Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976 * « FH-stúlkur ætla að verja meistara- titilinn ALLT bendir nú til þess aö FH-stúlkurnar muni verja titil sinn í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu. Á sunnudag- inn sigruóu þær Breiöablik 1:0 og skor- aði Svanbjörg Magnús- dóttir eina mark leiks- ins. Hefur FH-liðið aðeins tapað einu stigi í mótinu og var það í fyrri leik liðsins gegn Breiðabliki. Segja má að þessi leikur hafi verið hreinn úrslita- leikur hjá stúlkunum því Breiðablik hafði fram að leiknum sömu- leiðis aðeins tapað einu stigi. v#(' Friðfinnur Finnbogason skallar að marki Haukanna I leiknum á laugardaginn. (Ljósm. Mbl. RAX) GOÐ KNATTSPYRNA OG BARÁTTA ER ÍBV VANN MIKIL HAUKA LIÐ Hauka og ÍBV buðu áhorfendum upp á góða skemmtun er liðin mætt- ust í Kaplakrika á laugar- daginn. Þótti leikurinn vel leikinn og mikið var um spennandi augnablik. Vest- mannaeyingar voru sterk- ari aðilinn í þessum leik, sem öðrum í leikjum sín- um við hin liðin f 2. deild- inni til þessa og 2:0 sigur Völsungar komu á óvart og unnu ísfirðinga 3:1 VÖLSUNGAR komu heldur betur á óvart í leik sínum við Isfirðinga á heimavelli þeirra síðarnefndu í 2. deild- inni um helgina. Úrslitin urðu 3:1, en það verður þó að segjast að mikill heppnisstimpill var á þessum sigri Húsvíkinganna að þessu sinni. Ekki voru liðnar nema 3 mínút- Jónasson skoraði fyrir Völsung og ur af leiktímanum er Hermann voru Isfirðingarnir þá engan veg- inn með á nótunum, hreinlega ekki byrjaðir leikinn. Fimm mín- útum síðar skoraði Jóhannes Sigurjónsson síðan annað mark Völsunga, en segja má að allan þann tíma, sem eftir var af leikn- um hafi Isfirðingarnir sótt stöð- ugt. Sérstaklega var sókn þeirra þung í seinni hálfleiknum og skoruðu þeir þá eitt mark. Var þar Gunnar Guðmundsson að verki. Undir lok leiksins fengu Völsungar skyndisókn, en slikar fengu þeir nokkrar í leiknum, og markaskorarinn Hreinn Elliðason skoraði mark sem tryggði Völs- ungunum sigur í leiknum. Góð byrjun SeHyssinga dugði ekki gegn Þór SELFYSSINGAR skoruðu 2 fyrstu mörkin í leiknum við Þór á laugardaginn, en síðan ekki söguna meir. Þórsliðið skoraði 4 mörk það sem eftir var leiksins og sigraói verðskuldað 4:2. Þeir Tryggvi Gunnars- son og Sumarliði Guð- bjartsson unnu fallega saman aö mörkum Selfoss sem komu á 8. og 19. mín- útu fyrri hálfíeiksins. Fyrst skoraði Tryggvi eftir að Sumarliði hafði leikið varnarmenn Þórs grálega og síðan bætti Sumarliði öðru markinu við með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Tryggva. Magnúsi Jónatanssyni tókst síðan að minnka mun- inn skömmu síðar meó langskoti og fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum. í seinni hálf- leik var Þórsliðið allt annað og sterkara og liðið skoraði þá þrjú mörk þó þeir sæktu á móti vindi. Skoruðu þeir Jón Lárus- son, Sigurður Lárusson og loks Magnús Jónatansson. þeirra var fyllilega sann- gjarn þó svo að Haukarnir hafi sýnt meiri mótstöðu en flest hinna liðanna. Sigurlás Þorleifsson skoraði fyrra mark IBV er um 20 minútur voru liðnar af leiktímanum, en í seinni hálfleiknum skoraði siðan Tómas Pálsson eftir að hafa feng- ið stungusendingu inn fyrir vörn Hauka. Þótti mönnum sem Tómas hefði verið rangstæður er knött- urinn var gefinn á hann, en slak- ur dómari þessa leiks dæmdi markið gilt. Haukarnir hafa ekki leikið eins vel í keppninni í 2. deildinni í sumar og I þessum leik. Nú sýndu þeir þá takta sem gerðu þá að öruggum sigurvegurum í Litlu bikarkeppninni í vor og hefðu , sennilega unnið öll önnur lið í 2. deild með þessari frammistöðu, nema Eyjamennina. Lið IBV á engan veginn heima i 2. deild. Liðið er í flokki með betri liðun- um í 1. deildinni og ótrúlegt er að nokkuð geti komið í veg fyrir sig- ur þeirra í 2. deild í ár. Suðurnesjamaður sigraði í SR- keppni Leynis Á Akranesi fór fram um helg ina opið mót i golfi og á sunnu- daginn var þar keppt I meist araflokki og gaf keppnin stig til landsliðs. Golfklúbburinn Leynir é Akranesi sá um fram- kvæmd mótsins en Sements- verksmiðjan gaf verðlaun til keppninnar. I meistaraflokki sigraði Hall- ur Þórmundsson á 155 högg- um og fær hann 20.9 lands- liðsstig fyrir I 2. og 3. sæti urðu siðan jafnir Gunnar Júliusson og Þórhallur Hólm- geirsson Það vakti