Morgunblaðið - 01.07.1976, Side 19

Morgunblaðið - 01.07.1976, Side 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚLl 1976 19 flfocgtmfrlfifrfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100 Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Islenzk landhelgis- gæzla í hálfa öld 1Í dag er hálf öld síðan íslenzka landhelgisgæzlan var formlega sett á fót. Fyrsta gæzluskip okkar, Þór, á sér þó öllu heldur el,dri sögu. Jóhann Þ Jósepsson, sem var sjávar- útvegsráðherra 1948, er land- grunnslögin um vísindalega verndun fiskimiðanna vóru sett, sem allar slðari breytingar á fiskveiðilandhelgi okkar hafa verið byggðar á, kom þar og við sögu Hann beitti sér fyrir því, meðan Danir önnuðust enn vörzlu landhelgi okkar, að Vest- mannaeyingar keyptu björgun- ar- og gæzluskipið Þór, sem varð fyrsta strandgæzluskip ís- lendínga og upphafið að land- helgisflota okkar. Allar götur síðan landhelgis- gæzlan yfirtók rekstur þessa fyrsta strandgæzluskips íslend- inga hefur hún verið sómi ís- lands, sverð þess og skjöldur á miðunum umhverfis landið, svo notuð séu þau orð, sem gjörst lýstu sjálfstæðishetju þjóðarinnar, Jóni Sigurðssyni. Það er heldur ekki úr vegi að nota þessa samlíkingu, þar eð löggæzlufloti okkar í fiskveiði- landhelginni hefur staðið trúan vörð um þær auðlindir, sem efnahagslegt sjálfstæði okkar sem þjóðar og afkoma grund- vallast á. Sé litið yfir þann veg, sem nú er að baki í landhelgismál- um okkar, ber nokkrar vörður hæst, auk frábærrar frammi- stöðu landhelgisgæzlunnar. 1. Setning laga frá 5. apríl 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins (land- grunnslögin), sem þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, hafði forgöngu um að sett vóru. 2. Uppsögn Bjarna Benediktssonar, þáverandi utaóríkisráðherra, á 3ja mílna samningnum, sem Danir gerðu við Breta 1901. Samningnum var sagt upp síðla árs 1 949 og féll úr gildi 3. október 1951. 3. Reglugerð, sem gefin var út í apríl 1950 um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi, þar sem afmarkað var svæði eftir skandinavisku reglunni, þ.e. dregin var grunnlína um yztu sker og útnes og fyrir mynni fjarða og flóa, en markalínan sjálf sett fjórum mílum utar. 4 Útfaersla fiskveiðiland- helginnar í fjórar mílur 1 952. 5. Útfærslan í 12 sjómílur 1958. 6 Útfærslan í 50 sjómílur 1972. 7. Útfærslan í 200 sjómílur 1 975 Þetta er hér rifjað upp á 50 ára afmæli landhelgisgæzlunn- ar m.a. sökum þess, að þrír síðustu áfangarnir, þ.e. út- færslurnar i 12, 50 og 200 sjómílur leiddu til flotaihlutunar af hálfu Bretlands og ólöglegra veiða af þeirra hálfu undir her- skipavernd. Þessi átök öll, og máski sér i lagi þriðja þorska- stríðið, voru nokkurs konar eld- skírn landhelgisgæzlunnar, þar sem ekki aðeins reyndi á þrek hennar og þor, sem aldrei brást, heldur og þau hyggindi og þá þekkingu, sem hér reyndist vega á móti hernaðar- yfirburðum flotaveldisins. íslendingar geta sagt um löggæzlumenn sína í fiskveiði- landhelginni eins og sagt var um brezka flugherinn, er verst gegndi fyrir Bretum í síðari heimsstyrjöldinni: „Aldrei hafa jafn margir átt jafn fáum jafn mikið að þakka." Frammistaða þeirra var í hvívetna eins og bezt var á kosið og fær verðug- an sess i íslandssögunni. Hún gerði samningsaðstöðu okkar það sterka, að þegar gerður var skamhntímasamningur, eins og gerður hefur verið í framhaldi af öllum útfærslum okkar, fól hann í sér fulla viðurkenningu mótaðilans á 200 milna