Morgunblaðið - 22.08.1976, Page 18

Morgunblaðið - 22.08.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1976 VER' >LD RANNSÓKNIRI Vísindaleiðangur á hálum ís BANDARÍKJAMENN hyggjast sigla göum ísbrjóti norður í íshaf, festa hann í ísnum þar og láta hann reka með íshellunni eins og leið liggur fram hjá norðurpóln- um og inn á Atlantshaf. En íshell- an er ekki sérlega hraðskreið og ferðin mun að líkindum taka eitt- hvað á þriðja ár. Um borð í ís- brjótnum verða vísindamenn frá mörgum löndum. Þegar skipið er orðið fast I isnum verður það nefnt „rekstöð" og hún kennd við Friðþjóf Nansen Nansen var nefnilega í þrjú ár á reki á þess- um slóðum í skipi sínu, Fram, sem frægt er í sögum. Aftur á móti verður ísbrjóturinn öllu betur bú- inn tækjum en Fram gamla var. Ætlunin er sú að leita skýringa á ísöldunum, sem gengið hafa yfir heiminn og reyna svo að segja fyrir um loftslagsbreytingar eftir þeim upplýsingum. Leiðangurinn verður liður í mikilli rannsóknaráætlun, sem lengi hefur verið á döfinni og rækilega er undirbúin. Og nú á að sækja norður í Ishaf allan fáan- legan fróðleik um hreyfingar iss og átök og þrýsting, sem verða I íshellum. Sá fróðleikur mun ef- laust koma að margvíslegu gagni, en fyrst um sinn verður hann líklega þeim að mestum notum, sem þurfa að sækja olíu sjóleiðina til norðurstrandar Alaska. Menn hafa þegar farið nokkrar undanrásir fyrir leiðangurinn í ísbrjótnum. T.d. fór kjarnorku- kafbátur þarna norður í april síð- astliðnum og var botn íshellunnar þá rannsakaður rækilega. Og í fyrra voru fjórar rannsóknar- stöðvar reistar á stórum ísjökum á þessum slóðum. Á hafinu í kringum þær var komið fyrir sjálfvirkum sendibaujum, sem sendu upplýsingar gervihnetti nokkrum. Rannsóknir í Ishafinu ganga ekki alltaf snurðulaust. ísbirnir hændust að mælitækjum á víða- vangi, átu þau, sem þeim leizt bezt á, en brutu önnur. Þá rofnaði ishellan undir stærstu rann- sóknarstöðinni og varð fimm metra breitt sund undir matsal leiðangursmanna. Misstu þeir þá matarlistina og höfðu sig á brott. Fluttu þeir í aðra stöð; þar var völlur fyrir skiðaflugvélar. Einn morguninn var svo komið 100 metra sund milli vallarins og búð- anna. Þá leizt leiðangursmönnum ekki á blikuna. En flugvöllurinn skilaði sér aftur og upp frá því urðu fá hrakföll. Frh á bls. 27 AUSTANTJALDSI Pólitísk gerjun er í Póllandi nú EINS og sagt hefur verið frá I fréttum kom nýlega til töluverðra uppþota I Póllandi vegna ákvarðana stjómarinnar um verðlag á mat- vælum. f kjólfar óeirðanna hefur fjöldi fólks verið settur á bak við lás og slá. Minnug örlaga Gomulka- stjórnarinnar frá 1970, sem varð að segja af sér vegna óeirða. er einnig spruttu af verðlagsákvörðun á mat- vælum, dró Piotr Jaroszewics for- sætisráðherra upphaflegu verð- ákvarðanirnar til baka er stjórninni urðu Ijósar móttökurnar. Skömmu siðar voru þó nýjar verðlagsáætlanir gerðar opinberar. Þær mótuðust af fyrri aðgerðum stjórnarinnar, nema nú var gert ráð fyrir helmingi minni verðhækkun. Verðhækkanir voru taldar nauð- synlegar fyrir landbúnaðinn, en þeim var ætlað að stemma stigu fyrir hugsanlegum