Morgunblaðið - 01.07.1976, Side 5

Morgunblaðið - 01.07.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULI 1976 5 Norrænir borgarstarfs- menn ræða skattamál og á Norðurlöndum Þörhallur Halldórsson (t.v.) og Sven Ahlgren. Ljósm. rax verðlag ÞING norrænna borgarstarfs- manna, sem þessa dagana stendur yfir f Reykjavfk, sækja 30 þing- fufltrúar frá öllum Norðurlönd- unum, en f samtökunum eru 165 þúsund meðlimir. Flestir eru þeir í Svfþjóð, eða um 110 þúsund talsins, og formaður sænsku sam- takanna og jafnframt þeirra norrænu er Sven Ahlgren, sem mörgum tslendingum er að góðu kunnur en hann er nú staddur f sjötta skipti hér á landi. Morgunblaðið ræddi í gær stutt- lega við Sven Ahlgren og Þórhall Halldórsson formann Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Sven Ahlgren hefur verið for- maður norrænu samtakanna síðan 1962 og á sinum tíma gekkst hann fyrir því að safnað var fé til þeirra Vestmanneyinga sem hvað harðast urðu úti í Vestmanneyja- gosinu. Helmingur fjárins var af- hentur Rauða krossi tslands en helmingur notaður til að stofna I sjóð til styrktar félögum í Starfs- mannafélagi Vestmannaeyja, sem illa urðu úti í gosinu. Aðspurður sagði Sven Ahlgren að helztu verkefni norrænu sam- takanna væru upplýs- ingaþjónusta við félagsmenn, t.d. um launamál hverju sinni i hverju landi, skattamál og fleira sem gagnlegt væri samböndunum í Finnlandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og á Islandi. Við höfum aðeins einu sinni gert undantekningu á starfsregl- um okkar og gert ályktun um við- kvæmt baráttumál í einhverju Norðurlandanna sagði Ahlgren. — Það var á formannafundi i Helsingfors í fyrra, að við sam- þykktum að lýsa yfir fullum stuðningi við kröfum borgar- starfsmanna í Reykjavík, sem kröfðust þess að fá verkfallsrétt, en borgarstarfsmenn á hinum Norðurlöndunum hafa allir verk- fallsrétt. Annað hvert ár eru haldin þing Samtaka norrænna borgarstarfs- manna, en formenn samtakanna i hverju Norðurlandanna hittast árlega. Næst verður þingið haldið í Finnlandi árið 1978 en í Reykja- vík er þingið nú haldið i þriðja skipti, fyrst var það haldið hér 1956 og síðan 1966. Þórhallur Halldórsson for- maður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sagði að á þinginu að þessu sinni hefði mörg mál borið á góma. Mætti í því sambandi nefna fyrirlestra um þróun verðlags á Norðurlöndun- um*og skattamál, umræður um námskeiðahald á vegum samtak- anna, en eitt slíkt hefði verið haldið í Linköping í fyrra. Rætt hefði verið um aukið samstarf samtakanna og fleira mætti nefna. Þá fór stjórnarkjör til næstu tveggja ára fram á þinginu og var Sven Ahlgren endurkjör- inn formaður samtakanna. Þess má geta að i Starfsmanna- félagi Reykjavíkur eru nú um 2000 manns að sögn Þórhalls en í sænsku samtökunum eru eins og áður sagði um 110 þúsund manns. Starfsmenn síðarnefndu samtak- anna eru fjölmargir, þannig vinna um 15 manns fyrir þau í Stokkhólmi og 1 eða 2 á hinum 11 héraðsskrifstofum. Verkefni þessara skrifstofa er að vera með- limum >samtakanna innan handar í faglegum og launalegum atrið- um. Frá setningu vinabæjamótsins f Garðabæ. Hinir erlendu gestir og nokkrir forystumenn Garðabæjar, auk danska útvarpsdrengjakórsins, á tröppum Barnaskóla Garðabæjar. Um eitt hundrað er- lendir gestir á vina- bæiamótií Garðabæ Á MÁNUDAG og þriðjudag fór fram í Garðabæ vinabæjamót með þátttöku vinabæja Garðabæj- ar á Norðurlöndum en þeir eru Birkeröd f Danmörku, Asker f Noregi, Þórshöfn f Færeyjum, Jakobsstad í Finnlandi og Eskilöv f Svíþjóð. Slík vinabæjamót hafa verið haldin annað hvert ár