Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976 Verður hafréttar- sáttmálinn kveikjan að nýjum alþjóð- legum deilum? Ollum þeim sem fylgzt hafa með framþróun hafréttarmála sfðast Iiðinn áratug eða svo er kunnugt um framlag Arvids Pardo, fyrrum sendiherra Möltu hjá Sameinuðu þjóðunum, til framgangs þeirra mála. Pardo hélt árið 1967 mjög langa og ítarlega ræðu hjá S.Þ. þar sem hann fjallaði um auðæfi hafsins og nauðsyn þess að koma á alþjóðlegu skipulagi um nýtingu þeirra, einkum og sér í lagi hinna ónýttu auðlinda á hafsbotni. Ræða Pardos, sem tók þrjá og hálfan tfma f flutningi, vakti á sfnum tíma gífurlega athygli og er talin hafa átt drjdgan þátt f þvf að ákveðið var að kalla saman þriðju hafréttaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Pardo lét af störfum á vegum Möltustjórnar fyrir um þrem árum og hefur sfðan verið gistiprófessor og gegnt fræðimanns- störfum við ýmsar menntastofnanir f Bandarfkjunum. Hann kennir nú við Suður-Kalifornfu háskóla f Los Angeles. Pardo hefur fylgzt náið með framgangi hafréttarráðstefnunnar sem einstaklingur og verið þar gestur og vart er haldin svo ráðstefna fræði- og áhugamanna um þessi mál að hann sé þar ekki f hópi þátttakenda. Viðtal: Geir H. Haarde Pardo hefur orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með hvernig málin hafa þróazt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, enda má með nokkrum sanni segja að fagrar hugmyndir hans og ann- arra hugsjónamanna um stór- aukið samstarf allra þjóða heims um nýtingu hafsins hafi orðið undir í baráttunni við kröfur og hagsmuni einstakra ríkja, sem miðazt hafa að því aö tryggja Þeim sem stærstan hluta auðæfa hafsins. Pardo er eignuð hugmyndin um að höfin væru sameiginleg arfleifð mannkynsins alls, en þetta orðalag var síðar samþykkt i ályktun á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, þegar til haf- réttarráðstefnunnar var boðað. Merking þessa orðalags hefur nú þróazt nokkuð á annan veg en þann, sem hann hafði í huga. Blaðamaður Mbl. hitti Pardo að máli fyrir nokkru á ráð- stefnu Hafréttarstofnunar Rhode Island háskóla, sem haldin var í Kingston, Rhode Island, og átti við hann eftirfar- andi samtal: HAFRÉTTARSÁTT- MÁLINN MUN LEIÐATILNÝRRA DEILNA ÞJOÐA í MILLI „Það fer ekki á milli mála hvert viðhorf yðar, dr. Pardo, er til þess frumvarps um haf- réttarsáttmála, sem fyrir liggur Arvid Pardo fyrrum sendiherra Möltu hjá S. Þ. Hann kennir nú við Suður-Kaliforníu há- skóla, en myndin er tek- in á ráðstefnu Hafréttar- stofnunar Rhode Island háskóla fyrir skömmu. á hafréttarráðstefnunni. Sjáið þér kannski eftir því að hafa átt svo stóran þátt i þvi að ráð- stefnan var haldin?" „Ekki get ég sagt það beinlín- is. En sannleikurinn er sá að hefði engin ráðstefna verið haldin stæðum við að miklu leyti i sömu sporum og við ger- um nú að ráðstefnunni nær lok- inni. Þau ríki sem mest hafa fengið frarn af sínum kröfum viðvíkjandi stækkun lögsögu hefðu vafalaust gripið til ein- hliða aðgerða til að ná sínu fram. Munurinn hefur orðið sá, að á ráðstefnunni hefur orðið allvíðtækt samkomulag um þessa hlið málsins. En ráðstefn- an hefur svo oróið til þess að sett verður á laggirnar sérstök stofnun til þess að hafa umsjón með vinnslu málma á djúpsævi og sömuleiðis hefur ráðstefn- unni tekizt að setja ákvæði um lausn deilumála. Það eru ýmis ríki sem geta hrósað happi yfir því hvernig málin hafa þróazt og í þeim hópi er ísland, en hitt er annað mál, að þeir sem vildu tryggja sem bezt að hafréttar- sáttmálinn stuðlaði að því að lægja öldurnar i heimsmálun- um með