fisk- veiðilandhelgi okkar og þau meginatriði önnur, sem að var stefnt: takmörkun á veiðisókn, takmörkun á aflamagni, að friðunarsvæði verða virt, toll- fríðindi fyrir íslenzkar sjávaraf- urðír og ekki sízt frið á miðun- um Það skipti ekki minnstu máli að bægja frá dyrum lög- gæzlumanna okkar á miðunum þeirri vá, sem var gestur þeirra dag hvern, og gat hvenær sem er kostað líf þeirra, eftir að átökin náðu hámarki Eftir örfáa mánuði vefða 200 mílurnar okkar, jafnvel þó að lyktir hafréttarráðstefnunnar dragist á langinn, og einhliða réttur okkar til stjórnunar veiða innan þeirra virtur. Flotaíhlutun á íslandsmiðum hefur verið úti- lokuð I eitt skipti fyrir öll. Hlutur landhelgisgæzlunnar i þeim sigrum, sem unnizt hafa, er ómetanlegur og verður seint fullþakkaður. Á þessum tima- mótum í sögu gæzlunnar getur hún verið fullviss um, að hún á að fagna samhug og velvilja allra íslendinga, sem árna henni heilla á afmælinu, og þakka henni frábær störf við erfiðar aðstæður. Undir þær þjóðarkveðjur tekur Morgun- blaðið. Megi landhelgisgæzlan sinna hlutverki sínu með sömu sæmd og kostgæfni um langa rramtíð. Fyrsta sérsmiðaða varðskip íslendinga, Óðinn, er fór i fyrstu gæzluför sína fyrir hálfri öld (Myndir eru fengnar hjá Garðari Pálssyni). BOTNVARPAN KEMUR TIL SÖGUNNAR. landhelgi við ísland. Það var Þjóðverji, sem fyrstur gerði til- raun með botnvörpu hér i Faxa- flóa, en Bretar hófu þó hinar raunverulegu botnvörpuveiðar nokkrum árum síðar. Það kom á daginn að'ekki var nóg að setja lög um bann við botnvörpu- veiðum heldur þurfti einnig að sjá um að þeim yrði hlýtt. Varð- skipin, sem hér voru, reyndust og gjörsamlega ófær til þess að fást við togarana. Var þá leitað til stjórnarinnar i Danmörku og sendi hún beitiskip- ið Hjemdal til þess að halda togurunum i skefjum. Var það eitt af nýjustu og beztu herskip- um Dana, 1.342 tonn að stærð og gekk 17 sjómílur á klukkustund. Kom það hingað fyrst 1895 og reyndist duglegt í að handsama landhelgisbrjóta. Báru þá enskir útgerðarmenn fram kvötun, sem var lítt eða ekki sinnt. BREYTINGAR Á LANDHELGIS- LÖGUNUM Fljótlega kom i ljós að ýmsir annmarkar voru á landhelgislög- unum og 1894 var þeim breytt. Þau þóttu þó fullströng og með samningi við yfirmann brezkrar skólaflotadeildar, sem hér var við land, var lögunum aftur breytt 1896. Um þessa breytingu voru skiptar skoðanir og árið 1897 breytti Alþingi lögunum aftur. Síðan hefur lögunum verið breytt 1902, 1909, 1920, 1926 og sfðan eru landgrunnslögin sett 1948. Er það upphafið að ölium útfærslum fiskveiðilögsögunnar, 1952 i 4 mílur, 1958 i 12 mílur, 1972 i 50 mílur og 1974 i 200 mílur frá grunnlínupunktum. Á þessum árum um og eftir aldamótin valt á ýmsu og gekk landhelgisgæzlan misjafnlega. Auk Hjemdals gætti varðskipið Hekla landhelginnar, en Dönum fannst útgerð þeirra of dýr og létu þeir þvi smiða sérstakt varð- skip til gæzlu við ísland, IslandS Falk, og síðar tók Fylla við störf- um þess. Oft bar vel i veiði hjá þessum varðskipum og eru dæmi þess, að Hekla tók eitt sinn á fjögurra mánaða tímabili 22 tog- ara í landhelgi og munu engir Gömul mynd frá borði varðskipsins Þórs. Áhöfnin á æfingu. Ef grannt er skoðaS má sjá kunnugleg andlit núverandi yfir- manna varðskipanna. Árið 1890 gjörbreyttust allar aðstæður hér við land og bar ýmislegt til. 1 fyrsta lagi óx sjávarútvegur hér þá mjög ört, skipum fjölgaði og þau stækkuðu. Erlendum fiskiskipum fjölgaði og loks komu togararnir til sög- Annað af nýjustu varðskipunum, Ægir.