Morgunblaðið - 01.07.1976, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.07.1976, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976 Landbúnaður og byggðaþróun á Norðurlandi HÉR á síðunni verður haldið áfram að greina frá ráðstefnu Fjórðungssambands Norðlendinga um landbúnað og bvggðaþró- un á Norðurlandi, en ráðstefnan var haldin á Blönduósi fyrir skemmstu. Nú verður getið tveggja framsöguerinda, en á morg- un verður greint frá framsöguerindi Ketils A. Hannessonar, búnaðarhagfræðings. Guðmundur Sigþórsson: Mjólkurframleiðsla á Suður- og Vest- urlandi fer hlutfallslega minnkandi t ERINDI Guðmundar Sigþórssonar, deildarstjóra I landbúnaðarráðu- neytinu, um skipulagningu á framleiðslu búvöru og áætlunargerð f landhúnaði kom meðal annars fram, að þróun búvöruframleiðslunnar, þ.e. mjólkur- og kindakjötsframleiðslunnar hefur á átta ára tfmabili, frá 1967 til 1975, verið með öðrum hætti en þróun fólksfjölgunarinnar á sama tfma. A Suður- og Vesturlandi voru framleidd á hvern íbúa árið 1967 433 kg mjólkur eða 73% af meðaltali fyrir allt landið, en að átta árum liðnum er framleiðslan á þessu sama svæði komin niður í 388 kg eða 68% af landsmeðaltali, en á þessu átta ára tfmabili hefur fólki á þessu svæði f jölgað um 11%. ' Guðmundur hóf erindi sitt á því að segja, að þegar rætt væri um skipulagningu á framleiðslu í landbúnaði, skipti meginmáli að gera sér grein fyrir hver þörf skipulagningarinnar væri. I þessu sambandi nefndi hann nokkur atr iði varðandi markað fyrir land- búnaðarvörur og sagði að markað- ur fyrir íslenskar landbúnaðar- vörur væri fyrst og fremst inn- anlands, en erfitt væri um mark- aði erlendis, sem gæfu viðunandi verð fyrir vöruna. Meðal þeirra atriða, sem gripið hafa inn í innlendan markað á landbúnaðarvörum, eru niður- greiðslur á verði landbúnaðar- vara. Nefndi Guðmundur sem dæmi um þetta árin 1950 og 1967, en þá greiddi ríkissjóður 10—11 krónur af hverjum 100 kr., sem meðalstór fjölskylda þurfti sér til framfæris. I febrúar sl. nam nið- urgreiðslan tæpum 8 krónum af hverjum 100 krónum. Einnig ræddi Guðmundur nokkuð mis- munandi kaupgetu fólks á undan- förnum árum og sagði að þessi tvö atriði skýrðu að nokkru þann óstöðugleika sem gætt hefur í sölumálum landbúnaðarins und- anfarin ár. Rakti Guðmundur þessu næst þróunina í útflutningi landbúnað- arafurða og sagði, að vegna veru- legrar framleiðniaukningar i iandbúnaði, hefðu þau verð* ábyrgðarákvæði rikissjóðs á út fluttar landbúnaðarafurðir, sem sett voru 1959 og þóttu þá allrúm, verið orðin of þröng 6 árum síð- ar, og í 7 ár af 16 hefði 10% heimildin verið notuð að fullu. Sagði Guðmundur að miklu skipti að sem bezt verð fengist fyrir útfluttar landbúnaðarvörur, því magnið sem hægt væri að flytja, út réðist af þvi hversu mikið yrði að nýta verðábyrgð ríkissjóðs. Miðað við siðustu ár sagði Guð- mundur, að hægt væri að flytja út allt að 1/3 af framleiðslu sauð- fjárafurða án þess að grundvall- arverð til bænda skertist. Utflutn- ingur á afurðum nautgripa getur hins vegar vart orðið meiri en 12—13% af heildarframleiðsl- unni, nema breyting verði á því verði, sem fengizt hefur fyrir nautakjöt og mjólkurafurðir er- lendis, sagði Guðmundur. En hvar í landinu landbúnaðar- vörurnar eru framleiddar er einn- ig þýðingarmikið atriði og nefndi Guðmundur í því sambandi það misræmi, sem verið hefur í þróun mannfjölda í landinu annars veg- ar og staðsetningu búvörufram- leiðslunnar hins vegar. Þegar litið er yfir átta ára tíma bil eða frá 1967 fram -til 1975 hefur fólki fjölgað mest á Suður- og Vesturlandi eða um 11% á meðan fólki fjölgaði um 