Morgunblaðið - 22.08.1976, Page 16

Morgunblaðið - 22.08.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGÚST 1976 Keppendur í Reykjavíkur- skákmótinu 1976 A ÞRIÐJUDAGINN hefst í Hagaskóla 7. Reykjavíkur- skákmótið. Keppendur eru 16 að tölu, þar af 8 útlending- ar. Hér fer á eftir kynning á skákmönnunum, sem Taflfélag Reykjavfkur hefur látið Morgunblaðinu í té, ásamt myndum, en ekki tókst að útvega myndir af Bandarfkjamönnunum tveimur: Friðrik Ólafsson, fæddur 26. janúar 1935. Það er að bera í bakkafullan lækinn að fara að tíunda hér enn einu sinni afrek Friðriks Ólafssonar á skáksviðinu, svo kunn eru þau flestum íslend- ingum. Það verður þvl hér að- eins stiklað á stóru, því af svo mörgu er að taka. Friðrik var aðeins 15 ára þeg- ar hann sigraði í meistaraflokki á Skákþingi Norðurlanda, og þremur árum sfðar hreppti hann titilinn Skákmeistari Norðurlanda, þá aðeins 18 ára. Á Hastingsmótinu 1954—55 varð Friðrik heimsþekktur f einhi svipan. Þar náði þessi óþekkti unglingur frá Islandi 1. —2. sæti ásamt sovéska stór- meistaranum Korchnoi, en á undan þeim Ivkov og Taiman- ov. Sfðan kom einvígið við Pil- nik, þar sem Friðrik sigraði 5—1, og sfðan lá leiðin á svæða- mót 1957 og millisvæðamót 1958, þar sem Friðrik hafnaði í 5.—6. sæti og vann sér þar með rétt til þátttöku í 8 manna móti, en þar var keppt um réttinn til að skora á Botvinnik heims- meistara. Þar hafnaði Friðrik í 7. sæti. Friðrik var útnefndur stór- meistari 1958, er hann var að tefla á millisvæðamótinu f Port- oroz. Eftir þetta tefldi Friðrik vfða um heim og var árangur- ínn yfirleitt góður. Þar má nefna: Sigur á svæðamóti í Hol- landi og síðar í Tékkóslóvakíu, sigur á Reykjavíkurskákmóti 1966 og aftur 1972, 3.—4. sæti í Piatigoskymótinu f Bandaríkj- unum 1963, sigur í Wijk aan Zee 1976 ásamt Ljubojevic, 2. —3. sæti f Tallinn ásamt fyrr- verandi heimsmeistara Spassky og fleiri góðir árangrar, sem of langt mál yrði að telja hér upp. Nú sfðustu árin hefur Friðrik alveg helgað sig skákinni, og má ætla, að eitt af efstu sætun- um f þessu móti falli honum í skaut. Guðmundur Sigurjónsson. Fæddur 25. september 1947. Guðmundur Sigurjónsson hóf skákferil sinn ekki eins ungur og Friðrik Ólafsson, en tók skjótum framförum upp úr 1964 og sigraði í Skákþingi Is- lands f landsliðsflokki 1965. Var þetta upphafið að glæsileg- um ferli Guðmundar við skák- borðið. Guðmundur náði sér f !4 al- þjóðlegan meistaratitil á Reykjavíkurskákmótinu 1968, þegar hann hlaut 7V4 vinning af 14 mögulegum, og náði tiltlin- um alveg 1970, er hann sigraði mjög glæsilega í Reykjavíkur- skákmótinu, hlaut 12 vinninga af 15 mögulegum. Meðal þátt- takenda voru Matulovic, Padevsky, Ghitescu og Friðrik Ólafsson. Síðan gerði Guðmundur nokkurt hlé á taflmennsku, meðan hann var að ljúka prófi í lögfræði við Háskóla Islands,, en eftir það ákvað hann að fara út f atvinnumennsku í skák. Hann hefur teflt víða erlendis, og náði sér í stórmeistaranafn- bót á Hastingsmótinu 1974—75, er hann hafnaði þar í öðru sæti. Guðmundur hefur teflt á mót- um á Spáni, Kúbu, Rússlandi og staðið sig með miklum ágætum, og litlu