Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULI 1976
21
Dr. Stefán Aðalsteinsson:
Stjórn á neyslu og
framleiðslu búvara
NORSKA ríkisstjórnin hefur mót-
að þá stefnu í mataræði og bú-
vöruf ramleiðslu:
0 að neysla búvara verði sveigð
að norskum matvælum.
9 að neysla á hoilum matvælum
aukist
# að neysla á óhollum matvæl-
um dragist saman
# að framleiðslan á búvöru mið-
ist við innanlandsþarfir
0 að framleiðslan verði svæða-
bundin og styðji byggðaþróun.
Leiðir að þvi marki, sem ofan-
greind stefnumótun gerir ráð fyr-
ir, eru ekki auðfarnar. Neytendur
eru óþjáll hópur, þegar á að láta
hann breyta neysluvenjum sínum
með boðum og bönnum. Tískan er
e.t.v. mestu ráðandi um breyting-
ar á neysluvenjum, og kynningar
á nýjungum, sem aðrir leyfa sér,
eru fljótar að berast land úr landi
og vekja upp þarfir fyrir nýjung-
arnar hvort sem þær eru nauðsyn-
legar eða ekki.
Hvernig hyggjast Norðmenn þá
berjast á móti straumnum?
Vilja menn ekki eiga aðgang að
sífellt aukinni fjölbreytni í mat
og drykk með aukinni velmegun?
Vilja menn ekki fá að ráðstafa
tekjum sínum eftir eigin geð-
þótta, þ.e.a.s. þeim tekjum, sem
velferðarþjóðfélagið leyfir mann-
inum að halda eftir af laununum,
þegar samneyslan hefur tekið
sitt? Á Hka að fara að stjórna því,
hvað maðurinn má eta og drekka?
Þannig munu margir spyrja.
Svíar gerðu virðingarverða til-
raun til að hafa áhrif á heilsufar
fólks með því að hefja umfangs-
mikla auglýsingaherferð fyrir
hollara mataræði og meiri hreyf-
ingu. Það vár árið 1972. Þá var
Svíum sagt það berum orðum, að
óhollt mataræði og kyrrsetur
væru að gera út af við fjölda fólks
árlega.
Mörgum milljónum sænskra
króna var þá varið til að standa
straum af auglýsíngaherferðinni,
sem náði til skóla og háskóla,
blaða, útvarps og sjónvarps. Ár-
angurinn varð nokkur í fyrstu,
því að fituneysla dróst saman um
2% fyrsta árið, en síðan hækkaði
hún aftur.
Astæðan fyrir þessum takmark-
aða árangri er talin einföld. Með
annarri hendi deildi rfkisstjórnin
út fé til að kenna mönnum hollara
mataræði, þar á meðal minna fitu-
át, en með hinni hendinni var
deilt út niðurgreiðslum til að
auka neyslu á nautakjöti, smjöri,
Mataræði,
búskapur
og byggða-
þróun
í Noregi
3. grein
svínakjöti og ostum. Er þá nema
von menn spyrji, hvort nokkur
von sé um áhrif af slíkri herferð
gegn ^feitmeti, þegar ljúffengt
feitmeti er á boðstólum fyrir svo
lágt verð, að allir geta leyft sér að
kaupaþað?
Norðmenn ætla ekki að brenna
sig á sama soðinu. Þeir miða að
þvi að hafa áhrif á neyslu mat-
væla með mörgum stjórntækjum,
en þau eru:
1. Landbúnaðarstefna og fisk-
veiðastefna
2. Verðlagsmál og neytendaniður-
greiðslur
3. Aðgerðir á sviði verslunar
4. Fræðsla og leiðbéiningar
5. Upplýsingar um vörusamsetn-
ingu
6. Rannsóknir.
Hverju þessara stjórntækja
verður nú lýst í stuttu máli.
A Kg pr. tbua
25
20
15
10
III... }Raun verulegor tölur
? ^???.j Aætlanir landbúnadar-
ráduneytisins
_ —— Smjör
¦ -önnur
matarf ita
m''
1*70—wn-------rtw
~rtw
Norskur landbúnaður er veru-
lega verndaður gegn innflutningi.
— Verðlagning á búvörum er
samningsatriði, og innan þeirra
samninga eru sérstök ákvæði um
ýmiss konar styrki og fyrir-
greiðslu til landbúnaðarins. Að
áliti ríkisstjórnarinnar ber að
beita þessum styrkjum og fyrir-
greiðslum á þann hátt, að tekið sé
tillit til heilbrigðissjónarmiða við
búvöruframleiðsluna.
Ríkisstjórnin hefur boðað til
samvinnu við mjólkur- og kjöt-
framleiðendur um breytingar á
samsetningu þessara búvara, sem
miði að auknum hollustuháttum
með þjóðinni.