á fullri ferð við gæzlu- störf. LANDHELGISGÆZLAN er 50 ára um þessar mundir og hinn 1. júlf 1926 eða fyrir réttri hálfri öld eignaðist fslenzka rfkið form- lega varðskipið Þór, sem oftast hefur verið kallaður Vestmanna- eyja-Þór. Einni viku áður hafði varðskipið Óðinn lagzt að bryggju í Reykjavík, eða hinn 23. júnf, en Óðinn var fyrsta skipið, sem sér- smiðað hafði verið fyrir fs- lendinga til landhelgisgæzlu. Var Óðinn smíðaður 1 Danmörku sam- kvæmt lögum, sem Alþingi hafði samþ.vkkt árinu áður. Óðinn fór í fyrsta gæzluför sína hinn 29. júnf fyrir 50 árum. FISKVEIÐAR ÚTLENDINGA VIÐ ÍSLAND. Samkvæmt gömlum heimildum munu fiskveiðar erlendra manna hér við land hafa hafizt um 1408 eða 1409. Voru það Bretar, sem riðu á vaðið og síðan hafa þeir óslitið stundað veiðar á Islands- miðum. Aðrar þjóðir, svo sem Þjóðverjar, Hollendingar og Frakkar komu fyrst alllöngu siðar. Fyrst í stað voru fiskiskipin hér aðeins yfir sumarmánuðina, en þó reyndu erlendir fiskimenn fljótt að hafa hér vetursetu, og þá að stunda útræði frá landi, sem þó skjótt var lagt blátt bann við. Strax og þessar veiðar hófust fóru landsmenn að kvarta undan yfirgangi útlendinganna, en raun- verulegt eftirlit með veiðum þeirra sem tiltölulega fljótlega voru alveg bannaðar án sérstaks leyfis, var Iengi vel ekki nema nafnið tómt, þannig að lands- menn urðu sjálfir að gæta réttar síns eftir beztu getu. Urðu iðulega af því ýmsar væringar og jafnvel bardagar, eins og kunnugt er úr lslandssögunni, en landsmenn virðast hafa gert mikinn mun á t.d. brezkum fiskimönnum og brezkum kaupmönnum, sem ávallt nutu hér hylli almennings. FYRSTU AÐGERÐIR í LANDHELGIS- GÆZLU. Eins og áður segir, var á fyrstu öldunum raunverulega ekkert eftirlit með veiðum útlendinga Sambandslaga - samningurinn var grundvöllur Land- helgisgæzlunnar hér við land. Þau dönsku herskip, sem við og við komu hingað á þeim árum, voru yfirleitt i allt öðrum erindum. Árið 1740 tók dönsk freigáta 7 hollenzk skip, sem gerð voru upptæk og síðan seld á uppboði í Kaupmannahöfn, og urðu út af þessu mikiar deilur milli Dana og Hollendinga. Nokkru síðar voru tekin tvö frönsk skip og 1774 var hér dönsk freigáta við landhelgisgæzlu. En jafnframt því sem fjöldi erlendra fiskiskipa óx, þá fjölgaði kvörtun- um landsmanna undan ýmiss konar yfirgangi þeirra, enda virtu þau landhelgina að engu. 1 bæna- skrá er Alþingi sendi konungin- um árið 1859 er þess vegna beðið um varðskip til gæzlu og kom þá hingað korvettan Hjemdal 1860 og briggskipið St, Thomas 1863, en föst árleg gæzla hófst fyrst 1865. Fyrst í stað önnuðust hana ýmsar skonnortur, eins og Diana, Fylla og Ingolf, en það voru segl- skip með gufuvél, og þóttu þvi góð skip á þeim tíma. Af samtíma heimildum má og ráða, að stjórn- inni hefur þótt réttara að fara varlega af stað með þessa gæzlu, þar sem hún var alveg ný, og fiskiskipin óvön henni. 1 erindis- bréfi skipherrans, er fyrstur hafði gæzluna á hendi, er hann t.d. vandlega áminntur um að fara gætilega i sakirnar, og hafa sem nánasta samvinnu við yfirvöldin í landi — sérstaklega ef um töku skips sé að ræða. Skipin voru hér einnig í ýmsum öðrum erinda- gjörðum og aðeins yfir sumar- mánuðina. Varð því oft og einatt fremur lítið úr gæzlustörfum. unnar. Til þessa höfðu fiskimiðin verið nóg fyrir alla og engin hætta var á að þau yrðu þurraus- in, né heldur að skip eyðilögðu að neinu ráði veiðarfæri hvert fyrir