Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6, JULI 1976 31 ARNÓR STEFÁNS- SON — MINNING Fæddur 20. marz 1961 Dáinn 29. júnf 1976 „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Þessi orð koma mér fyrst í hug, þegar ég lít yfir stutta ævi Arnórs frænda míns. Fimmtán ár er ekki langt æviskeið. Þó er það svo, að á fyrstu árum barnsins er lagður grundvöllurinn að persónumótun þess og framtíð, þannig að líf hvers og eins, hversu langt eða skammt, sem það kann að verða, byggist að verulegu leyti á þeim áhrifum, sem hann verður fyrir fyrstu ár ævi sinnar. Foreldrar Arnórs eru hjónin Stefán Pálsson og Arnþrúður Arnórsdóttir Reynihvammi 7, Kópavogi. Hann var þriðji í röð fimm barna þeirra. Það er höggvið óbætanlegt skarð í þann mannvænlega systkinahóp. Arnór var óvenjulega vel gerður unglingur. Námsgáfur hans voru skarpar og fjölþættar og var námsárangur hans eftir því. Ahugamál átti hann mörg, meðal annars lagði hann stund á skák og náði þar góðum árangri, hann varð unglingameistari Kópavogs i skák á s.l. vetri. Það sem einkenndi Arnór mest var óvenjuhreint hjartalag og sterk réttlætiskennd. Ég held að hann hefði ekki getað aðhafzt neitt, sem hann vissi að væri rangt. Það er ekki að undra þótt við stöndum agndofa, þegar slíkt ung- menni er hrifið brott úr þessu lífi á einu andartaki. Er það ekki einmitt fólk með eðliskosti Arnórs Stefánssonar, sem við þörfnumst öðru fremur í þessari veröld? Hvað er meira virði i fari manns en drenglyndi, heiðarleiki og fjölþættar gáfur samfara dugnaði til að nýta þær? Megi lif hans verða okkur, sem eftir lifum til eftirbreytni. Ég trúi því að Arnórs bíði verk- efni á öðru sviði allífsins. — Sælir eru hjartahreinir þvi þeir munu Guð sjá. Góður Guð styrki foreldra hans, systkini og alla aðra ástvini í þeirra miklu sorg. Föðursystir. F. 20. mars 1961, D. 29. júní 1976. Fyrir tæpum 20 árum varð til lítill hópur nýgiftra hjóna, sem í glensi kallaði sig „Ungmenna- félagið." Upphafið má rekja til sameiginlegs vinnustaðar í Bún- aðarbankanum, en vagga félags- ins stóð að Laufási í sumarheim- sókn, þegar sr. Jón Bjarman og Hanna réðu þar rikjum. Hópur- inn stækkaði smátt og smátt, þeg- ar börnunum fjölgaði. Sameigin- legar útilegur, berjaferðir og jóla- boð urðu fastur liður í „félags- starfseminni." Þar ríkti lifsfjörið og gleðin. Engan óraði fyrir öðru en gleðilegum endurfundum, þegar hópurinn sameinaðist i haust. Nú hefur skyndilega dregið ský fyrir sólu. Einn yndislegur félagi, Arnór Stefánsson, er horfinn úr hópnum, aðeins 15 ára gamall. Við hin sitjum eftir hnípin og hljóó. Arnór var óvenjulega geðþekk- ur drengur, prúður og hlédrægur, en yfir feimnislegu brosi hans blikuðu lifandi augu, sem tóku þátt í því, sem fram fór, af Iífi og sál. Arnór var sannkallað manns- efni: Mjög vel gefinn, samvisku- samur, vinnusamur, prúður og yfirvegaður i því, sem hann gerði. Hann var hvers manns hugljúfi, enda stafaði frá honum hlýja og ró, sem óvenjuleg er hjá ungling- um á gelgjuskeiði. Mikill harmur er nú hjá for- eldrum Arnórs, sýstkinum hans, afa og ömmum og hjá sumar- fósturforeldrunum að Þverá. Við sendum þeim samúðarkveðjur frá dýpstu hjartans rótum. Litla Ungmennafélagið verður aldrei það sama, en við geymum minningu um góðan dreng. Ungmennafélagar. Elías Þorvaldsson stýrimaður - Minning Fæddur 13. júní 1927. Dáinn 29. júnf 1976. „Langt er flug til fjarra stranda fýkur löður, stormur hvfn. Eins og fugl sem leitar landa leita ég 6 Guð til þín.