Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1976 15 ingirni og blindar ástríður", og ef atvinnustjórnmálamenn upp til hópa „eru brennheitir klafar á hálsi samfélagsins, sem hindrar það f að snúa höfði sfnu og hreyfa arma sína“, hvert eig- um við þá að beina sjónum okkar? Hvernig eigum við að koma á réttlátu og mannúðlegu þjóðfélagi? Að þessu vi-kur Solzhenitsyn aðeins í innskotum eða setur hugmyndir sfnar fram innan sviga án skýringa eða nákvæmari skilgreininga. Þó má ljóst vera af þessum stuttu athugasemdum hans, að Solzhenitsyn telur það sam- félag fullnægja bezt kröfunni um jafnrétti, „sem nýtur for- ystu manna með hæfileika til að beina athöfnum samfélags- ins inn á skynsamlegar braut- ir.“ Slíkir menn eru væntan- lega helzt verkfræðingar og vís- indamenn (verkamenn eru samkvæmt skoðun Solzhenitsyns einungis tækni- legt aðstoðarlið verkfræðinga við framleiðsluj.En hver mun axla þær byrðar að veita sam- félaginu siðræna forystu? Það blasir við í öllum röksemdum Solzhenitsyns, að hann telur enga stjórnmálakenningu þess umkomna, einungis trúarbrögð geti veitt samfélaginu siðræna leiðsögn. Aðeins trú á Guð geti verið grundvöllur mannlegs siðgæðis; aðeins þeim, sem voru einlæglega trúaðir menn, veittist auðvelt að umbera allar þjáningar ofsóknanna i þrælkunarbúðum og fangels- um. En þessar hugsjónir bera keim af draumsýnum og eru alls ekki frumlegar. Solzhenit- syn veitir öllum stjórnmála- mönnum eftirminnilega ráðningu fyrir þjónustu við lyg- ina. Hann hvetur réttilega alla Sovétborgara og einkum unga fólkið til þess að styðja ekki fals, að eiga enga samvinnu við blekkingaröfl. En það er ekki nóg að sýna fólki fram á blekkingar og falsanir hinna mismunandi stjórnmála- kenninga; það verður að boða því einhvern sannleika, það verður að láta sannfærast um réttmæti einhverra skoðana. Hvað sem öðru líður þá mun meirihluti Sovétborgara vera þeirrar skoðunar, að í trúar- brögðum sé ekki að finna sann- leikann og að trúarbrögð geti aldrei orðið hinn æðsti sann- leikur, og það er harla ólíklegt, að ungá fólkið á tuttugustu öld- inni muni leita leiðsagnar í trúnni á Guð. Hvernig ætla svo verkfræðingar og vísindamenn að höndla það hlutverk að stýra opinberum málefnum eða jafn- vel einungis efnahagsmálum án þess að gerast þátttakendur i stjórnmálum, heyja stjórnmála- baráttu? \ Jafnvel þótt allt þetta sé mögulegt, hvernig á að koma í veg fyrir að slíkt þjöðfélag spillist og hneigist að einræði tæknimanna. Og‘ myndi sú ráð- stöfun, að fela trúarbrögðum siðræna forystu ekki smám saman leiða til hins versta pre- látaveldis? Um ofsóknirnar 1937 ritar Solzhenitsyn: „Atburðir ársins 1937 voru e.t.v. nauðsynlegir til að sýna fram á hversu lítils virði heimsmynd þeirra er, heimsmyndin sem þeir fagnandi fylktu liði fyrir og gjörðu lýðum ljósa með þvi að umhverfa öllu Rússlandi, brjóta niður öll helztu vigi rússneskrar menningar og saurga helga staði.