9,4% á landinu öllu. Fólksfjölgun þetta árabil var á Norðurlandi 5,3% Þróun mjólkurframleiðslunnar þetta tímabil hefur haft allt aðra Guðmundur Sigþórsson / mynd en þróun fólksfjölgunar- innar. Á Suður- og Vesturlandi voru framleidd á hvern íbúa árið 1967 443 kg mjólkur eða 73% af meðaltali fyrir allt landið. Á Vestfjörðum var framleiðsla ámóta á hvern íbúa, en 1322 kg á Norðurlandi eða 219% miðað við meðaltal fyrir landið allt. Guðmundur sagði að á átta árum hefði þessi mynd breytzt nokkuð. Framleiðslan á Suður- og Vesturlandi væri komin niður í 388 kg eða 68% af landsmeðaltali og hefði lækkað um 5%. Vest- firðir hefðu tapað enn meira í hlutdeild eða væru fallnir úr 78% í aðeins 59%, en Norðurland hefði bætt sinn hluta úr 219% í 257% miðað við landsmeðaltal. Til samanburðar þessum tölum nefndi Guðmundur að 533 kg hefði þurft fyrir innlenda markaðinn á s.l. ári. Þróun kindakjötsfram- leiðslunnar hefur einnig verið nokkuð önnur en þróun mann- fjöldans á þessum svæðum. Guðmundur tók fram að árið 1967 hefðu verið framleidd 36 kg á hvern íbúa á Suður- og Vestur- landi, á Vestfjörðum 95 kg og á Norðurlandi 147 kg. Nú átta árum siðar hefði þessi mynd hins vegar breytzt á þann veg, að framleidd eru 34 kg á hvern íbúa á Suður- og Vesturlandi, sem er 5% minna af meðalframleiöslu á landinu en var 1967. Að hlutfalli til var fram- leiðslan á sl. ári mjög ámóta á Austurlandi en meiri norðan- lands og á Vestfjörðum. Sagði Guðmundur að þessar breytingar hefðu verið óhag- kvæmar, og hefði í þessu sam- bandi orðið að flytja mjólkuraf- urðir til Suðurlands og til Vest- fjarða með verulegum tilkostnaði. Tók Guðmundur fram að þörf væri á að gefa þessari þróun sér- stakan gaum og taka þessi mál fastari tökum. Að siðustu ræddi Guðmundur um störf samstarfsnefndar á sviði skipulags- og áætlunarmála I landbúnaði og kom þar fram að nefndin hefur einkum unnið að heildarstefnumörkun í fram- leiðslumálum og svæðisbundnum landbúnaðaráætlunum. Meira hefur þó verið unnið að seinna atriðinu og hafa verið unnar uppbyggingaráætlanir fyrir ýmis svæði, þar sem byggðaröskun er komin á alvarlegt stig. Guðmundur tók að lokum fram að >að væri mjög aðkallandi fyrir landbúnaðinn að gerðar verði áætlanir um framleiðslu á land- búnaðarafurðum og fjárfestingu I landbúnaði á komandi árum, því það væri landbúnaðinum til mikils skaða ef ráðizt væri i ótímabærar eða rangar fjárfest- ingar. — t.g. Skipting búvöruframleiðslunnar árið 1967. Svaeði Mann- Mjólkurf ramleiðs la Kindakjötsf ramleiðsla fjöldi Tonn Á íbúa kg. Tonn Á íb. ?a!í.me6al' - S-og V-land 146.608 64.933 443 73 5.282 36.o 55 Vestfirðir 8.9j3 4.220 78 78 855 95.3 146 Norðurland 33.083 43.736 1.322 219 4.847 146.5 224 Austurland 11.256 7.961 707 117 2.098 186.4 285 Alls 199.920 120.850 604 ÍOO 13.082 65,4 100 Skipting búvöruframleiðslunnar árið 1975. Svæði Mann- iMjólkurl ramleiðs la Ki ndak.jötsí ramleiðs la fjóldi Tonn A ibúa kg. * af Ti 68 Tonn A Ib. meðal- S-og V-land 162.663 63.054 388 5.487 34 50 Ves t firðir 9.171 3.055 333 59 1.324 145 213 Norðurland 34.841 50.947 1462 257 5.678 163 240 Austurland 12.007 7.264 605 106 2.340 195 287 Alls 218.682 124.320 569 100 14.830 68 ÍOO ATH.: Suður- og Vesturland nær yfir svæðið frá Lómagnúp vestur um að Gílsfirði. Vestfirðir að undanskildum Bæjarhreppi á Ströndum. Norðurland að viðbættum Bæjarhreppi á Ströndum. Austurland nær yfir Múlasýslur og A-Skaftafellssýslu. Hjörtur Eiríksson: Vantaði 500 tonn af ull á síðasta ári Aðeins 20% af íslenzkum skinnum fer í 1. flokk HJÖRTUR Eiríksson, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar StS, flutti