Morgunblaðið - 01.07.1976, Side 32

Morgunblaðið - 01.07.1976, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULI 1976 Skipbrotið vart við sig; hann fann til hungurs og þorsta og skimaði í allar áttir, hvort ekki væri rteins staðar vatn, sem drekkandi væri, en það var hvergi þar nálægt, og það var ekki fyrr en eftir langa leit, að hann fann uppsprettulind nokkra, þar sem hann gat svalað þorsta sínum. Dagur var að kvöldi kominn. Himininn var skýjum hulinn og þungbúinn mjög og gekk með skúrum. Reiðarþrumur heyrðust í fjarska. Ekkert hafði Róbín- son fundið enn, er hann gæti lagt sér til munns. Myrkrið færðist óðum yfir, og hann vissi ekki enn þá, hvar hann gæti látið fyrir berast um nóttina. Hann var hræddur við óargadýrin, sem vön eru að rása úti um nætur að leita sér bráðar. Tók hann því hníf sinn, er hann hafði í vasa sínum frá skipbrotinu, ásamt píp- unni sinni og tóbakspungnum, og tegldi sér staf úr viðargrein og klifraðist síðan upp í tré nokkurt þyrnótt; það var ekki óáþekkt furu, og greinarnar þétt sam- váxnar, svo að hann gat setið uppi á þeim og hallað sér útaf. Þar sofnaði hann dauólúinn og vaknaði endurhresstur morguninn eftir. Stórviðrinu var slotað, himinninn var heiður og blár, veðrir hlýtt og glaða sólskin. Það fékk Róbínson mestrar gleði, að hann sá skipið allnærri sjávarströndinni. Það var enginn efi á því, að það hafði tekið upp af rifinu með flóðinu og borist að eynni, þangað til það stóó á grunni. Þegar Róbínson sá skipið, hugkvæmdist honum, eins og eðlilegt var, að reyna með einhverju móti að komast þangaö, til þess að ná matvælum og ýmsum tólum og flytja það til eyjarinnar. Honum kom til hugar báturinn, sem þeir félagar höfðu ætlað að bjargast á, og gekk hann upp á fjall eitt til að skyggnast eftir honum. Loksins kom hann auga á hann æði langt í burtu, þar sem hann hafði rekið upp. Þangað gekk hann, en þá varð fyrir honum á ein í breiðara lagi, svo að hann varð aftur að hverfa við svo búið. Á þeirri göngu svipaðist hann allstaðar eft- ir, hvort ekki væri neitt ætilegt að finna, en það var ekki, og var förin einnig að því leyti til ónýtis. Um hádegisbil kom hann aftur og sá þá, að fjarað hafði frá landi út að skipinu; mátti ganga þurrum fótum svo langt, að ekki var lengra út í skipið en svo sem 400 skref. Þá var Róbínson ekki lengi að hugsa sig um. Hann fór úr fötunum, nema skyrtunni og brókunum, og synti út að skipinu; las sig upp á þaö eftir kaðli einum, sem hékk út af borðstokknum. Hann rannsakaði allt vandlega undir þilj- um niðri og fann, að þar var allt í bestu reglu. Hundur einn glorhungraður kom hlaupandi móti honum og tveir kettir. Gaf hann kvikindum þessum fæðu og vatn og hugði gott til að hafa ánægju af félagsskap þeirra í einveru sinni. En hvernig átti hann nú að koma til eyjarinnar matvælum þeim og tólum, sem hann tók í skipinu? Hann sá fljótt ráð til þess og réð af að smíða sér fleka. Á skipinu var mesta gnægð af plönkum, borðum og stöngum. Svo lauk hann upp timburmannskistunni, tók upp úr henni sagir, axir, hamra og nagla, og byrjaði á smíðinni. Efniviðinum, sem hann ætlaði að hafa í flekann, renndi hann niður á köðlum og festi hann saman með krosslögðum borð- um. — Var það afarjerfitt, þegar til smíð- arinnar kom að gera flekann svo traust- an, að óhætt væri að hafa á honum Skrifstofustjórinn hefur klag- Já, þú varst hlutskarpastur, en að yður. — Ef slfkt keraur fyrir taktu heldur Morgunblaðið og aftur, verður hanit örugglega lestu það. rekinn frá fyrirtækinu. Tveir ungir menn, sem hvor um sig hafði kvænzt fyrir tæpu ári, hittust á förnum vegi og tóku tal saman. Ræddu þeir um ýmis vandamál Iffsins og hjónabandsins.* — Ég er húsbóndi á mfnu heimili, sagði annar þeirra, og í raun og veru á ég Ifka að vera það, þvf að það er ég sem vinn fyrir heimilinu. — Einmitt það, svaraði hinn. Eg og konan mfn höfum skipt með okkur verkum. Eg á að ráða fram úr öllum meiriháttar málefnum en hún minni háttar. — Og hvernig hefur það geng- ið? — Agætlega hingað til. Ja, það er að segja, það hefur ekkert meiriháttar málefni komið fyrir ennþá. X — Ég verð að leita til læknis út af svefnleysi mfnu. Mér er alltaf að versna. Nú get ég ekki einu sinni sofið, þegar ég á að fara á fætur. X — Ég skil ekkert í því hvað kisa mfn er orðin þunglynd. — Reyndu að fara með hana í bfó og leyfðu henni að sjá Mikka mús mynd. X Pétur: — Pabbi, ég er næstum