Morgunblaðið - 02.07.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.07.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULÍ 1976 17 Þefaí sig áhrifin NÝLEGA komu 76 vís- indamenn frá 11 löndum saman í Mexikóborg, og að ráðstefnu þeirra lok- inni birtu þeir þá niður- stöðu fundarins, að þef- un á ýmsum upplausnum eins og til að mynda lími, sem notað er við líkana- smíði, sé að verða eitt versta fíkniefnavanda- mál heimsins. Segja þeir að hér geti orðið um verra vandamál að ræða er heroin, tóbak, alkóhól eða marijuana. Vinsælustu efnin, sem notuð eru til að þefa í sig áhrif, eru lím, benzol, bensín, methyl og þynnir. Aðallega eru það börn og unglingar, sem þessa ióju stunda, og hefur rannsókn verið gerð á mörgum þeirra til að kanna áhrifin. Hjá öllum, sem rannsakaðir voru í Mexikó, Bandaríkjunum og víðar, kom i ljós að neytendurnir þjáðust af lystarleysi, vannæringu og skemmdum á líffærum. Dr. Sidney Cohen forstöðu- maður tauga-sálfræðistofnunar Kaliforniuháskóla i Los Angel- es segir að venjulega sé talað um áfengi sem aígengasta og aðgengilegasta vímugjafann. Þetta sé ekki rétt, þvi margs- konar þynnir og uppleysandi efni eru auðfengnari og algeng- ari á boðstólum. Vísindamennirnir ræddu á fundi sinum í Mexíkó leiðir til að draga úr notkun þessara lyktunarefna, meðal annars með þvi að blanda i þau daunill- um efnum og efnum, sem valda magakveisu, en eru að öðru leyti skaðlaus. Það er ekkert nýtt fyrirbæri að nota uppgufanleg efni til vímugjafar, því sögur fara af þvi hjá Forn-Egyptum og Grikkjum. Þá var hláturgas mjög í tizku um aldamótin síð- ustu, bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum. 147 fórust í jarðskjálfta Jakarta, Indónesíu 1. júli AP Dallas, Texas, 1. júlí — AP. Á BLAÐAMANNAFUNDI í Dallas í sambandi við árs- þing bandarísku læknasamtakanna sagði hjartalæknir- inn víðfrægi dr. Michael Debakey, að sá tími nálgaðist óðum að vísindamenn gætu faundið lækningu á mörgum tegundum hjartasjúkdóma, og hann spáði því að fyrir næstu aldamót yrðu gervihjörtu komin á markaðinn. Debakey sagði að undanfarin fimm til sex ár hefðu rannsókn- irnar aðallega beinzt að því að finna orsakir hjartasjúkdóma, og taldi hann það rétt að verið. „Að þvi kemur að við finnum orsök hjartasjúkdóma, og þá getum við fundið leiðir til að koma í veg fyrir þá,“ sagði hann. Debakey, sem er brautryðjandi á sviði hjartarannsókna og hjarta- skurðlækninga, kvaðst hættur að græða hjörtu í sjúklinga, þvi of margir sjúklinganna látast fyrir skurðaðgerðina, og margir lifa að- eins stuttan tima með nýja hjart-, að. I Varðandi gervihjörtu sagði Debakey, að nú þegar væru til1 tæki, sem gætu haldið lífi í hjarta- sjúklingum i stuttan tímá, en að gervihjarta til frambúðar væri á tilraunastigi, og kvaðst hann hafa góða von um að það yrði tilbúið til almennra nota fyrir aldamót. Hann sagðist ekki geta lofað nein- um þvi að hann kæmist hjá þvi að fá hjartaáfall ef hann ekki reykti, ef hann stundaði líkamsæfingar, og gætti mataræðis síns. Hins veg- ar væri sjálfsagt að fara varlega á þessum sviðum. Aðspurður um eigið liferni sagðist Debakey ekki reykja, þvi hann hefði aldrei komizt á bragð- ið, hann snæddi það, sem fram væri borið án þess að hugsa um fituinnihald, og hann væri að störfum frá klukkan fimm að morgni til miðnættis. „Ég trúi þvi að mikil hreyfing sé holl, en ég get ekki lofað þvi að hún komi i veg fyrir hjartaáfall,“ sagði hann. Skæruliðar drepnir Buenos Aires 30. júní NTB.AI*. TÓLF skæruliðar voru drepnir f nokkrum árásum er þeir gerðu á ýmsar lögreglustöðvar í bænum La Plata í Argentínu í gærkvöldi og í morgun. Að því er segir í fréttum lögreglunnar tókst nokkrum skæruliðum að komast undan og hermenn aðstoðuðu lögregluna við að brjóta áhlaup þeirra á bak aftur. í Cordoba skutu skæruliðar for- stjóra Renaultbílaverksmiðjuúti- búsins þar til bana, en ekki er vitað hvort banamönnum forstjór- ans tókst að komast undan. Nú hafa alls 525 borgarar í Argentínu fallið fyrir hendi hryðjuverka- manna á þessu ári. FRÉTTIR hafa borizt um að 147 manns hafi farizt I jarðskjálftum á Vestur-Irian í Indónesfu á föstu- dag I fyrri viku. Fjögur þorp með samtals um sex þúsund Ibúa eyði- lögðust í skjálftunum, en sterk- asti kippurinn mældist 7,1 á Richterskvarða. Trúboðssamtök, sem starfa á Vestur-Irian og annast meðal annars loftflutninga þar, segja að verið sé að flytja vistir til jarð- skjálftasvæðisins, en erfitt er um vik þar sem svæðið er í djúpum og grýttum dal. Fréttir frá jarð- skjálftasvæðinu eru einnig af mjög skornum skammti vegna erfiðra samgangna. JÁRNBRAUTARSLYSIÐ 1 SVÍÞJÓÐ. Myndin sýnir hvernig farþegalestin og flutningalestin klesstust saman á brautinni milli Helsingjaborgar og Málmeyjar í Svíþjóð á mánudag. 'mm«** ■,J: ■■ • ..»...• i•••»•>-i^| * il » O BANKASTRATI V . •£‘-14275 \l/\j _ LAUGAVEGUR . ©-21599 \/^\r . Lækning er á næsta leiti á ýmsum teg- uiuluin hjartasjúkdóma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.