Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JULI 1976 15IÞROTTAMENN TIL MONTREAL 8 frjálsíþróttamenn, 3 sundmenn 2 júdómenn og 2 lyftingamenn FRAMKVÆMDANEFND íslenzku Ólympíunefndarinnar tilkynnti á fundi sínum með fréttamönnum í gær, aö ákveðið hefði verið að senda fimmtán íslenzka íþróttamenn til Ólympíuleikanna í Montreal. Ellefu þessara fþróttamanna höfðu náð tilsettu lágmarki sérsambanda sinna, en nefndin ákvað síðan að bæta fjórum við, sem voru mjög nærri því að ná lágmörkunum. — Við teljum, að þetta fólk Þátttakendurnir sé í það góðri æfingu að það geti náð sömu afrekum qg lágmörkin voru hvenær sém var, sagði Gísli Halldórsson, formaður" Ólympíunefndar- innar á fundinum með írétta- mönnum, — en það hefur hins vegar ekki haft heppnina með sér að undanförnu og því skort örlítið á að ná lágmörkunum. Gisli sagði, að það hefði verið mjög erfitt fyrir Ólympíu- nefndina að taka ákvörðun um val þátttakenda á leikana. Fyrir skömmu hefði stóra Ölympíu- nefndin gefið framkvæmda- nefndinni heimild til þess að senda 13 þátttakendur, en framkvæmdanefndin hefði í gær farið fram á að fá að bæta tveimur við þá tölu, og fengið hana. — Það íþróttafólk sem við völdum án þess að það næði lágmörkunum teljum við vera á sama stigi og hitt sem náði þeim, sagði Gísli. Frjálsíþróttamenn verða fjöl- mennastir á Ólympíuleikunum, en alis voru valdir átta. Fimm höfðu náð lágmörkunum, þau Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, sem á að keppa í 800 metra hlaupi og 1500 metra hlaupi, Þórdís Gísladóttir, sem á að keppa í hástökki, Hreinn Halldórsson, sem keppir í kúluvarpi, Erlendur Valdimarsson, sem keppir í kringlukasti, og Stefán Hallgrímsson, sem keppir í tug- þraut. Þeir, sem valdir voru án þess að ná lágmörkum, voru: Ágúst Ásgeirsson, sem keppir I 1500 metra hlaupi og 3000 metra hindrunarhlaupi, Bjarni Stefánsson, sem keppir í 400 metra hlaupi, og Öskar Jakobs- son, sem keppir í spjótkasti. Flokkstjóri frjálsíþrótta- fólksins verður Örn Eiðsson og Guðmundur Þórarinsson verður þjálfari hópsins. -Þrír sundmenn keppa á leikunum. Vilborg Sverris- dóttir sem keppir i 100 metra skriðsundi, 200 metra skrið- sundi og 400 metra skriðsundi, Þórunn Alfreðsdóttir, sem keppir i 100 metra flugsundi og 200 metra flugsundi og Sigurður Ölafsson sem keppir í 100 metra skriðsundi, 200 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi og 1500 metra skrið- sundi. Flokkstjóri og þjálfari hópsins verður Guðmundur Þ. Harðarson. Þau Vilborg og Sigurður náðu, lágmörkum Ólympíunefndar, en Þórunn Alfreðsdóttir var margsinnis alveg við þau. í lyftingum keppa þeir Gústaf Agnarsson í þungavigt og Guðmundur Sigurðsson í milliþungavigt. Báðir náðu þeir lágmörkum alþjóða Ólym- píunefndarinnar, en Lyftinga- samband islands setti ekki ákveðin lágmörk fyrir lyftinga- menn. Flokkstjóri lyftinga- FrS fundi Úlympfunefndarinnar f gærkvöldi. mannanna verður Brynjar Gunnarsson. Tveir keppendur verða í júdó, þeir Gísli Þorsteinsson, sem varð Norðurlandameistari i léttþungavigt, og Viðar Guð- johnsen, sem varð Norður- landameistari í unglinga í milli- vigt. Þjálfari júdómannanna verður Japaninn Mugata. Aðalfararstjóri íslenzka flokksins í Montreal verður Sveinn Björnsson, varaformað- ur Ólympíunefndar tslands. Ólympiuliðið heldur utan 15. júli. Flogið verður með Flug- leiðum beint til Mirabellflug- vallar i Montreal, og komið heim aftur 2. ágúst. Þannig get- ur farið að sundfólkið fari fyrr utan, en það á að hefja fyrst keppni af íslenzku þátttakend- unum, eða 18. júlí. Kostnaðarsamt fyrirtæki Framkvæmdanefnd Ölympíu- nefndarinnar sagði á fundinum með fréttamönnum í gær, að eitt aðalverkefni nefndarinnar hefði verið að útvega fé til ferð- arinnar og reyna að styrkja æf- ingar íþróttafólksins fyrir leik- ana gegnum sérsamböndin. Áætlað væri að ferðin til Kan- ada kastaði um 5 milljónir króna. Hefði ríkið veitt alls 3.5 milljónir króna. Hefði ríkið veitt alls 3.5 milljónir króna til Ólympiunefndarinnar og hefði hún einnig fengið verulegan stuðning frá nokkrum bæjar- og sveitarfélögum, mest frá Reykjavíkurborg eða 950 þús- und krónur. Alls hefði nefndin veitt tvær milljónir sjö hundr- uð og fimmtíu þúsund krónur Framhald á bls. 20 Ágúst Ásgeirsson, IR, keppir f 1500 metra hlaupi og 3000 metra hindrunarhlaupi. Bjarni Stefánsson, KR keppir f 400 metra hlaupi Erlendur Valdimarsson, keppir f krfnglukasti KR Gísli Þorsteinsson, A keppir f júrfó Guðmundur Sigurðsson, Á — keppir f lyftingum Gústaf Agnarsson, Á — keppir Hreinn Halldörsson, KR — f lyftfngum keppfr f kúluvarpi Óskar Jakobsson, IR — keppir I Lilja Guðmundsdðttir, ÍR — Sigurður Ólafsson, Ægi — spjótkasti keppir f 800 metra og 1500 keppir I fiórum skriðsunds- metra hlaupi greinum Stefan Hallgrímsson, KR — keppir f tugþraut Viðar Guðjéhnsen, A — keppir ÍJúdé Vilborg Sverrisdóttir, SH keppir f skriðsundi Þðrdfs Glsladðttir, IR — keppir Þðrunn Alfreðsdóttir. Ægi I hástökki keppir f f lugsundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.