“ Mannlffið er sannarlega umlukt hafi leyndardóma, sem trúin reynir að leysa og gefa okkur stefnur, er leiða að nokkurri vissu um framhaldslífið og þá leið er liggur um það haf, sem allir verða að lokum að sigla einskipa, fyrr eða síðar. Ekkert eigum við jafn örugg- lega víst og það að deyja. Þó er eins og við séum alltaf óviðbúin að heyra lát vinar eða kunningja, einkum ef dauðann ber snöggt að, en það er í þessu, sem svo mörgu öðru, sem við dauðlegir menn fá- um ekki að gert. „Þegar kallið kemur kaupir sig enginn frí“. Þegar fregnin berst, að vinur sé horfinn úr hópnum, dregur ský fyrir sólu, skuggar sorgar og saknaðar umlykja okkur. Þá er gott að geta yljað sér við fagrar og Minning: Fædd 22. júlf 1901. Dáin 9. júnf 1976. Foreldrar Ingibjargar voru Sig- urður Gunnarsson bóndi á Syðra- Vallholti og Helga Sölvadóttir frá Hvammkoti, bæði ættuð úr Skefilsstaðahrepp. Ingibjörg ólst að mestu upp hjá föður sínum á Syðra-Vallholti og sambúðarkonu hans, Herdísi Ólafsdóttur, en dvaldist ekkert hjá móður sinni. Hún vandist snemma sem barn við mikla vinnu og erfiði, börnin, hálfsystkini hennar voru mörg,' hún elzt. Reyndi þvi mest á hana, einnig mjög erfið fjósverk, sem hún minntist alla tíð. Það var ekki góðar minningar um hinn látna. I dag kveðjum við góðan dreng, samferðamann, sem mörgum var hlýtt til vegna mannkosta og hjálpsemi, er hann sýndi öllum er áttu samleið með honum. Mér er nær að halda að hans síðasta ferð hafi verið farin til hjálpar öðrum. Slíks manns er gott. að minnast og það gera margir í dag. Þessi maður var Elías Þorvalds- son. Hann var fæddur í Reykjavik 13. júni 1927 og lést af slysförum 29. júní siðast liðinn. Foreldrar hans voru merkishjónin Súsanna Elíasdóttir og Þorvaldur R. Helga- son skósmiður, Vesturgötu 51 b. Móðir hans er á lifi en faóir hans látinn. Elías kvæntist Ragnheiði Erlendsdóttir 29. sept. 1950 og eignuðust þau einn son, Ásgeir, sem nú er kunnur knattspyrnu- maður í Fram. Þau hjónin slitu samvistum. Eins og með marga Vestur- bæinga, hneigðist hugur Elíasar að sjónum. Hann gerðist sjómaður og sigldi bæði á verzlun- ar- og fiskiskipum. í stýrimanna- ætið hugsað um það um aldamót- in, hvað börnin þyldu, enda oft ofhlaðin vinnu. Það var fyrst og fremst vinnuþörfin sem fólkið skildi, vinnunni mátti aldrei linna til að fólkið hefði í sig og á. Þá gerði fólkið kröfurnar fyrst og fremst til sin sjálfs. Það var lifs- speki þeirra tíma, sem fólkið lærði i löngum skóla lífsins, en jafnframt hagnýt fræði, sem ent- ust og nýttust vel, hjá þeim, sem ekki létu bugast. Ingibjörg var hávaxin kona, grönn og fríð sýnum. Henni var gefinn mikill kjarkur og vilja- þrek. Hún var í eðli sinu lifsglöð og söngelsk, útilokaði barlóm og skólann fór hann 1959 og lauk þaðan prófi 1960. Hann komst I raðir skipstjórnarmanna á fiski- skipum. Fyrir um það bil 4—5 árum varð hann að hætta á sjónum vegna þess að heilsan bilaði og eftir það gerðist hann leigubíl- stjóri. Ég sem þessar fáu línur rita, get ekki endað þær nema að minnast einnar skemmtilegustu ferðar sem ég hef farið. Það var ferð með m/s Regina Maris víl, hógvær og prúð í daglegri