Morgunblaðið - 22.07.1976, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLI 1976
Gengur á ýmsu í
knattspyrnunni
Brian Goddell frá Bandaríkjunum fagnar sigri í 1500 metra skriðsundinu í fyrrakvöld. Símamynd AP.
Sundkeppnin í fyrrakvöld:
ÞRJU HEIMSMET SETT
I KNATTSPYRNUKKPPNI
Olympluleikanna hefur gengið á
vmsu, en fjarvera ríkja, sem unn-
ið höfðu sér rétt til þátttöku í
lokakeppninni, hefur gert keppn-
ina svipminni en annars hefði
orðið.
Keppt er í fjórum riðlum, en í
þremur riðlum eru aðeins þrjú
lið, þvi Afrikuriki drógu sig út úr
keppninni af ástæðum sem öllum
eru kunnar. Hefur þctta sett
keppnina dálítið úr skorðum. Eru
liðin 13 í stað 16 eins og verið
hefði, ef allt væri eölilegt. 1 A-
ríðlinum leika Brasiliumenn,
Sþánverjar og Austur-Þjóðverjar
og er hörð barátta um tvö efstu
sætin, sem tryggja áframhald í
milliriðla. Brasilia og Austur-
Þýzkaland gerðu jafntefli 0:0 í
fyrsta leiknum og á þríðjudags-
kvöld sigruðu Brassarnir Spán-
verja 2:1, og eru liklegir áfram í
úrslitin. í austur-þýzka liðinu eru
Guðmundur Sigurðsson:
Ætla að reyna
að krækja í eitt
stig fyrir ísland
Frá Agústi I. Jónssyni
í Montreal:
— ÉG Á 12. bezta árangur allra
keppenda í milliþungavigtinni
en ég veit að ég get betur og
stefni að þvi að lenda það ofar-
lega að Island hljðti a.m.k. eitt
stig í þessari Olympíukeppni,
sagði Guðmundur Sigurðsson
þegar fréttamaður Mbl. hitti
hann að máli ( Olvmpíuþorp-
inu.
Guðmundur á að keppa á
sunnudaginn og hann hefur æft
reglulega þá daga, sem hann
hefur dvalið hér i Montreal. —
Ég er í betra formi en nokkru
sinni, sagði Guðmundur, og ég
veit að ég að að geta bætt árang-
uf minn verulega. Ég tek enga
áhættu og ætla að byrja á
þyngdum, sem ég á að vera ör-
uggur með. Ég get ekki verið
annað en bjartsýnn á góðan ár-
angur, sagði Guðmundur að
lokum.
Lyftingar
LYFTINGAR eru á dagskrá
Ólympíuleikanna á hverjum degi,
en til að byrja með er keppt í
léttari vigtunum, sem ekki vekja
eins mikla athygli og þyngri vígt-
irnar. í fyrrakvöid varð Rússinn
Nikolai Kolesnikov Ólympíu-
meistari í fjaðurvigt (60 kg) með
því að iyfta samtals 285 kg. í
jafnhöttun setti hann nýtt heims-
met i aukatilraun, 161,5 kg.
Á mánudagskvöld var keppt í
léttvigt og þar hlaut Búlgarinn
Norai Nurikian gullið, lyfti sam-
tals 262,5 kg, sem er heimsmet.
Hann snaraði 117,5 kg og jafn-
hattaði 145 kg, sem er hvort-
tveggja heimsmet.
margir kunningjar íslenzkra
knattspyrnuáhugamanna frá þvi
liðið kom til íslands i fyrrvor og
tapaði sællar minningar. Þjóð-
verjar leika gégn Spánverjum í
kvöld, og fæst þá úr þvi skorið,
hvort liðið verður samferða Brasi-
líumönnum í undanúrslit.
I B-riðlinum bendir allt til þess
að Frakkar sigri, en þeir unnu
Mexico 4:1 i fyrsta leiknum. Isra-
el gerði á sama tíma jafntefli við
Guatemala 1:1, en hvorugt þess-
ara liða þykir liklegt til stórræða.