athygli að 15 ára Akurnesingur, Loftur Sveinsson, sigraði í forgjafar- keppninni i meistaraflokki á 81 höggi brúttó, 68 höggum nettó, en 18 fyrstu holurnar voru jafnframt stigakeppninni forgjafarkeppni i flokknum. i 2. og 3. flokki varð knatt- spyrnukappinn Jón Alfreðsson í öðru sæti i forgjafarkeppninni á 71 höggi nettó. Helztu úrslit i urðu sem hér segir: keppninni MEISTARAFLOKKUR. STIGAKEPPNIN: Hallur Þórmundsson GS 155 Gunnar Júliusson GL 157 Þórhallur Hólmgeirsson GS 157 Sigurður Pétursson GR 1 59 Hannes Þorsteinsson GL 161 Magnús Halldórsson GK 164 Guðni Ö. Jónsson GL 165 Jóhann Benediktsson GS 166 Sigurður Hafsteinsson GR 166 Eirikur Jónsson GR 166 2. OG 3. FLOKKUR, ÁN FORGJAFAR: Þorgeir Þorsteinsson GS 84 Barði Valdimarsson GR 88 MEO FORGJÖF: Þorgeir Þorsteinsson GS 70 Jón Alfreðsson GL 71 1 OG MEISTARAFLOKKUR MEÐ FORGJÖF, 18 HOLUR: Loftur Sveinsson GL 68 Hallur Þórmundsson GS 70 f keppninni gerðist það að Jóhann 0 Guðmundsson, NK, tók vitlausan bolta á einni brautinni og lauk holunni með honum og byrjaði á þeirri næstu. Þegar Jóhann uppgötv- aði mistök sin tilkynnti hann þau strax og dæmdi sjálfan sig þvi úr keppninni. UPPGJOFI LIÐI REYNIS OG ÞVI AUÐVELDUR SIGUR ÁRMANNS MENN voru á einu máli um það að Ieik Reynis og Ármanns I 2. deildinni loknum, að lið Reynis hefði aldrei verið jafn slakt og um þessar mundir. Það er nánast að sjá sem liðið hafi þegar gefist upp við að halda sæti slnu f deild- inni, þrátt fyrir að Selfyssingar KA og Guðgeir fóru illa með Víkinga HINN árlegi minningar- leikur, um Jakob heitinn Jakobsson, sem fyrrum lék með ÍBA og landsliði Islands, var leikinn á Akureyri á föstudag. Það voru 2. deildarlið KA og 1. deildarlið Víkinga sem áttust við. Skemmst er frá því að segja að KA bar hærri hlut frá borði, skoraði fjögur mörk, en Víkingar tvö. Að þessu sinni lék Guðgeir Leifsson, atvinnumaðurinn kunni, með KA sem gestur og sýndi hann á köflum glæsilega takta. Leikurinn var vart einn- ar mínútu gamali þegar Víking- ar skoruðu fyrra sinni. Þar var að verki Eirikur Þorsteinsson. KA tók sfðan smám saman völd- in á vellinum og Sigbjörn Gunnarsson jafnaði fljótlega úr vítaspyrnu. Fyrir leikhlé skor- aði Gunnar Blöndal síðan tví- vegis. Að öllum þessum mörk- um KA var afar vel unnið og raunar unun að sjá undirbún- inginn að öðru marki KA þar sem vörn Víkinga var spiluð sundur og saman. I upphafi síðari hálfleiksins bætti Gunnar Blöndal sínu þriðja marki við og fjórða marki KA og þannig var staðan þar til á síðustu minútu að Jóhannes Bárðarson skoraði annað mark Víkinga. KA-liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og þegar sá gállinn er á liðinu er fátt til varnar. Gunnar Blöndal hefir skorað hvorki meira né minna en niu mörk i tveimur leikjum, þrjú gegn Vikingi og sex gegn Leiftri í bikarkeppninni tveim- ur dögum þar á undan. Það er ekki amalegt fyrir lið að hafa slíkan markaskorara á sinum snærum. Vikingarnir ollu nokkrum vonbrigðum. Þess ber þó að gæta að þeir léku kvöldið áður í deildinni og hefur það ef til vill dregið eitthvað úr krafti leik- manna. Það er þó greinilegt að bakverðirnir eru veiku hlekkir liðsins, og nýti andstæðingarnir kantana vel gegn Vikingi er ástæða til að ætla að dæmið gangi upp. Sigb. G. séu aðeins einu stigi á undan þeim. Það skýtur alla vega skökku við að heyra eins og stöðu Reynis er háttað, að þjálfarinn, Duncan McDowell, skuli kominn I viku frí og farinn til Skotlands. Já, leikur Reynis við Ármann var afar slakur af hálfu Reynis. Það var varla að þeir kæmu skoti á mark Ármanns leikinn út. Að visu var þeirra skæðasti sóknar- leikmaður, Björgvin Gunnlaugs- son, I leikbanni, en vart hefir það haft úrslitaáhrif. Ármenningar komu þó knettinum aðeins einu sinni í net Reynis í fyrri hálfleik. Þar var Arnlaugur Helgason að verki. Ármenningarnir skoruðu hins vegar fjórum sinnum í síðari hálfleiknum, Ingi Stefánsson tví- vegis, Þráinn Asmundsson einu sinni og eitt markanna var sjálfs- mark. Armenningar verða vart dæmd- ir af frammistöðunni i þessum leik, til þess var mótstaðan allt of lftil. Hins vegar setur sífellt nudd leikmanna út í dómara, andstæð- inga og jafn vel sín á milli leiðin- legan blæ á framkomu og leik liðsins. Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.