Morgunblaðið - 02.07.1976, Side 2

Morgunblaðið - 02.07.1976, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976 í fundarhléi á prestastefnu Prestastefnu lauk í gær: Nauðsyn að aðlaga starfs- hættí kirkjunnar samtímanum PRESTASTEFNUNNI lauk í gær I Bústaðakirkju. Eins og fram hefur komið var aðalumræðuefni hennar sálgæzla og ríkti almenn ánægja meðal presta með fram- soguerindi, sem flutt voru þar um þetta mál. 1 umræðuhópum sem störfuðu kom margt fróðlegt fram m.a. að hjá rómversk-kaþólskum leita um 57% þeirra, sem lenda í erfiðleikum til presta með vanda- mál sín en aðeins um 8% hjá ATHUGASEMD Verkfræðingar hjá borginni hafa komið þeirri athugasemd á fram- færi við frétt Mbl. í gær, að einungis þriðji hluti verk- fræðinga borgarinnar hafi rúm 140 þúsund krónur í laun, en aðr- ir minna og allt niður í 88 þúsund. mótmælendum. Flestir mót- mælenda leiti til vina sinna en minna sé um að menn leiti til lækna og félagsráðgjafa. Þá kom fram í þessum umræð- um að verulegur hluti af tíma prestsins fer í að sinna fólki með margvíslegustu vandamál og kemur því oft til samvinnu við aðra s.s. lækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Einnig hafa prest- ar staðið fyrir hópmeðferð fólks, sem lent hefur í svipuðdm erfið- leikum. Það kom fram að þekking presta á sálgæzlu er tæpast nógu mikil og var kosin nefnd til að kanna leiðir í því efni t.d. halda námskeið og beint var þeim til- mælum til Prestafélags Islands að það leiti e.t.v. samstarfs við Læknafélag íslands varðandi sálgæzlu sjúkra, þar sem fram hafði komið í umræðum að lækn- ar æsktu oft eftir samvinnu við presta. Á prestastefnunni lagði Starfs- háttanefnd Þjóðkirkjunnar fram hugmyndir til kynningar og umhugsunar og voru þessi atriði helzt: 1. Nefndin leggur áherzlu á ábyrgð og réttindi safnaðanna sem þeirrar grundvallareiningar, sem allt starf og skipulag kirkj- unnar verður að taka mið af. Framhald á bls. 35 „VERÐI af þessu verkfalli mælingaverkfræðinganna fimm kemur það til með að valda því að það stöðvast afsetning á öllum nýjum lóðum hér í borginni," sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri í samtaii við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvaða áhrif það myndi hafa, ef mælingaverkfræðingar, er starfa hjá gatnamálastjóra, legðu niður vinnu 5. júlí n.k. Verkfall þetta yrði einn liður í aðgerðum verkfræðinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg, en þeir eiga sem kunnugt er í vinnu- deilu um þessar mundir við borgaryfirvöld og undanfarið hafa tveir verkfræðingar á skrif- stofu byggingafulltrúar borgar- innar verið I verkfalli fyrir hönd annarra verkfræðinga hjá borginni. Ingi sagði að meðan þessi að- gerð stæði yfir væri ekki hægt að mæla fyrir nýjum lóðum, en nokkrir tugir umsókna frá væntanlegum húsbyggjendum liggja nú til afgreiðslu hjá gatna- málastjóra og munu þeir þvi ekki geta byrjað að grafa fyrir grunnum á lóðum sínum meðan ekki fæst mælt fyrir lóðum þeirra. Ingi var spurður að þvi hvort aðrir gætu tekið að sér slíka af- setningu lóða, en hann taldi svo ekki verða. Neita að greiða skatt af skatti FORSVARSMENN SKEMMTI- STAÐARINS Þórskaffi hafa lagt fram stefnu á hendur fjármála- ráðuneytinu fyrir hönd Toll- stjðraembættisins. Telja þeir að allt frá 1970 hafi veitingastaður- inn þurft að greiða of háa skatta af seldum aðgangseyri og krefjast 3.9 milljón króna f bætur, en stefnan nær yfir tímabilið frá 1970 og til seinni hluta ársins 1975. — Eigendur Þórskaffis hafa um langt skeið gert ítrekaðar athuga- semdir vegna þess að þeim sem öðrum veitingastöðum hefur verið gert að greiða 20% söluskatt og 20% skemmtanaskatt af hverjum seldum aðgöngumiða, Framhald á bls. 20 Næg loðna finnst en vill ekki í nötina LOÐNUSKIPIN Guðmundur og Sigurður eru nú komin á loðnu- miðin norður af Vestfjörðum, þar sem rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur verið fyrir með Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðing um borð. Vart verður við töluvert af loðnu í sjónum þarna á allstóu svæði, en erfiðlega hefur gengið að ná henni. 