Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULÍ 1976 AÐ undanförnu hefur verið nokkuð um jarðhræringar og skjálfta á suð-vestanverðu Kyrra- hafi, og hafa sumir skjálftarnir verið all harðir. Mannskæðasti skjálftinn varð á Nýju Guineu i fyrra mánuði, og fórust um fimm þúsund manns í skjálftanum, aðallega vegna skriðufalla. Á miðvikudag í fyrri viku urðu enn hræringar, og i það skiptið varð það eyjan Bali, sem verst varð úti. Bali er mikil ferða- mannaparadís, og sluppu helztu Mann- skæðir jarð- skjálftar ferðamannastaðirnir við eyði- leggingu, þótt húsin væru tiltölu- lega rammgerð úr brenndum ieir. Talið er að hátt á fjórða hundrað manns hafi farizt, og þúsundir slasazt. Hjálparstarf var hafið strax eft- ir hræringarnar, og meðal annars fluttu Bandaríkjamenn þúsundir af teppum, fatnaði og matvæli frá herstöð sinni á eynni Guam. Var þessi varningur fluttur með flug- vélum, og honum varpað niður til íbúanna I fallhlífum. Kom þessi hjálparstarfsemi ekki að fullum notum, að sögn fréttamanna, því íbúarnir á þessum slóðum er mjög frumstæðir, og er talið að mörg tonn af hrísgrjónum hafi eyði- lagst vegna þess að íbúarnir vissu ekki hvað ætti að gera við þau. Myndir, sem teknar voru af jarðskjálftasvæðinu, sýna að það eina sem uppi stendur í sumum þorpanna eru hliðin að þorpun- um, en þau eru reist til að bægja frá illnm nndum. Hálfhrunin hús f Denpasar á eynni Bali. Kongalu _á trygg- ingabótum ÍHALDSFLOKKURINN brezki hefur undanfarið gagnrýnt harð- lega tryggingakerfið þar I landi, sem talsmenn flokksins segja gróflega misnotað. Sem dæmi um misnotkunina hafa þeir tekið Derek nokkurn Deevy, sem í sjö til átta ár bjó við alsnægtir þótt atvinnulaus væri. Saga hans er f stuttu máli þessi: Fyrir átta árum missti Deevy atvinnuna. Hann leitaði þá á náð- ir atvinnuieysistrygginganna, og komst fljótt að þvf að Iftið eftirlit var haft með þeim, sem þangað sóttu bætur. Hann tók sér nýtt nafn og fékk greiddar bætur út á bæði nöfnin. Svo tók hann þriðja nafnið, og það fjórða, og loks komst hann upp í 41 nafn. Ekki var nóg að nota öll þessi nöfn, heldur tilkynnti hann einnig nöfn eiginkvenna og sambýlis- kvenna, og launin hækkuðu jafnt og þétt. Viðurkennir Deevy nú að á sex árum hafi hann haft út úr tryggingunum alls um 36 þúsund sterlingspund, eða nærri 12 millj- ónir króna. Þetta voru þægileg laun, þvf tryggingabætur eru skattfjrálsar, og Deevy lifði eins og kóngur. Sjálfur segir hann að hann hafi vanizt á ýmsa munaðar- vöru eins og vindla frá Havana, sem kostuðu hann 25 pund á viku, klæðskerasaumuð föt o.fl. Eitt sinn var hann hætt kom- inn, því lögreglukona kom heim til hans til að ræóa umsóknir um atvinnuleysisstyrki, sem margar social mmr vindli er dásamleg. (Þannig hugsar teiknari The Daily Telegraph sér móttökurnar hjá trygging- unum). virtust ritaðar með sömu hendi. Honum tókst þó að sannfæra kon- una um að það gæti ekki verið. Loks komst upp um Deevy, og f fyrri viku var hann dæmdur til sex ára fangelsisvistar. Honum fannst dómurinn þungur og segir að réttara væri að nýta kunnáttu hans og þekkingu með þvf að láta hann um breytingar á trygging- unum, sem komi í veg fýrir sams konar afbrot f framtfðinni. Derek Deevy Olympíuskákmótið í Israel: íslendingar sitja heima STJOKN Skáksambands (slands samþykkti á fundi sfnum 15. júlí s.l. að tilkvnna FIDE (alþjóða- skáksambandinu) og Skáksam- bandi Israels, að island myndi ekki taka þátt f Olympiuskákmót- inu að þessu sinni, jafnframt þvf sem hún harmaði þau pólitfsku átök, sem orðið hafa f sambandi við mótið. Aðalstefnumál núverandi stjórnar S.