Morgunblaðið - 22.08.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1976
3
HÓPREIÐIN YFIR AMERtKU
— Eins og fram hefur komið f
fréttum stendur nú yfir hóp-
reið á hestum yfir þvera
Amerfku f tilefni 200 ára af-
mælis Bandarfkjanna nú f sum-
ar. ístenzkir hestar taka þátt f
hópreiðinni og eins og fram
hefur komið f frásögnum Gunn-
ars Bjarnasonar ráðunauts f
Mbl., hafa fslenzku hestarnir
staðið sig mjög vel f þessari
reið, sem reynir mjög á þol
hestanna. Morgunblaðið hefur
aflað sér meðfyfgjandi myndar
frá Bandarfkjunum og sýnir
hún Ursúlu Beckar koma fyrsta
f mark við Chimny Rock á
Hrappi frá Garðsauka. Og eins
og vera ber hefdur hún á fs-
lenzka fánanum f markið.
Þennan dag fékk Ursúla silfur-
merkið, sem hver sigurvegari
fær daglega.
Stór myndlistarsýn-
ing 1 íþróttaskemm-
unni á Akureyri
Akureyri 21. ágúst.
FJÓRIR akureyrskir myndlistar-
menn gangast fyrir mikilli mynd-
listarsýningu sem opnuð verður f
fþróttaskemmunni kl. 16 f dag.
Sýningin er tvfþætt, annars vegar
sýning fjörutfu og átta pólskra
veggspjalda (plakata), en hins
vegar sýning á hundrað og f jórtán
málverkum, teikningum og svart-
litarmyndum eftir fimmtfu
fslenzka málara.
íslenzku myndirnar eru fengn-
ar að láni á sýninguna frá yfir 20
einstaklingum á Akureyri, sem
vikust mjög góðfúslega við að ljá
myndirnar en 17 myndir eru úr
málverkasafni Menntaskólans á
Akureyri og Menningarsjóðs
KEA. Elzta myndin er frá því um
aldamót eftir Eyjólf Eyfells, en sú
yngsta fárra ára gömul. Málverk-
unum verður raðað í aldursröð í
stórum dráttum, en hlutfallslega
mörg eru eftir hina eldri meistara
í listinni, eins og Ásgrím, Kjarval,
Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug
Scheving og Jón Engilberts, en
einnig eftir unga málara. Sýning-
in verður opin til 29. ágúst kl.
14—22.30 um helgar, en aðra
daga kl. 20—22.30. Sv. P.
Minnisvarði um Inga T. Lárus-
son afhjúpaður á Seyðisfirði
MINNISVARÐI um Inga T.
Lárusson tónskáld verður af-
hjúpaður á Seyðisfirði klukkan
14 á fimmtudaginn. Sá dagur er
afmælisdagur Inga og f ár eru
liðin 30 ár frá andláti hans.
Minnisvarðinn er gerður af
Sigurjóni Ólafssyni myndhöggv-
ara og hafði hann f huga ljóð
Þorsteins Valdimarssonar um
Inga, þegar hann gerði myndina.
Minnisvarðinn er gefin af aust-
firzkum átthagafélögum og vin-
um og aðdáendum tónskáldsins.
Olfuverzlun íslands og
Olfufélagið hafa að und-
anförnu verið að skipta
um tanka f Stykkishólmi
og um síðustu helgi voru
4 tankar fluttir suður á
miklum þungaflutninga-
bflum — eins og sést á
meðfylgjandi mynd
Norskum fiski-
mönnum fækkaði
um 45%
A ÁRUNUM 1960—1971 fækk-
aði norskum sjómönnum sem
höfðu fiskveiðar að aðalatvinnu
um 45 af hundraði, þannig að
árið 1971 voru þeir aðeins
24.722. Þrátt fyrir þessa fækk-
un f stéttinni benda tölfræði-
legar skýrslur til þess, að end-
urnýjun f stéttinni sé nokkuð
góð, og sé ekki annað að sjá en
að ungt fólk sæki f þessi störf.
Nákvæmar athuganir hafa
verið gerðar á þessu sviði, og
benda þær til nokkurrar sér-
stöðu sjávarútvegs gagnvart
öðrum atvinnugreinum. Þannig
liggur fyrir, að um helmingur
allra fiskimanna eru úr hinum
afskekktu og dreifðu byggðum
Noregs, þar sem einungis sjö
hundraðshlutar landsmanna
eru búsettir, og árið 1971
bjuggu 54 af hundraði allra
fiskimanna í þremur nyrztu
byggðarlögum landsins.
Um 40 af hundraði fiski-
manna í Noregi búa í 50 sveitar-
félögum sem byggja afkomu
á áratug
sfna að mestu á sjávarútvegi. I
heild eru sjómenn, sem hafa
fiskveiðar að aðalatvinnu, síður
gefnir fyrir búferlaflutning en
aðrar stéttir þjóðfélagsins, og
einungis 17 af hundraði þeirra
hafa fengið starfsmenntun, en
af öllum Norðmönnum hafa
hins vegar um 42 af hundraði
hlotið menntun eða þjálfun f
sambandi við starf sitt.
Búseta virðist hafa lftil áhrif
á aldurs- eða tekjuskiptingu
fiskimannanna. Tekjur þeirra
virðast mjög misjafnar, og ráð-
ast einkum af stærð fiskiskipa
og veiðiaðferðum. Mestar eru
tekjur þeirra, sem eru á aldrin-
um 25—39 ára, og árið 1971
voru meðaltekjur fiskimanna
25.100 norskar krónur á ári, eða
sem nemur 830 þús. íslenzkra
króna á ári, en meðaltekjur
karla voru það ár 30.600 norsk-
ar krónur, eða um 1 milljón og
20 þús. ísl. kr. en í landbúnaði
voru meðaltekjur sama ár
22.100 krónur á ári, eða um 730
þús. ísl. kr. á núverandi gengi.
Einn glaSværasti staSur Evrópu.
Næsta brottför 27. ágúst — Fðein sæti iaus.
UMMÆLI FARÞEGA I ágúst 1976
VÍ8 hjónin höfum aldrei fengið jafn mikið fyrir
jafnlltið af peningum. Við höfum aldrei skemmt
okkur jafn vel, það hefur aldrei verið stjanað jafn
mikið við okkur . . .
FUENGIROLA
Næsta brottför 30. ágúst.
Fáein sæti laus.
TORREMOLINOS
Brottför 29. ágúst — Uppselt
Brottför 5. sept. — Uppselt
Brottför 25. ágúst
Uppselt
Brottför 1 sept.
fáein sæti laus
Brottför 8. sept
laus sæti
AUSTURSTRÆTI 17
Ferðaskrifstofan