munaði að hann kæmist í millisvæðamót, aðeins óheppni í sfðustu umferð svæðamótsins I Búlgaríu varð þess valdandi að hann sat eftir með sárt ennið. Guðmundur á, eins o’g Friðrik góðan möguleika á að ná sér f toppsæti á þessu móti. Hann teflir yfirleitt öruggt og yfir- vegað, og tapar sjaldan skák. Fróðlegt verður að fylgjast með honum í framtfðinni, því þegar Guðmundur kemst í rétta form- íð, er erfitt fyrir hvaða skák- mann sem er að eiga við hann. Björn Þorsteinsson. Fæddur 7. janúar 1940. Fyrsta meiriháttar sigur sinn vann Björn á haustmóti T.R. 1960, er hann varð skákmeist- ari félagsins. Árið eftir varði hann titil sinn glæsilega, hlaut 8!4 vinning af 9 mögulegum. Björn varð skákmeistari Reykjavíkur 1964 og vann allar skákir sfnar, 9 að tölu. 1967 varð Björn svo Skákmeistari Is- lands, er hann hlaut 754 vinning af 11 mögulegum, og síðan aft- ur 1975. Hann hefur einnig oft telft fyrir Islands hönd í Olympíu- mótum og öðrum alþjóðlegum keppnum, og keppti fyrir Is- lands hönd á svæðamótinu, sem haldið var hér f Reykjavík s.l. vetur. Björn getur verið harður keppnismaður, en það er eins og hann beri oft of mikla viðr- ingu fyrir mótherjanum, ef hann er af erlendu bergi brot- inn. Ef hann lagfærir þetta at- riði gæti hann hafnað ofarlega f mótinu. Gunnar Gunnarsson. Fæddur 14. júnf 1933. Gunnar Gunnarsson tefldi í fyrsta skipti f meistaraflokki i Taflfélagi Reykjavíkur 1953, en ári síðar varð hann skákmeist- ari félagsins og síðan aftur 1959, 1962 og 1971 deildi hann titlinum með Magnúsi Sól- mundarsyni. Árið 1966 varð Gunnar skákmeistari Islands. Gunnar hefur tvisvar tekið þátt í Ólympfuskákmótum fyrir Islands hönd, hið fyrra skiptið var í Leipzig 1960 og síðan aftur 1966, en þá var hann í hinni sigursælu sveit, sem tefldi á Kúbu undir forystu Friðriks Ólafssonar. Þetta er fjórða alþjóðlega skákmótið, sem Gunnar tekur þátt í hér á landi, hin fyrri eru Guðjónsmótið svokallaða 1956, Stórmót T.R. 1957, og V. Reykjavfkurskákmótið 1972. Þá er þess að geta, að Gunnar hef- ur teflt einu sinni á svæðismóti, f Vrnjaska Banja í Júgóslavfu 1967. Frá 1974 til vors 1976 gegndi Gunnar störfum sem forseti Skáksambands tslands og tók þvf af eðlilegum ástæðum ekki mikinn þátt í skákmótum. En á sfðasta skákþingi tslands vann Gunnar sér sæti f landsliði og hefur þvf skipað sér í raðir fremstu skákmanna landsins á nýjan leik. Haukur Angantýsson. Fædd- ur 2. desember 1948. Hæfileikar Hauks Angantýs- sonar á skáksviðinu komu fljót- lega í ljós og var greinilegt, að þar færi mikið skákmannsefni. Árið 1966 varð hann m.a. bikar- meistari Taflfélags Reykjavfk- ur, en síðan hélt hann til Þýska- lands til náríis og dvaldi þar í nokkur ár. Á þessum árum lét hann námið' ganga fyrir skák- inni, en eftir að hann kom heim aftur frá námi, hefur hann tek- ið til við skákina aftur og sýndi það á Skákþingi Islands s.l. páska, að hann hefur alls engu gleymt, en Haukur varð Is- landsmeistari, fékk 9 vinninga af 11 mögulegum. Skákstíll Hauks er mjög skemmtilegur yfirleitt teflt stfft til vinnings. Það ætti því enginn að vera svikinn af því að fylgjast náið