Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTARLAÐI 144. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Verið rólegir vinir — við erum komnir” Gíslarnir héldu fyrst að hinzta stundin væri runnin upp — Heimurinn agndofa yfir leiftur- aðgerðum ísraelsmanna Tel-Aviv, Kampala, Washington, New York, London, Bonn og víðar 5. júlúAP-Reuter-NTB. ÞEGAR fsraelsku gfslarnir komu til Ben Gurion flugvallar f Tel-Aviv eftir að þeir höfðu verið frelsaðir úr höndum skæruliðanna á Entebbe-flugvelli f Uganda áttu þeir ekki annað orð til að lýsa aðgerðum fsraelsku vfkingasveitanna en „Stórkostlegt." „Öll aðgerðin tók aðeins nokkrar mfnútur" sagði David Elberbaum, hvíthærður öldungur. Þreyttur en hamingjusamur, umkringdur tárfellandi ætt- ingjum sagði hann fréttamönnum, að hann hefði skyndilega heyrt skot og sprengingar um 11 leytið aðfaranótt sunnudags og hefði hann þá helzt óttazt að palestfnsku flugvélaræningjarnir og samstarfsmenn þeirra hefðu gert alvöru úr hótunum sfnum að sprengja upp flugstöð- ina, „en þá sáum við hermenn okkar streyma að úr öllum áttum.“ hélt Elberbaum áfram „og þeir köstuðu handsprengjum og skipuðu okkur að leggjast flatir á gólfið. Aðrir gfslar hcyrðu ísraelsku hermennina segja. „Verið rólegir vinir, við erum kornnir." Sfðan spurðu fsraelsku hermennirnir hvar flugvélaræningjarnir væru, „en sögðu okkur síðan að standa upp og fara til flugvélanna sem biðu á flugbrautinni f um 600 metra fjarlægð," hélt Elberbaum áfram. Hann sagði að hermennirnir hefðu verið f einkennisfötum tsraelshers. Sumir þeirra komu aðvffandi f brynvörðum bifreiðum og miðuðu vélbyssum sem að sögn voru m.a. teknar af Ugandahermönnum. Einn af björgunarmönnunum borinn á höndum fagnandi mannf jölda við komuna til Bel Gurion-flugfallar. Nánari frásagnir af aðdraganda og björg- unaraðgerðum eru á bls. 14 og 15 og við- brögð á bls. 38. Viðbúnaður við landamæri ísraels Israelska þjóðin hefur minnzt björgunarinnar með hátíðarhöld- um en gerði hlé á þeim I dag til að jarðsetja 2 af þremur gfslum, sem létust í aðgerðunum, er bjargað var úr höndum 7 skæruliða 110 gíslum, 98 Gyðingum og 12 manna áhöfn Air Francebreiðþotunnar, sem rænt var fyrir viku. Ræningjarnir höfðu hótað að myrða alla gíslana, ef ísraelar hefðu ekki kl. 11.00 á sunnudags- Grátandi mæðgur á Ben Gurion-flugvelli eftir að móðirin hafði heimt dóttur sína úr helju. morgun tryggt, að 53 föngum í 6 löndum yrði sleppt úr haldi og þeim flogið til Entebbeflugvallar í Uganda, þar sem ræningjarnir héldu gislum sinum. í árásinni féllu allir skæruliðarnir, 20 hermenn Uganda, 3 gíslar og einn israelskur hermaður. Segja má að íbúar heims sé rétt að ná sér eftir þau andköf sem þeir tóku er fréttist af þessari djörfu og hnitmiðuðu aðgerð ísra- ela. Tugþúsundir manna fögnuðu gislunum og björgunarmönnum þeirra, er þeir snéru aftur til Ben Gurionflugvallar. Fáni ísraels blakti við hún um gervallt landið, dagblöð voru full af auglýsingum, sem óskuðu Rabin forsætisráð- herra og samráðherrum hans til hamingju með sigurinn, en ísra- elskar hersveitir voru I við- búnaðarstöðu við landamærin vegna hótana skæruliða Palestínuaraba um blóðugar hefndaraðgerðir. Framhald á bls. 39 Spánn: 6 ráðherrar neita að starfa með Suarez Madrid 5. júlf Reuter — AP. JOSE Maria de Areilza utanrfkis- ráðherra Spánar og Manuel Fraga innanríkisráðherra hafa neitað að starfa f stjórn Adolfos Suarezar forsætisráðherra, sem Juan Carlos útnefndi f embættið eftir að Navarro sagði af sér fyrir helgi. Utnefning Suarezar kom mjög á óvart, vfst hafði verið talið að annar hvor hinna fyrrnefndu, sem verið hafa fremstir f hópi umbótasinna á Spáni yrðu fvrir valinu. Þessi ákvörðun ráðherrana er talin mikið áfall fyrir Suarez og í konung, en ástæðurnar fyrir þess- um mótmælaaðgerðum Areilza og Fraga eru sagðar að þeir telji Suarez alltof reynslulítinn fyrir starfið, að hann hafi haft alltof náin tengsl við Þjóðarfylkingu Francos hershöfðingja og að hann sé með áætlanir um að koma tæknikrötum Opus Deyhreyfing- ar kaþólskra til valda á ný á Spáni. Talið er að 4 aðrir ráðherr- ar muni fylgja fordæmi þessara tveggja þ.á m. Garrigues dóms- málaráðherra og Gamaero upplýs- ingamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.