framkomu, skapföst og gædd furðulegu vinnuþreki og þrauts- eigju, þrátt fyrir það, að hún væri lengst af ekki heilsuhraust. Heimilið í Syðra-Vallholti var glaðvært og sæmilegum efnum búið, en það var eitt af ofmörgum heimilum í Skagafirði, sem voru undirlögð af berklaveikinni. Dóu þrjú hálfsystkini Ingibjargar úr berklum. Sjálf dvaldist hún um tíma á Vífilsstöðum, en komst þar yfir veikina til fulls. Ingibjörg naut engrar skóla- menntunar í æsku frekar en margt af hennar jafnöldrum, dvaldist lengst af sínum yngri ár- um heima i Vallholti og vann á heimilinu, að undanskildum tveim árum, sem hún var á Akur- eyri hjá Böðvari Bjarkan lögfræð- ingi og frú. Hafði hún gott af þeirri dvöl á þvi myndarheimili, sem kom henni að góðum notum þegar hún stofnaði sjálf sitt eigið heimili. „suður um höfin“ haustið 1967. í þeirri ferð urðum við Elli, en svo var hann kallaður um borð, ferða- félagar. Hann var alltaf kátur og hress og öllum þótti hann góður gestur við borð sitt. Því á það við hér, að það er ekki alltaf áralöng kynning, sem gerir menn að góð- um vinum, heldur hitt að hlýtt viðmót og gott hjartalag er það sem geymist um góðan mann. Slikur maður var Elias Þorvalds- son. Megi góður Guð, styrkja og hugga aldraða móður hans og son og aðra ættingja og vini. Theodór Gíslason. „Hve sæl, 6 hve sæl er hver leikandi lund, og lofaðu engan dag f.vrir sólarlagsstund. Svo örstutt er bilið milli blfðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.“ Þessi vers komu mér í hug er ég frétti þau hörmulegu tíðindi að vinur minn og vinnufélagi, Elias Þorvaldsson, hefði látist í um- ferðarslysi 29. júní s.l. Elías var fæddur 13. júní 1927. Foreldrar hans voru Súsanna Elíasdóttir og Þorvaldur Helgason, skósmiður, Vesturgötu 51 b hér í borg, en hann lést síðla árs 1974. Við kynntumst fyrst þegar við vorum ungir piltar í vesturbæn- um, en síðar skildu leiðir okkar Árið 1919 giftist hún unnusta sinum Jóel Jónssyni frá Hömrum í Lýtingsstaðahrepp, miklum dugnaðarmanni og gæðadreng. Var það henni mikið gæfuspor, því Jóel reyndist henni lifsföru- nautur svo sem bezt má vera. Þau byrjuðu búskap á Hömrum 1919 og bjuggu þar til 1922 að þau fluttu að Stóru-ökrum, bjuggu þar á hálfri jörðinni, sem Sigurð- ur faðir hennar afhenti þeim, þar til þau létu af búskap og Sigurður sonur þeirra tók við. Þeim Jóel og Ingibjörgu varð fjögurra barna auðið, eru það: Maria saumakona á Akureyri, ekkja eftir Eið Aðalsteinsson, þau eignuðust eina dóttur. Sigurður Hólm, giftur Önnu Jónsdóttur frá Birningsstöðum, þau eiga sjö börn. Hjörtína ógift, dvelst á Ökr- um. Katrín, gift Jóni Þórarinssyni frá Auðnum I Sæmundarhlið, þau eiga börn. Þó Ingibjörg kæmist yfir að geta miðlað öðrum af reynslu sinni og auðlegð hjartans. Móðir okkar var, þrátt fyrir allt, hamingjusöm manneskja. Ef til vill naut hún lífsins i rikara mæli en aðrir vegna þess, hversu vel hún þekkti þjáninguna og þá til- finningu að dauðinn gæti barið að dyrum þegar minnst varði. Við vottum eftirlifandi eigin- manni hennar og stjúpföður okk- ar, Sigursveini Tómassyni, þakk- iæti íyrir iiversu vei hann reynd- ist henni og móðurömmu okkar, Elinbjörgu Jónasdóttur, sem dvaldist hjá þeim hjónum i hárri elli. Ég heyrrti Jesú himneskl orú: „Kom, hvlld ég veiti þér. Þitt hjarta ‘er mætt og höfuð þreytt, þvi