Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Aðalstræti 6, sfmi 10100
Aðalstræti 6, sfmi 22480
hf. Arvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 50,00 kr. eintakið.
Verðlagsmál
Einu gildir, hvort um
er að ræða einkafyr-
irtæki eða opinber fyr-
irtæki, svo virðist sem báð-
ir aðilar hafi sömu sögu að
segja af samskiptum við
verðlagsyfirvöld. Seina-
gangur í afgreiðslu mála og
tregða að fallast á næsta
augljós rök hafa valdið
bæði einkafyrirtækjum og
opinberum fyrirtækjum
miklu fjárhagstjóni og leitt
til þess, að þjónusta þeirra
er dýrari í dag en þurft
hefði að vera og er gjald-
skrá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur frægasta
dæmið um það.
Birgir ísl. Gunnarsson
borgarstjóri gerir þessi
mál enn að umtalsefni í
grein er hann birti í Morg-
unblaðinu í gær um mál-
efni Strætisvagna Reykja-
víkur og segir þar m.a.:
„Mjög hefur það reynzt
bagalegt undanfarin ár,
hve lengi hefur dregizt hjá
verðlagsyfirvöldum að
svara Reykjavíkurborg,
þegar hún hefur óskað eft-
ir hækkun á fargjöldum
strætisvagn?. Strætis-
vagnafargjöldin eru sér-
staklega viðkvæm að þessu
leyti, þar sem seld eru far-
miðaspjöld, sem gilda fram
í tímann og er veittur veru-
legur afsláttur af fargjaldi
þeim, sem slík spjöld
kaupa. Þegar fréttir hafa
borizt út um það, að hækk-
un standi fyrir dyrum, hef-
ur verið mjög áberandi,
hve viðskiptavinir vagn-
anna hafa keypt mikið af
slíkum spjöldum til að
birgja sig upp og greiða
þannig eftir að hækkun
tekur gildi með eldri far-
miðaspjöldum, sem keypt
voru á lægra verði. Þetta
hefur haft þær afleiðingar
t.d. að 25% hækkun, sem
samþykkt var 7. apríl sl.
hefur í raun ekki aukið
tekjur vagnanna um meira
en sem svarar 15% til
þessa.
Ekki er óalgengt, að það
hafi tekið um 3 mánuði fyr-
ir verðlagsyfirvöld að af-
greiða beiðni SVR um
hækkun, en vonandi verð-
ur slíkt seinlæti ekki látið
viðgangast nú varðandi þá
beiðni, sem fyrir liggur.“
í tilefni af þessum um-
mælum borgarstjóra er
ástæða til að vekja athygli
á þvi, að núverandi verð-
lagsstjóri hefur að undan-
förnu beitt sér fyrir marg-
víslegum nýjungum í starfi
verðlagsyfirvalda, sem
mælzt hafa vel fyrir. Morg-
unblaðið er að vísu ein-
dregið þeirrar skoðunar,
að núgildandi fyrirkomu-
lag í verðlagsmálum beri
að afnema með öllu, en
meðan það er í gildi er
ástæða til að láta í ljós þá
ósk, að verðlagsstjóri haldi
áfram umbótastarfi því,
sem hann virðist hafa hafið
á starfsemi verðlagsskrif-
stofunnar og beiti sér fyrir
skjótari afgreiðslu verð-
lagsbeiðna, sem fyrir
liggja. Ef það er hið póli-
tíska vald, sem hefur vald-
ið seinagangi í afgreiðslu
verðlagsmála, ber þvi að
taka þessi tilmæli til sín,
ADrangsnesi búa um
100 manns. Þetta litla
samfélag varð fyrir miklu
áfalli fyrir nokkrum dög-
um, þegar frystihúsið á
staðnum brann, sem var í
raun og veru eini vinnu-
veitandinn, sem einhverju
máli skipti. Þótt bruni slíks
frystihúss þyki kannski
ekki tíðindum sæta verða
menn að gera sér ljóst, að
fyrir þetta fámenna samfé-
lag á Ströndum getur
bruni frystihússins verið
sambærilegt áfall eða svip-
að, þegar um fjárhagslega
afkomu fólks er að ræða,
og snjóflóðin á Neskaup-
stað eða efnahagslegar af-
leiðingar eldgossins í Vest-
mannaeyjum. Þess vegna
ber að gefa gaum að þeim
enda hljóta allir hugsandi
menn að sjá, ekki sízt af
dæminu um Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, að ekk-
ert vit er í þeim vinnu-
brögðum, sem ástunduð
hafa verið í verðlagsmálum
hér árum og áratugum
saman.
