Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚLI 1976 27 Hljómsveitin Næturgalar, f.v. Birgir Karlsson, „maður- inn frá Ríó“, Ágúst Atlason, SRúli Gfslason og Einar Hólm. Brugði áleik með • • .Strákurinn Sláni“ á biðilsbuxunum. SOUg, glensi og gríni — á héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins um allt land „Ræningjarnir í Kardimommubæ“. (Ljósm. Mbl. RAX) Magnús og Kristinn hressir að vanda. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðis- flokksins á þessu sumri hefjast um næstu helgi. Alls verður efnt til 18 héraösmóta og verða þau á tímabilinu 2. júlí til 15. ágúst. Dagskrá héraðs- mótanna verður með þeim hætti að forystumenn flokksins flytja ávörp og ráðherrar flokksins munu koma á flest héraðsmótin og ávarpa mótsgesti. Mjög fjölbreytt skemmtiatriði verða flutt af hljómsveit- inni Næturgölum og söngvaranum Ágústi Atla- syni, grínistanum Jörundi og óperusöngvurunum Magnúsi Jónssyni og Kristni Hallssyni. Fyrstu héraðsmótin verða á Dal- vík 2. júlí, Húsavik 3. júlí og Þórshöfn 4. júlí n.k. Fáns og áöur sagði er dagskrá héraðsmótanna mjög fjölbreytt og óhætt er að segja að aldrei hafi verið vandað eins til undirbúnings sem nú. Þegar Mbl. leit inn á æfingu fyrir skömmu var allt í fullum gangi og fóru skemmti- kraftarnir á kostum um sviðið. Er greinilegt að það verður svingað á fleiri stöðum en í Laugardals- höllinni með Benny Goodman' þetta sumarið, því Kristinn Halls- son var í miðju laginu „Sixteen tons“ og svingaði stórum. I skemmtiþáttunum er komið víða við og má þar m.a. nefna „hjátrúafulla manninn“ sem þor- ir ekki að setja mjólkina út I kaffió á undan sykrinum, en með hlutverk i þeim þætti fara Jörundur og Einar Hólm. Óhætt er að fullyrða að söngvararnir Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson munu ekki bregðast mótsgestum frekar en fyrri daginn, er þeir syngja dúett úr óperunni „Á valdi örlaganna" og mörg önnur gullfalleg og bráð- skemmtileg einsöngs- og tvisöngs- lög. Þá má einnig nefna „strákinn Slána“ í hlutverki Jörundar sem kemur til að biðja sér konu i þorpi úti á landi. Kristinn er í hlutverki hins hressa heimilisföður og má segja að honum hafi sjaldan tekizt betur upp en í þessu hlut- verki. Ekki má gleyma „óvænta gest- inum“ undan Jökli eða ræningjunum þremur úr Kardi- mommubæ, sem eiga stóran hlut i þessu héraðsmóti Næturgalar flytja syrpu af suður-amerískum lijgum með bráðsmellnum textum eftir Jónas Friðrik og segir þar frá hljómsveit sem ætlaði að gera víðreist um landið en margt fór öðruvísi en ætlað var. Eins og tekið var upp í fyrra- sumar verður efnt til happdrættis. Er framkvæmd þess með þeim hætti að hverjum aðgöngumiða fylgir happdrættismiði og er því hér um að ræða ókeypis happ- drætti. Vinningar eru hinir glæsi- legustu því boðið er upp á ferðir til sólarlanda, og verður dregið um þessa vinninga að loknum öllum héraðsmótunum. En auk þess verður á hverju héraðsmóti dregið um fjölda smærri vinninga og þeir afhentir á staðnum. Annað nýmæli hefdr einnig verið tekið upp i framkvæmd héraðs- mótanna en það er að gerð hefur verið dagskrá fyrir öll mótin og hefur hún að geyma kynningu á flytjendum skemmtiatriða. Að loknum flutningi skemmtiatriða á héraðsmótunum mun hljómsveit- in Næturgalar og Ágúst Atlason leika fyrir dansi. Eins og fyrr sagði hefjast héraðsmótin á föstudaginn 2. júlí, á Dalvik, laugardaginn 3. júlí á Húsavik og á Þórshöfn sunnudaginn 4. júlí. Þá verður farið um Norðurland vestra síðan Vesturland, þá Suðurland og síðan Austfirði og Vestfirði. BARNAKLOSSAR Vorum að taka upp nýjar gerðir af barnaklossum. Aldrei meira úrval. GEÍsIPf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.