Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULl 1976
25
Anthony Matheson leikstjóri ásamt tveimur leikurunum, Gunnari
Eyjólfssyni og Jónfnu Ólafsdóttur.
Skjaldhamrar
á ensku
IÐNÓ:
THE SHIELDHEAD
COMPANY PRESENTS:
„SHIELDHEAD"
(SKJALDHAMRAR) : BY
JÓNAS ARNASON. ?
Translated from the Icelandic
by Alan Boucher. Q Directed
and adapted by Anthony
Matheson. ? Scenery Steinþór
Sigurðsson. ? Lighting Daniel
Williamsson.
Lelkllst
eftir JOHANN
HJÁLMARSSON
UM Skjaldhamra Jónasar
Árnasonar hefur áður verið
fjallað í leikdómi hér í blaðinu
og við það sem leiklistargagn-
rýnandinn skrifaði þá er ekki
miklu að bæta.
Jónasi Árnasyni er lagið að
semja skemmtileikrit með fé-
lagslegu ívafi og skipulegum
söguþræði. Allt gengur sinn
gang eftir fyrirfram ákveðnu
plani. Ekki er þar með sagt að
ýmislegt óvenjulegt geti ekki
gerst f leikritinu heldur er átt
við það að leikritið lýtur hefð-
bundnum lögmálum. Hinn
dramatiski hápunktur er til
dæmis á réttum stað.
Astir þær sem Skjaldhamrar
greina frá eru að. vísu ekkert
hversdagslegt fyrirbrigði. Full-
trúi breska heimsveldisins í
kvengerfi og fulltrúi íslenskrar
alþýðumenningar í gervi vita-
varðar á afskekktum stað eru
leiddir saman. Það skiptir ekki
máli þótt þetta ástasamband sé
ótrúlegt. Menn geta ýmist séð í
því hjákátleik eða vitnisburð
mannlegra tilfinninga, þá ein-
lægni sem viða kemur fram hjá
Jónasi Árnasyni. Húmorinn
skiptir eins og oft áður miklu
máli, en það er einkennileg
blanda raunsæis og rómantísku
í flestum verkum Jónasar.
Gamaldags? Já. En vinsældir
þeirra má held ég rekja til þess-
ara einkenna.
Leikstjóranum Anthony
Matheson hefur tekist að gera
hina skemmtilegustu sýningu
úr Skjaldhömrum. Uppfærslan
er lifandi þrátt fyrir nokkur
daufleg atriði sem verða að
skrifast á reikning höfundar
frekar en leikstjóra. Verkið er
að sjálfsögðu ekki hægt að
¦kera niður að vild. Jónína
Ölafsdóttir er gerðarleg og
óvæmin Catherine Stanton.
Kormákur Torfason vitavörður
er leikinn af Gunnari Eyjólfs-
syni og enda þótt þetta hlut-
verk sé nánast táknmynd stend-
ur Gunnar sig með sóma.
Graham Swannell er eins og
sniðinn fyrir Corporal Claxton
og sama er að segja um Jestyn
Phillips í hlutverki Major
Stone. Árni Ibsen vekur athygli
i hlutverki njósnarans Paul
Daniel Miiller, en á köflum
heyrist ekki nógu vel til hans.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir er í
litlu hlutverki: Birnu systur
Kormáks.
Það var tilbreytni að heyra
ensku í Iðnó. Áhorfendur sem
margir voru enskumælandi
fólk virtust njóta sýningarinn-
ar og fögnuðu ákaft í leikslok.
Þegar á allt er litió eru Skjald-
hamrar bærileg landkynning
sem meðal annars ýtir undir þá
skoðun útlendinga að Islend-
ingar séu furðufuglar. Á köfl-
um verður leikritið eins og
ferðapési. Þjóðtrú og siðir
skyggja á raunverulegt efni
leiksins. Islenskur áhorfandi
hrífst ekki af slíku, en búast má
við að vinveittir leikhúsgestir
erlendis kunni að meta fróóleik
á borð við þann sem Skjald-
hamrar bjóða upp á
Fréttabréf úr Djúpi:
„Orðin dýr ræktunar-
menningin sem og
onnur mennmg emnig
Bæjum 24. júnl.
ÞÁ ER sauðburður byrjaði hér I
vor, um 18. maí, var jörð öll sem
að hávetri, ógróin og ber að allri
laufgun. Því var öllum skepnum
inni gefið sem á þorra og var svo
framum miðjan sauðburð. Þá fór
heldur að lifna grænt strá i varpa,
sem þó engan veginn nægði því
ungviði er á legg var komið. Sauð-
burður gekk þó vel og lambhöld
mjög góð víðast, en spón úr askin-
um tók að framfleyta lambánum
og öðrum fénaði fram I gróður.
Flóabáturinn Baldur flutti
hingað að Djúpi um 400 tonn af
áburði beint frá Gufunesi í tveim-
ur ferðum og sparaðist við það
uppskipun og framskipun á ísa-
firði. En tún eru víða kalin og að
öllu jöfnu stórskemmd vegna
svella er á þeim lágu lengi vetrar,
eða fram á miðjan vetur og er
grasspretta svo til engin enn þá.
Hlýtt hefur þó verið um tíma, en
ekki komið dropi úr lofti og því
jörð öll skrælþurr orðýi.
Síðustu daga heirrfsóttu Suður-
Þingeyingar hér Djúpfólk og
Framhald á bls. 26
starmix
iðnaðarryksugur
komnar aftur
Við höfum fengiö aftur allar gerðir
af STARMIX iðnaðarryksugum, en þær henta
vel fyrir skrifstofur, sjúkrahús, smiðjur
og saumastofur svo nokkuð sé nefnt
Einnig höfum við fengið aftur STARMIX
handþurrkur fyrir vinnustaði og STARMIX
hárþurrkur, en þær eru sérstaklega hent-
ugar fyrir sundlaugar, iþróttahús o.fl.
staði.
Verzlunin
Sími 26788