Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGtJST 1976 23 Helgi Hálfdanarson: Lióð og by lting ÆÐI oft um dagana höfum við Magnús Björnsson brýnt róminn hvor framan í annan. Einatt höfum við sakazt um öfgar og óbilgirni, en allt um það haft gaman af karpinu. Nú verð ég enn að bera Magnús vin minn þessum sömu sökum eftir síðustu orðsendingu hans, þar sem hann ræðir um formbylting- una í islenzkum Ijóðskap. Þar er skemmst af að segja, að formbyltingu kveður hann aldrei hafa orðið neina, því formið, sem við tók af hefð- bundnu Ijóði hjá byltingar- mönnum, hafi ekki verið annað en prósa, og engin bylting sé í því fólgin að semja skáldverk á lausamáli, að minnsta kosti ekki form- bylting. Ég get fallizt á þau um- mæli Magnúsar, að fríljóð sé við mörk hefðbundins Ijóð- forms og lausamáls; en ég tel ekki réttmætt að skipa því bragarmegin við þau mörk, eins og hann gerir. Ef brag- liða-skipanin ein skal úr því skera, hvort mál er bundið eða laust, jafnvel þótt sú skipan sé ekki regluleg, þá trúi ég geti orðið vanddregið í dilkana. Þegar blandað er braglið- um í hefðbundnu Ijóði, og skipan þeirra þar að auki óregluleg frá einni Ijóðlínu til annarrar, er hrynjandin að jafnaði öguð með rími, og í íslenzku Ijóði jafnframt með stuðlum. Og jafnvel þótt svo sé ekki, tel ég að hrynjandi hefðbundins Ijóðs sé aldrei svo lauslega mörkuð sem hún geti orðið í fríljóði. Af þessum sökum vil ég hvorki kalla fríljóðið hefð- bundinn brag né lausamál, enda þótt ég hiki ekki við að telja það til Ijóða. Kannski geri ég nokkru vægari form- kröfur til fríljóðs en Magnús; og kannski deilum við um keisarans skegg. En ég býst við það yrði vandkvæðum bundið að koma sér upp stöðluðum mælikvarða á braghrynjandi, sem úr þvi gæti skorið, hvenær mál væri laust og hvenær bundið að hætti fríljóðs. Ekki segist Magnús sjá, að islenzkri tungu sé neinna ný- yrða vant vegna skáldskapar að svo stöddu. Það kynni rétt að vera, ef ekki væri ástæða til að sérgreina í bókmennta- legu viðfangi þau verk, sem margur hefur kallað prósa- Ijóð. En hvort sem menn telja þau Ijóð eða prósa, og hvort sem menn kalla þau nýjung í formi eða ekki, hlýtur sér- staða þess háttar lausamáls- texta að eiga fullan rétt á viðurkenníngu engu siður en til dæmis smásaga. Og þá minnist ég þess að hafa heyrt um verk af slíku tagi orðíð ,,lesja", þ.e. skáldskapur, sem kenndur er við lestur, en ekki við söng eins og „Ijóð". Það minnir á hið gamla og góða orð ,,les", sem Sigfús Blöndal kveður merkja ..Læsestykke til aandelig Brug” (sem dæmi: ..rnessu- söngur og les"). En lesja er fegurra orð og þjálla í með- förum, énda eignað hinu formslynga Ijóðskáldi Þor- steini Valdimarssyni. Um hitt, hvort orðið ,,form- bylting" skuli talið ótímabært eða ekki, læt ég mér satt að segja fátt finnast. Þar skiptir það eitt máli, að skáld hverr- ar kynslóðar finni sér form við sitt hæfi, hvort sem það telst hefðbundið eða ekki Vonandi er gróskan í íslenzk- um skáldskap svo fjölskrúð- ug, að ekki henti öllum skáld- um sama form. Allur stefnu- metingur á þvi sviði er af ætt hégómans. Skáld, sem af gildum rökum kann að hafna hefðbundnu Ijóðformi, hefur ekki fremur unnið sér til ámælis en myndlistarmaður, sem eingöngu stundar svart- list, ef hún fullnægir honum betur en litverk Og að sjálf- sögðu er hann ekki heldur þess umkominn að áfellast sonnettuskáld fyrir Ijóðform, fremur en flautuleikari gæti sett ofan í við orgelleikara fyrir val á hljóðfæri Hefðbundnu Ijóðformi hef- ur raunar verið