sem víðtækustu sam- komulagi um samstarf í sem flestum málaflokkum, hafa orð- ið fyrir verulegum vonbrigð- um." „Eruð þér að gefa i skyn að væntanlegur hafréttarsáttmáli feli i sér sáðkorn nýrra deilna og e.t.v. átaka milli ríkja?" „Um það er ég alveg fullviss. Það hefur ekki verið lögð áherzla á það á ráðstefnunni að vinna gegn því að deilur risu komulagi um auðlindalögsögu- hugtakið, en þar er byggt á því að viðkomandi riki hafi lögsögu að ákveðnu fjarlægðarmarki, sem sé 200 milum. Þessi hugtök fara alls ekki alls staðar saman og það er auðvelt að hugsa sér að deilur geti risið um hvar eitt endi og annað taki við á svæði eins og Miðjarðarhafinu, þar sem stutt er milli rikja. Mörg önnur dæmi mætti taka, ég er t.d. viss um að þegar frá líður muni rísa deilur um rétt ann- arra þjóða til siglinga og fjar- skipta um auðlindalögsögu strandríkja. Þær leiðir sem opnar verða samkvæmt sam- komulaginu til að leita sátta, Rætt við dr. Arvid Pardo fyrrum sendiherra Möltu hjá S.Þ. upp af völdum sáttmálans. Mestum tíma hefur verið eytt i að ákveða hvernig skipta skuli upp hafinu milli einstakra ríkja. Sem dæmi um hvernig sáttmálinn getur orðið kveikja að ágreiningi má nefna að í honum er haldið við gamla landgrunnshugtakinu, þar sem landgrunn er skilgreint sem náttúrulegt neðansjávarfram- hald landsins og hafi viðkom- andi ríki lögsögu yfir þvi. Ráð- stefnan hefur einnig náð sam- jafna deilur og dæma um ágreiningsatriði eru þó mjög lofsverðar." SAMKOMULAGIÐ ÖLLUMIÓHAG ÞEGAR FRAM f SÆKIR „Getum við farið dálítið nán- ar út í það hvaða ríki hafa hagn- azt á samkomulaginu og hvaða riki hafa borið skarðan hlut frá borði?" Skoðanir Rætt við Ásgrím P. Lúðvíksson um fram- tíðargildi iðnaðar sem atvinnugjafa í þjóð- arbúskapnum, nýtingu innlendra orkugjafa, Hlíða- og Holtahverfi og flokksstarfið þar I ÞESSUM þætti hefur verið leitað fanga hjá formönnum hverfa- félaga sjálfstæðisfóiks f höfuðborginni, bæði af flokksstarfi og sérmálum byggðahverfa, og ekki sfzt spurzt fyrir um persónuleg viðhorf viðmælanda til vandamála Ifðandi stundar. Að þessu sinni er guðað á gluggann hjá Ásgrfmi P. Lúðvfkssyni, formanni flokksfélagsins f Hlfða- og Holtahverfi. Segja má að borgin hafi í hví- vetna búið þann veg að hverfinu að íbúarnir geti vel við unað. Þó eru örfá atriði, sem betur mega fara og ég vil nota tækifærið til að vekja athygli á, og kem að síðar. í hverfinu er menntunarað- staða af flestu tagi, svo ég nefni sem dæmi einn þáttinn í þjónust- unni við borgarana. Nefna má hinn nafnkunna isaksskóla fyrir yngstu borgarana, Kennarahá- skólann og Stýrimannaskólann, barnaskóla, unglingaskóla, menntaskóla við Hamrahlíð og húsmæðrakennaraskólann við Háuhlið. Leikskólar og dagvistun barna er og f dágóðu lagi, a.m.k. miðað við önnur hverfi í borginni. Á svipaðan hátt mætti tína til dæmi um borgarþjónustu á öðr- um sviðum, þótt hér verði látið sitja við þetta sýnishorn, er að skólamálum snýr. GAMALGROIÐ OG EFTIR- SÓTT tBUÐAHVERFI. Hlíðar og Holt tóku að byggjast um eða upp úr 1940, sagði Ás- grimur. Þetta borgarhverfi var að mestu fullbyggt á áratugnum milli 1940 og 1950. Því hefur að vísu bætzt byggð frá þeim tíma, en er þó löngu gamalgróið og eft- irsótt til búsetu, enda f hóflegri fjarlægð frá önn miðborgarinnar. Verður raunar einnig i nánd við nýja mióbæinn sem framkvæmdir hófust við á vegum borgarinnar einmitt á liðandi ári. — Hverfið er dæmigert íbúðahverfi, en í jaðri þess í Holtunum eru ýmis iðnaðarfyrirtæki, aðallega þjón- ustuiðnaður. 