öðru. Með tilkomu botnvörpunnar varð hér algjör breyting á. Botn- varpan var fyrst reynd hér 1889 og sama ár áamþykkti Alþingi lög um bann gegn botnvörpuveiðum i hafa slegið það met, hvorki fyrr né síðar. Þá ber að geta þess að oft er togararnir vissu að varðskipin voru ekki nálæg, fiskuðu þeir uppi í landsteinum. Eitt slíkt dæmi er löngu víðfrægt orðið, er Hannes Hafstein sýslumaður á ísafirði ætlaði að taka fastan tog- ara á Dýrafirði, en þá drukknuðu þrir menn. Ennfremur ætlaði Guðmundur Björnsson, sýslumað- ur á Patreksfirði, árið 1913 að handsama enskan togara nálægt Stagey á Breiðafirði. Var sýslu- maður á ferð með flóabátnum Varanger og lét skjóta sér og Snæ- birni í Hergilsey um borð i togar- ann. Þeir fengu þó ekkert við togaraskipstjórann ráðið, sem sigldi með þá til Englands. Stund- um tókst betur til, eins og þegar Vestmannaeyingar handsömuðu togara og fengu dæmdan árið 1913. LANDHELGIS- GÆZLAN RUNNIN UPP ÚR SAMBANDS- LAGA SAMN- INGNUM Grundvöllur íslenzkrar land- helgisgæzlu er lagður með lögum um Landhelgissjóð Islands frá 1913 og 8. grein sambandslaga- samningsins frá 1918, en sam- kvæmt 8. greininni var tslending- um heimilt að taka i sinar heldur landhelgisgæzlu við tsland og þá á sinn eigin kostnað. Ári siðar eða 1919 voru samþykkt á Alþingi lög, þar sem landsstjórninni var heim- ilað að láta kaupa eða byggja varðskip, en sökum fjárhagsörð- ugleika landssjóðs varð ekki úr framkvæmdinni að sinni. Árið 1925 lét íslenzka rikisstjórnin með samþykki Alþingis hins veg- ar smiða nýtt hraðgengt varðskip, Öðin, og keypti auk þess annað skip, Þór, af Björgunarfélagi Vestmannaeyja, og hófu bæði skipin gæzlu- og björgunarstörf á vegum rikisins um mánaðamótin júní — júli 1926. Dómsmálaráðherra var i fyrstu eiginlegur forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, þar sem skrifstofu- hald var öll fyrstu árin innan dómsmálaráðuneytisins. Árið 1929 var Skipaútgerð rikisins svo stofnuð og tók hún að sér rekstur varðskipanna. Hélzt sú skipan óbreytt til ársins 1952, er Bjarni Benediktsson þáverandi dóms- málaráðherra gekkst fyrir að- skilnaði landhelgisgæzlunnar og Skipaútgerðarinnar. Var þá Pétur Sigurðsson ráðinn forstjóri og hefur hann verið það siðan. For- veri hans í embætti, ef unnt er að tala um slikan, þ.e. forstjóri Skipaútgerðar ríkisins frá 1930 til 1952, var Pálmi Loftsson. Land- helgisgæzlan verður þvi sjálfstæð og óháð stofnun 1952, er fyrsta úHærsla fiskveiðilögsögunnar sámkvæmt landgrunnslögunum var framkvæmd — í 4 milur. Um nokkurt skeið eftir þetta var þó áfram bókhald og fleira sameigin- legt með Skipaútgerðinni. TÆKJAKOSTUR LANDHELGIS- GÆZLUNNAR Svo sem kunnugt er eru varð- skipin meginuppistaða tækja- kosts Landhelgisgæzlunnar. Hún á nú 6 skip, Tý, Ægi, Óðin, Þór, Arvakur og Albert og undanfarin misseri hefur hún haft til ráðstöf- unar tvo pólska skuttogara, Bald- ur og Ver, sem notaðir voru i nýloknu þorskastriði. En þáttur flugþjónustu Landhelgisgæzlunn- ar hefur aukizt ár frá ári og í desember siðastliðnum voru liðin 20 ár frá þvi er Gæzlan tók fyrst flugvél i sína þjónustu til gæzlu- starfa. Á gæzlan nú eina Fokker Framhald á bls. 20 Úr fiskirannsóknaleiðangri varðskips. Á myndinni eru fiski fræðingarnir Jón Jónsson, núverandi forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunarinnar og Aðalsteinn Sigurðsson, fiski- fræðingur. Þeir eru að kanna þann gula.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.