Morgunblaðið - 01.07.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.07.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976 3 Elzta fréttamyndin frá konungskomunni 1921 MAGNUS Jóhannsson, útvarpsvirki og einhver helzti áhugamaður hérlendis um varðveizlu gamalla kvikmynda, hefur nú I fórum sfnum kvikmynd af komu Kristjáns konungs X til Islands árið 1921. Er þarna um að ræða kvikmynd, sem Gamla bfó og Nýja bfó létu gera f sameiningu af þessari ferð en þessi kvikmyndahús voru f þá daga helztu kvikmyndahúsin hér á landi. Sagði Magnús f samtali við Morgunblaðið f gær, að lfklegt væri að þetta væri elzta fslenzka fréttamyndin og um leið heimildamyndin sem varðveitzt hefði. Kvaðst Magnús hugsanlega mundu koma þessari kvikmynd á fram- færi áður en langt um liði. Raunar kvaðst Magnús hafa fréttir af eldri kvikmynd en þessari. Væri það kvikmynd af fyrsta fluginu á Islandi árið 1919 og hefði honum tekizt að rekja slóð hennar til Danmerk- ur en líklegt mætti telja að hún hefði brunnið þar í eldsvoða er upp kom i húsakynnum Nord- isk film á stríðsárunum og væri hún þannig með öllu glötuð. Magnús hefur nú umráð með kvikmyndasafni Lofts heitins Guðmundssonar, ljósmyndara, og hefur unnið nokkra þætti fyrir sjónvarpið úr þeim mynd- um, en svo hafði talazt til með Lofti og Magnúsi áður en Loft- ur andaðist, að Magnús skyldi hafa yfirráð yfir kvikmynda- safni hans. Það var einnig að frumkvæði Magnúsar, að sjónvarpið sýndi 1 fyrrakvöld kvikmynd frá Al- þingishátiðinni 1930, sem franskir menn höfðu tekið hér á landi við það tækifæri og hef- ur þessi mynd vakið töluverða athygli, enda merkileg heimild um þessi hátíðahöld, þó að sjónarhorn hennar væri harla franskt. Að sögn Magnúsar var það kunningi hans, Bjarni heit- inn Guðmundsson, blaðafull- trúi utanrikisráðuneytisins sem komst á snoðir um það í Kaup- Kristján X og drottning hans stfga á land f Reykjavfk Konungsf jölskyldan við Gullfoss mannahöfn, að eintak af þess- ari kvikmynd væri til og sagði Magnúsi frá þvf. Magnús kvaðst þá hafa beóið Bjarna um að beita áhrifum sínum til að eintak af myndinni væri fengið hingað til lands. Bjarni hefði orðið við því og'málin æxlazt þannig að eintak af myndinni kom til skrifstofu Alþingis. Þar hafði Magnús siðan uppi á henni aftur ekki alls fyrir löngu, gekkst fyrir því að enn voru gerð ný eintök af henni og kom þvi síðan á framfæri við sjónvarpið. Magnús tjáði Morgunblaðinu, að hann vissi til þess að Loftur Guðmundsson hefði einnig kvikmyndað Alþingishátiðina en sú mynd væri með öllu glöt- uð. Kvaðst hann vilja beina þeijn tilmælum til allra þeirra sem vissu eitthvað um feril þeirrar myndar eða hefðu í fórum sinum filmubúta frá Al- þingishátíðinni að koma þeim á framfæri við sig. Reyndar gild- ir þetta um allar kvikmyndir frá gömlum dögum sem hugsanlega kynnu að hafa eitt- hvert heimildargildi, og veit Morgunblaðið til þess að sjón- varpið hefur til að mynda áhuga á öllu slíku og myndi vera reiðubúið að hjálpa fólki um aðstöðu til að ganga úr skugga um heimildagildi gam- alla filmubúta, sem það kynni að hafa í fórum sinum. Ameríkureiðin: Islenzkir hestar í 12. og 13. sæti Þriðjungur leiðarinnar að baki Aukasýning á Shield Head „SHIELD Head“, enska útgáfan af Skjaldhömrum eftir Jónas Árna- son, var sem kunnugt er frumsýnd 1 Iðnó á þriðjudag við góðar undirtektir. Ráðgerðar höfðu verið tvær sýningar, en nú hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu á föstudag kl. 20,30. Verður miðasalan 1 Iðnó opin bæði 1 dag, fimmtudag, og á föstudag. Myndin er úr sýningunni. 55.5 millj. kr. halli Samvinnutrygginga — ISLENZKU hestarnir hafa staðið sig vel og nú þegar er um þriðjungur leiðarinnar að baki, sagði Agnar Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar SlS 1 gær, þegar Mbl. spurðist fyrir um hvernig þeim gengi Þjóðverj- unum fimm og Austurrfkismann- inum, sem taka þátt f hópreiðinni í húsi Jóns 1 HÚSI Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er rekið félags- heimili Islendinga þar í borg. Þar eru allir velkomnir og oft margt um manninn, enda hafa margir, sem leið eiga um Kaupmanna- höfn, gaman af að skoða þetta fyrrverandi heimili sjálfstæðis- hetjunnar. Vmsar veitingar eru þar á boðstólum, hægt er að horfa á sjónvarp, lesa nýjustu blöðin eða bara rabba við landann. Auk þess rekur félagsheimilið reið- hjólaleigu fyrir þá, sem hafa hug á að ferðast um borgina upp á danskan máta. Hús Jóns Sigurðssonar er i sumar opið frá kl. 14—22 alla daga vikunnar og er við Öster Voldgade 12. yfir