Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1976
13
Valdhafar
— auðstétt
Myndaröð
Sigurðar Þóris
Myndiisl
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
I Galerie SUM stendur nú yfir
hin furðulegasta sýning ungs
listamanns, þar sem lýst er við-
horfum til valda- og auðmanna á
tslandi og Bandaríkjanna og
koma C.I.A. og Nato þar ríkulega
við sögu.
Ungi maðurinn, er heitir Sig-
urður Þórir Sigurðsson (f. 1948 í
Reykjavík), mundar sannarlega
ekki pentskúf sinn í því augna-
miði að gera þessa menn sem álit-
legasta. öll eru andlitin skugga-
leg og i lítt aðlaðandi grænum
litaskala, sem er hinn sami á
öllum andlitunum, án tillits til
húðarlitar þeirra eða yfirbragðs
að öðru leyti. Minnir þetta á lit
þann er teiknarar nota iðulega i
myndraðir sinar (comic strip)
þegar þeir vilja gera ófreskjur
sem allra óhugnanlegastar. Eins
og að likum lætur fylgir þessari
sýningu ýmislegt á prentuðu máli
„til íhugunar fyrir sýningargésti“
auk ritlings sem seldur er á kr.
100 við innganginn (Samfylking
um Alþýðumenningu. — Stefnu-
skrá). Eru þetta einu útgjöldin er
skoðandinn þarf að óttast þar eð
ókeypis er inn á sýninguna og er
þetta óvenjulegur höfðingja-
skapur með tilliti til kostnaðar við
að setja upp sýningu, vinnu-
stundir fyrir framan trönurnar og
efnisútgjalda, auk gæzlu
sýningarinnar, en hana annast
listamaðurinn sjálfur. Bein
sýningarskrá er engin en vegg-
spjald „plakat" er til sölu á
staðnum og „íhugunina“ fær
maður ókeypis.
Sýningin er sett upp sem um-
hverfislist, „environments", sem
þýðir að áherzla er lögð á heildar-
áhrif en ekki einstök verk, enda
er ekkert verkanna til sölu.
Þannig er timbursagi dreift á
gólfið meðfram myndröðinni allri
og koma þar fram blóðslettur,
sem að sjálfsögðu eiga að auka á
hrollvekjuna. í bakgrunni hvers
andlits getur að lita kjötskrokka,
sem eru stimplaðir „Central
Intelligence Agency" (CIA)
Sigurður Þórir fyrir framan tv*r myndir á sýningu sinni f Galerie
SUM.
— Ljóst er af þessari
upptalningu hvaða skoðanir hinn
ungi maður setur hér fram og
honum verður ekki gerð upp ást
til þeirra ráðamanna sem hér eiga
í hlut og hann leggur að jöfnu. En
það verður einnig ljóst að Sig-
urður Þórir, sem ennþá er við
listnám, á langt i land til að ná þvi
valdi á tjáningarmiðli sinum að
slik framsetning nái tilætluðum
áhrifum á skoðendur. Hér eru að
sjálfsögðu undanskildir skoðana-
bræður hans, — en ég vil þó
minna á að gott handbragð og
fágað hugarfar er kjörsvið allrar
alþýðumenningar.
Taumlaus ádeila missir jafnan
marks og reynist hverju máli til
óþurftar, sbr. „hver sem óvin ber
á bál, mun biða tjón I eigin sál“.
Væri næsta fróðlegt áð fá
upplýst hvernig Sigurður Þórir
hugsar sér útópíu sina og þá
breiðfylkingu er á að frelsa
heiminn og þá framsett á öflugu
myndrænu táknmáli. Kraftur og
tækni eru sterkustu öflin að baki
allra hugsjóna, og má sannarlega
deila þeim vilja með Sigurði að
mennta sem flesta á sviði lista og
fræóa til aukinnar lífsfyllingar.
— En er það ekki athyglisverð
þversögn, að þeir er tefla al-
þýðunni mest fram sem fánaberar
hennar, — að einmitt þeir hinir
sömu einangra menninguna
fyrstir manna, — „til framdráttar
hagsmunum sinum".
— Sýning Sigurðar er fyrir
sumt áhugaverð sem
„environments", — andlitin eru
sjaldnast sérlega vel máluð, en
einna bezt kemst hann hér frá
Matthiasi Jóhannessen og M.
Mathiesen. Ég minnist hryllings-
kvikmyndar er ég sá í Khöfn eftir
Andy Wahrol i þrivídd og lit.
Höfuð, innyfli manna og hvers-
konar litt geðslegur ófögnuður
virtist svífa yfir höfðum manna,
— en þrátt fyrir allt var allur
hryllingurinn svo óraunverulegur
að gestir héldu á brott með bros á
vör og fer ég nærri að það hafi
sannarlega ekki legið fyrir lista-
manninum.
Bragi Asgeirsson.
ORÐ
í EYRA
Palli lystaskáld:
Undir
Askloki
skrepptu nú með mér I gaungutúr
uppeftir Islandinu góða
hryggbrjótum alla kúdrekka
norður við heimskaut
meðan ég ata þig orðum
kuldinn er I öllu
og æ enda afgamall jötunn
smellum 30000000 ára
eldborgarlsjökum
gegnum fiskholda hárbrúður
I lafafrökkum
allabadda rl
rækjuveiðibjöllur
gjalla með ólagsvlkurhreimi
á biluðum gormadlvani
flýtur riddari þángskóganna
um úfin höf
ritari gólf klúbbsins
sinnir kvenvörgum á
neikvæðum tlma
sólarhringdansins
bakvíð lás og slá pakkhúshalla
blður silla kón (kannski erún ðaðj
klýfur eld og regn
eldregn
og brennistein að sjálfsögðu
hvur vill ekki leggja mig til hliðar
kannski rauða túnglið
og þó
syndagjaldmælirinn á fullu
sprúnginn
og förumenn I leit að húsaskjóli
einsog I árdaga (jæja)