vandamálum, sem fólkið á
Drangsnesi á nú við að
etja.
Ljóst er að endurbyggja
verður frystihúsið á staðn-
um, ef fólkið í þessu sjávar-
plássi á að eiga sér lífvæn-
lega framtíð. Og til þess að
ekki komi til brottflutnings
frá Drangsnesi þarf að
hafa snör handtök um end-
urbyggingu frystihússins.
Opinber yfirvöld verða að
bregða skjótt við til þess að
hún geti hafizt þegar í stað.
Þótt byggðarlagið sé fá-
mennt má það ekki verða
til þess að vandamál þess
týnist.
Drangsnes
| Reykjavíkurbréf
^►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 21. ágúst>♦♦♦♦♦♦♦♦.
Birgir Kjaran
Því er svo farið um suma sam-
ferðamenn okkar, að kynni af
þeím láta engan ósnortinn. Slíkur
maður var Birgir Kjaran. Við
óvænt fráfall hans hafa vinir,
kiinningjar og samstarfsmenn frá
mismunandi tímum æviskeiðs
hans látið hugann reika um liðna
daga, rifjað upp minningar og
augnabliksmyndir frá liðinni tíð,
samskipti við sérstæðan mann,
sem hafði djúp og varanleg áhrif
á alla þá, sem höfðu af honum
nokkur kynni.
Þeir, sem kynntust Birgi Kjar-
an í starfi Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík á þeim tímamótum í
islenzkum stjórnmálum, þegar
vinstri stjórnin var að faila og
Viðreisnartímabilið var í aðsigi,
munu ekki gleyma þeim árum.
Kannski hafa sjálfstæðismenn í
Reykjavík aldrei ræktað garðinn
sinn jafn vel og þeir gerðu á þeim
árum undir forystu þeirra Birgis
Kjaran, sem þá var formaður
Fulltruaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna og Baldvins Tryggvasonar,
sem þá var framkvæmdastjóri
þess. Starf Birgis Kjaran á þeim
vettvangi einkenndist af þrótti og
» eldmóð, sem hreif unga menn.
Hann var kröfuharður, gerði
hinar mestu kröfur til þeirra, sem
með honum störfuðu og ekki
minni til sjálfs sín en hafði um
leið örvandi áhrif á alla þá, sem
að verki gengu. Enginn vafi leik-
ur á því, að skipulagsgáfur hans
voru geysimiklar.
Sjálfsagt eru skoðanir manna
skiptar um það, hvað teljast skuli
góð ræðumennska. En höfundi
þessa Reykjavíkurbréfs er enn í
minni ræða, sem Birgir Kjaran
hélt á kosningafundi haustið
1959, vel samin, flutt af miklum
þrótti og til þess fallin að tendra
baráttuelda í brjóstum þeirra
stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins, sem þar voru saman
komnir skömmu fyrir örlagaríkar
kosningar.
Það er athyglisvert og um leið
nokkurt íhugunarefni, að sumir
menn, sem haft hafa mikil af-
skipti af stjórnmálum og kjörnir
eru á þin'g finna sig ekki í störfum
á Alþingi. Þetta á ekki sízt við um
þá, sem eru fremur menn athafna
en orða. Þeim hugnast ekki seina-
gangur í afgreiðslu mála og þau
vinnubrögð, sem viðhöfð eru á
þingi. Slikir menn sitja á þingi nú
og una sér ekki og hafa setið þar
fyrr. Orð, sem Birgir Kjaran lét
falla við höfund þessa Reykja-
víkurbréfs vorið 1963, þegar hann
að eigin ósk lét af þeirri þing-
mennsku er hann hafði verið
kjörinn til haustið 1959 gáfu til-
efni til þess að ætla, að slikt við-
horf hafi a.m.k. að einhverju leyti
átt þátt í þeirri óvæntu ákvörðun
hans.