likt við hljóm- sveit, þar sem mörg hljóðfæri leggjast á eitt um áhrifamikla túlkun. Sú samliking er ekki út i bláin Hver sú eigind, sem bragform á tiltæka, erindi, Ijóðlinur, bragliðir, hendingar, Ijóðstafir og rím, hefur umfram allt þann til- gang að vekja fjölþætta hrynjandi, á kontrapunktalan hátt, ef svo mætti saman líkja. Hins vegar er ekki sjálf- sagt, að hljómsveit sé ævin- lega markvísari en einleiks- fiðla eða trómet. Kannski kæmi þá til mála að geta þess um leið, svo sem eíns og innan sviga, að einatt veldur hver á heldur Og kannski er það, þegar öllu er á botninn hvolft, aukaatriði. sem broslegt er um að þrátta, hvaða Ijóðformi er beitt. Hitt er aftur á móti algjört aðalatriði, hvernig menn beita þvi formi sem þeir velja. Oss er tamt að líta á efni og form sem tvær hliðar sama veruleika Hvorugt er raunhæft án hins. Allt um það er réttmætt að skoða þessar tvær hliðar hvora um sig. Vitaskuld er form Ijóðsins einskis virði í sjálfu sér. Því formið er sú hliðin, sem ekki tekur til merkingar orðanna. Það sem öllu varðar er hugsunin i Ijóðinu, efnið, dæmi Ijóðsms (mótifið) ef þvi er að skipta, kvikan (temað), myndir Ijóðsins og tákn, lík- ingar þess og kveikjur (assó- siasjónir). Eigi að síður er allt þetta einungis efniviður Ijóðs Formið, sem sjálft er einskis vert, ræður þrátt fyrir allt örlögum skáldlegs efni- viðar, gerir hann að listaverki eða leirburði, eftir þvi hvern- ig á er haldið Og það sem úr sker um sambúð efnis og forms er val og staða hvers orðs Þvi orðin skila efni og formi i senn Á þeirra vegum ræðst það, hvort formið verð- ur smiðshögg fullkomins listaverks eður ei. Má þá einu gilda, hvort formið kallast bragur eða lausamál, hefð- bundið eða ekki Form er í sjálfu sér hvorki gott né slæmt, fagurt né ófagurt En hvert það form, sem brýnir skáldlega hugsun, þegar vel er á orðum haldið, er sjálf ásýnd góðrar listar og 10 manna starfshópur helgar sig þessu verkefni eingöngu, að sagt er. Siðustu daga hefur athygli fjöl- miðla nokkuð beinzt að hinutn þýzka sérfræðingi og störfum hans og er það í sjálfu sér skiljan- legt, en þó er ástæða til þess að undirstrika nauðsyn þess, að hinn þýzki gestur okkar fái starfsfrið og næði til þess að vinna að þeim verkefnum, sem hann hefur tek- izt á hendur. Karl Schíitz er að- eins 60 ára að aldri en lét af starfi nú á þessu ári skv. reglum sem gilda f heimalandi hans um há- marksaldur við slík störf. Hann gekk á árinu 1947 í þjónustu Rannsóknarstofnunar sakamála í þýzka sambandslýðveldinu, sem sett var á stofn eftir heimsstyrj- öldina sfðari og hóf þá störf f þjónustu ríkisins. Mjög var vand- að tif vals starfsmanna hinnar nýju stofnunar og mjög strangar reglur giltu um val starfsmanna hennar, bæði að því er varðaði hæfni þeirra og forsögu. Þegar Karl SchUtz lét af störfum var hann orðinn einn æðsti lögreglu- maður Sambandslýðveldisins sem yfirmaður rannsóknardeildar ör- yggislöggæzlu í Bonn-Bad Godes- berg. Ljóst er, að það er mjög mikils- vert fyrir íslenzka rannsóknarlög- reglumenn og sakadóm að hafa fengið jafn reyndan og hæíán mann til ráðuneytis við rannsókn hinna umfangsmiklu sakamála, sem nú eru á döfinni hér. Morg- unblaðinu er kunnugt um, að milli Karl SchUtz og hinna ís- lenzku rannsóknaraðila hefur tekizt mjög góð samvinna og er fyllsta ástæða til að vona, að það starf, sem nú er hafið á nýjum grundvelli við rannsókn Geir- finnsmálsins muni verða til þess að hreinsa andrúmsloftið í samfé- lagi okkar varðandi þetta mál og önnur, sem þvf