Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976 19 ga- rinnvar Land- zlunnar unnar. Til þessa höfóu fiskimiðin verið nóg fyrir alla og engin hætta var á að þau yrðu þurraus- in, né heldur að skip eyðilögðu að neinu ráði veiðarfæri hvert fyrir öðru. Með tilkomu botnvörpunnar varð hér algjör breyting á. Botn- varpan var fyrst reynd hér 1889 og sama ár samþykkti Alþingi lög um bann gegn botnvörpuveiðum i Fyrsta sérsmiðaða varðskip íslendinga, Óðinn, er fór [fyrstu gæzluför sína fyrir hálfri öld (Myndir eru fengnar hjá Garðari Pálssyni). landhelgi við Island. Það var Þjóðverji, sem fyrstur gerði til- raun með botnvörpu hér í Faxa- flóa, en Bretar hófu þó hinar raunverulegu botnvðrpuveiðar nokkrum árum siðar. Það kom á daginn að'ekki var nóg að setja lög um bann við botnvörpu- veiðum heldur þurfti einnig að sjá um að þeim yrði hlýtt. Varð- skipin, sem hér voru, reyndust og gjörsamlega ófær til þess að fást við togarana. Var þá leitað til stjórnarinnar í Danmörku og sendi hún beitiskip- ið Hjemdal til þess að halda togurunum i skefjum. Var það eitt af nýjustu og beztu herskip- um Dana, 1.342 tonn að stærð og gekk 17 sjómllur á klukkustund. Kom það hingað fyrst 1895 og reyndist duglegt I að handsama landhelgisbrjóta. Báru þá enskir útgerðarmenn fram kvötun, sem var lítt eða ekki sinnt. BREYTINGAR A LANDHELGIS- LÖGUNUM Fljótlega kom I ljós að ýmsir annmarkar voru á landhelgislög- unum og 1894 var þeim breytt. Þau þóttu þó fullströng og með samningi við yfirmann brezkrar skólaflotadeildar, sem hér var við land, var lögunum aftur breytt 1896. Um þessa breytingu voru skiptar skoðanir og árið 1897 breytti Alþingi lögunum aftur. Siðan hefur lögunum verið breytt 1902, 1909, 1920, 1926 og síðan eru landgrunnslögin sett 1948. Er það upphafið að öllum útfærslum fiskveiðilögsögunnar, 1952 í 4 mílur, 1958 í 12 mílur, 1972 í 50 mílur og 1974 í 200 mílur frá grunnlínupunktum. A þessum árum um og eftir aldamótin valt á ýmsu og gekk landhelgisgæzlan misjafnlega. Auk Hjemdals gætti varðskipið Hekla landhelginnar, en Dönum fannst útgerð þeirra of dýr og létu þeir því smíða sérstakt varð- skip til gæzlu við íslánd, Islands Falk, og síðar tók Fylla við störf- um þess. Oft bar vel í veiði hjá þessum varðskipum og eru dæmi þess, að Hekla tók eitt sinn á fjögurra mánaða tímabili 22 tog- ara í landhelgi og munu engir Gamli Ægir í ískönnunarleiðangri. Annað af nýjustu varðskipunum, Ægir,á fullri ferð við gæzlu- störf. hafa slegið það met, hvorki fyrr né síðar. Þá ber að geta þess að oft er togararnir vissu að varðskipin voru ekki nálæg, fiskuðu þeir uppi í landsteinum. Eitt slikt dæmi er löngu viðfrægt orðið, er Hannes Hafstein sýslumaður á ísafirði ætlaði að taka fastan tog- ara á Dýrafirði, en þá drukknuðu þrir menn. Ennfremur ætlaði Guðmundur Björnsson, sýslumað- ur á Patreksfirði, árið 1913 að handsama enskan togara nálægt Stagey á Breiðafirði. Var sýslu- maður á ferð með flóabátnum Varanger og lét skjóta sér og Snæ- birni i Hergilsey um borð í togar- ann. Þeir fengu þó ekkert við togaraskipstjórann ráðið, sem sigldi með þá til Englands. Stund- um tókst betur til, eins og þegar Vestmannaeyingar handsömuðu togara og fengu dæmdan árið 1913. LANDHELGIS- GÆZLAN RUNNIN UPPUR SAMBANDS- LAGA SAMN- INGNUM Grundvöllur íslenzkrar land- helgisgæzlu er lagður með lögum um Landhelgissjóð Islands frá 1913 og 8. grein sambandslaga- samningsins frá 1918, en sam- kvæmt 8. greininni var Islending- um heimilt að taka i sinar heldur landhelgisgæzlu við ísland og þá á sinn eigin kostnað. Ári siðar eða 1919 voru samþykkt á Alþingi lög, þar sem landsstjórninni var heim- ilað að láta kaupa eða byggja varðskip, en sökum fjárhagsörð- ugleika landssjóðs varð ekki úr framkvæmdinni að sinni. Árið 1925 lét íslenzka rikisstjórnin með samþykki Alþingis hins veg- ar smiða nýtt hraðgengt varðskip, Oðin, og keypti auk þess annað skip, Þór, af Björgunarfélagi Vestmannaeyja, og hófu bæði skipin gæzlu- og björgunarstörf á vegum rikisins um mánaðamótin júní — júli 1926. Dómsmálaráðherra var i fyrstu eiginlegur forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, þar sem skrifstofu- hald var öll fyrstu árin innan dómsmálaráðuneytisins. Arið 1929 var Skipaútgerð rikisins svo stofnuð og tók hún að sér rekstur varðskipanna. Hélzt sú skipan óbreytt til ársins 1952, er Bjarni Benediktsson þáverandi dóms- málaráðherra gekkst fyrir að- skilnaði landhelgisgæzlunnar og Skipaútgerðarinnar. Var þá Pétur Sigurðsson ráðinn forstjóri og hefur hann verið það síðan. For- veri hans í embætti, ef unnt er að tala um slikan, þ.e. forstjóri Skipaútgerðar ríkisins frá 1930 til 1952, var Pálmi Loftsson. Land- helgisgæzlan verður þvi sjálfstæð og óháð stofnun 1952, er fyrsta útfærsla fiskveiðilögsögunnar samkvæmt landgrunnslögunum var framkvæmd — í 4 milur. Um nokkurt skeið eftir þetta var þó áfram bókhald og fleira sameigin- legt með Skipaútgerðinni. TÆKJAKOSTUR LANDHELGIS- GÆZLUNNAR Svo sem kunnugt er eru varð- skipin meginuppistaða tækja- kosts Landhelgisgæzlunnar. Hún á nú 6 skip, Tý, Ægi, Oðin, Þór, Arvakur og Albert og undanfarin misseri hefur hún haft til ráðstöf- unar tvo pólska skuttogara, Bald- ur og Ver, sem notaðir voru I nýloknu þorskastríði. En þáttur flugþjónustu Landhelgisgæzlunn- ar hefur aukizt ár frá ári og i desember siðastliðnum voru liðin 20 ár frá því er Gæzlan tók fyrst flugvél i sina þjónustu til gæzlu- starfa. A gæzlan nú eina Fokker Framhald á bls. 20 Ur fiskirannsóknaleiðangri varðskips. Á myndinni eru fiski- fræðingarnir Jón Jónsson, núverandi forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunarinnar og Aðalsteinn Sigurðsson, fiski- fræðingur. Þeir eru að kanna þann gula.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.