landflótta vegna lélegrar afkomu. Meðferð hækkan- anna hefur þó mælzt misjafnlega fyrir og eftir pólskum fregnum að dæma er framtlð þeirra Jaroszewics forsætisráðherra og Jan Szydlaks yfirhagfræðiráðunauts flokksins ^ RANYRKJAI Að hnupla tónlist ÞAÐ ER mikið vandamál þeirra, sem gefa út tóniist á plötum og segulbandsspólum (svonefndum cassettum), að óvandaðir menn taka upp tónlistina og gefa hana sjálfir út án þess að borga höfundarlaun og annan kostnað. sem fellur á lögleg útgáfufyrir- tæki. Er þetta stundað víða um heim. Hong Kong mun þó einhver mesta gróðrarstia þessa tónlistar- þjófnaðar. Talið er, að nærri 45 milljónir segulbandsspólna með stolinni tónlist seljist I Hong Kong á hverju ári og séu þrjátiu slíkar spólur fyrir hverja eina löglega. Aftur á móti er erfitt að telja þær spólur, sem fluttar eru út úr landi og víða um heiminn. En talið er víst, að arðurinn af þeim skipti hundruðum milljóna dollara. Ólöglegar segulbandsspólur frá Hong Kong hafa fundizt i flestum löndum I heiminum. Þó er lang- mest selt til miðausturlanda, Ind- lands og Suðausturasíu. En Gierek næst valdamesta manns Póllands á eftir Edward Gierek, f hættu. Vaxandí nafn I flokknum er Jerzy Lukaszewics en hann er yfirmaður upplýsinga og áróðursdeildar flokks- ins. Að undanförnu hefur hann þótt standa sig vel f að bæla niður mót- mæli pólskra menntamanna sem gagnrýna stjórnina fyrir að stjórna landinu samkvæmt Sovét hagfræði Lagt hefur verið bann á útgáfu verka sumra vel þekktra manna. Lektorar og jafnvel námsmenn sem álitnir Evrópumenn og Suðuramerikan- ar kaupa lika talsvert af góssinu. Mörg ríki eiga ekki aðeins að striða við innfluttar ránsspólur, heldur einnig innlendar. Til dæmis hefur tónlistarþjófnaður lengi verið arðvænleg atvinnu- grein I Bandaríkjunum og varð gróðinn mestur fyrir þremur ár- um, einar 250 milljónir dollara, en nú er búið að þrengja svo að músíkræningjum, að þeir græddu vist ekki nema 100 milljónir I hafa verið „hættulegir" hafa verið gerðir burtrækir frá háskólunum f Warsaw, Lodz og Wroclaw. Ofan á þetta bætist svo að ýmsir fræðimenn hafa gffurlega takmarkað ferðafrelsi innan lands sem utan. Ágreiningur stjórnarinnar og menntamannanna mótast ákaflega mikið af stjórnkerfinu. Stjórn Pól- lands og helzta málgagn hennar telja að hraða verði þróun landbúnaðarins upp f samyrkjuskipulag á borð við önnur A Evrópulönd. Þetta skal gert á Kremlar-máta. Menntamennimir, en þeirra helstur er prófessor Edward Lipinski. vilja breytingu á stjómskipulaginu. Þeir vilja sósfal- isma, en grundvöllur hans sé frjáls- ræði dreifing vatds og samábyrgð þegnanna varðandi ákvarðanir um efnahags-. stjórnmálaleg og félags- leg málefni. Að stjórna Póllandi sam- kvæmt Kremlarformúlum sé and- stætt sósfalisma og landinu, segja menntamennirnir, en málstað þeirra hefur vaxið mjög fiskur um hrygg að undanfornu Við endurbætur á land búnaði m.a., telja þeir óraunhæfar og samhengislausar verðákvarðanir litlu breyta, heldur eigi að setja sjálf- stæði Póllands frá Moskvu númer eitt. Þessu una leiðtogar landsins ekki og saka menntamennina um „and-kommúnfskar