Amerfku á islenzkum hest- um. Agnar sagði að samkvæmt þeim fréttum, er borizt hefðu frá Gunnari Bjarnasyni, sem er farar- stjóri hópsins fyrir vestan, hefur ferðin gengið vel til þessa og fs- lenzku hestarnir hafa staðið sig vel þrátt fyrir mikla hita og hit- inn á daginn hefur verið um 30°C og á næturnar um 20°C. Islenzku hestunum hefur eins og áður sagði vegnað vel í keppn- inni og er W. Feldmann yngri í 12. sæti og Johannes Hoyos í 13. sæti og hinir knaparnir á fslenzku hestunum eru innan við miðju í röð. Um 20 hross hafa fallið út úr keppninni og þeir, sem fremstir fara eru á arabískum hestum. Lagt var upp í reiðina, sem far- in er í tilefni af 200 ára afmæli Bandarfkjanna, 31. maí sl. frá New Yörk en henni á að ljúka í Kaliforniu 2. september n.k. og er leiðin alls 5700 km. Nú er hópur- inn við landamæri Missouri og Illinois og á að koma til St. Joseph 8. júlí nk. YFIRVINNUBANN Starfs- mannafélags hljóðvarps hefur nú staðið I um fjórar vikur. Málinu var á sfnum tfma vfsað til Kjara- nefndar og samningaviðræður á milli deiluaðilja hafa þvf ekki átt sér stað undanfarið. Var búizt við úrskurði nefndarinnar fyrir mánaðamót, en nefndin hefur fengið frest fram yf'fr mánaðamót til að kveða upp úrskurð sinn. Gunnar Vagnsson, fram- HALLI varð á rekstri Samvinnu- trygginga árið 1975 sem nam 55.5 millj. króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af tapi á fiskiskipa- tryggíngum að upphæð 45. millj. kvæmdastjóri Rikisútvarpsins sagöi í viðtali við Morgunblaðið i gær, að mál þetta væri hið erfiðasta viðureignar og auk þess sem hlustendur fengju nú verri þjónustu en áður þá skapaði það óþægindi og spennu innan stofn- unarinnar. Að sögn Gunnars fengu starfsmenn hljóðvarpsins tæplega tvær milljónir f hrein yfirvinnulaun á mánuði árið 1975. kr. og tapi á gömlum endurtrygg- ingarsamningum, en á árinu komu fram ógreidd erlend tjón vegna þessara samninga sem námu 41.2 millj. króna. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur borizt um aðalfundi Samvinnu- trygginga, Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurirygginga- félags Samvinnutrygginga h.f., sem haldnir voru á Kirkjubæjar- klaustri 25. júnf s.l. Það er ljóst, segir enn fremur í ársskýrslu Samvinnutrygginga, að tjónin hafa ekki aukizt um slfka upphæð á einu ári, heldur eru að koma í ljós óuppgerð tjón frá fyrri árum, auk þess sem gengisbreytingar hafa haft áhrif á upphæðir tjón- anna. Heildarvelta Samvinnu- trygginga á árinu 1975 nam kr. 1.364.9 millj. og hafði aukizt um 376.5 millj. frá árinu áður. Heildariðgjöld ársins hjá öllum félögunum námu samtals kr. 1.913.4 og höfðu aukizt um 45.4% frá árinu 1974. Að frádregnum þeim stóru áföllum, sem getið er i upphafi, mun rekstur Samvinnu- trygginga hafa gengið „þolan- lega“ á árinu 1975. Verg afkoma (með vergri afkomu er átt við þá Framhald á bls. 20 Listdans um landið ÞAÐ ER ekki oft sem þeim, er búa utan Reykjavfkur, gefst kost- ur á að sjá listdanssýningar. Næstu vikurnar gefst þó slfkt tækifæri, því Fenixballettflokkur Unnar Guðjónsdóttur ballett- meistara leggur upp f dansför kringum landið um þessa helgi. Unnur stofnaði Fenixflokkinn f Stokkhólmi árið 1970 og hann hefur sfðan haldið um 100 sýning- ar á ári f Svfþjóð. Auk þess að dansa fyrir leikhúsgesti þar ytra, hefur flokkurinn komið fram f fangelsum, á elliheimilum og á sjúkrahúsum. Hringferðin um tsland er farin fyrir tilstilli Menningarsjóðs Norðurlanda. Dansflokkurinn mun sýna ballettana „Gunnar á Hlíðarenda" og „Þjóðtrú á Norð- urlöndum". Dansað verður á eft- irtöldum stöðum: Hveragerði, sunnudaginn 4. júlí Hvolsvelli, mánudag 5. júlí Höfn i Hornafirði, þriðjudag 6. júlí og miðvikudag 7. júlí Neskaupsstað, fimmtudag 8. júlí Egilsstöðum, föstudag 9. júlf Seyðisfirði, laugardag 10. júlí Húsavik, sunnudag ll.júlí Akureyri, mánudag 12. júlí Reykjavík, miðvikudag 14. júli og fimmtudag 15. júlí. Fagnaður að Bessastöðum NÆSTKOMANDI sunnudag verður Vestur-Islendingum fagn- að við guðsþjónustu á Bessastöð- um, en sfðan þiggja þeir boð for- setahjónanna á forsetasetrinu. Við guðsþjónustuna mun séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, prédika en séra Bragi Friðriksson þjónar ásamt honum fyrir altari. Forseti Islands mun og ávarpa gesti i lok kirkjuathafnarínnar. Bílar munu fara frá Ferðaskrif- stofu tslands kl. 1,15 e.h. og aftur frá Bessastöðum að heimsókn lokinni. Hreinar yfirvinnu- greiðslur til hljóð- varpsfólks námu 2 millj. á mán. 1 fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.