Þá hefur ríkisstjórnin boðað, að
sölukerfi á neyslufiski skuli tekið
til gagngerðrar endurskoðunar,
m.a. með það fyrir augum að geta
beitt stjórnunaraðgerðum á því
sviði Iíka.
Verð á matvælum f Noregi er að
nokkru tengt verði á heimsmark-
aði, og því er erfitt um vik að
hreyfa mikið til verð vöruteg-
unda, sem þau tengsl gilda um.
Niðurgreiðslur á vöruverði til
neytenda eru hins vegar mikil-
virkt tæki, sem hægt er að beita i
þeim tilgangi að breyta neyslu-
venjum, og því tæki hyggst ríkis-
stjórnin beita. Helstu aðgerðir á
því sviði eru nefndar hér á eftir.
Matarkorn þarf að vera ódýrt
og verðið stöðugt. Eins og er, hafa
sveiflur í heimsmarkaðsverði á
korni ekki áhrif á norskt verð á
matarkorni.
Hugsanlega ætti að greiða kart-
öflur eitthvað niður eða draga úr
framleiðslukostnaði þeirra með
styrkjum eða fyrirgreiðslum til
framleiðenda.
Grænmeti og ber er ekki ástæða
til að greiða niður til neytenda, en
auka mætti neyslu þessara vara
með niðurgreiðslum á umbúðum
eða með styrkjum til framleið-
enda, sem kæmu til lækkunar á
framleiðslukostnaði. Ávextir,
grænmeti og ber eru i mjög mis-
háu verði eftir landshlutum, og
flutningsstyrk til að jafna verð
milli landshluta og auka neyslu
gæti þurft að auka frá því sem nú
er.
Alþjóðasamningar um sykur-
verslun, sem Noregur styður,
munu leiða af sér, að sykurneysla
fer ekki fram úr því, sem æskilegt
er talið.
Verði á smjöri og smjörliki ber
að halda þannig, að neysla á þess-
um vörum minnki. Niðurgreiðsl-
ur þær, sem eru á þessum vörum í
dag, þurfa að minnka og reynt
verður að hætta við þær.
Niðurgreiðslum á kjöti ber að
haga þannig, að kjötneysla aukist
ekki. Áfram ber að hvetja til
neyslu á dökku kjöti (nauta- og
kindakjöti) með niðurgreiðslufyr-
irkomulaginu.
Dr. Stef án Aðalsteinsson
Niðurgreiðslur á mjólk ættu að
vera með þvf móti, að neysla á
magurri nrjólk ykist. Verðlagning
á rjóma ætti að vera þannig, að
dregið yrði úr neyslu á honum.
Aðgerðir á sviði verslunar eru
m.a. hugsaðar þannig, að styrkur
yrði veittur verslunum á fámenn-
um svæðum, ef þær hefðu á boð-
stólum vörutegundir, sem upp-
fylla skilyrði um samsetningu frá
næringarfræðilegu sjónarmiði.
Með því móti væri tryggt, að öll-
um neytendum byðust þær vörur,
sem hollastar væru taldar til
neyslu.
Linuritið sýnir áætlaða þróun í
neyslu ýmissa fitutegunda f Nor-
egi.
Lög og reglugerðir varðandi
upplýsingar um vörusamsetn-
ingu, vinnslu og meðferð vöru,
auglýsingar á vörum og margt
fleira er talin þörf á að setja. Þá
er talin þörf á mikilli fræðslu á
þessu sviði og mikilli samræm-
ingu á rannsóknum á heilbrigði
og matarvenjum og aukningu
rannsókna á þeim sviðum.
Þá er ekki nema tvennt eftir:
Hvað segja Norðmenn við þvi að
láta rfkisstjórnina ákveða matseð-
ilinn fyrir sig? Og hvað segja
smjörlíkisframleiðendur?
Dísilvélum
fækkar ört
til rafmagns-
framleiðslu
NU ERU starfræktar á landinu 37
dfsilvélar til rafmagnsfram-
leiðslu á vegum Rafmagnsveitna
rfkisins. Sfðastliðið ár var hætt að
nota 43 slfkar vélar og rafmagn I
staðinn fengið frá vatnsaflsstöðv-
um. Af þeim 37 sem enn eru
starfræktar eru 14 vararafstöðvar
á ýmsum stöðum, en 23 eru
rekstrarvélar og eru flestar
þeirra á NA-landi, Hornafirði og
sömuleiðis bæði f Grfmsey og f
Flatey á Breiðaf irði.
Vegna flutnings verzlunar
okkar frá Bankastræti 11
bjóðum við
20%
afslátt
af öllum vörum þar dagana 1 .—9. júlí,
NOTIÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI OG GERIÐ GÓÐ KAUP, T D Á
VEGGFOÐRI, BAÐMOTTUM, BAÐSKÁPUM
GLUGGATJALDASTÖNGUM, GÓLFDREGLUM
OG ÝMIS KONAR BÚSÁHÖLDUM.
Þorláksson ö- Norðmann