svfnshausa hugsanir." PAUL NEUBURG fyrra. Hins vegar færast starfs- bræður þeirra i Asíu alltaf í auk- ana. Má nefna, að hálfmilljón ránsspólna selst í Indónesiu I hverri viku. Japanar eru einu Asiumennirnir, sem gína við þjóf- stolinni tónlist. Það eru löglegar tónlistarútgáf- ur, sem tapa mestu á ránsskap þessum. Ræningjarnir hafa gnægð rekstrarfjár, góð upptöku- tæki og sizt er dreifingarkerfið þeim til skammar, enda gengur þeim víðast hvar eins og i sögu. Óttast sumir plötu- og spólufram- leiðendur, að ræningjarnir muni bola þeim af markaðinum áður ne langt liði. 1 Hong Kong eru 10—20 mikils háttar tónlistarræningjar, og auk þess fjölmargir smærri karlar, sem stunda iðnaðinn í bilskúrum og heimahúsum. Er lögreglan allt- af að handsama einhverja, og sér þó aldrei á, þvi að aðrir hlaupa undir eins í skörðin. Það er ekki furða. Fé er fljóttekið í þessum iðnaði. Gróðinn er svo sem þre- faldur kostnaðurinn. Og fram- leiðslan er fljótleg. Nýlega réðst lögreglan í Hong Kong inn í eitt ræningjabælið; þar voru þá tvö upptökutæki og mátti taka upp í þau báðar hliðar sex klukku- stundarlangra segulbandsspólna — á fimm mínútum! Það er því von, að löglegir hljómlistarútgefendur séu orðnir uggandi um hag sinn. Eru þeir alltaf að reyna að fá fleiri til að undirrita Genfarsamkomulagið um útgáfurétt tónlistar, en það gengur hægt, sem vonlegt er, og ræningjarnir leika lausum hala á meðan. Kannski er eina vonin að hætta alveg að gefa út tónlist, svo að ekki verði framar neinu að ræna.. — GRAHAM EARNSHAW ÍÞRÓTTIR^^Hl Ólympíuleikar fatlaðs fólks ÞAÐ fer víst fram hjá fæstum, að hinir „einu, sönnu" Ólympiuleikar eru haldnir fjórða hvert ár Kjörorð þeirrá er ..heilbrigð sál i hraustum Ifkama" og þar mæta til leiks þrautþjálfuð vöðva- knippi og þrekmenni hvaðanæva að, og áhorfendur verða frá sér numdir af fögnuði, ef ..þeirra manni" tekst að hnika hlaupameti til um brot úr sekúndu ellegar kastar málmkúlu fimm sentimetrum lengra en dæmi voru til áður Ekki munu margir vita, að aðrir Olympíuleikar eru haldnir — og það á hverju ári Þeir hafa verið haldnir i Bandaríkjunum fram að þessu og standa Rotarýmenn í Boston fyrir þeim Þetta eru Ólympiuleikar fatlaðra Keppt er i fjölmörgum greinum, sundi, köstum, skotfimi og hjólastólaakstri. Fótlama kúluvarpari á Olympíu leikum fatlaðra reynir við nýtt vallarmet. svo að einhverra sé getið, og verðlaun veitt, rétt eins og á ..alminlegum" Ólympíuleikum Það er enda full ástæða til þess að verðlauna þessa íþróttamenn Margir keppenda hafa haft svo mikið fyrir afrekum sínum, að það er nærri lygilegt Það er alkunna, að þótt líkamsþrekið þrjóti getur skapið dregið menn töluvert áfram, ef það er mikið Og sumir keppenda I Ólympíu- leikum fatlaðra ganga nærri því fyrir skapinu einu saman — THE ROTARIAN Keppni f 55 metra akstri „hand- vagna" að hefjast og vantar að- eins rásSkotið. Constance Head, sigurvegari I sex greinum á Ólympfuleikum fatl- aðra, á endaspretti f 55 metra hjólastólsakstri. Tfmi hennar var 15 sek. Hún sigraði Ifka f spjót- kasti og fjórum sundgreinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.