Sumum fannst Birgir Kjaran
harður i horn að taka í stjórn-
málaafskiptum sfnum og sjálfsagt
hefur hann verið það eins og
flestir þeir, sem marka einhver
spor á vettvangi stjórnmálanna.
En einmitt þess vegna kom það á
óvart, þeim, sem sátu í kjörnefnd
undir forystu Birgis Kjaran fyrir
borgarstjórnarkosningar 1962, af
hve mikilli lagni, lipurð og um-
burðarlyndi, hann leysti viðkvæm
persónuleg mál við uppstillingu á
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir þær kosningar.
Stjórnmál eru hrífandi við-
fangsefni en þau eru heimtufrek
á tima manna og athygli alla. Of
margir freistast til, vegna áhuga á
stjórnmálabaráttunni, að loka
augunum fyrir því, að til eru þau
mannleg verðmæti, sem meiru
skipta. Birgir Kjaran var ekki
einn í þeirra hópi. Hann átti sér
önnur áhugamál, landið sjálft,
náttúru þess og fólkið í landinu.
Rótföst og sterk tengsl við landið
og fólkið eru forsenda þess, að
menn geti lagt eitthvað það af
mörkum til íslenzkra þjóðmála,
sem nokkru skiptir. Með lífsstarfi
sínu hafði Birgir Kjaran fest
djúpar rætur í þeim jarðvegi.
Karl Schiitz
Enn einu sinni beinist athygn
landsmanna að þeim umfangs-
miklu sakamálum, sem um
margra mánaða skeið hafa í raun
og veru heltekið huga almennings
— af margvíslegum ástæðum. Nú
er það ávísanahringurinn, sem
talað er um og umræður manna á
meðal einkennast sem fyrr af
sögusögnum, og orðrómi vegna
skorts á haldbetri upplýsingum.
Um þann þátt mála var fjallað í
forystugrein Morgunblaðsins í
gær (föstudag) og skal því ekki
fjölyrt um hann hér, aðeins undir-
strikað, að það er náttúrlega óþol-
andi og til vansæmdar að í raun
og veru er æran höfð af einstök-
um saklausum mönnum I bæjar-
slúðrinu, sem geta engar varnir
uppi haft. En viðurkenna ber, að
sakadómi er vandi á höndum að
birta nöfn manna þegar rannsókn
er alls ekki lokið og engar sakar-
giftir bornar fram á hendur þeim.
En hvað sem líður birtingu
nafna í sambandi við ávísana-
hringinn er sérstök ástæða til að
-vekja athygli á frétt, sem birtist í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag
um ný vinnubrögð, sem tekin
hafa verið upp í sambandi við
rannsókn Geirfinnsmálsins svo-
nefnda og m.a. hafa leitt til þess
áð búast má við ákæru á næstu
vikum vegna morðsins á Guð-
mundi Einarssyni en það hefur
tengzt rannsókn Geirfinnsmáls-
ins. Ný vinnubrögð og nýtt skipu-
lag hafa leitt til þess, að nú fer
geysimikil vinna fram hjá saka-
dómi og rannsóknarlögreglu
vegna Geirfinnsmálsins og það er
þýzki sakamálasérfræðingurinn
Karl Schíltz, sem Ólafur Jóhann-
esson, dómsmálaráðherra, fékk
hingað til lands, sem hefur haft
forystu um þetta starf. Á þessu
stigi er að sjálfsögðu of snemmt
að spá nokkru um árangurinn en
þó má öllum ljóst vera, að mikil
vinna er lögð 1 rannsókn málsins