2ja ára loðnu að ræða. Sigurður kom einnig á miðin í gær en var ekki farinn að kasta þegar Mbl. ræddi við Hjálmar. Hjálmar sagði að þeir á Bjarna Sæmundssyni hefðu undanfarið orðið varir við töluvert af all- Framhald á bls. 35 „Svartsýnisspár byggð- ar á hœpnum forsendum — MÉR virðist I fljótu bragði að hæpnar forsendur liggi að baki þessum útsýringum, sagði Magnús Einarsson veðurfræð- ingur í gær er Morgunblaðið bar undir hann fréttir um að ástæðurnar fyrir miklum hit- um I Evrópu að undanförnu væru miklar breytingar á veðr- áttu á Atlantshafi. tsbrúnin f N-lshafi hafi dregizt saman og lægðirnar fari nú að mestu framhjá meginlandi Evrópu, en yfir fsland og Skandinavíu. — Þetta er að mínu mati ein- hver svartsýnisspá og ein af mörgum sem skýtur upp kollin- um þegar veðrátta er með óvenjulegum hætti einhvern — segir Markúr Einars- son veðurfræðingur um veðurfarsbreytingar í Evrðpu. tíma, sagði Markús.. — Undan- farin 10 ár eða svo hefur verið spáð kólnandi veðráttu og þess- ar skýringar stangast algjör- lega á við forsendur þeirra spá- dóma, til dæmis í sambandi við að ísbrúnin í N-íshafinu hafi dregizt nær norður^kautinu. Ég tek lítið mark af þessum spám og finnst að í þessum útskýring- um sé ýmsu snúið við af því sem spáð hefur verið undan- farin ár. Aðspurður um hvort Islend- ingar mættu eiga von á góðu sumri I sumar sagði Markús, að þeir á veðurstofunni ættu fullt í fangi með spá nokkra daga fram í tímann þó þeir tækju ekki allt sumarið fyrir. — Næstu daga held ég að veðrið verði með svipuðum hætti og undanfarið og lítilla breytinga von meðan hæðarsvæðin eru svo mjög áberandi yfir Bret- landi og Skandinaviu. Meðan svo er beinast lægðirnar hingað og íbúar suðvestanlands t.d. verða að sætta sig við skýjað veður og jafnvel regn, sagði Markús Einarsson að lokum. meðan verkfall mælingaverkfræðinga stendur Að sögn Hjálmars var Guðmundur að kasta með nót í gær á loðnutorfur, sem skipið hafði fundið nokkuð nær landi heldur en Bjarni Sæmundsson hefur verið að undanförnu. Ekki var afraksturinn af þessum köst- um mikill, þvi að loðnan slapp í gegnum nótina. Gat Hjálmar sér til að þarna hefði verið um smáa Nú bíða Sigl- firðingar bara eftir loðnunni Siglufirði |. júli. SIGLFIRDINGAR eru nú tilhúnir að taka á móti loðnu og hefur löndunaraðstaða SR í Siglu- firði, sem ekki hefur verið notuð I meira en áratug, verið lagfærð og betrumbætt. Geta Siglfirðingar nú landað loðnu úr 2—3 bátum í einu og bíða nú bara eftir að Framhald á bls. 20 sly& 15 ára dreng- ur undir dráttarvél Fnjóskadal I S.-Þingeyjarsýslu. Fimmtán ára drengur, Arnór Stefánsson, til heimilis að Reyni- hvammi 7 I Kópavogi, beið bana er dráttarvél, sem hann ók, valt. Tiidrög slyssins voru með þeim hætti, að Arnór heitinn hafði ver- ið að láta dráttarvélina renna i gang og var að snúa henni við, er hún valt út af vegkantinum. Vélin fór heila veltu og varð Arnór heit- inn undir henni. Hann var látinn þegar að var komið. Dráttarvélin, sem Arnór ók, var ekki með ör- yggisgrind. Arnór hafði verið i sveit á Þverá síðast liðin átta sumur og var vanur meðferð dráttarvéla. Hann var sonur hjónanna Arn- þrúðar Arnórsdóttur og Stefáns Pálssor.ar framkvæmdastjóra. BANASLYS varð siðastliðinn þriðjudag við bæinn Þverá f Arnór Stefánsson Ekki mælt fyrir nýjum húsalóðum Skipherrarnir tóku við Fálkaorðunni SKIPHERRARNIR Guðmundur Kjærnested og Helgi Hallvarðsson tóku f gær á móti riddarakrossi hinnar fslenzku fálkaorðu úr hendi forseta tslands, Kristjáns Eldjárn. Eins og kunnugt er voru allir fastráðnir skipherrar Landhelgisgæzlunnar sæmdir riddarakrossinum 17. júnf sfðastliðinn, en þeir Helgi og Guðmundur voru þá erlendis. Myndin er frá athöfninni í gær. Ljósm. Mbl. Frlóþjófur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.