Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976 BJÖRGUN GÍSLANNA Á HÉR fer á eftir frásögn Akiva Laxer, þrítugs lögfræðings frá Tel Aviv, á fangavistinni, sem lauk með þvi að israelsku gíslunum var bjargað úr höndum palestinsku flugvélarræn- ingjanna á Entebbeflugvelli i Uganda. Ég vaknaði upp við hróp og um- gang I flugvélinni. Ensk rödd með sterkum þýzkum hreim sagði I hátalaranum: „Þetta er nýi flugstjór- inn ykkar. Nafni flugvélarinnar hefur verið breytt I Haifa, Che Guevara- armur Alþýðufylkingarinnar til frels- unar Palestlnu hefur raent henni." Lágvaxin, Ijóshærð kona stóð fremst I flugvélinni með skamm- byssu I annarri hendi og hand- sprengju l hinni. Tveir Arabar stóðu aftast með handsprengjur. Þeir skip- uðu okkur að rétta upp hendur. Við gerðum okkur grein fyrir þvl að flug- vélinni hafði verið rænt og fylltumst skelfingu. Frakki sem sat við hliðina á mér stóð upp og hrópaði: „Ég skal drepa þessa hryðjuverkamenn". Einn Arabinn sparkaði I kviðinn á honum. Flugvélaræningjarnir tóku af okkur öll skjöl og peninga og stungu þeim r poka. Nokkrum klukkustundum siðar sveimuðum við yfir Denghazi- flugvelli. Við flugum átta hringi og fengum að borða. Þegar við lentum nokkrum klukkustundum slðar fóru flugvélaræningjarnir út og komu aft- ur með tvo kassa af handsprengjum, sem þeir settu við neyðarutganginn. Klukkan var 10 að kvöldi þegar við fórum. Við flugum I um fimm tima og lentum á Entebbe-flugvelli I Uganda. Við sátum I flugvélinni I niu tima og Ugandahermenn fylgdust með okkur fyrir utan. Þá sagði einn af flugvélaræningjunum: „Martröð- inni er lokið. Við förum úr flugvél- inni." Við fórum inn i flugstöðvar- bygginguna og vonuðum að þessu væri lokið. en svo var ekki. Nokkru siðar kom Idi Amin til okkar, einkenniskiæddur og með ein kennismerki israelska fallhlffalíðs- ins. „Kannski þekkið þið mig, kannski ekki," stamaði hann. „Ég er doktor Idi Amin Dada marskálkur, forseti lýðveldisins Uganda." Hann var svo merkilegur með sig. að ég átti bágt með að byrgja niður i mér hláturinn. ISRAELSMENN fögnuðu í gær dirfskufullri björgun 102 gísla úr höndum palestínskra flugvélarræningja í Uganda, en ísraelskt herlið var viðbúið hefndaraðgerð- um arabískra hryðjuverkamanna á landamærunum. Yitzhak Rabin forsætisráðherra sagði að björgunin ætti að auka ísraelsmönnum sjálfstraust sem beið hnekki í októberstríðinu, en palestínskir hryðjuverka- menn handan landamæranna í Líbanon hótuðu blóð- ugum hefndum vegna björgunarinnar sem er þeim jafnmikið áfall og Idi Amin Ugandaforseta. Sigri hrósandi ísraelsmenn höfðu hótunina að engu og eru sigri hrósandi. Blöðin birta heillaóskaskeyti frá stjórnmála leiðtogum um allan heim og haft er eftir Henry Kissinger utanríkisráð- herra að hann samgleðjist ísraels- mönnum á „merkum degi í sögu Gyðingaþjóðarinnar". Rabin forsæt- isráðherra hefur ekki notið jafnmik- illa vinsælda síðan hann var hylltur sem sigurvegari þegar hann var for- seti herráðsins í sex daga stríðinu 1967. Síðan hafa heldur ekki verið eins mikil fagnaðarlæti í ísrael. Það eina sem varpar skugga á gleði þeirra er útför þiggja gisla sem fórust i árás- inni ásamt öðrum æðsta manni isra- elsku árásarsveitarinnar. Gíslarnir sem biðu bana voru 56 ára kona sem er nýflutt frá Rússlandi, heilbrigðis- þjónustustarfsmaður sem lézt i sjúkrahúsi i Nairobi og 1 9 ára stúd- ent Jean Jacques Maimouni sem hefur einnig franskan ríkisborgar- rétt. Árásarforinginn sem féll var Yonatan Netanyahu ofursti sem varð fyrir skoti frá flugturninum á Entebbe flugvelli þegar menn hans brunuðu i jeppum búnum fallbyssum út úr flutningaflugvél af gerðinni C 1 30, einni þeirra þriggja flugvéla sem tóku þátt í árásinni. ísraelsku vikingahermennirnir felldu um 20 Ugandahermenn og sjö hryðjuverkamenn í árásinni sem tók eina klukkustund. Þeir flugu síðan til ísraels með 89 gisla og 12 manna áhöfn flugvélarinnar frá Air France sem hryðjuverkamennirnir