þvf búinn að ráða krossgátuna. Mig vantar bara síðasta orðið. — Það geturðu fengið hjá mömmu þinni. ___________ v Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 15 IVrsónumar í soRimni: Andreas Ilallmann Iljorjí — kona hans Kárl Jfin Ylva börn hans ' *' Cíclila — tcnftdadölfir Amfrcas llaiimanns GrCRor Isandor — læknir fjöiskyldunnar og náinn vinur Malin SkoR — brádabirKdacÍnkarifari Andrcas Hallmanns Lars Pcfrus Tur«*sson — ókunnugur frausf- vckjandi martur ásamf mcöChrisfcr Wijk » orðið við og sem sætti sig ekki við að verða fyrir gagnrýni. — Ég get ekki verið að hvfla mig núna þegar ég er að komasl að lokaköflunum í bókinni minni. Meira að segja afglapar á borð við þig a-ttu að skilja það. Nokkur andartök sýndist Malin að það fyki f Isander la'kni. — Ilæfni mín takmarkast við að da-ma um slíkt og þvflíkt sem stress og háan blóðþrýsting. En ekki skal EG neyða neinn til að lifa lengur en hann vill sjálfur. Cecilia bauð honum te en hann handaði rösklega frá sér hendi. — Ég hef þcgar neytt f mig einum skammti hjá Björgu og tveir bollar af tei á einum og sama degi er tveimur bollum of mikíð. — Ég get Ifka hitað kaffi ef þú vilt. — Dásamlegt! Vndislegt! Kona sem er hvorttveggja f senn fögur og fær um að laga kaffi. Jæja. settu yfir stóru könnuna... við skulum sjá hvort ekki verður ein- hver til að svelgja úr henni. Andreas hló við. — Ég man eftir því þegar við vorum strákar og mamma bar fram sjóðandi heitt te og mjólk á köldum vetrarkvöldum. Gregor hneigðist þá þegar til annarra drvkkja og hann vökvaði pálma- trén í bókaherherginu með sfnum skammti jafnskjótt og mamma sneri baki f okkur. — Og svo var hún meira að segja alveg undrandi þegar pálmarnir fóru að visna! Aftur á móti hef ég löngum velt þvf fyrir mér með þig minn kæri vinur, hvað þú hcfur verið annaðhvort heppinn að verða alltaf ást- fanginn af kvenfólki sem þykir gott te eða þú hefur neytt upp á þær dr.vkkjusiðum þfnum. Hvort álítur þú? — Ja, hvað heldur þú? — Auðvitað fuliyrði ég að þú hafir brotið þær undir vald þitt. Aftur á móti staðhæfir Björg að hún hafi aldrei þolað kaffi, svo að ég hef ekki almennilega getað aflað mér viðhlítandi sannanar- gagna... Gregor Isander tafði á Hall i klukkutfma og enda þótt sam- ræðurnar snerust að verulegu leyti um kaffi og te dr.vkkju og aðra smálega hluti fannst Malin engu aðsíður eftirá að þetta hefði verið einhver skemmtilegasta stundin sfðan hún kom til Hall. Og hún varð mjög glöð þogar hún heyrði að Andreas bauð honum að koma til kvöldverðar á fimmtudeginum um það leyti sem hann sýndi ásér fararsníð, — Já. Hvort ég þigg það ekki. En varðandi erindi þitt Jón þá gerði ég það eins og þú baðst mig um. Ég kem á þriðjudag eða mið- vikudag með smáböggul. Ertu ekki forvítin, Cessi? Hún neitaði þvf en eftir- væntingin ljómaði úr augum hennar. — Ég vona að það sé... það sem ég hef óskað mér. Og loksfns rann það Ijóst upp fyrir Malin, að Cecilfa myndi eiga afmælisdag á fimmtudeginum. — Og afmælísdagar á þessu heimili sagði Björg þegar hún var að skreyta dýrlega súkkulaðifertu kvöldinu áður — eru mjög mikil hátíð og haldnir eftir nákvæm- lega sams konar forskrift og þegar Andreas var drengur. Snemma um morgunin á afmælis- deginum er afmælisbarninu óskað til hamingju og því fa'rðar gjafir og um kvöldið snæðum við náttverð en á undan höfum svo eins konar músfkkvöld. Andreas er meira að segja vanur að sleppa frani af sér hcixlinu við slfk tækifæri án þess að hafa áhyggjur af vinnu daginn eftír og oftast nær tekst þetta Ijómandi vel. En hvernig sem því var nú hátt- að var þessi ákveðni afmælisdag- ur mótaður af ýmiskonar tvf- ræðni og vissri spennu. \f þeim hópi semsafnaðist inn fglæsi legt svefnherhergi Cecflíu um morguninn — veðrið var dimmt og ömurlegt og rigningin úti hin sama — var f raun og veru aðeins ein manneskja sem Ijómaði af veizlugleði og það var Andreas Hallmann. Hann kyssti afmælis- barnið á kinnina af mikilli hrifningu og rétti henni ekki aðeins umslag heldur einnig þungt og eðalt gullarmband. Cecilfa sem var einkar tælandi f þunnum náttkjól og með rautt slegið hár, leit sem snöggvast f umslagið og strauk síðan ba-ði þvf armhandinu og hinum glaða gjafara. Hún tók einnig á móti öðrum gjöfum — með óduldum fögnuði — sokkar, undirflíkur, silfurgafflar og skeið sjónvarps Icirtau og súkkulaði og hún lét að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.