Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULt 1976 33 VELVAKANDI , - t f _ O Lestur í lófa 1798-7178 hringdi og sagði eftirfarandi sögu: „Mig langaði til að koma á fram- færi reyftglu sem ég varð fyrir úti í New York fyrir allmörgum ár- um, vegna skrifa sem urðu í Vel- vakanda fyrir nokkrum dögum. Þegar ég var 24 ára fór ég til spákonu í New York og las hún i lófa mér. Ég spurði hvað hún héldi að ég væri gamall og svaraði hún því til að ég væri eldri en 17 ára en yngri en tvítugur. Rangt, sagði ég og sagði henni til um aldur minn. Þá spurði ég hvort hún héldi að ég ætti barn. Hún þreifaði og þuklaði á lófa mínum og kvað loksins upp þann úrskurð að svo væri. Enn sagði ég hana hafa rangt fyrir sér. Hóf hún aft- ur að þreifa i lófa mínum og þukla og sagði að ég ynni heil ósköp. Það var alrangt því ég vann ekki handtak á þessum ár- um. Þessi var vizka þeirrar ágætu spákonu, sama hvað hún las úr lófa mínum, allt var það rangt.“ Ekki hefur blessaður lófalesar- inn í New York verið mjög læs, eftir þessari lýsingu að dæma. Enda hlýtur að að vera með meiri- háttar leyndardómum þessi lófa- lestur og þvi vandmeðfarinn. Ur þessu máli skulum við snúa okkur að fangelsismálum og hér fara á eftir kaflar úr bréfi frá reykvískri móður: 0 Afbrot unglinga „Sumir virðast haldnir þeirri villu að þungar refsingar, jafnvel fyrir hin minnstu afbrot, séu bezta ráðíð til að koma í veg fyrir afbrot. Reynsla Islandssög- unnar virðist síður en svo sanna slika niðurstöðu. Ég las fyrir nokkru bókina „Haustskip". Sannarlega blöskrar manni að valdsmenn úr þjóðfélagi, sem við tilheyrum, skyldu kveða upp slíka dóma sem þar er frá skýrt, oft fyrir, að mati nútíma hugsunar, smávægilega yfirsjónir. Og sann- arlega var afbrotum ekki útrýmt með slíkum aðferðum. Ég er sannfærð um að þær ákvárðanir ríkissaksóknara eru réttar að fresta kæru ungmenna, sem lent hafa á villigötum og yfir- sjónir hent, og gefa þeim tæki- færi til að bæta ráð sitt með þeirri aðferð, fremur en að dæma þau til fangelsisvistar, sem örugglega, í mörgum tilvikum, hefði skapað beiskju og hatur í hugum þeirra á eiginmann sinn. Gregor Isander átti bersýnllega erfitt með að sitja kyrr, hann skipti stöðugt um stellingu, kveíkti sér ( sígarettum, reykti þær aðeins til hálfs og drap í þeim á þann hátt að hann virtist l meira lagi óstyrkur á taugum að þvi er Malin fannst — eða kannski hafði hann hreint ekkert gaman af mús- fkinni. En Malin hætti fljótlega að virða viðstadda fyrir sér og lét eftir sér að hrffast með. Hún dáð- ist að dugnaði og fimi Jóns við pianóið og harmaði það i fullri alvöru þegar hann hætti. Jón strauk þreytulega yfir hár- ið á sér og rauðu blettirnir á vöngum hans voru meira áber- andi en áður. En hann bauðst til að spila undir hjá Björgu ef hún vildi syngja. Hún söng þrjár rómönsur eftir Grieg og augu hennar voru svo Ijómandi blá og hún bar höfuðið hátt og fas hennar var svo öruggt og klappið var öllu meira hylling tii konunnar en söngkonunnar. Andreas reis úr sæti og kyssti hana hlýlega. Það var engu likara en kaldri vatnsgusu hefði verið skvett yfir þau þegar Ylva rauf hina nota- legu stemmningu I stofunni með þvf að fara með dramatfskt og áhrifamikið Södergrankvæði. og hjörtum með óútreiknanlegum afleiðingum. Mér er mál þetta nokkuð skylt, þar sem ég á dóttur, sem nú er um tvítugt og fyrir tveim árum lenti í því að flækjast inn í fíkniefna- neyzlu, en fékk skilorðsbundna frestun á ákæru, sem varð til þess að hún hefur algerlega losnað við alla hugsun og áhuga á þessari hættulegu nautn, og lifir nú eðli- legu og heilbrigðu lífi. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig líf hennar væri nú og hugur til samfélagsins, ef hún hefði verið dæmd til fangelsisvist- ar, sem trúlega hefði lagt líf hennar og framtíð i rúst. Ég vona, kæri Velvakandi, að þú birtir þessar linur, þó ég geti af skiljanlegum ástæðum ekki birt nafn mitt. Þessi hugsun mín og reynsla á vissulega erindi til þeirra, sem um þessi alvarlegu mál fjalla og vilja af heilum hug hjálpa þeim, sem í erfiðleikum lenda.„“ Reykvísk móðir Unglingaafbrot eru erfið mál og viðkvæm og þurfa mikillar um- hugsunar við. Það er rétt að gefa unglingi eða ungmenni tækifæri til að bæta sjálft ráð sitt, hafi hann lent i einhverjum ógöngum. Skilorðsbundinn dómur er ein leiðin til þess eins og rakið er i bréfinu hér, refsing er ekki ætið hið eina rétta sem ber að fram- kvæma í slíkum tilfellum. Fólk getur flækzt í alls kyns mál svo að segja óafvitandi. En það er ekki þar með sagt að ekki skuli hafa í frammi neinar refsingar. Það væri auðveldur leikurinn ef sífellt væri verið að gefa afbrotamönnum tækifæri. Öreyndir unglingar mundu ekk- ert mark taka á slíkum aðferðum og halda iðju sinni í afbrotum áfram meðan ekki væri tekið hart á þeim. Það er því e.t.v. hægt að segja svona í fæstum orðum að gefa megi eitt tækifæri þegar af- brot hefur átt sér stað en refsing skuli koma strax til framkvæmda við næsta afbrot. HOGNI HREKKVISI [- GALLABUXUR BUXNAPILS, GALLAVESTI OG GALLASAMFESTINGAR KOMIÐ AFTUR. STÆRÐIR 2ja—14 ÁRA. \l 3tr ILaugavegi 83 — Sfmi 1-11-81 Pliyris SNYRTIVÖRU KYNNING ÍDAG FRA TVÖ TIL SEX v V P 'V.k í i ]'} YuX \ f/.y mm ^Holtsapótek snyrtivömdeild ^Langholtsvegi 84 Simi35213 Reiðslcólinn Hvoli Ölfusi Reiðkennsla fyrir einstaklinga og hópa, bæði börn og fullorðna. Kennd umgengni við hesta, rétt áseta og farið í stuttar ferðir. 10 daga byrjenda- námskeið. Dagsferðir. Allar nánari upplýsingar og pantanir hjá: FEROASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900 SIG6A V/öGPt £ 'OiveRW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.