í C-riðli rugluðu Kúbumenn alla i
ríminu með því að gera jafntefli
við Fólverja 0:0 i fyrsta leiknum,
en síðan töpuðu þeir fyrir Iran
1:0, og var helzt ástæðan sú, að
íranski markvörðurinn þótti sýna
undraverða markvörzlu. Voru
Kúbumenn sterkari aðilinn. Pól-
land og Iran leika saman í kvöld
og verða Pólverjar að ná a.m.k.
jafnefli til að komast áfram í
milliriðla ásamt Iran.
I d-riðlinum getur fátt komið i
veg fyrir sigur Sovétmanna. Þeir
unnu Kanada 2:1 i fyrsta ieiknum
og komu Kanadamenn á óvart.
Veittu þeir mun meiri mótspyrnu
en búizt var við, en Sovétmenn
eru taldir vera með sterkasta lið
keppninnar.
Danir úr leik í
handknattleiknum
NOKKRIR leikir fóru fram
friðlakeppni f handknattleiks-
keppni Olympfuleikanna f fyrra-
kvöld, og urðu úrslitin þessi:
Júgóslavía—Danmörk
25:17(13:5)
V-Þýzkaland—Japan 19:16(11:5)
Soýétríkin—Kanada 25:9(12:5)
Tékkóslóvakía—Túnis
21:9(10:3)
Rúmenía—Bandarík-
in 32:19(16:8)
Pólland—Ungverjaland
18:16(9:7)
Fyrstu þrfr leikirnir voru i A-
riðli, en seinni þrír i B-riðli. Tvö
lið komast áfram úr hvorum riðli.
Ljóst er að Júgóvlavía, V-
Þýzkaland og Sovétríkin berjast
um sætin tvö i A-ríli og Tékkó-
slóvakía, Rúmenía og Pólland í
B-riðii. Frændur vorir Danir eru
hins vegar úr leik.
Frá Agústi I. Jónssyni,
fréttamanni Mbl. í Montreal:
ÞORDÍS Gfsladóttir er yngst ís-
lenzku keppendanna á Olympíu-
leiktinum og hún er einnig yngsti
keppandinn f hástökki kvenna,
sem fram fer á mánudaginn. Og
það sem meira er, hún er að öll-
um Ifkindum yngsti keppandinn f
frjálsum fþróttum á Olympfuleik-
unum, en það hefur þó ekki feng-
ist staðfest. Þórdfs Gfsladóttir er
15 ára gömul og var f 2. bekk
lllfðaskóla f vetur. Hún keppir nú
f þriðja skipti á erlendri grund,
fyrst keppti hún f Kalottkeppn-
inni f Tromsö í fyrra, síðan á
Andrésar-Andar leikunum í Sví-
þjóð og þaðan lá svo leiðin á Ol-
vmpfuleikana f Montreal.
Blaðamaður Mbl. hitti Þórdisi
sem snöggvast að máli í Olympiu-
þorpinu á þriðjudaginn. Við sett-
Frá Ágústi Jónssyni,
fréttamanni Mbl. í Montreal:
í HVERT skipti sem nýtt heims-
met sér dagsins Ijós f sundkeppni
Olvmpfuleikanna stynja menn
upp hve ótrúlega mikið sé hægt
að bæta sig f þessari eða hinni
greininni. Stunurnar eru orðnar
æði margar þvf heimsmetin fjúka
f flestum greinunum og tfmarnir
eru orðnir ótrúlega góðir. Um og
upp úr miðnætti á þriðjudags-
kvöld var keppt til úrslita f þrem-
ur sundgreinum. Tveir Banda-
ríkjapiltar og ein stúlka frá Áust-
ur-Þýzkalandi hrepptu gullin og
öll settu þau ný heimsmet, auðvit-
umst á bekk við eina götuna og
framhjá gengu íþróttamenn frá
ýmsum löndum. í miðju viðtalinu
sagði Þórdís á sinn rólega hátt:
,,Þarna er Dwight Stones, heims-
meistari í hástökki. Ég var að
horfa á hann í morgun og það var
spennaijdi enda þótt hann væri
bara á æfingu og felldi oft,“ sagði
Þórdís. Við kölluðum á Stones og
ræddum smávegis við hann. Var
Stones hinn alúðlegasti og var
auðsótt mál að fá mynd af þeim
saman Þórdisi og Stones, yngsta
keppandanum í greininni og
heirnsmeistaranum.