rændu, en að minnsta kosti einn gísl var lagður í sjúkrahús i Nairobi þannig að alls var bjargað 102 gislum. Ann- ar israelskur gísl, 75 ára gomul kona að nafni Dora Bloch, hafði verið flutt í sjúkrahús í Kampala áður en árásin var gerð. Viðvörun Rabin forsætisráðherra hefur var- að önnur riki viS þvi að hjálpa flug- vélarræningjum i framtiSinni. Hann átti greinilega við Libýu og Alsir sem Israelsmenn gætu auSveldlega grip- ið til svipaðra árása gegn i framtið- inni. ísraelska stjórnin hefur sakað Amin forseta um að hafa hjálpað flugvélarræningjunum og þess vegna sagði Rabin að fleiri rlki yrðu að hafa hugfast að öryggi þeirra gæti ísraelsku gíslarnir við heimkomuna í Tel Aviv. ísraelsku árásarmennirnir segjast hafa fellt alla hryðjuverkamenn sem þeir hafi getað fundið og ekkert bendir til þess að þeir hafi haft með sér fanga sem þeir gætu yfirheyrt. ., Hryðjuverkamennirnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar við hófum skothríðina." sagði einn þeirra. „Þeir voru svo furðu lostnir að þeir höfðu ekki rænu á þvi að þrifa i handsprnegjurnar og það varð nokkrum gislum til lífs." Aðeins var beitt einni handsprengju. „Ugandamennirnir veittu miklu harðara viðnám," sagði annar isra- elskur hermaður. „Þýzku konunni tókst að hefja skothríð en við felld- um hana." Hann bætti því við að auðvelt hefði reynzt að ráða niður- lögum hinna. „Við eigum ekki nógu sterk orð til að hrósa flugstjóranum og áhöfn hans," sagði einn gislanna. Farþeg- arnir í þotu Air Francé segja að áhöfnin hafi neitað að yfirgefa gisl- ana þegar flugvélarræningjarnir hót- uðu að láta hana lausa og þeir voru síðustu óbreyttu borgararnir sem yf- irgáfu flugstöðvarbygginguna eftir israelsku árásina. Einn gislanna lýsti þvi hvernig áhöfnin hefði róað þá og hjálpað þeim á alla lund. Yitzhak Rabin forsætisráðherra og fleiri ráðherrar úr nefndinni sem skipulagði björgun gíslanna á Entebbe-flugvelli. Gad Yacobi samgönguráðherra er til vinstri og síðan koma Rabin, Shimon Peres landvarnaráðherra og Vigal Allon utanríkisráðherra. komizt i hættu ef þau hjálpuðu flug- vélarræningjunum. fsraelsku gislarnir segja að hryðju verkamönnum hafi verið leyft að ganga i lið með flugvélarræningjun- um eftir að þota Air France lenti á Entebbe-flugvelli. Þeir segja að Amin hafi alltaf verið vopnaður skamm- byssu þegar hann heimsótti þá og I fylgd með rúmlega tiu Ugandaher- mönnum sem sumir hafi verið vopn- aðir israelskum vélbyssum. Þegar fsraelsmennirnir voru skildir frá öðrum gislum skömmu eftir flug- vélarránið segja þeir að það hafi minnt þá á það þegar „valdir" voru Gyðingar sem átti að útrýma i fanga- búðum nazista i heimsstyrjöldinni. Þeir sögðu að þýzk kona, sem var I hópi palestinsku flugvélarræningj- anna. hefði verið hrottafengin, stöð- ugt haldið á skammbyssu, en breitt yfir sofandi börn á nóttunni ef ábreiðurnar duttu af þeim. Furðu lostnir Sérþjálfaðir Hermennirnir sem flugu 4.000 kilómetra vegalengd til að bjarga gislunum eru úr sérþjálfaðri vikinga- hersveit sem hefur það verkefni að berjast við skæruliða. Til árásarinnar voru notaðar tvær herþotur af gerð- inni Boeing 707 og ein flutninga- flugvél af gerðinni Hercules C130. Flugtimi fyrrnefndu flugvélanna til Uganda var áætlaður fimm timar, hinnar siðarnefndu lengri. Nokkrir hermannanna munu hafa tekið þátt í aðgerðum vikingasveita gegn arabiskum hryðjuverkamönn- um i jsrael. Yfirmaður þeirra, Dan Shomron hershöfðingi, sem þegar er orðinn þjóðsagnapersóna, var nýlega skipaður yfirmaður fótgöngu- og fall- hlifaliðsins. Talið er vist að flugvélarnar hafi sézt i tatsjám i einhverju þeirra landa sem þær flugu yfir en óvist hvort yfirvöld i löndunum hafi áttað sig á hvaða flugvélar þetta voru og sizt dottið i hug að þær væru israelskar. „Ég hélt að é örfáar mínút „Þeir voru svo furðu lostnir að þeir höfðu ekki rænu á að þrífa í handsprengjumar”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.