halla* að brjðsti mér". Börnin. þar sem hann gerði sjómennsku að starfi sínu. Hann stundaði sjó- mennsku á fiskiskipum og far- skipum og vann sér traust sam- starfsmanna sinna fyrir dugnað og góða framkomu. En vegna veikinda varð hann að hætta og fór að vinna við bifreiðaakstur. Þá lágu leiðir okkar aftur saman bæði i vinnu og frístundum og urðu kynni okkar mjög náin og einlæg þó stutt væru. Við áttum margar ánægjustundir þegar við brugðum okkur saman á hestbak, en af hestum hafði hann mikið yndi og var sérstaklega laginn að umgangast þá. Við sem eftir lifum eigum svo bágt með að átta okkur á því að hann sé horfinn og eigum ekki eftir að njóta hans einlægu vináttu og glaðværðar sem honum var í blóð borin. Hann var traust- ur og hjálpsamur ef eitthvað var að sem hann gat leyst úr. Ég og fjölskylda mín þökkum honum ánægjulegar samverustundir og biðjum góðan Guð að geyma hann. Móður hans, syni og syst- kinum vottum við okkar innileg- ustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Þó að söknuðurinn sé sár er hugg- un í því að i huga okkar geymum við minningu um góðan dreng. Guðmundur Clausen berklaveikina var hún oft þjáð af magasjúkdómi og var undir eftir- liti lækna. Stóru-Akrar eru þingstaður hreppsins, þar voru og eru gesta- komur tíðar. Voru þau glaðir gest- gjafar og vinsæl í sveitinni. Eftir að þau hjónin hættu búskap dvöldust þau lengst af á Akur- eyri, hjá Maríu dóttur sinni og tengdasyni, meðan hans naut við. Eftir lát hans dvöldust þau áfram hjá Maríu við míkla og góða um- önnun og ræktarsemi sem þau nutu þar i rikum mæli. Ingibjörg andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og var jarösett að Miklabæ í Blönduhlíð 19. júni siðastliðinn. Við Ingibjörg vorum sammæðra og var bví miki! vinátta milli heimila okkar. Að lokum færi ég systur minni mína innilegustu bróðurkveðju, með hjartans þökk frá okkur hjónunum og börnum okkar fyrir samfylgdina i lifinu. Guð blessi hana og styrki á landi lífsins. Bjarni Halldórsson Uppsölum Björg Þorvarðardóttir Kveðja frá börnunum. Þann ellefta júní síðastliðinn lézt móðir okkar Björg Þorvarðar- dóttir. Hér mun ekki getið æviatr- iða hennar, það hefur þegar verið gert í ágætum minningargreinum I dagblöðunum. Þetta eru aðeins óbrotin kveðju- og þakkarorð okk- ar systkinanna ti! bcirrar konu. er við eigum einna mest upp að inna, móður okkar. Frá því þegar á unga aldri þurfti móðir okkar að berjast við sjúkdóma og vanheilsu, sem hefði nægt til að buga hyern meðal- mann, og siðustu ftmmtán árin leit hún varla þann dag, að hún liði ekki meiri eða minni likam- legar kvalir. öllu þessu tók hún með slikri skapstillingu og sálar- ró, að ekkert annað orð en hetju- skapur nægir að lýsa. Móðir okkar var ætið kát og glöð, og það geislaði frá henni ánægju og lifsf jöri. Hún þurfti oft að dveljast langdvölum á sjúkra- húsum vegna veikinda sinna. Krti Ir*»„ *«»/.* V\ a*\ 1-Ciiil, ÓCIU tiliLUOl liCiilii ýdi, ber öllum saman um, að skemmti- legri herbergisfélaga væri ekki unnt að kjósa sér. Þeir voru margir, sem urðu til þess að leita til móður okkar í erfiðleikum, og hún gat jafnan gefið góð ráð og allir fóru af fundi hennar bjartsýnni og hugrakkari, því henni var gefin sú náðargjöf Ingibjörg Sigurðar- dóttir Stóru-Ökrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.