Þórdfs meiddi sig lítillega á æf-
ingu á laugardaginn en hún hefir
síðan farið í nudd .og geisla til
eins læknanna í Olympíuþorpinu
á hverjum degi. „Þeir segja að
það hafi farið vatn milli liða og
Brian Goodell, 17 ára Banda-
ríkjapiltur, sigraði i 1500 metra
skriðsundi eftir skemmtilega
keppni við landa sinn Bobby
Hackett og Ástralíumanninn
Steve Holland, sem átti metið í
greininni.Holland þessi hefur
gengið undir nafninu „súper fisk-
urinn" en ekki veit ég hvernig sú
nafngift er tilkomin. En hvað um
það, svona langt sund getur verið
ótrúlega skemmtilegt þegar
keppnin er eins jöfn og raun varð
á í þessu sundi. Hackett hafði
forystuna framan af en síðan
breyttist röðin og Goodell kom f
mark fyrstur á nýju meti 15,02,40
mfnútur, Hackett var á 15,03,91
þetta verði orðið gott þegar ég á
að keppa,“ sagði Þórdís. „Og það
vona ég svo sannarlega þvf ekki
veitir mér af til að komast yfir
byrjunarhæðina. Ég hef bezt
stokkið 1,73 metra en byrjunar-
hæðin á Olympíuleikunum er 1,70
metrar."
Að lokum spurði ég Þórdisi að
því hvernig henni hefði fundizt
að vera meðal hinna 8000 fþrótta-
manna á Ólympiuleikvanginum
við setningarathöfnina. Sagði
Þórdfs að það hefði verið stórkost-
legt, og hún ætti varla orð til að
lýsa þvi. — Flottast fannst mér
þegar komið var með olympíueld-
inn inn á völlinn, þegar þau tvö
hlupu upp á pailinn og sneru sér
sfðan að öllum áhorfendum áður
en þau kveiktu eldinn í stóra ker-
inu,“ sagði Þórdís Gisladóttir.
mínútu og Hoiland fékk tímann
15,04,66. Allir syntu þeir undir
gamla metinu. „Ég^er þess full-
viss, að ég á eftir að brjóta 15
minútna múrinn áður en langt
um líður," sagði Goodell eftir
sundið. Það eru vfst orð að sönnu,
á Ólympiuleikunum i Munchen
var sigurtíminn 50 sekúndum lak-
ari en hjá Goodell.
I 100 metra bringusundinu
fengu Bandaríkjamenn enn einn
gullpening. John Hencken sigraði
á nýju heimsmeti 1,03,11 mínút-
um en hann átti sjálfur eldra met-
ið 1,03,62 sett í undanúrslitunum
fyrr um daginn. Bretinn Wilkie
hreppti annað sætið á stórgóðum
tfma 1,03,43 og þar með bætti
hann sinn fyrri árangur stórlega,
en honum náði Wilki i Laugar-
dalslauginni fyrir nokkrum árum
í landskeppni Breta og íslend-
inga! Þriðji varð svo Sovétmaður,
Arvidas Iuozaytis að nafni á tfm-
anum 1,04,23 mfnútur. Er þetta í
fyrsta skipti sem Sovétmenn kom-
ast á blað f sundinu f sundkeppn-
inni í Montreal.
Þriðja heimsmetið þetta kvöld
og kannski það glæsilegasta af
öllum kom i 400 metra skriðsundi
kvenna. Petra Thuemer frá Aust-
ur-Þýzkalandi synti á 4,09,89 mín-
útum og hreppti gullið, en gamla
metið var 4,11,69 mínútur. Shir-
ley Babasoff mátti gera sér að
góðu annað sætið á 4,10,46 mínút-
um og þriðja varð kanadiska
stúlkan Shannon Smith á 4,14,60.
Var. þessari 14 ára stúli ákaft
fagnað af löndum sfnum og ætlaði
látunum aldrei að linna. Þetta er
ekki hennar bezta grejn og vænta
Kanadamenn jafnvel enn eðlari
málms henni til handa f 800 metra
skriðsundinu.
Þórdís er líklega yngstí
frjálsí þróttakeppandinn á OL