Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULÍ 1976
Kirkjan leitar
nýrra leiða
MESTUR hluti sóknarpresta
landsins safnast saman þessa dag-
ana til ráðstefnuhalds i Bústaða
kirkju. Prestastefna Islands 1976.
synodus, hefur verið haldin árlega
I marga tugi ára, sennilega allar
götur siðan kirkja var stofnuð á
íslandi. Þareru lagðarfram skýrsl-
ur um starf kirkjunnar, ýmis efni
tekin fyrir, sem verða mættu til
uppbyggingar og fróðleiks prest-
um landsins.
Málefni kirkjunnar hafa verið til
umræðu á Alþingi i vetur og mikl-
ar umræður hafa átt sér stað i
fjölmiðlum undanfarin misseri um
trúmál og kirkjumál. Það er þvi
ekki úr vegi að svipast um i
Bústaðakirkju, taka presta tali og
forvitnast nánar um hvað helzt sé
á döfinni í kirkjumálum um þessar
mundir .
Nýir starfshættir
kirkjunnar?
Fyrstan hittum við að máli séra
Jón Einarsson, Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, sem er formaður
starfsháttanefndar Þjóðkirkjunnar.
Hann var fyrst spurður hvenær
nefndin hafi verið skipuð
„Hún var skipuð af biskupi 27
ágúst 1974 samkvæmt samþykkt
synodus sama ár í framhaldi af
umræðum, sem þá voru um efnið
kirkjan og samtiðin Rætur þess má
rekja til tillögu séra Jóns Bjarman,
sem hann flutti á prestastefnu árið
1972, um að endurskipuleggja
starfshætti kirkjunnar "
Hvert er hlutverk nefndarinnar?
..Hlutverk hennar er að koma með
hugmyndir og tillögur um breytta
starfshætti sem betur mega þjóna
þörfum kirkjunnar i þjóðfélagi
nútímans Umboð nefndarinnar var í
fyrra framlengt um tvö ár og mun
hún því skila áliti á prestastefnu
1977 Á þessari prestastefnu er
lögð fram skýrsla til kynningar og
umhugsunar Menn geta kynnt sér
þessa skýrslu rækilega og látið álit
sitt i Ijós við starfsháttanefnd, sagt
til um þá hluti, sem bæta má úr og
það sem þeim kann að þykja miður
eða vilja styðja
Á Alþingi í vetur hafa komið fram
frumvörp um kirkjumál s s sóknar-
gjöld og biskupsembættið og eru i
skýrslu starfsháttanefndar tillögur
um þau mál Tilgangurinn með að
leggja þessa skýrslu fram hér er
einníg sá að á kirkjuþingi i haust,
sem haldið er annað hvert ár, er
liklegt að þessi mál komi mjög til
umræðu og umfjöllunar."
Hvernig hefur nefndin hagað
störfum sínum?
„Við höfum haft fundi með mörg-
um aðilum og skrifað þeim, sem
Rœtt við
presta
ápresta-
stefnu
vinná að kirkjulegu starfi. Á s.l.
synodus-ári hefur nefndin haft átta
fundi bæði i Reykjavík og úti á
landi. sem hafa staðið flestir í tvo til
þrjá daga Áherzla hefur verið lögð á
það að ná til sem flestra starfs-
manna kirkjunnar og leitað eftir
ábendingum og tillögum um starfs-
hætti kirkjunnar Fundir voru m a.
með kirkjumálaráðherra, biskupi
islands, vígslubiskupum, æskulýðs-
fulltrúa Þjóðkirkjunnar, bindindis-
ráði kristinna safnaða og fleirum.
Á síðast liðnu hausti sendi svo
starfsháttanefnd öllum sóknarprest-
um bréf, þar sem leitað var eftir
mikilvægum upplýsíngum um störf
þeirra og skipan og stöðu kirkju-
legra málefna í sóknum þeirra og
prestaköllum Tæpur þriðjungur
presta hefur svarað þessum bréfum.
