Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULI 1976
MivmvnR
Agnew genginn
í lið með Aröbum ?
Spiro Agnew, fyrrverandi varaforseti Bandarfkjanna, hefur haft
hljótt um sig sfðan hann hrökklaðist úr embætti fyrir skattsvik og
ýmsar ávirðingar aðrar. Nú hefur hann þó vakið á sér athygli á ný
með skáldsögu, sem sýnilega er rituð samkvæmt uppskrift met-
sölubókahöfunda. Hér er um að ræða reyfara með hæfilegu fvafi af
djörfum kynlffslýsingum og spennandi atburðarás. Sagan gerist
árið 1984 og er söguhetjan Canfield varaforseti. Hann útvegar
ísraelsmönnum nýjar eldflaugar og liggur við að hann komi
þannig af stað þriðju heimsstyrjöldinni.
Agnew hefur hlotið harða
gagnrýni fyrir þá andúð á mál-
stað Israels, sem talin er vera
boðskapur bókarinnar, en þar
Spiro Agnew
er lýst samsærum og pólitfsk-
um erjum Israelsmanna.
Vegna útkomu bokarinnar kom
Agnew nýlega fram í sjónvarpi,
og reyndi þar að verja þessar
skoðanir sfnar. Það tókst þó
ekki sem skyldi, heldur kom
hann þar með ftrekaðar árásir á
„fsraelska heimsvaldastefnu"
og ásakaði um Ieið ýmsa banda-
rfska stjórnmálamenn um að
vera vfsvitandi verkfæri í hönd-
um israelsmanna.
/
Því er nú haldið fram f
Bandarfkjunum, að þetta nýja
hlutverk Agnews á stjðrnmála-
sviðinu, sé ekki með öllu ðtengt
þeirri staðreynd, að hann er
„ráðgjafi" fyrirtækisins
Pathlite. Aðstandendur fyrir-
tækisins eru flestir auðkýfing-
ar í Arabfu, Kuwait og Persfu,
en fyrirtækið hefur það hlut-
verk að gæta viðskiptahags-
muna þessara aðila f Banda-
ríkjunum.
Gatcombe Park. Þangað munu Anna prinsessa og Mark Phillips
flytja með haustinu. Hvort kýrnar á myndinni eru konunglegar,
skal ósagt látið, en að sögn sérfræðinga eru þær af hinu fræga
svarta og hvfta hollenzka kyni.
Nýr prinsessu-
bústaður
Sumir eru
vinveittari
ft/J.1: (\\J1L\m. • • •.:.
NVLEGA var Joshua Nkomo,
leiðtogi þeldökkra f Rhðdesfu, f
vináttuheimsókn f Alsír og So-
vétrfkjunum ásamt fjölmennu
fylgdarliði. Þegar þessir erind-
rekar hins kúgaða meirihluta
blökkumanna höfðu lokið
heimsóknum sfnum komu þeir
við í Lundúnum og dvöldust
þar f nokkra daga. Bjuggu þeir
á Savoy-hótelinu, sem er eitt
hið dýrasta og glæsilegasta f
Lundúnum, og þðtt viðar væri
leitað. Reikninginn greiddi
„vinveitt rikisstjðrn", en það er
eins og einn i sendinefniinni
sagði: „Þar sem þessir menn
geta séð okkur fyrir vopnum til
að berjast með, hljðta þeir lika
að geta séð um það að vel fari
um okkur..."
RAUSNARKONAN
Elfsabet Englanda-
drottning festi ný-
lega kaup á sveita-
setri í Gloucester-
skíri handa Önnu
dóttur sinni og Mark
Phillips eiginmanni
hennar. Er talið, að
drottning hafi greitt
að minnsta kosti 97.5
milljónir fslenzkra
króna fyrir Gat-
combe Park. Setrinu
fylgja 730 ekrur
lands. Þetta þætti
ekki sérlega dýrt í
Reykjavík þar sem
vart er hægt að fá
skikkanlegt einbýlis-
hús með garðholu og
bílskúr fyrir minna
er 30 milljónir.
Húsið Gatcombe
Park var reist árið
1760. í því eru fimm
meiriháttar svefn-
herbergi, f jórar stór-
ar stofur og íbúðir
fyrir starfsfólk. Auk
þess eru á landar-
eigninni nýtísku
gripa- og útihús, auk
þriggja smáhýsa.
Nokkrir þingmenn
í Neðri málstofunni
hafa séð ofsjónum
yfir þessum fast-
eignakaupum og
telja þau óheppileg á
tímum þegar venju-
legt vinnandi fólk
þarf að draga saman
seglin.
Joshua Nkomo
Magnús Ásgeirsson:
Slagsmála-
sveit stúdenta
„Við he'fðum framið lögbrot ef
við hefðum þurft." Svo mörg voru
þau orð en hverra skyldu þau
vera? Jú, það var formaður
Stddentaráðs H.Í., sem lét sér
þessi orð um munn fara á fundi
ráðsins 28. júní síðastliðinn.
