Morgunblaðið - 22.08.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.08.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1976 21 - finnsk lista hónnun, islensk listasmiö. Við höfum yfir 40 gerðir af sófasettum, Patriarca er aðeins eitt af þeim. Dýrt? Það er álitamál. IIHi /a a a a a í 11 □ Q IZj 08 l3 m. □ i= z: d □ DOQaa^ . —... L-_:—I ii- • J -.1 :_]f injfln Húsgagnadeild VKi :...........:: Jón Loftsson hf. illlllffliill Hringbraut 121 Sími 28601 mánuði, en aðgöngumiðinn kost- aði þá um eina krónu, hvað held- ur að þeir gætu sótt aðrar skemmtanir, sem kostuðu meiri peninga. Þrátt fyrir að stofnend- ur væru fátækir ungir menn, eins og allur almenningur var á þess- um árum, þá er stór hluti þeirra, sem komust yfir miðjan aldur, nú orðnir þjóðkunnir forystu- og áhrifamenn á ýmsum sviðum þjóðlffsins." ■ Síðan segir Bjarni sjálfur: „Sjálfur slapp Einar ekki við aðkast og var uppnefndur „járningamaður íhaldsins". Hann lét það ekki á sig fá, heldur hefur Einar Asmundsson í Sindra er 75 ára á morgun. Hann og fólk hans er ein virtasta járnsmiðafjöl- skylda þessarar borgar. Einar Ásmundsson er fæddur að Fróðá á Snæfellsnesi 23. ágúst 1901. Faðir hans var bóndi þar, en flutt- ist síðar til Grundarfjarðar og gjörðist þar m.a. kennari. Síðar fluttist Einar Ásmundsson til Reykjavfkur og kvæntist þar hinni ágætu konu sinni, Jakobínu Þórðardóttur, sem ættuð er úr Borgarfirði. Hugur þeirra stóð til að vera að heiman og njóta hvíldar. Ekki mun þeim Sindrahjónum af veita, svo langur og margbrotinn er starfsdagur þeirra orðinn, verkin ótalmörg og sfvaxandi, og fjöl- skyldan stækkar jöfnum höndum. Afmælisbarnið hefur með konu sinni átt mörg ágætisár. En því verður ekki neitað, að þar hafa orðið bæði skin og skúrir, eins og víða vill verða. Þeim hefur orðið margra ágætisbarna auðið auk tengda- og barnabarna. En skarð hefur einnig orðið fyrir skildi. Ásgeir Einarsson er elztur barna þeirra hjóna, og ber hann með sóma hag fyrirtækis og foreldra fyrir brjósti. Hann er nú forstjóri Sindrastáls. Næstur sona þeirra var Ásmundur, verzlunarmennt- aður, sem lézt langt um aldur fram, hinnn mesti ágætismaður. Þá kemur Þórður, einnig fram- kvæmdastjóri f fyrirtækinu, þá Sigríður, gift Geir Zöega for- stjóra, þá Óskar Helgi verkstjóri við fjölskyldufyrirtækið, þá Magnús heitinn búfræðikandidat, Ragnar viðskiptafræðingur og loks Björn húsgagnaarkitekt. Magnús Einarsson var búfræðing- ur frá Hvanneyri og síðar frá bú- fræðiháskóla i Edinborg, hinn mesti efnismaður. Þessum syni sínum urðu hjónin einnig að sjá á bak við sviplegt andlát f um- ferðarslysi, rétt eftir að hann var kominn frá námi til sinna mikil- vægu starfa. Einar Ásmundsson hefur átt fjölþætta og mikilsverða starfs- ævi. Hann hefur sjálfstæðan at- vinnurekstur árið 1924, er hann tekur við rekstri smiðju Þorsteins Tómassonar í Lækjargötu. Hann flytur starfsemi sina nokkrum ár- um sfðar að Hverfisgötu 42. Nú er öll starfsemin sameinuð undir einu heiti, Sindrastál hf., en i því eru ótal deildir, innflutningur og útflutningur, stálbirgðastöð, vél- smiðja, húsgagnasmíði, endur- vinnsla