað ljá máls á Framhald á bls. 20 Lýsir EBE yfir 200 mflna auðÚndalög sögu í júlímánuði? Luxembourg —30. júní — NTB AÐ LOKNUM fundi um fisk- veiðistefnu Efnahagsbanda- lagsins f gær var það haft eftir áreiðanlegum heimildum, að utanrfkisráðherrafundur EBE, sem haldinn verður í Brússel 19. júlf n.k., muni að öllum Ifkindum senda frá sér yfirlýs- ingu um að EBE helgi sér 200 mflna efnahagslögsögu við strendur aðildarrfkja sinna. Ivar Nörgaard, sá ráðherra dönsku stjórnarinnar, sem ann- ast utanrikisviðskipti, mæltist til þess á fundinum, að fram- kvæmdanefnd bandalagsins gengi frá drögum að stefnuyfir- lýsingu þar sem fram kæmi; að Efnahagsbandalagið mundi fara að dæmi Noregs, Kanada og Bandaríkjanna ef þessi riki færðu lögsögu sína út i 200 míl- ur. Lagði ráðherrann áherzlu á, að drögin yrðu lögð fyrir ráð- herrana þannig að hægt yrði að samþykkja þau á fundinum í Brússel. Ivar Nörgaard lét svo um mælt, að málflutningur hans á fundinum hefði fengið góðan hljómgrunn, en þó hefði form- leg samþykkt ekki verið gerð um málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.