Í., er að efla og byggja betur upp skáklífið hér innan lands, sérstaklega út á lands- byggðinni, m.a. með því að auka skáktengsl milli byggðarlaga, og jafnframt því að gefa okkar efni- legustu skákmönnum tækifæri til þátttöku i mótum og æfingabúð- um í nágrannalöndunum. Með því að ekki er hægt að gera alla hluti i einu, telur stjórn S.í. að það sé óráðiegt að kippa stoð- unum undan knöppum fjárhag Skáksambandsins, með því að senda þátttökusveit i kostnaðar- samt ferðalag á Ólympíuskákmót- ið í Haifa í ísrael nú í haust, en slík mót eru haldin á 2ja ára fresti. Þá telur stjórnin það nokkurn ábyrgðarhluta að stuðla að ferð- um manna á þessar slóðir, jafnvel i andstöðu fjölskyldna þeirra eða foreldra, með tilliti til þess ófrið- arástands sem nú rikir fyrir Mið- jarðarhafsbotni, en Haifa er skammt frá landamærum ísraels og Libanons, auk þess sem komið hefur fram að okkar sterkustu skákmenn eru lítt hrifnir af áð tefla á þessum slóðum eða geta Hollend- ingur sýn- ir í S.Ú.M. I GALLERÍ S.tJ.M. við Vatnsstíg stendur nú yfir sýning á verkum eftir Hol- lendinginn Kees Visser. Verkin, ljósmyndir, teikn- ingar og textar, hefur hann öll unnið á s.l. ári. Þetta er fyrsta einkasýning Kees Vissers, en hann hefur áð- ur tekið þátt í samsýning- um í Hollandi. Sýningin er opin alla daga á milli 16.00—22.00 fram til 31. júlí. Hollendingurinn Kees Visser við eitt verka sinna. ekki komið þvi við af ýmsum ástæðum. Við þetta bætist ennfremur að varla verður sagt að motð fari fram i neinum sérstökum Ölym- píuanda, þar sem sterkasta skák- þjóð heims, Sovétríkin, hefur neitað að taka þátt I mótinu, og líklegt að nokkrar austantjalds- þjóðir fari að dæmi þeirra. Þá efna arabalöndin til sérstaks Ólympíumóts i Líbiu á sama tima, tii að andæfa mótinu i israel. Þvi er ljóst að hér verður ekki um fullgilt Ólympíumót að ræða, seg- ir að lokum í fréttatilkynningu frá Skáksambandinu. Jóhanna sýnir í Eyjum JÓHANNA Bogadóttir listmálari opnar sýningu á verkum sínum, 30 grafikmyndum, í Félagsheimil- inu í Vestmannaeyjum kl. 3 n.k. laugardag. Sýning Jóhönnu verð- ur opin í fjóra daga, en þetta er fjórða sýning hennar í heimabæ sínum, Vestmannaeyjum. 1 vor og sumar hefur Jóhanna einnig sýnt I Reykjavík og á tveimur stöðum úti á landi. Þá tekur hún þátt í alþjóðlegum grafiksýningum og um árabil hefur hún sýnt á sam- sýningum hér heima og erlendis. r I varðhaldi á Keflavíkurvelli: Grunur um smygl á hljómtækjum og áfengi KARL og kona bæði banda- rísk sitja nú í gæzluvarð- haldi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli, grun- uð um að hafa smyglað all- miklu af hljómburðartækj- um og áfengi út af Kefla- víkurvelli. Það var síðdegis á sunnu- dag, sem skötuhjúin voru handtekin eftir húsrann- sókn hjá þeim. Að sögn Ólafs Hannessonar, full- trúa lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli fund- ust heima hjá þeim ýmiss konar hljómburðartæki og áfengi, fram yfir það sem eðlilegt er að fólk noti á heimili sínu. En þar sem rannsókn málsins er enn á frumstigi sagði Ólafur að ekki væri hægt að segja neitt um hvort hér væri um stórfellt smygl að ræða og hve lengi hjúin hefðu stundað þessa iðju sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.