“ Það er auð- velt að geta sér til að hér talar Solzhenitsyn um marxisma. Sozhenitsyn hefur i þessu sam- hengi á röngu að standa. Það var ekki marxismi sem gat af sér villur stalínismans, og sigur yfir stalinisma mun hvorki marka endalok marxisma né visindalegs kommúnisma. Sol- zhenitsyn veit fullvel og lætur þess getið í öðru samhengi, að trúarlegar hugsjónir umbáru um tvö hundruð ára skeið öfgar og ofsóknir rannsóknar- réttarins, sem brenndi og pyntaði trúvillinga. Þessar hugsjonir Solzhen- itsyns höfða ekki til mín. Eg er fullkomlega sannfærður um að fyrr en síðar mun þjóðfélagið grundvallast á samblandi kommúnisma og lýðræðis, og að marxismi og vísindalegur kommúnsmi varði bezt veginn að réttlátu og mannúðlegu þjóð- félagi. Verkfræðingar og visinda- menn verða að gegna mikil- vægara hlutverki i þjóð- félaginu en þeir gera f dag. En slík þátttaka þarf ekki að úti- loka visindalega skipulagða forystu stjórnmálamanna. Al- gjör forsenda slikrar forystu er afnám forréttinda forystu- manna (rikisstjórnar og flokks), skynsamleg takmörk- un valds, sem víðtækust sjálf- stjórn, aukið vald sveitar- stjórna, aðskilnaður löggjafar- valds, dómsvalds og fram- kvæmdavalds, takmarkaðar tímabundnar pólitiskar stöðu- veitingar, fullkomið tjáningar- og trúfrelsi, þar með að sjálfsögðu frelsi til ástunda trúræni og skipta um trúar- brögð. frelsi almennra borgara til að stofna félög og samtök óháð stórnmálaskoðunum við- komandi borgara, frjálsar kosningar með jafnan rétt til kjörgengis fyrir alla frambjóð- endur og alla flokka. Aðeins slikt samfélag þar sem enginn maður arðrænir annan og öll meiriháttar fram- leiðslutæki eru allsherjareign, getur óhindrað tryggt framfar- ir mannkyni og einstaklingum til handa. Svo lengi sem ekki er fyrir hendi ósvikið lýðræði sam- tvinnað kommúnismanum i þessu landi, þá munu fram- farirnar láta á sér standa, vera einhliða og afskræmdar. Þá munu einungis sjaldan andleg- ir jötnar eins og Solzhenitsyn koma fram á meðal þjóðar- innar. Fyrir handtökuna leit Solzhenitsyn á sjálfan sig sem marxista. Eftir að hafa gengið i gegnum þá hörðu reynslu, sem hann lýsir svo miskunnarlaust og trúverðuglega i Gulag- eyjaklasanum missti hann trúna á marxisma. Það á hann við sina eigin samvizku og sann- færingu. Öli einlæg sinnaskipti ber að virða og sýna skilning. Solzhenitsyn afhjúpaði engan og sveik Aigan. í dag er Solzhenitsyn andhverfur marxisma og fer hvergi í laun- kofa með það. Marxismi mun ekki liða undir lok þótt einn af fyrr- verandi stuðningsmönnum hans snúi við honum baki. Ég er sannfærður um að það sem marxismanum ávinningur að eiga orðastað við andmælanda á borð við Solzhenitsyn. Það er a.m.k. meira virði fyri marxisma að hitta fyrir and- stæðing eihs og . Solzhenitsyn heldur en eiga sér „talsmenn" eins og Sergei Mikhalov eða Aleksandr Chakorskii. „Vís- indaleg" hugmyndafræði sem verður að þröngva upp á fólk með valdi eða hótunum um valdbeitingu, mun litils virði. Sem betur fer ætti sannur vís- indalegur kommúnismi ekki að þurfa á því að halda. (27. janúar, 1974) KUREKAHLIÐ Breiddir: 76, 81 og 91 cm. HURÐIR hf. Skeifan 13 Gunnar Ásgeirsson hfAkureyri Verzl. Brimnes, Vestmannaeyjum íþróttafélagió Gerpla fimleikadeild Æfingar byrja 1 . sept. í Kópavogsskóla. Kennt verður: Áhaldafimleikar stúlkna og drengja. Djassleikfimi unglingafl. kvennafl. Framhaldsnemendur hafið samband sem fyrst. Innritun i síma 4201 5 — 41318 — 43782. 25— 100 sin Wött verð: 50.528.— 11 Vz" X 20" x 10" dýpt verð: 14.812. Kraftmagnari frá DYNACO 400 sinus Wött Ef þér leitið að hinum hreina tón, hlustið þá á DYNACO 400 \ V BUÐIRNAR NÓATÚNI^w. / SÍMI 23800, KLAPPARSTÍG 26, SÍMI19800 200 wött ,.nms" P«r fás @ 8 ohm 300 wótt ,.nms" perrás@4ohm 600 wött „rms" t mono 8 olUNaca i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.