Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1976 Hvaða hug- verkum œtla þeir að sinna nœstu sex mánuði? SEXTÍU og sjö rithöfundar fengu á dögunum starfslaun úr Launasjóði rithöfunda. Voru launin veitt mest til sex mánaða og fengu ellefu höfundar þau laun. Rithöfund- arnir sextiu og sjö munu taka laun skv. byrjunarlaunum menntaskólakennara. Bjarni Vilhjálmsson, einn úr stjórn Launasjónsins, sagði Mbl., að þau væru nú rétt um eitt hundrað þúsund krónur á mánuði. Mbl. leitaði eftir því við ellefumenningana, að hvaða verkum þeir hafa hugsað sér að starfa meðan þeir njóta launa þessara. Ekki tókst að ná í Þorstein frá Hamri og Jökul Jakobs- son, en sá síðarnefndi er erlendis. Einar Bragi. Einar ól. Sveinsson. vík. Hið fjórða, „Kynslóð kalda stríðsins", kom út í fyrra, en þetta fimmta bindi mun koma að ári, ef vel gengur og mun ná til ársins 1958. Ég stefni að því að bindin verði sam- tals sex. Ég gleðst yfir því að hafa fengið starfs- launin en hefði ella lík- lega þurft að hætta við verkið. Nína Björk Árnadóttir — Ég er að skrifa þrjá einþáttunga, tvo fyrir leikara og einn fyrir leik- brúður. Þeir eru raunsæ- ir með ljóðrænu ívafi. Þeir eru um stéttamis- þessum tíma, en ég hef fullan hug á því að vinna af kappi eins og ég hef gert og ég hef fullan hug á þvi að halda enn um hríð áfram að tóra. Mér finnst það afar mikið traust að nefndin skyldi láta mig njóta þessara launa. Ég vonast til að ljúka þessum verkefnum, sem ég hef í huga fyrir næsta haust, en allt tekur þetta sinn tíma eins og gengur. Vésteinn Lúðvfksson — Ég er að skrifa skáldsögu. Meira vil ég ekki um það segja að svo komnu máli. Guðmundur G. Hagalfn. Jðhann H jálmarsson Jökull Jakobsson. Thor Vilhjátmsson. Vésteinn Lúðvfksson. Einar Bragi: — Ég sótti um launin náttúrlega fyrst og fremst til ljóðagerðar. Og í öðru lagi sótti ég um launin til að ljúka við annað bindi af Eskju sem ég er með í smíðum. Og í þriðja lagi er að koma út bók sem ég hef þýtt, barnabók eftir norskan höfund, Knut Ödegaard. En aðalverk mitt verður að vinna að þessu öðru bindi Eskju. Ég hef verið að vinna að því síðan um áramót og ætla að reyna að ljúka þvi á þessu ári, ef ég get. Jóhann Hjálmarsson — Til aö geta lokið við nýja ljóðabók, nokkurs konar dagbók, sem fjall- ar einkum um næsta um- hverfi. Einnig hyggst ég vinna að ljóðaflokki um samtímaefni. Einar Ólafur Sveinsson — Það er fljótsagt að það sem ég ætla mér að vinna að er framhaldið af íslenzkum bókmenntum í fornöld. Út er komið eitt bindi, en svo hef ég lent í ýmsum skriftum, sem kölluðu að eins og til dæmis, „Löng er för“, um samband keltneskra þjóða og Norðurlanda- þjóða. Það er þó nokkurt kver. Bókin mín um ísl. þjóðsögur hefur verió þýdd á ensku og í sam- bandi við útgáfu hennar var töluverð vinna og raunar hálfgerð endur- skoðun eins og vill bera við, þegar unnið er að slíku verki. Þetta hefur sem sagt tafið fyrir mér, en nú ætla ég að reyna að bægja frá mér öllum skriftum nema þessu eina. Ekki mun ég ljúka því verki á hálfu ári, en reyni að sjá hversu mér miðar áleiðis. Hannes Sigfússon — Ég mun vinna að ljóðagerð og stefna að út- gáfu Ijóðabókar í fyllingu tímans. Jón Óskar — Það er fimmta bind- ið af verki mínu um menningarlífið í Reykja- Nfna Björk Árnadóttir. mun og básasystem og óttann við að hafa skoðun og vera öðruvísi. Guðmundur Gíslason Hagalfn — Ég held áfram með ævisöguna mína og auk þess vinn ég að gerð ævi- sögu vestfirzks athafna- manns, sem ég nafn- greini ekki að svo stöddu. Ég veit nú ekki hvað ég kemst langt meó þetta á Jón Óskar. Thor Vilhjálmsson — Þessar stundirnar er ég á kafi í að koma saman skáldverki og vona ég fari að sjá fyrir endann á því. Þá bíða mín mörg verkefni sem ég þarf að vinna að, ég hef drög að fjöldamörgu. Ég er dálitið ragur við að tala um svona fyrirfram, en ég ætla að reyna að skrifa annað prósaverk. Hannes Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.