að undanförnu, en þetta er f fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið f Garðabæ. Alls voru erlendu þátttakend- urnir í vinabæjamótinu um eitt hundrað talsins, flestir frá Birke- röd og Asker. Mótið var sett á sunnudaginrfog fluttu þá fulltrúar bæjarstjórna og norrænu félaganna í viðkom- andi bæjum ávörp og færðu ! Garðabæ gjafir sem þeir Ölafur G. Einarsson, forseti bæjarstjórn- ar, Garðar Sigurgeirsson, bæjar- stjóri, og Jón Jónsson, formaður Norræna félagsins í Garðabæ, veittu viðtöku. Við setningu móts- ins söng einnig danski útvarps- drengjakórinn sem staddur er hérlendis um þessar mundir við mjög góðar undirtektir áheyr- enda. Á mánudaginn var einnig farin skoðunarferð um Garðabæ og ná- grenni og heimsóttu þátttakendur m.a. skipasmíðastöðina Stálvík. Einnig var á mánudaginn frum- sýnd kvikmynd um Garðabæ sem gerð var í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Á þriðjudaginn sóttu þátttak- endur ráðstefnu um norræna samvinnu f Norræna húsinu og fluttu þar framsöguerindi Ragn- hildur Helgadóttir, alþingismað- ur, og Mogens Elvius frá Dan- mörku. Síðdegis þáðu gestir boð forseta Islands, en vinabæjamót- inu var síðán slitið með kvöld- verði að Hótel Sögu. Þórhallur Tryggvason bankastjóri Búnaðarbankans SAMKVÆMT nýjum lögum um Búnaðarbanka fslands, sem sam- þykkt voru á Alþingi þann 6. maf 1976, á bankastjórn bankans að vera skipuð þrem bankast jórum. 1 samræmi við þetta hefur bankaráð bankans á fundi 28. júni ráðið eindóma Þórhall Tryggvason sem þriðja banka- stjóra bankans. Skipar hann því bankastjórnina ásamt þeim Magnúsi Jónssyni og Stefáni Hilmarssyni frá þeim degi. Þórhallur er fæddur í Reykja- vfk þ. 21. maí 1917. Hann hefur verið starfsmaður bankans síðan á árinu 1933, var skrifstofustjóri bankans 1941 til 1965, gegndi bankastjórastarfi frá í maf 1965 til miðs árs 1971 á meðan Magnús Jónsson bankastjóri var fjármála ráðherra. 1971 til ársloka 1973 yeitti Þórhallur Stofnlánadeild Þórhallur Tryggvason batikastjóri landbúnaðarins forstöðu, gegndi aftur bankastjórastarfi allt árið 1974 í veikindaforföllum Magnús- ar Jónssonar óg hefur sfðan verið bankastjórninni til aðstoðar og leyst af í leyfum. Þórhallur er kvaéntur Esther Pétursdóttur, skipstjóra Björns- sonar. HOOVER er heimilisprýði HOOVER Tauþurrkarar. StærS: Hæð 85 cm, breidd 59 cm, dýpt 55 cm. Hleðsla: 3,5 kg, af þurrum þvotti. Þurrkkerfi: Tvö, annað fyrir náttúrulegan vefnað en hitt fyrir gerfiefni. Hitastig: 55 C, 75 C Tímastillir: 0 til 110 mínútur. Öryggi: Öryggislæsing á hurð, 1 3 A rafstraumsöryggi, Taurþurrkarinn er á hjólum. Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan FALKIN N Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70 ® HOOVER- VERKSMIÐJURNAR ÁBYRGJAST VARAHLUTI í 20 ÁR, EFTIR AÐ FRAMLEIÐSLU SÉRHVERRA TEGUNDA ER HÆTT HOOVER þvottavélar Stærð: HxBxD. 85x59x55 sm. Þvottamagn: 5 kg af þurrum þvotti. Þvottakerfi: 12 til 16 algjörlega sjálfvirk þvottakerfi. Vatnsinntak: I Heitt og kalt (blandar), eða eingöngu kalt vatn. Vatnshæðir: Vélarnar velja á milli vatnshæða. Sápuhólf: Skúffa sem skipt er ( 3 hólf, forþvottur, aðalþvottur og bætiefni. Hitastig: 30 gr. C, 40 gr. C, og 60 gr. C, og 95 C Öryggi: Öryggislæsing á hurð, vatnsöryggi á sápuskúffu. 1 3 A rafstraumsöryggi. Þvottatromla úr ryðfríu síáli. Vélarnar eru á hjólum. Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan. Þær falla því vel í innréttingar eða undir borð Einnig má sameina þvottavél og tauþurrkara á þann hátt að skorða þurrkarann ofan á vélina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.