Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULl 1976 3 Yilhjálmur Arnason skip- stjóri látinn VILHJÁLMUR Árnason, skip- stjóri og útgerðarmaður, er lát- inn. Vilhjálmur fæddist i Stokkseyr- arseli 1896 og voru foreldrar hans Árni Vilhjálmsson, bóndi og sjó- maður, og kona hans Sigríður Þorkelsdóttir. Hanri lauk far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1919, en var siðan skipstjóri á togurunum Gylli 1928—36, Venusi frá 1936—48 og Röðli 1948—1958, er hann varð framkvæmdastjóri út- gerðarfélagsins Venusar hf. Hann var einn af stofnendum Venusar, svo og Hampiðjunnar hf. í Reykjavík og Hvals hf. í Hafnar- firði. Vilhjálmur var kvæntur Guð- ríði Sigurðardóttur. Saltlítið í Siglufirði Siglufirói 5. júlí. SIGLFIRÐINGAR hafa kvartað yfir saltleysi undanfarna daga og mun svo einnig vera víðar á Norð- urlandi. Fiskhúsin eiga Iftið salt eftir og eiga Siglfirðingar ekki von á að fá salt fyrr en um miðjan mánuðinn. Nýr bátur bættist i flota Sigl- firðinga um helgina. Er það Pétur Jóhannsson, 230 tonna bátur, sem smiðaður var í Noregi 1968. Fyrir- tækið Höfn h.f. keypti skipið frá Grundarfirði og mun Pétur Jó- hannsson fara á togveiðar síðar i vikunni. Undanfarið hafa nokkrir Austfjarðabátar komið inn til Siglufjarðar til að taka is, en þeir Framhald á bls. 39 Hátíðahöldin á Blönduósi: Vísindamenn 15 þjóða fjalla hér um umhverfismál Minnisvarði af frum- I GÆRMORGUN var sett á Hótel Loftleiðum ráðstefna um um- hverfismál, sem Vfsindadeild At- lantshafsbandalagsins gengst fyr- ir. Fjallar hún um endurheimt illa farins lands og skaddaðra lff- kerfa f tempraða beltinu, bæði á landi og f sjó. Ráðstefnuna sækja 54 vfsindamenn frá 15 þjóðum. Islenzkir fyrirlesarar eru sex, og að auki taka 17 fsl. vfsindamenn þátt f ráðstefnunni. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra setti ráðstefnuna og bauð gesti velkomna. Þá skýrðu tilgang ráðstefnunnar, markmið og til- högun forseti ráðstefnunnar, dr. Holdgate, dr. T.D. Allan frá Vís- indadeild Nato og dr. Sturla Frið- riksson, framkvæmdastjóri ráð- stefnunnar. Þá hófst flutningur vísindalegra erinda. Fjölluðu fyrstu erindin um undirstöðu líffræðilegra kerfa og voru þar flutt 5 framsöguerindi. Þá var tekinn fyrir flokkur er- inda um vanda hrörnandi líf- kerfa. Þar flutti m.a. Sturla Frið- riksson erindi um eyðingu ís- lenzkra lifkerfa. í dag hefst ráðstefnan aftur kl. 9.15 og flutt erindi til viðbótar i þeim flokki. Þá verður tekið fyrir næsta viðfangsefni, sem er rann- sóknir á árangursríkum dæmum um endurheimt tegunda og líf- kerfa, þar sem eru 5 flutnings- byggjanum afhjúpaður menn, þar á meðal Hákon Bjarna- son, sem ræðir um jarðvegseyð- ingu og skógrækt á íslandi. Á miðvikudag verður farið til Vest- mannaeyja til að skoða eyðingu af eldgosi og enduruppbyggingu. En á fimmtudag verður ráðstefnunni haldið áfram, hefst með erindi Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra um jarðvegsvernd á íslandi. Frá opnun umhverfisráðstefnunnar á Loftleiðum fgær. IBUAR á Blönduósi efndu til sérstakrar afmælisdagskrár um sfðustu helgi f tilefni þess, að 100 ár eru liðin sfðan kauptún- ið fékk verzlunarréttindi. Að sögn Ragnars Inga Tómasson- ar, framkvæmdastjóra dag- skrárnefndar, tókust hátfðar- höldin með miklum ágætum enda vel vandað til undirbún- ings og dagskrárliða. 1 tilefni afmælisins bárust _sveitar- stjórninni margar góðar gjafir og má þar nefna máiverk frá Þorvaldi Skúlasyni listmálara, málverk frá Lionsklúbbi Blönduóss, útskorna gestabók frá sýslunefnd Á- Húnavatnssýslu, útskorinn fundarhamar frá oddvitum sýslunnar og sveitarstjórn Skagastrandar gaf útskorinn pappfrshnff. Utihátíðin hófst eftir hádegi á laugardag í Kvenfélagsgarð- inum við Blöndu i bliðskapar- veðri. Meðal dagskrárliða var lúðrablástur, hátíðarfundur hreppsnefndar Blönduóss, sr. Árni Sigurðsson rakti sögu staðarins og afhjúpaður var minnisvarði af fyrsta Blönduós- ingnum, Tómasi Thomsen Frá Blönduósi. kaupmanni, en minnisvarðann gerði Jónas Jakobsson. Hreppsnefnd Blönduós- hrepps bauð síðan í eftirmið- dagskaffi í Félagsheimilinu og siðar um daginn var sérstök skemmtun fyrir börn í Hvamm- inum við Blöndu. Þá fór fram knattspyrnuleikur milli liðs USAH og Árroðans úr Eyjafirði iem lyktaði með sigri hinna fyrrnefndu, 3 rnörk gegn einu. Um kvöldið var leiksýning í Fé- lagsheimilinu en þar sýndi Leikfélag Blönduóss „Þið mun- ið hann Jörund“ eftir Jónas Árnason undir leikstjórn Magnúsar Axelssonar. Síðan var dansað úti undir berum himni við Félagsheimilið og mun það vera nýlunda á Blönduósi. Veðurguðirnir voru Blöndu- ósingum ekki alveg eins hlið- hollir á sunnudeginum eins og Framhald á bls. 39 FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNIi HIFI '76 3rd International Exhibition With Festival Dusseldorf Hópterð Brottför 24 september photokino Köln World Fair of Photography Hópferð Brottför 9 september HW rgna Spoga '76 Alþjóðleg sportvörusýning Köln Hópferð Brottför 25 september Frankfurt Alþjóðleg bókasýning Hópferð Brottför 1 5 Ódýru Spánarferöirnar Costa Blanca — Benidorm 2ja og 3ja vikna ferðir í allt sumar. Fjölskylduafsláttur, íslensk hjúkrunarkona og barnfóstra 23. ágúst aukaferS 19. júli nokkur sæti laus 30 ágúst 2 ágúst aukaferð. 6 sept 9 ágúst (aussæti. 13. sept. 16 ágúst aukaferð 20. sept. september Auto- mechanika 76 Bílavarahlutir, tækninýjungar varðandi bílaverkstæði bensin stöSvar o.fl. Frankfurt/M Hópferð Brottför 24. september. Frankfurt Alþjóðleg vörusýning Brottför 28. ágúst. W JÉ* M. . Ódýrar Noröurlandaferöir í allt sumar. Seljum einnig farseöla meö öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.