Þar af voru mörg svörin mjög ítarleg
og gefa gagnmerkar jjpplýsingar
Skulu þeim, er svarað hafa, færðar
alúðar þakkir, en þess jafnframt
vænzt. að fleiri sjái sér fært að taka
þátt í þessari könnun og veita nefnd-
inni upplýsingar, sem í sumum til-
vikum eru forsenda þess að hægt sé
að gera sér grein fyrir stöðu kirkj-
unnar og hugsanlegum breytingum
á skipan og starfi, sem betur mega
þjóna þörfum nútimans," sagði séra
Jón Einarsson að lokum
Við þökkum sr Jóni fyrir spjallið
og af skýrslu starfsháttanefndar má
sjá að nefndarmenn hafa unnið
gífurlega mikið starf. í henni er m.a.
lagt til að biskupar verði þrír, stefnt
skuli að þvi að Þjóðkirkjan fái meira
sjálfstæði í starfi sínu Hún ráði sjálf
skipulagi starfsmanna sinna Leik-
mannastarf verði eflt að miklum
mun og leikmönnum gefin aukin
aðild að stjórn kirkjunnar. Loks fái
kirkjan miklu meiri ráð eigin fjár-
mála, en um þau er ekki fjallað að
sinni, þau verði að bíða lokatillagna
sem fram munu lagðar á presta-
stefnu 1977 eins og fyrr sagði.
Bjartsýnn á
dvölina á
Bíldudal
Hinn 13 júni var vigður i Dóm-
kirkjunni sr. Skírnir Garðarsson til
Hjarðarholts I Dölum, en hann lauk
guðfræðiprófi nú í vor. Séra Skirnir
er því einn hinna yngstu í prestastétt
og þótti okkur því forvitnilegt að
taka hann tali í ys og þys kaffihlés-
ins fundum við rólegan stað og
spurðum hvernig prestskapurinn
leggðist i hann:
„Þetta leggst allt vel i mig. ég er
aðeins búinn að vera eina viku í
Búðardal og ekki farinn að fram-
kvæma nein prestsverk ennþá. Ég
verð settur inn i embætti um mán-
aðamótin og gerir það prófasturinn i
fyrstu messunni. Það eru fjórar kirkj-
ur, sem ég þjóna, Hjarðarholt,
Kvennabrekka, Stóra-Vatnshorn i
Haukadal og Snóksdalur, en kirkjan
þar verður endurvígð í haust."
Hvert er fyrsta verk þitt á nýjum
stað?
„Mitt fyrsta verk var að koma mér
og fjölskyldunni fyrir og kynnast
sóknarnefnd i hverri sókn, en þær er
ég búinn að hitta einu sinni nú
þegar prestastefnan kemur inn í. Þá
hefi ég heimsótt elliheimilið í Fells-
enda og er það hluti af starfi minu
að fara reglulega þangað, en ég
mun taka sæti í stjórn þess.
Fólkið hefur tekið okkur hjónun-
um einstaklega vel og það drífur
mann áfram í upphafi starfsins, fólk-
ið er vel vakandi. Séra Svavar
Stefánsson, sem hefur verið þar i
tæpt ár, hefur skilað öllu mjög vel
upp í hendurnar á mér, ef svo má að
orði komast Hann var með reglu-
legt barnastarf, sem ég tek við,
sönglif er i blóma, kórarnir góðir
enda góðir organistar.
Ég er þvi mjög bjartsýnn á veru
mína þar, eftir svo góðar móttökur."
Glundroði í helgisiðum
kirkjunnar
Séra Þórhallur Höskuldsson er
prestur á Möðruvöllum i Hörgárdal
og var lögð fyrir hann spurningin,
hver væri tilgangur prestastefnunn-
ar:
„Tilgangur prestastefnunnar nú er
að gefa prestum tækifæri til að upp-
byggjast sameiginlega og leita sam-
eiginlega lausnar á vandamálum
Þjóðkirkjunnar og starfs þeirra, sem
þjóna henni Prestastefnan hefur
ekki ákvörðunarvald gagnvart ytri
málum kirkjunnar, né heldur innri
nema til komi einnig samþykkt
kirkjuþings, biskups og kirkjuráðs
Samkvæmt gildandi lögum er þvi
staða hennar fremur að vera ráðgef-
andi Hins vegar hafði hún áður
aðra og meiri stöðu."
Nær hún að þinu mati tilgangi
sinum?
„Já. og er þar skýrust staðfesting
sá mikli áhugi, sem fjölmiðlar sina
henni Hitt ætla ég ennfremur að
merkja megi vaxandi áhuga á starfi
kirkjunnar og mikilvægi, ekki sizt
meðal yngra fólks."
Er prestastefnan vel sótt?
„Það er embættisskylda hvers
prests að sækja prestastefnu og
hygg ég að flestir fari þaðan rikari
en þeir komu, þótt að sjálfsögðu séu
oft skiptar skoðanir um ýmis mál."
Hvers væntirðu af þessari presta-
stefnu?
