Morgunblaðið - 01.07.1976, Síða 33

Morgunblaðið - 01.07.1976, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULI 1976 33 VELVAKAMDI .Velvakandi svarar I síma 10-lúo kl '1'4-r-r-16, frá mánudegi til föstu-. dags. O Sjúkrahús og reykingar „Það er leitt til þess að vita, að sjúkrahús og endurhæfingar- stöðvar, sem kostaðar eru og rekn- ar af almannafé, skuli ekki bjóða upp á þá sjálfsögðu tillitsemi við þá sem ekki reykja, að setustofur og jafnvel fleiri vistaverur geti verið reykfríar einhvern hluta dagsins. Þannig væri þeim sem ekki reykja og vilja vera lausir við reykmengað loft umhverfis sig, gert jafnhátt undir höfði og hinum. Það er til mikillar van- sæmdar fyrir þá menn, sem veita þessum stöðum forstöðu, að það skuli leyfast að reykja á sjúkra- stofum, sbr. Landakot og Land- spítala. Þó er ein stofnun sem undirritaður hefur dvalizt á sem hefur þetta til síns ágætis eins og sjálfsagt ætti að þykja á öðrum slíkum stöðum, þ.e. Grensásdeild Borgarspítala. Þar eru reykingar aðeins leyfðar í setustofu, en bannaðar á göngum og sjúkrastof- um. Einn er þó sá staður, sem ég tel að síztur sé á þessu sviði, þ.e. Reykjalundur. Þar er bókstaflega leyft að reykja i öllu húsinu, að undanskildu e.t.v. eldhúsi. Loftið er þar af leiðandi vægast sagt óðolandi, og auk þess er léleg loftræsting þar. Ég dvaldist að Reykjalundi í 4 mán. og taldi mig hafa ástæðu til að kvarta við minn lækni, sem var ung og geðfelld kona. Ég vitjaði hennar á læknis- stofu hennar á staðnum, en viti menn, mér féll allur ketill i eld, þvi móttakan var að vísu elskuleg, en hún (blessaður læknirinn), púaði vindil, og hann ekki af minnstu gerð. Það varð heldur lítið úr kvörtun minni. Meðan ástandið er ekki betra en það er á þessum stofnjpnum tel ég ad þær standi vart undir nafni. Ég vil gera það að tillögu minni að reyk- ingatíminn verði skammtaður og einungis leyfður á setustofum og rækilega auglýstur. Að endingu vil ég þó taka fram að flest allt starfslið þessara staða sem ég hef nefnt á skilið þakkir fyrir framúr- skarandi alúð og natni í starfi. Sigurgfsli Arnason." 0 f hreinu lofti Þetta er ein krafan, sem tiltölulega nýlega hefur skotið upp kollinum: Fólk, sem ekki reykir, á heimtingu á því að reyk- ingafólkið sé ekki að menga fyrir þvi loftið og haldi sig því á af- mörkuðum stöðum. Eftir miklar rannsóknir og athuganir, sem sífellt er vérið að endurbæta, hafa komið fram vissar hættur gagnvart heilsunni samfara reyk- ingum. Þetta er öllum kunnugt og nú eru oft í gangi margvíslegustu herferðir gegn reykingum og námskeið til að hætta o.s.frv. Þetta mun einnig eiga við þá sem dveljast í reykmenguðu lofti, þótt þeir reyki ekki sjálfir, þeim er sama hætta búin og reykingar- manni. Það er því eðlilegt að þessi krafa komi upp, þessi „aðskilnað- arstefna". Á mörgum vinnustöð- um eru reykingar bannaðar vegna eldhættu og mjög víða er fólk nú farið að vakna upp við það að banna reykingar af tillitssemi við þá sem ekki reykja. Nægir þar að nefna ýmsa almenningsstaði og fólksflutningatæki, þar eru einatt sérklefar fyrir þá sem reykja. Úr þvt að reykingar eru komnar á dagskrá hér í dag skulum við taka sýnirhorn úr öðru bréfi sem fjallar um ýmsar aðrar hliðar á þessu máli: % Aurarnir brenna „Ég fagna þvi að maður skuli heyra æ oftar um námskeið til að hætta reykingum, sjá aug- lýsingar sem hvetja fólk til að hætta reykingum og heyra setn- ingar eins og — hver sígaretta styttir líf þitt um 12 mínútur. Það verður sjálfsagt aldrei nógu mikið af þessum áróðri, það verður að hamra þetta inn i fólk ef það á að skilja það. Það er áreiðanlegt að margir hafa ekki minnstu hugmynd um hvað reykingar kosta eða gera sér a.m.k. enga rellu út af þvi. Menn kaupa einn og einn pakka í einu og sjá ekki eftir fáeinum hundrgðköllum sem fara þá. En þegar þeim er bent á hver upp- hæðin verður eftir vikuna, mánuð eða árið, þá bregður þeim i brún. Síðan jafna menn sig með einni sígarettunni í viðbót!! Þetta mundi margur kalla of- stæki gegn reykingum — má mað- ur