Upphaf málsins var að Hannes
Gissurarson háskólanemi hóf
máls á þeim atburði er nokkrir
stúdentar með Össur Skarphéð-
insson í broddi fylkingar ollu
óspektum og beittu ofbeldi við
þingverði og lögregluþjóna á
þingpöllum síðastliðið vor, þegar
umræður stóðu yfir um lánamál-
in. Þessi atburður raskaði friði
alþingis. Hannes lét í Ijós
þá skoðun að nær öruggt mætti
telja að verk sem þetta
væri ekki framið í nafni
stúdenta við H.Í., hins vegar
hefði það orðið stúdentum til
skammar og líkiega hnekkt áliti
þjóðarinnar á stúdentum og öðr-
um námsmönnum og væri slíkt
miður. Við þessi orð Hannesar
svaraði formaður SHÍ, Össur
Skarphéðinsson, með fyrstu setn-
ingu greinarinnar. Ennfremur
bætti hann því við til útskýringar
„að hann og félagar sínir hefðu
gripið inn f þingfund hefði þess
þurft til^að koma skoðunum sín-
um á framfæri". Kjartan Gunn-
arsson sem staddur var þarna
svaraði að sýnilegt væri að innan
H.í. væri ákveðinn hópur manna
sem væri tilbúinn að gera ýmsa
hluti í þeim tilgangi að hefta starf
á lýðræðislegum grundvelli og
koma í veg fyrir að atkvæðin töl-
uðu. Þessi hópur virtist vera eins
konar stormsveit og hefði farið
sína fyrstu för inn á skrifstofu
Atlantshafsbandalagsins siðast-
liðinn vetur en lítil frægðarför
var það. Þessar aðfarir fámenns
hóps námsmanna vekja upp
minningar sem lesa má um í blöð-
um frá fjórða áratug aldarinnar.
Þá gengu skrýddar sveitir komm-
únista og nasista um fundi í
höfuðborginni og stunduðu þá
iðju að hleypa þeim upp. Eigi skal
þó ætla sveit þeirri er nú stormar
um Reykjavík á fölskum forsend-
um í nafni stúdenta slík óhæfu-
verk. Því er hins vegar ekki að
leyna að starfsaðferðirnar líta líkt
út. Það telst stúdentum miður til
sóma að trufla störf alþingis og
beita líkamlegu ofbeldi gegn
þingvörðum og lögreglumöflnum.
Hér er full ástæða fyrir stúdenta
að spyrna við fótum svo storm-
sveitaverk sem þessi verði ekki
lengur unnin í þeirra nafni. En
orð formanns Stúdentaráðs á
fundi þess 28. júní vekja óþægi-
legar spurningar, spurningar sem
erfitt kann að vera að finna svör
við.
Það er umdeilanlegt hvaða lög-
brot voru framin er fyrrgreindur
atburður átti sér stað. I fyrsta lagi
eru það óspektir á almannafæri
og hindrun löggæslumanna i
starfi. I öðru lagi líkamsmeiðing-
ar og í þriðja lagi truflun á starf-
semi í Alþingishúsinu. Skiptir i
því sambandi miklu máli hvort
ólæti verða meðan þingfundur
stendur yfir eða ekki. Standi
þingfundur yfir er um mjög
alvarlegt brot að ræða því við
slíkar aðstæður er mikil hætta á
að lífi og limum þingmanna sé
stefnt í voða. Slíkar aðfarir bera
með sér þann hug að eigi skuli
lýðræðisleg atkvæðagreiðsla ráða
heldur hnefarétturinn. Eflaust
hafa fleiri þættir hegningarlag-
anna verið brotnir við atburð
þennan og eru lögfróðari menn
en ég hæfari til að svara því.
Hins vegar má það ljóst vera af
þessum ástæðum að tími er til
kominn að stúdentar gangi ekki í
Þessi mynd úr frásögn Þjóðviljans af þeim atburðum, sem gerðir eru að umtalsefni í þessarri grein. Sýnir
hún m.a. formann Stúdentaráðs á þingpöllutn.
Magnús Asgeirsson.
blindni um eyðimörk marxismans
í því forarfeni sem þar er og að
þeir stúdentar sem það hafi gert
fái hjálp góðra manna til leiðrétt-
ingar.
Friðsamleg mótmæli eru eðlileg
og vekja meira traust og festu en
bjálfalegt hnúaskak við löggæslu-
menn í Álþingishúsinu. Hefðu
mótmælin haft friðsamlegri blæ
yfir sér mætti kannski hafa vænst
betri árangurs í kjarabaráttu
stúdenta en raun varð á. Gagn-
kvæm virðing málsaðilja hvor fyr-
ir öðrum er nauðsynleg eigi að
vænta árangurs. Því ber að harma
atburð sem þennan þar eð hann
ber greinilegan vott um óábyrga
afstöðu nokkurra þjóðfélags-
þegna til samborgara sinna og
rlkjandi þjóðskipulags. Þess ber
þó að geta að hann er I fullu
samræmi við fyrri gerðir for-
manns Stúdentaráðs, össurar
Skarphéðinssonar, því hann telur
sér sæmandi að iðka sömu trúðs-
legu ffflalætin utan Háskólans
sem innan. Það er hins vegar öllu
alvarlegri atburður að fram-
kvæma slfkt á alþingi Islendinga
með ofbeldi heldur en að viðhafa
þessi trúðslegu fíflalæti, sem Öss-
ur hefur svo mjög tíðkað, á fund-
um stúdenta við Háskóla Islands.