„Það sem er áhugaverðast að min-
um dómi nú er framsöguerindi og
umræður um sálgæzlu, sem er sá
þáttur í starfi prestsins, sem aldrei
verður mældur, en er ekki siður
mikilvægur nú en áður, og mikið
leitað til presta með hin margvisleg-
ustu vandamál
Þá markar þessi prestastefna e.t.v
tímamót að þvi leyti að hún fær nú
til athugunar tillögur um breytt
starfsskipulag þjóðkirkjunnar frá
grunni Endurskoðun starfshátta
hennar er hafin og það er von min
að með framhaldi þesS verks takist
að finna leiðir til að tengsl kirkjunn-
ar og fólksins i landinu verði nánari
og almennt safnaðarstarf öflugra en
nú er. Ennfremur verður á þessari
prestastefnu lögð fram tillaga til
nýrrar handbókar fyrir presta og
söfnuði. sem var orðið mjög aðkall-
andi og vænti ég þess að þær komi
hreyfingu á það mikilvæga mál þvl
að lifæð kirkjunnar felst í öflugri og
lifandi tilbeiðslu. Sá glundroði. sem
einkennt hefur helgisiði kirkjunnar
undanfarin ár og áratugi. hefur veikt
stöðu hennar meira en flest annað
að mínum dómi Afleiðingin hefur
orðið að miklu leyti óvirkur áhorf-
enda — og áheyrendahópur á
kirkjubekkjunum i stað biðjandi og
lofsyngjandi safnaðar."
Hvað greinir mest að störf presta i
strjálbýli og þéttbýli?
„Frumskylda prests er að leiða
tilbeiðsluna og annast sálgæzlu.
Hins vegar er það enn áberaandi til
sveita hve presturinn viðast hvar
verður virkur þátttakandi í almennu
félagsstarfi og eimir þar enn eftir af
þeirri gömlu hefð að presturinn sé
sjálfkjörinn til ýmissa starfa í sveit-
inni, og því e.t.v. í nánari tengslum
við daglegt lif sóknarbarna sinna en
i þéttbýli Sú staða gefur þjónum
kirkjunnar meiri möguleika og forð-
ar þeim frá að einangrast Hins
vegar er brýn þörf á auknu samstarfi
presta og starfsskyldum á ákveðnum
sviðum, sem ekki markast við
prestaköllin sjálf í tillögum starfs-
háttanefndar er sjónarmið þetta
mjög haft í huga."
Þyrfti námskeið i sálgæzlu.
Einn fyrirlestur prestastefnunnar
fjallaði um sálgæzlu meðal sjúkra og
flutti hann séra Tómas Guðmunds
son I Hveragerði Við spurðum
hann um helztu atriði fyrirlestrarins:
„Ég skipti honum í fjóra flokka:
1) Með hvaða einkennum brýzt
sorgin út; 2) hvaða sálrænar breyt-
ingar verða: 3) á hvern hátt er hægt
að hjálpa hinum syrgjandi til að
yfirstiga hin þjáningarfullu geðhrif
sorgarinnar og ná aftur andlegu og
likamlegu jafnvægi; 4) hvað segir
kristna trúin um dauðann og sorg-
ina.
Niðurstaðan er i stuttu máli sú að
sálgæzla meðal syrgjenda sé í sæmi-
legu lagi frá dauðastund til jarðarfar-
ar. Þó er það nokkur blekking vegna
lyfjagjafar lækna, en hins vegar þarf
að auka sálgæzlu meðal syrgjenda
eftir jarðarförina. Þar notar fólk ekki
þá þjónustu sem kirkjan er reiðubú-
in að veita i og með er það vegna
hlédrægni og sumpart vegna þess
að fólk hugsar ekki út í það og lokar
síg inni.
Reynslan erlendis og hérlendis er
sú að trúað fólk er sækir guðþjón-
ustur er miklu fljótara að yfirvinna
sorgina og staðfestir það gildi guð-
þjónustunnar. Fólk sem kynnir sér
orð Guðs er betur undir það búið að
mæta erfiðleikum."
Að lokum spyrjum við séra Tómas
hvers hann vænti af umræðunum
nú.
„Þær geta vakið umhugsun um
þessa miklu þætti og orðið upphaf
af nánari fræðslu siðar væntanlega,
en svo yfirgripsmikið mál er ekki
endanlega afgreitt hér. Til þess
þyrfti námskeið."
Með þessU lýkur spjalli Morgun-
blaðsins við presta á prestastefnu.
Sr. Jón Einarsson: Starfsháttanefnd
leitar leiða til að þjóna betur þörfum
kirkjunnar i dag.
: ..¦::
Sr. SkFrnir Garðarsson: Prestaskap-
urinn leggst vel I mig.
Sr Þórhallur Höskuldsson: Vaxandi
áhugi á kirkjunni.
Sr. Tómas Guðmundsson: Fólk notar
ekki alltaf þjónustu kirkjunnar. '