1 hverfinu er þegar fyrir hendi sú samfélagslega þjónusta og að- staða öll, sem gerð er krafa til. Innlendir orkugjafar undirstaðan: Iðnaðurinn með 36% mannára í atvinnulífinu AÐFINNSLUEFNI I HVERFINU Þótt Hlfða- og Holtahverfi sé gamalgróið og sjálfu sér nógt um flest og eigi þar af leiðandi fáar óuppfylltar kröfur á hendur sam- félagi okkar Reykvíkinga, borg- inni, eru samt sem áður nokkur atriði, sem betrumbæta þarf, og ég vildi nota tækifærið til að minnast á þau í örfáum orðum. # — 1. Óánægju gætir í þeim hluta þessa borgarhverfis, þar sem samkomuhús, þ.e. öldurhús, eru og þykir frá þeim stafa ónæði og litill menningarauki. Slík starfsemi á naumast heima í íbúð- arhverfum. % — 2. Um Klambratún (Mikla- tún), þar sem menningarmiðstöð- in Kjarvalsstaðir er, er göngu- braut þvert yfir túnið milli Hliða og Holta. Af þeim sökum þarf að lýsa Klambratúnið mun betur upp en nú er gert — helzt áður en haustar og dimmir að nýju. 0 — 3. Á milli kirkju hverfisins, Háteigskirkju, og Sjómannaskól- ans er stór lóð eða opið svæði, sem ekki er nægur sómi sýndur, hvað umhirðu og útlit snertir. Hér þyrftu viðkomandi borgaryfir- völd að taka til hendi, e.t.v. í samráði við umsjónaraðila kirkju og skóla. % — 4. Og loks er það Tónabær, þar er til húsa tómstundaþjónusta við unglinga sem út af fyrir sig er þarft og nauðsynlegt. Hitt er verra að umgengni og umhirða umhverfis Tónabæ er fyrir neóan allar hellur. Alls konar rusl og glerbrot stingur í augu. Hér þarf úr að bæta, skjótt og vel. FLOKKSSTARFIÐ I HVERFINU Hið nýja Sjálfstæðishús Reyk- vikinga er i okkar hverfi við Bol- holtið. Hverfafélagið hefur því fengið inni i Sjálfstæðishúsínu fyrir starfsemi sína og þar með starfsaðstöðu, sem eykur mjög á möguleika flokksstarfsins í fram- tíðinni. í félaginu eru milli 400—430 manns og hefur það starfað með líku sniði og önnur hverfafélög sjálfstæðisfólks í borginni. Stjórn félagsins kemur saman nokkuð reglubundið til starfa yfir vetrarmánuðina, ræðir innra starf þess og skipulag og hvern veg sjálfstæðismenn i borg- inni getu bezt unnið sjónarmiðum sinum gagn og gengi. Síðan eru almennir fundir, sem hafa verið tveir frá áramótum, þar sem fjall- að er um mál, sem eru efst á baugi í borgar- eða þjóðmálum hverju sinni: # A hinum fyrri almenna fundi var umræðuefnið: Staða flugvall- arins í Reykjavík. Frummælend- ur vóru: Ólafur B. Thors, Hilmar Ólafsson og Leifur Magnússon. Sátu þeir síðan fyrir svörum ásamt borgarstjóra, Birgi isleifi Gunnarssyni. % A síðari fundinum var við- fangsefnið: Staða íslands í vest- rænni samvinnu. Framsögumað- ur var Kristján Gunnarsson, fræðslustjóri og varaþingmaður. Á báðum fundunum urðu miklar og fjörugar umræður. Auk mín skipa núverandi stjórn félagsins: Bogi Bjarnason varaformaður, Axel Tuulinius rit- ari, Bogi Ingimarsson gjaldkeri og meðstjórnendur: Jónína Þor- finnsdóttir, Valdimar Ólafsson og Hannes Pétursson. FRAMTlÐIN OG IÐNAÐURINN Aðspurður um persónuleg sjónarmið á liðandi stund, sagði Ásgrimur P. Lúðvíksson að gildi iðnaðar fyrir framtiðaratvinnu- sköpun i þjóðarbúskapnum væri naumast nægur gaumur gefinn. Ljóst væri að hinar hefðbundnu atvinnugreinar þjóðarinnar, land- búnaður og sjávarútvegur, myndu áfram þjóna undirstöðu- hlutverkum, ekki sízt sem hrá- efnagjafar til vaxandi iðnaðar. Framleiðni í þessum atvinnu- greinum hefði vaxið og ætti efalít- ið eftir að vaxa enn, án þess að um umtalsverða aukningu vinnuafls yrði þar að ræða, bæði sökum vél- og tæknivæðingar og þeirra aug- Ijósu marka, sem stærð fiski- stofna og arðgjöf landsins væru sett. Það yrði því ótvirætt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.