brotajárns og málma, auk aðalskrifstofunnar með tækni- deild að Hverfisgötu 42. Þar er nú Ásgeir Einarsson forstjóri, svo sem áður sagði, þó að Einar líti sjálfur enn með öllu, eftir þvf sem föng standa til. Það eru ekki aðeins synir Einars, sem vinna i þessum starfsstöðvum, heldur einnig barnabörn. Siðar hafa ver- ið færðar út kvíarnar með endur- vinnslu við Sundahöfn, á Akur- eyri og við Reyðarfjörð og ef til vill vfðar. Um leið og Sindramenn hafa aukið umsvif sín, hafa þeir verið viðriðnir mörg hin merki- legustu fyrirtæki, sem reist hafa verið í þeirra starfsgrein, járn- smíðinni, víðs vegar um land. Þá má ég ekki gleyma hinum pólitíska þætti f lifi afmælisbarns- ins, en hann hefur ætfð verið sjálfstæðismaður styrkur sem stál. Þar þykir mér vænt um að nema staðar við er vinur Einars, Bjarni Benediktsson, hafði eftir honum í ávarpi sem Einar ritaði á afmæli Heimdallar 16. febrúar 1967. Þar segir Einar eftirfar- andi: „Þeir ungu menn, sem komu saman fyrir 40 árum til að stofna Heimdall, voru ekki neinir rfkis- mannasynir, þessi hópur sem samanstöð af iðnaðarmönnum, verzlunarmönnum, skólanemend- um og verkamönnum. Margir þessara pilta voru nýfluttir í bæinn og sumir hverjir við nám. Margir voru svo peningalitlir, að þeir höfðu ekki ráð á að fara ikvikmyndahús nema einu sinni f PATRIARCA hann ásamt sfnum myndarlegu sonum ætfð verið trúr æskuhug- sjón sinni.“ Sjálfstæðisflokkurinn á marga skuld að gjalda við slikan mann sem Einar Ásmundsson og syni hans. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi yrkir um höfðingja smiðj- unnar: „Hann stingur stðlinu f eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar f brennandi kolum. I belgnum er stormahvæs. t smiðjunni er ryk og reykur, og rfki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur stálið glóandi rautt.“ Þetta ljóð þjóðskáldsins um höfðingja smiðjunnar minnir á af- mælisbarnið f dag, upphaf starfsævi hans og atorku. Eg hefi áður á það mionzt, að skipzt hafi á skin og skúrir f lífi þeirra hjóna, Einars og Jakobfnu. Ekki alls fyrir löngu varð Einar fyrir þvi mikla áfalli að taka sjúk- dóm, er leiddi til þess, að læknar töldu ekki um annað að ræða en taka af honum annan fótinn fyrir neðan hné. í gegnum þessar raun- ir gekk Einar með sinni venju- legri þrautseigju. Hann hefur fengið gervifót og endurhæft sig með elju á gamals aldri. Að sjálf- sögðu hefur Jakobína kona hans ekki átt eintómar bjartar stundir, en hún hefur ætíð verið sómi og skjöldur Sindraættarinnar. Megi þeim nú báðum, Einari f Sindra og Jakobínu konu hans, farnast vel við hvíld og gleði á afmælisdeginum. Fjölmargir óska þeim allrar blessunar og ham- ingju, og við Ragnheiður sendum þeim hugheilar hamingjuóskir. Jóhann Hafstein Al vegg-og þakklœðning Byggingaraðferð sem endist e Nýtt sígilt efni til þak-og veggklæðninga frá A/S NORDISK ALUMINIUMINDUSTRI Fæst í mörgum litum. Hafið samband við sölumann í símum 22000 og 71400. Handa þeim y w, spyna um sem vandaðasta og besta Höfðingi Sindra- smiðjunnar 75 ára * * * fc-eoR-— æfc ’T'*-* * * i Sigrid

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.