Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976 varð síðan aftur forsætisráð- herra að loknum kosningum 1973 og gegndi starfinu þar til nú í janúar. Kosningar verða í Noregi haustið 1977 og við spurð- um Bratteli hverjar horfurnar væru fyrir þær kosningar á þessu stigi. ,,Það er auðvitað aldrei hægt að segja til um úrslit kosninga fyrirfram, en ég tel ákveðið að Verkamanna- flokkurinn standi mun betur að vígi nú og muni gera að ári en i kosningunum 1973. Þessa skoðun byggi ég m.a. á þvi að skoðanakannanir hafa sýnt að flokkurinn hefur aukið fylgi sitt talsvert og þær hreyfingar sem við verð- um varir við innan flokksins á ýmsum stöðum í landinu benda einnig i þessa átt. Enda þótt ég hafi aldrei borið sérlega mikið traust ti| skoð- anakannana má láta þess getið að hinar nýjustu þeirra sýna að flokkur okkar hefur nú fylgi um 42% kjósenda samanborið við þau 35% Nor ski V er kam ann a- flokkurinn á uppleið — segir Trygve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra Noregs, sem hér er nú í heimsókn TRYGVE Bratteli fyrrv. forsætisráðherra Noregs og frú Randi kona hans eru stödd hér á landi um þessar mundir í einkaheimsókn. Bratteli lét sem kunnugt er af forsætisráð- herrastörfum í janúar sl. og við tók Oddvar Nordli, sem einnig er væntanlegur hingað til lands í sumar. Bratteli er nú formaður þing- flokks norska Verkamannaflokksins, en það starf er umfangsmikið og erilsamt á meðan Stórþingið situr og fer því fjarri að Bratteli hafi dregið sig í hlé frá pólitísku starfi. Þau hjón hafa komið til íslands oft áður, fyrst kom Bratteli hingað árið 1957, en síð- asta heimsókn þeirra hjóna var á þjóðhátíð- ina 1974. Trygve Bratteli var fjórði í röð ellefu systkina og hafði ekki aðstöðu til að afla sér langrar skólamenntunar Hann stundaði ýmis störf á unga aldri, vann i norskri hvalstöð á árunum 1926—27 og stundaði byggingavinnu árin 1928—33, þ.e.a.s. þegar vinnu var að fá. Bratteli byrj- aði að starfa fyrir norska Verkamannaflokkinn árið 1934, og við báðum hann um að rekja afskipti sín af norskum stjórnmálum frá þeim tíma. „Fyrstu afskipti mín af starfi Verkamannaflokksins voru þau að ég gaf út litið flokksblað í bænum Kirkenes í Norður-Noregi á árinu 1934. Stuttu síðar var ég kosinn í forystu hreyfingar ungra jafnaðarmanna og starfaði þar í nokkur ár. Á stríðsárunum lá stjórnmála- starfsemi niðri og ég fór aftur í byggingavinnu. En árið 1942 var ég handtekin og dvaldi i fangabúðum Þjóð- verja til striðsloka. Eftir stríð varð ég varaformaður Verka- mannaflokksins og gegndi því þar til Einar Gerhardsen lét af formannsstörfum og forsætisráðherraembætti árið 1965. — Á þing var ég kosinn 1 949 " „Var það ekki erfið reynsla að dvelja i fangabúðum Þjóð- verja í þrjú ár?" „Jú, en samt er það svo með það sem fólk upplifir að eitthvað má af allri reynslu læra. Ég var handtekinn í júní 1942 og dvaldi fyrst í fangabúðum í Noregi, en var síðan fluttur til annarra búða í Þýzkalandi. Þessar búðir voru T Elsass og þegar striðs- lokin nálguðust voru þar um 500 Norðmenn. Aðeins um helmingur þeirra átti þaðan afturkvæmt, hinir dóu úr sulti og vinnuþrælkun. Vinn- an í þessum búðum var mjög erfið og sjálfir kölluðu Þjóð- verjarnir svona búðir „Nacht und Nebel" (nótt og þoku). Mér var sleppt úr haldi rétt fyrir stríðslokin og kom til Noregs um Svíþjóð þann 1 5 maí 1 945, viku eftir að búið varaðfrelsa Noreg." Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og Bratteli. Þeir áttu með sér fund i gærmorgun, en einnig hitti Bratteli forseta íslands dr. Kristján Eldjárn og fleiri framámenn. VERKAMANNA- FLOKKUPINN í SÓKN Eftir stríð varð Einar Gerhardsen forsætisráðherra í Noregi, og Bratteli varð fljótt náinn samstarfsmaður hans. Þegar Gerhardsen lét af störfum 1 965 varð Bratteli formaður Verkamannaflokks- ins, eins og áður sagði, en flokkur hans beið ósigur í kosningunum haustið 1965 og við tók stjórn borgarflokk- anna. Bratteli varð þá þing- leiðtogi Verkamannaflokks- ins og er stjórn borgaraflokk- anna leystist upp 1971 varð hann forsætisráðherra og gengdi því þarfi þar til hann sagði af sér í kjölfar úrslita þjóða ratkvæðagreiðslunnar um aðild Norðmanna að EBE í september 1972. Hann sem við fengum 1973. Ihaldsflokkurinn hefur einnig aukið eitthvað við sig, skv þessum könnunum og Kristi- legi flokkurinn og Mið- flokkurinn hafa haldið sínu. Flokkarnir tveir sem eftir eru af hinum gamla Vinstri flokki virðast báðir úr sögunni og flokkarnir lengst til hægri og vinstri, þ.e. Sósialíski vinstri flokkurinn og flokkur Anders Lange hafa einnig tapað fylgi. Ég tel að þessar niður- stöður sýni að aukið jafnvægi sé að færast i fylgi flokkanna og þær sveiflur sem urðu að minnka." EKKIRÉTT AÐ BREYTA KOSNINGAKERFINU í Noregi er yfirleitt tiltölu- lega lítill munur á fylgi borg- araflokkanna annars vegar og Verkamannaflokksins og flokkanna vinstra megin við hann hins vegar. Kosningar fara hins vegar aðeins fram á fjögurra ára fresti, og ekki er hægt að boða til kosninga áður en kjörtimabilinu lýkur. Þetta hefur leitt til þess að minnihlutastjórnir eru all- algengar þar í landi. Við spyrjum Bratteli, hvað hon- um finnist um að breyta þessu fyrirkomulagi þannig að unnt verði að boða til kosninga þegar ríkisstjórn verður einhverra hluta vegna að segja af sér í stað þess að þá taki við minnihlutastjórn. „Ég legg ekki mikla áherzlu á þetta atriði, og tel ekki að slík breyting mundi leysa neinn vanda í okkar stjórnmálalífi. Þetta byggi ég m.a. á reynslu Dana og Finna, sem búa við þetta kerfi. Þingrof og boðun nýrra kosninga er atriði sem á bet- ur við I landi þar sem er tveggja flokka kerfi og ég tel betra að hafa þetta óbreytt i Noregi, þvi þetta kerfi setur ákveðinn þrýsting á stjórn- málaflokkana um að ná sam- komulagi. Kerfisbreyting af þessu tagi gæti e.t.v. orðið til þess að hægara væri að leysa pólitíska hnúta við sérstakar aðstæður, en i heild teldi ég lítið unnið við að gera þessa breytingu." KONUNGDÆMI ÁFRAM í NOREGI „Þær raddir heyrast stund- um í Noregi að rétt sé að leggja niður konungsdæmið og stofna lýðveldi. Hvað er um þetta mál aðsegja?" „Þetta mál er ekki mikið deilumál í stjórnmálum. Ég held að flestir Norðmenn séu andvígir því að leggja niður konungsdæmið. Konungur- inn hjá okkur er ekki eins og konungar í ævintýrasögum og Norðmenn líta ekki á kon- ungsdæmið í mjög róman- tísku Ijósi. Konungurinn er fyrst og fremst æðsti em- bættismaður þjóðarinnar sem innir af hendi verkefni, sem ella yrði að fela öðrum, og ef stofnað yrði lýðveldi fengi forseti ekki meiri pólí- tísk völd en konungurinn hef- ur nú. Það hefur heldur ekki verið neitt til umræðu að stofna forsetaembætti með auknum völdum á líkan hátt og tíðkast í Frakklandi og Finnlandi, enda hefur það verið svo í Noregi allt frá 1905 að konungurinn hefur engin afskipti haft af stjórn- málum." Við spyrjum Bratteli að lok- um hvort hann sé nokkuð farinn að hugsa til þess að skrifa bók um afskipti sín af norskum stjórnmálum. „Ég hef ekki tekið neina afstöðu til þess enn þá. Ég er enn í fullu starfi og hef lítinn tima aflögu. Það koma út bækur í haust, m.a. með fyr- irlestrum mínum, en þær eru gefnar út án þess ég hafi komið þar nærri. Konan mín hefur lika skrifað bók um ferðalög okkar, sem heitir „Pá tokt með statsminister- en" (Á ferð með forsætisráð- herra), en ég hef sem sé ekki gert það upp við mig hvort ég legg út í að skrifa bók siðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.