Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. jULl 1976 • r „Eg berst á fáki fráum” — kjörorð fjórðungsmóts hestamanna á Melgerðismelum ÉG BERST á fáki fráum eru eink-' unnarorð f jórðungsmóts norð- lenzkra hestamanna á Melgerðis- melum f Eyjafirði 8.—11. júlf. Mótið hefst fimmtudaginn 8. júlf klukkan 10 með skoðun kynbóta- hrossa. A föstudag verður þvf fram haldið og þá fer einnig fram fyrri hluti góðhestadóma og undanrásir f stökki. Um kvöldið verður kvöldvaka þar sem ungl- ingar sýna listir sfnar á hestbaki og hagyrðingar og söngvarar ásamt fleirum skemmta. Laugardagur hefst með góð- hestadómum klukkan 9. Síðan Þrjú héraðsmót Sjálfstæðisflokks um næstu helgi verður sýning á kynbótahrossum og þá kappreiðar á skeiði og brokki og kvöldvaka um kvöldið. Sunnudagurinn er aðaldagur mótsins. Þá verða kynbótahross sýnd og dómum lýst og verðlaun afhent. Sjö efstu góðhestar í hvor- um flokki verða sýndir og verð- launaðir. Hópreið hestamanna verður eftir hádegið og úrslit kappreiða. Að lokum verður dreg- ið i happdrætti mótsins, en aðal- vinningur þar er reiðhestur, auk 13 aukavinninga, þar af þrjú fol- öld. Milli 250 og 300 hross koma fram á mótinu sum langt að kom- in. Má þar nefna t.d. skeiðgamm- ana Óðinn, Fannar og Vafa svo og f stökki þær Nös og Loku. Má því búast við harðri og spennandi keppni. Eins og komið hefur fram er mótssvæðið við Melgerðismela nýtt. Sjálft sýningarsvæðið er í skeifulaga hvammi austan og sunnan undir melunum með góðu áhorfendastæði í skjóli fyrir norð- anátt. Þarna hefur verið byggt mjög myndarlegt veitingahús með góðri snyrtiaðstöðu, einnig hefur verið byggt hesthús fyrir tæp 40 hross. Tjaldsvæði eru góð fyrir hendi með rennandi vatni og útisalerni. Hrossahagar eru nægir og góðir norðan við melana og hafa þeir verið girtir sundur í hólf með réttum í. Melgerðismelarnir sjálf- ir eru rennisléttir og hið ákjósan- legasta reiðsvæði, enda eru þar varavellir til keppni og sýninga. TVEIR NÝIR 0LÍUGEYMAR SETTIR UPP í ÖRFIRISEY (Ijósm. Br. H.) Goðinn kemur með 3000 tonna geyminn frá Seyðisfirði til Reykjavfkur. BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn kom í gær til Reykjavfkur með 3000 tonna geymi f togi. Lagði Goðinn af staö frá Seyðisfirði á föstudaginn með geyminn, en þar hafði hann staðið ónotaður f mörg ár og reyndar aldrei verið notaður við sfldarverksmiðjuna á sfnum tíma. Fyrst um sinn verður geymirinn geymdur f Sundahöfn, en verður sfðar f sumar settur upp f Örfirisey. — Þar er verið að stækka mjög athafnasvæði Olfufélagsins Skeljungs, sem lét flytja tankinn til Reykjavfkur. Að sögn Böðvars Kvaran hjá Shell mun Goð- inn fara til Siglufjarðar f vikunni og taka þar 5000 tonna geymi, sem þar hefur ekki verið notaður sfðan á sfldarárunum. Verður sá geymir einnig settur upp f Örfirisey og geymarnir báðir væntanlega notaðir undir gasolfu. Sigurður með um 700 tonn af loðnu til Siglufjarðar Eyjólfur Konráó Ingólfur UM NÆSTU helgi verða haldin 3 héraðsmót Sjálfstæðisflokksins: Siglufirði, föstudaginn 9. júlí kl. 21 stundvíslega. Ávörp flytja Matthfas Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður. Sauðárkróki, laugardaginn 10. júlí kl. 21 stundvíslega. Avörp flytja Matthías Bjarnason sjávar- Framhald á bls. 39 Fleiri þýzkir en brezkir að vdðum FLEIRI þýzkir togarar en brezkir voru að veiðum á Islandsmiðum í gær, eða 20 talsins, en brezku togararnir voru 18. Þá voru hér við land 3 belgískir togarar og 3 færeyskir. SIGURÐUR RE var kominn með um 700 tonn af góðri loðnu f gær- kvöldi, er Morgunblaðið hafði samband við Harald Ágústsson skipstjóra á Sigurði á miðunum norður af landinu. Sagði Harald- ur að þeir myndu leggja af stað til Siglufjarðar með aflann f nótt. Guðmundur RE var kominn með um 350 tonn f gærkvöldi, en afl- ann hafa skipin fengið sfðan á laugardagskvöldið. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur um borð f Bjarna Sæmundssyni sagði í viðtali við Morgunblaðið i gær að á laugar- dagskvöldið hefði Sigurður fund- ið torfublett um 125 sjómílur norður af Siglunesi og þá fengið Einni skútunni bjargað f land í fjörunni við Golfvöllinn á Seltjarnarnesi. (Ijósm. Friðþjófur). Þremur skútum hvolfdi út af Seltjarnarnesi, um varð meint af Félagar f siglingaklúbbunum Siglunesi í Reykjavfk og Kópa- nesi í Kópavogi fóru um helgina f tveggja daga ferð úr Fossvogi upp í Saltvík á Kjalarnesi. Farið var á 14 skútum og 3 aðstoðarbátum og voru rúmlega 30 manns með í ferðinni. Gekk allt eins og f sögu þar til út af Gróttu á leiðinni til baka á sunnudaginn að hvessti mjög og hvolfdi þremur bátanna og voru þeir ásamt remur öðrum skútum dregnir upp á land fyrir neðan golfvöllinn á Seltjarnar- nesi. Áhafnir á þrem skútum fóru í sjóinn og blotnuðu hressilega. Engum mun þó hafa orðið meint af volkinu, enda var unga fólkinu, sem skipaði áhafnir boðið upp á heitt kaffi og kakó f skála Golf- klúbbs Ness og það drifið f þurr föt um leið og það kom f land. Að sögn Guðleifs Guðmunds- sonar, eins forráðamanna Sigl- ingaklúbbsins Kópaness í Kópa- vogi, voru áhafnir bátanna ungl- ingar á aldrinum 13—15 ára. — Þessir krakkar kunna orðið vel að fara með skútur eins og þær sem notaðar voru í ferðinni upp á Kjalarnes og þó svo að þremur þeirra hafi hvolft við Seltjarnar- nes, þá held ég ekki að krakkarnir hafi verið í neinni hættu, sagði Guðleifur. — Þau voru öll í björg- unarvestum og góðum hlffðarföt- um, auk þess sem auðvelt á að vera að rétta skúturnar, sem eru af GP- og Flipper-gerð, við á nýj- en eng- volkinu an leik. Þá voru fullorðnir menn þeim til aðstoðar á Zodiaz- gúmbátum og einum trébáti. Ferðin á laugardag upp á Salt- vík gekk i alla staði mjög vel og tók ferðin þangað tæpa þrjá tíma. Frá Saltvík var lagt af stað um klukkan 9 á sunnudagsmorgun og var þá blíðskaparveður þar. Var skútunum siglt meðfram strand- lengjunni og vakti siglingin mikla athygli. Það var ekki fyrr en úti af Gróttu að erfiðleikarnir byrj- uðu, en allt fór þó vel og bátarnir sex sem taka varð upp á land við golfvöllinn á Seltjarnarnesi eru komnir á sinn stað í Kópavogi eða í Nauthólsvík og var þeim flestum siglt þangað. Herstöðvar- andstæðingum / •• 9 \ í nop vio NATO-fánann t ÞANN mund sem vfsindaráð- stefna Atlantshafsbandalags- ins var að hefjast að Hótel Loftleiðum f gærmorgun, mætti þar 20—30 manna hóp- ur á vegum miðnefndar her- stöðvarandstæðinga. Menn úr hópnum voru þar með dreifi- miða en réðst sfðan að fána- stöng þeirri, þar sem fáni bandalagsins hékk við hún, skáru böndin, tóku fánann nið- ur og rifu í tætlur. Bar lögregl- una að í þeitn svifum og tók fólkið í vörzlu sfna. Var það fært á lögreglustöðina, þar sem tekin var skýrsla um at- burðinn en fólkinu sfðan sleppt. um 250 tonn I 3 köstum. Síðan hefði lítið fundizt fyrr en seint á sunnudagskvöldið og þá 130 mílur norður af Skagatá. Aðfaranótt mánudagsins hefðu skipin síðan fengið um 300 tonn hvort og í gærkvöldi fengu bæði skipin nokkurn afla. Að sögð Hjálmars Vilhjálmsson- ar er þetta stór og falleg loðna full af átu. Er loðnan í þunnum torfum alveg við yfirborðið. Sig- urður fer með afla sinn til Siglu- fjarðar og var væntanlegur þang- að fyrir hádegi i dag. Verður loðn- an brædd þar að mestu leyti, en eitthvað mun verða fryst til beitu. Súlan frá Akureyri og Gullberg frá Vestmannaeyjum eru væntan- leg á loðnumiðin fljótlega. Tundurdufl í Furufirði TUNDURDUFL fannst á laugar- daginn i Furufirði á Ströndum og var Landhelgisgæzlunni gert við- vart. Sendi hún skip á staðinn með menn til að gera duflið óvirkt. Kom þá i ljós að það hafði þegar verið gert og duflið því hættulaust. Mun duflið hafa legið nokkurn tíma i sandi í fjöruborð- inu, en sópazt ofan af því síðustu daga. Tundurdufl þetta var segul- dufl af enskri gerð. Fimm verkfræðingar í viðbót hefja verkfall í dag Fimm verkfræðingar hjá Mælingadeild Reykjavíkurborgar hefja verkfall i dag og leggjast þá niður mælingar fyrir nýjum hús- um og mælingar á lóðamörkum. Bætast þessir fimm við þá tvo verkfræðinga hjá byggingafull- trúa borgarinnar, sem verið hafa í verkfalli síðustu tvo daga. Að sögn Gunnars Gunnarssonar for- manns Samninganefndar stéttar- félags verkfræðinga stóðu verk- fræðingar verkfallsvörð í gær og munu halda því áfram en fátt bar til tíðinda í gær við verkfalls- vörzluna að sögn Gunnars. Siðast- liðinn föstudag var samninga- fundur verkfræðinga og fulltrúa Reykjavíkurborgar hjá sáttasemj- ara. Að sögn Gunnars Gunnars- sonar miðaði ekkert í samkomu- lagsátt á þeim fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.