með skákum Hauks á þessu móti. Helgi Ólafsson. Fæddur 15. ágúst 1956. Helgi Ólafsson er einn af þeirri kynslóð, sem Islendingar væntum svo mikils af f framtfð- inni. Hann er nýlega orðinn tvf- tugur, en hefur þegar áunnið sér hálfan alþjóðlegan meist- aratitil, en það gerði hann á sterku móti f Bandaríkjunum nú fyrir skömmu. Það er því til mikils fyrir hann að keppa á þessu móti, þar sem er hinn helmingur alþjóðlegs titils. Þegar því marki er náð þá er það alls ekki órafjarlægur draumur að Helgi fari að keppa að stórmeistaratitli. Helgi Ólafsson hefur verið mjög vaxandi skákmaður á síð- ari árum, m.a. komst hann í fyrra í úrslit í Evrópumeistara- móti unglinga og lenti þar í 5.—6. sæti af 10 keppendum. Helgi er núverandi skákmeist- ari Taflfélags Reykjavíkur og einnig núverandi skákmeistari Reykjavfkur. Tvö síðustu ár hefur hann einnig verið mjög nálægt þvf að vinna íslands- meistaratitil, en í bæði skiptin vantaði aðeins herslumuninn. Ingi R. Jóhannsson. Fæddur 5. desember 1936. Ingi R. Jóhannsson varð Reykjavfkurmeistari 1954, þá aðeins 18 ára og árið eftir tefldi hann f heimsmeistaramóti ungl- inga í Antwerpen og hafnaði í öðru sæti í B-flokki. Sama ár náði hann 3.—4. sæti á Skák-. þingi Norðurlanda f Osló. 1956 varð hann Islandsmeistari f fyrsta skipti, og siðan aftur 1958, 1959 og 1963. 1961 varð Ingi svo skákmeist- ari Norðurlands, og á alþjóð- lega Reykjavíkurmótinu 1964 hafnaði Ingi I 7. sæti með 6 vinninga. Sama ár var hann út- nefndur alþjóðlegur meistari í skák. Hann tefldi svo á Olym- píumótinu á Kúbu 1966 og hlaut þar 8 vinninga af 16 á öðru borði, sem er mjög góður árangur, þar sem ísland tefldi í A-riðli f úrslitakeppninni. Ingi hefur ekki teflt mikið að undanförnu, og má þar kenna erilsömu starfi hans sem endur- skoðanda um. En e:“ víst að margir hafa gaman a; i að sjá Inga aftur við tafl. 'ið, og vfst er, að hann á efti: ,ð gera mörgum keppendunum gramt í geði, þvf þrátt fyrir langa fjar- veru frá skákmótum, hefur Frlðrik Olafuon Gnðmnndur SignrJAnuon BJörn Þorsteinsson Gnnnar Gunnarsson Haukur Helgi Ólafsson Angantýsson Ingl It. Jóhannsson Margeir Pétursson Jan Ttmman Miguel Najdorf Raymond Keene viadimir Tukmakov Heikki Westerlnen Vladimir Antoshln hann ekki gleymt neinu af sinni gömlu kunnáttu f skáklist- inni. Margeir Pétursson. Fæddur 15. febrúar 1960. Margeir Pétursson hefur sýnt það og sannað á undanförnum tveim til þremur árum, að þar er á ferðinni mikið skákmanns- efni. Hann er mjög ungur að árum, aðeins 16 ára, og því langyngsti keppandi þessa móts, en hann hefur þegar kom- ið sér f flokk sterkustu skák- manna tslands. Hann hefur teflt mikið á erlendum vett- vangi og yfirleitt staðið sig mjög vel, að vfsu aldrei orðið efstur en hvað eftir annað f öðru og þriðja sæti f sterkum unglingaskákmótum. Hér heima hefur hann háð baráttu við Helga Ólafsson um sigur í mótum. Hann hefur ekki náð að sigra í meiri háttar móti ennþá, en þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða að nafn hans skreyti einhvern þann bikar, sem um er keppt. Milan Vukcevich, Bandarfkj- unum. Skákstig : 2490. Eins og