á ráðstefnunni erindi um ullar- og skinnaiðnað og benti f upphafi erindis sfns á, að hér væri f raun fyrst og fremst orðið um útflutnings- iðnað að ræða og ef ál væri undanskilið þá væri þetta langmikil- vægasta iðnaðarvaran sem við flyttum út. En til þess að áfram verði vöxtur í þessari grein iðnaðar sagði Hjörtur nauðsynlegt að auka og bæta hráefnið og ekki sfzt að bæta f járhagsstöðu þessarar iðngreinar. Hjörtur ræddi fyrst nokkuð um ullina sjálfa og gæði hennar. Hann tók fram að verð til bænda hefði fram að þessu verið of lágt, en nú væri von til þess að úr því rættist. Fram kom að nú er öll ógölluð ull sem til fellur í landinu notuð og er þvi veruleg þörf á að auka framleiðslu og bæta ullar- skilin. Á síðasta ári skiluðu sér 1222 tonn af óþveginni ull. en hefði miðað við fjárfjölda i land- inu átt að vera 1720 tonn. Þarna vantar því 500 tonn, sem Hjörtur sagði, að gætu skilað verulegum hagnaði til þjóðarbúsins. Hvað skinnin snertir sagði Hjörtur að meðferð slátur- húsanna allt frá fláningu til geymslu hefði hingað til verið mjög ábótavant. Nefndi hann í þessu sambandi að aðeins 20% af íslenzkum skinnum færu í 1. flokk og sagði að gæðum bjórs lambaskinnanna hefði hrakað mjög á sl. 10 árum. Hjörtur tók fram að íslenzk lambaskinn hefðu verulega kosti fram yfir önnur lambaskinn og réði þar mestu hversu íslenzku skinnin væru létt. Hjá Hirti kom fram að um 570 manns vinna við ullariðnaðinn á Norðurlandi og samkvæmt þeirri reglu, að 2 menn fylgdu í kjölfar hvers starfsmanns í frumfram- leiðslunni mætti gerg ráð fyrir að um 1600 manns hefðu atvinnu sfna af þessari framleiðslu. Þróunin stefndi í þá átt að þunga- Hjörtur Eirfksson. vinnslan yrði að stóriðju, en prjóna- og saumastofuínar dreifð- ust um landið. Að síðustu gerði Hjörtur að um- talsefni aðstöðu islenzks iðnaðar í samburði við iðnað í nágranna- löndunum. Sagði Hjörtur að geysihörð samkeppni væri i ullar- og skinnaiðnaðinum f heiminum og því mikið í húfi að þessi iðnað- ur njóti sambærilegrar aðstöðu í einstökum löndum. Nú hefur ver- ið óskað eftir lagfæringum á nokkrum atriðum við iðnaðar- ráðuneytið og tók Hjörtur fram að hér væri um að ræða atriói, sem nauðsynlegt væri að finna lausn á, ætti staða ullar- og skinnaiðnað- ar hér á landi ekki að vera i hættu. Þau atriði, sem óskað hefur ver- ið lagfæringa á, eru helzt þessi: Að verð þeirrar orku, sem notuð er til þessa iðnaðar, verði sam- bærilegt orkuverði erlendis og til erlendra aðila hér á landi. Minnt er á nauðsyn þess fyrir iðnaðinn að hafa rétt gengi og að söluskatt- ur og aðrir skattar verði lagfærð- ir. Sagði Hjörtur, að þótt ákvæði væri í lögum um að ekki skyldi innheimta söluskatt af þessari starfsemi, þyrfti þó að greiða um 3'/i% söluskatt, sem myndaðist á ýmsum stigum framleiðslunnar. Hvað snertir samkeppni við ná- grannaþjóðirnar tók Hjörtur fram að nú væru Svíar að taka upp styrki til ullariðnaðar þar og yrði allur fjármagnskostnaður greiddur allt að 25 til 50%, og likt þessu væri málum háttað f Nor- egi. í Bretlandi fá ullarverksmiðj- ur 25% stofnfjárins greiddan af opinberu fé, ef þær rísa í þéttbýli, en 50% ef þær risa utan þéttbýlis. Nú væri Gefjun hins vegar að stækka sína verksmiðju og væri áætlaður kostnaður við stækkun- ina um 350 milljónir, en gert væri ráð fyrir að skattar og önnur opin- ber gjöld yrðu um 100 milljónir króna. Hér færi allt að 30% stofn- kostnaðar beint til hios opinbera meðan milli 15 og 17% fara til sömu hluta í Noregi og Svíþjóð, auk þess sem ullariðnaðurinn er styrktur þar ríflega af opinberu fé. — t-g.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.