ekki reykja eins og maður vill, þetta er mín heilsa og mínir pen- ingar en ekki annarra — heyrist oft þegar sígarettumenn verja sig. Þeir vara sig bara oft ekki á þvi að þeir svæla aðra burtu frá sér með þessu áframhaldi. Annað smáatriði mætti nefna i sambandi við reykingar, en það er sá mikli tími sem fer i þær. Á þann hátt eru menn alltaf að fara í „pásur“ í vinnutíma og slá þann- ig slöku við og svíkjast undan. Þetta mundi reykingamaður ef- laust kalla sparðatíning í mér en athugum bara hvað mikill timi fer í það hjá pípureykingamanninum að hreinsa pipuna sína, setja I hana tóbakið, reyna að kveikjai henni og halda loganum við. Þetta er barasta heilmikil vinna og menn gera ekki mikið annað á meðan. Þetta ættu vinnuveitend- ur að athuga, hver mínúta er dýr- mæt segja þeir.“ minnsta kosti eins og hún tæki ekki eftir þvi að Kári virtist hálf- dottandi, Björg var þegjandaleg og leið á svíp og Ylva beinlínis fjandsamleg f viðmóti. Aftur á móti gat hún ekki leynt vonbrigð- um sinum með gjöfina frá eigin- manninum sem var ilmvatnsglas og þakklæti hennar var jafn þvingað og hamingjuóskir manns hennar. Jón sem var náfölur f framan og' lét varla orð falla, fékk að lokum mikið hóstakast og faðirinn skipaði lionum að fara aftur f rúmið. Að öðru levti gekk vinna þeirra Andreas og Malin fyrir sig eins og venjulega. Þó veitti Malin því eftirtekt að Andreas var eins og annars hugar og taugaóstyrkur og skammaðist og reifst og kenndi henni uni að allt gengi á afturfót- unum hjá sér f dag. Og þó var þetta smjör og rjómi hjá því sem átti eftir að gerast... Vegna þess að náttverðurinn átti ekki að vera fyrr en eftir músfkstundina I hókaherherginu var ákveðið að borða niiðdegisverðinn klukkan hálf fimm. Og þrátt fvrir að Ylva va>ri þreytuleg og greinilega miður sin f handleggnum tókst henni að hafa hann tilbúinn á HOGNI HREKKVISI í-n „Mín er ánæg'jan að kynnast manni úr hópi dómara sakadóms.“ íslandsmótið 1. deild LAUGARDALSVÖLLUR í kvöld kl. 20 leika Fram — Víkingur Fjölmennum á völlinn í kvöld. Fram. „ORYGGI FRAMAR OLLU Saab 99 árg. ‘74 2ja dyra, hvítur. Ekinn 24.000 km. 1 650 þús. kr. Saab 99 árg. '74 2ja dyra, grænn. Ekinn 80.000 km. 1 550 þús. kr. Saab 99 árg. ‘74 4ra dyra, sjálfskiptur, blár. Ekinn 80.000 km. 1 900 þús. kr. Saab 99 árg. ‘73 2ja dyra, sjálfskiptur, Ijósbrúnn. Ekinn 63.000 km. 1 550 þús. kr. Saab 99 árg.'73 4ra dyra, sjálfskiptur, grænn. Ekinn 1 5.000 km. 2 millj. kr. Saab 99 árg. '73 2ja dyra, EMS, Ijósbrúnn, ekinn 25.000 km. 1 800 þús. kr. Saab 99 árg. '73 2ja dyra, rauður ekinn 92.000 km. 1450 þús. kr. Saab 99 árg. '73 2ja dyra, rauður, ekinn 48.000 km. 1450 þús. kr. Saab 99 árg. '72 4ra dyra, sjálfskiptur, grænn. ekinn 73.000 km 1 300 þús. Saab 99 árg. '72 2ja dyra, rauður, ekinn 77.000 km. 1 200 þús. kr. Saab 99 árg. '72 2ja dyra, gulbrúnn, ekinn 70.000 km. 1 1 50 þús. kr. Saab 99 árg. '71 2ja dyra, rauður, ekinn 102.000 km. 900 þús. kr. Saab 99 árg. '70 2ja dyra, drapplitur, ekinn 148.000 km. 780 þús. kr. Saab 99 árg. '70 2ja dyra, hvftur, ekinn 1 34.000 km. 900 þús. kr. Saab 99 árg. '70 2ja dyra, rauður, ekinn 1 28.000 km. 760 þús. kr. Saab 96 árg. '74 dökkblár, ekinn 26.000 km. 1350 þús. kr. Saab 96 árg. '74 India-gulur, ekinn 33.000 km. 1 300 þús. kr. Saab 96 árg. '73 grænn, ekinn 45.000 km. 1070 þús. kr. Saab 96 árg. '72 grænn, ekinn 64.000 km. 870 þús. kr. Saab 96 árg. '72 Ijósbrúnn, ekinn 54.000 km. 900 þús. kr Saab 96 árg. '72 rauður, ekinn 102.000 km. 800 þús. kr. Saab 96 árg. '71 rauður, ekinn 61.000 km. 770 þús. kr. Saab 96 árg. '71 blár, ekinn 102.000 km. 700 þús. kr. Saab 96 árg. '70 blár, ekinn 94.000 km. 550 þús. kr. Saab 96 V4 árg. '67 blár ekinn 1 22.000 km. 340 þús. kr. Saab 96 árg. '65 blár Tilboð Saab 95 árg. ‘74, India-gulur, ekinn 69.000 km. Tilboð. Saab 95 árg. '74 grænn, ekinn 54.000 km. 1400 þús kr. Saab 95 árg. '72 grænn, ekinn 70.000 km. 950 þús. kr. Saab 95 árg. '70 grænn, ekinn 95.000 km. 600 þús. kr. BDÖRNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.