nafnið bendir til, er Vukcevich fæddur f Júgóslavíu. Þar var hann vel þekktur skák- meistari, og tefldi eitt sinn í Olympíusveit Júgóslava. Vukcevich er hámenntaður maður, og hefur unnið að vfs- indastörfum síðan hann flutti vestur til Bandaríkjanna. Þau störf hafa komið f veg fyrir að hann gæti einbeitt sér að skák- listinni, en hann hefur jafnan fylgst mjög vel með öllu sem gerist f skákheiminum, og hef- ur teflt með góðum árangri í borgarkeppni Bandarfkjanna. Skákþing Bandaríkjanna 1975 var jafnframt svæðamót, og 2 efstu sætin veittu rétt til þátttöku í millisvæðamóti. I efsta flokki tefldu 12 skák- meistarar, þeirra á meðal 7 stórmeistarar. Auk Vukcevich voru aðeins 3 keppenda titil- lausir, enda voru allir fremstu skákmenn Bandaríkjanna, að Fischer undanskildum mættir til leiks. Óhætt er að segja, að Vukcevich hafi komið mjög á óvart með frammistöðu sinni. Eftir harða keppni hafnaði hann f 3. sæti með 714 vinning, 1 vinning á eftir sigurvegaranum Browne, en Rogoff varð í 2. sæti með 8 vinninga. Reschevsky,' sem varð í 4. sæti tapaði skák sinni gegn Vukcevich, og það var eina skákin sem „gamli maðurinn" tapaði á mótinu. Salvatore Matera, Banda- rfkjunum. Skákstig : 2420. Árið 1967 var heimsmeistara- mót unglinga í skák haldið i Jerúsalem. Meðal keppenda þar voru Guðmundur Sigur- jónsson, Timman, Keene og Matera, og svo skemmtilega vill til, að þeir tefla allir hér á Reykjavfkurskákmótinu nú. Kaplan sigraði f A-riðli á heimsmeistaramótinu með 6!4 vinning af 9 mögulegum, næst- ur kom Keene með 5!4 vinning og þá Timman með 5 vinninga. Guðmundur og Matera tefldu í B-flokki og urðu í 1.—3. sæti með 7 vinninga af 9 möguleg- um. Matera var yngsti kepp- andi mótsins, aðeins 16 ára gamall. Á I.B.M. mótinu í Hollandi, sem lauk fyrir skömmu, var Matera meðal keppenda í B- flokki. Þar urðu jafnir og efst- ir, Tati, Italfu og Pribyl, Tékkó- slóvakfu með 8!4 vinning af 11 mögulegum, en Matera hafnaði í 5. sæti 6 vinninga. Af þekkt- um meisturum sem urðu lægri, voru heimsmeistari kvenna, Gapriandashvili, og rúmenski meistarinn, Ciocaltea. Matera var meðal keppenda á alþjóð- legu skákmóti í Birmingham 1975. Þar varð Matulovic efstur með 11 vinninga af 15 möguleg- um, en í 2.—4. sæti urðu Matera, Mestel og Miles með 10 vinninga. Lægri urðu svo stór- meistararnir Bisguier og Janosevic. Jan Timman, Hollandi. Fæddur 14.12. 1951. Skákstig : 2550. Timman er íslenzkum skák- áhugamönnum að góðu kunnur, því hann hefur tvisvar áður teflt hér á landi. Hann var með- al keppenda á Reykjavfkur- skákmótinu 1972, þar sem hann hafnaði í 7. sæti með 9!4 vinn- ing af 15 möguegum. Timman skorti aðeins !4 vinning upp á að ná stórmeistaratitli á mót- inu, en hann tapaði úrslitaskák- inni gegn Friðriki f sfðustu um- ferð. Næst tefldi Timman hér á svæðamótinu 1975, og var tal- inn eiga góða möguleika til að komast áfram á millisvæðamót- ið. Framan af gekk allt sam- kvæmt áætlun, eða þar til Timman átti að tefla við Laine, frá Guernsey. Þá ruglaðist Timman heldur betur í rfminu, mætti ekki til leiks1 fyrr en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.