kunna að vera tengd. Ný bylting í landbúnaði? Sjálfsagt er ekki ofmælt, að bylting hafi orðið í íslenzkum landbúnaði á árunum eftir heims- styrjöldina síðari er landbúnaður- inn vélvæddist að marki. Fram að þeim tíma höfðu flest störf verið unnín með handverkfærum og þá m.a. í landbúnaði. Fyrir aldar- fjórðungi voru dráttarvélar að visu á langflestum sveitabýlum, yfirleitt ein, stundum tvær, og auk þess sláttuvélar, rakstrarvél- ar, múgavélar og nokkur önnur tæki en engu að síður var hrífan ómissandi við heyskapinn og raunar höfðu orfið og ljárinn ekki verið lögð til hliðar heldur. Sá sem kynntist vinnubrögðum við heyskap þá og kynnir sér þau eins og þau eru í dag, getur ekki varizt þeirri hugsun, að ný bylt- ing standi yfir f íslenzkum land- búnaði. Nú er ekki ein dráttarvél á hverjum bæ, heldur margar, og vélbúnaður sá, sem nú er notaður við heyskap er orðinn svo full- kominn, að svo virðist, sem hrífan verði úr sögunni á næstu árum og er kannski orðin það nú þegar á sumum býlum. Það er stórfróð- legt að kynnast þeirri nýju vél- væðingu, sem stendur yfir í land- búnaðinum en um leið erfitt að verjast þeirri hugsun að „sjarm- inn" yfir heyskapnum sé að hverfa. En fleira vekur athygli i sveit- um en þetta og þá fyrst og fremst hve einstakar sveitir virðast mis- jafnlega á vegi staddar á þessu nýja breytingatímabili. Bú hafa stækkað, ræktun hefur aukizt nýr vélbúnaður komið til sögunnar, aukinnar starfsskiptingar gætir meðal bænda, sumir stunda nú eingöngu sauðfjárrækt, aðrir ein- vörðungu kúabúskap. Lifnaðar- hættir í sveitum hafa breytzt, og daglegt líf sveitafólksins eru nú mun líkara daglegu lifi fólks í þéttbýli en það var fyrir aldar- fjórðungi. En með sama hætti og sumir landshlutar og sumar sveit- ir, sérstaklega á Vestfjörðum og Austfjörðum urðu síðbúnari en aðrar með umbætur á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari er ljóst, að hið nýja breytingaskeið sem sýnist standa yfir í islenzkum landbúnaði nú a.m.k. frá sjónar- miði leikmanns, gengur mjög mis- jafnlega hratt yfir. Hver er skýr- ingin? Á síðustu þremur áratugum hafa heilar sveitir lagzt í eyði einfaldlega vegna þess, að aðstæð- ur til búskapar voru ekki slíkar, að hægt væri að koma við þeirri nýju tækni og auknu ræktun, sem var að koma til sögunnar í upp- hafi þess tímaskeiðs. Nú er aug- ljóst, að enn aukin vélabúnað- ur og breyttir búskaparhættir kalla á stærri einingar í land- búnaðinum. Má búast við því á næstu árum, að enn muni sveitir, sem fyrir nokkrum árum þóttu blómlegar leggjast í eyði vegna þess, að þar eru ekki aðstæður til þess að hagnýta til fullnustu hina nýju vélbyltingu i landbúnaði? Þetta er umhugsunarefni. Djúpið Djúpið og umhverfi þess heilla þá, sem því kynnast. Saga þess er mikil og þar hefur vaxið úr grasi harðgert fólk og sérstætt. Þar hafa sfðustu íslenzku kotbænd- urnir verið að hverfa af sjónar- sviðinu á síðustu árum. Þar hafa kannski hinir mestu islenzku sjó- menn háð baráttu sína við nátt- úruöflin um aldir og þær vest- firzkar fjölskyldur eru sjálfsagt ekki margar, sem ekki hafa séð eftir ástvinum og aðstandendum í djúp hafsins. Fyrir rúmum áratug var enn búið á fjölmörgum bæjum í fjörð- unum, sem ganga inn úr Djúpinu að sunnanverðu. Nú eru þeir flestir komnir i eyði og ferðamað- ur, sem ekur um eftir nýja Djúp- veginum hefur litla hugmynd um þá lífsbaráttu, sem háð hefur ver- ið á þessum litlu kotum og þá innri baráttu, sem átt hefur sér stað áður en síðustu ábúendur gerðu það upp við sig að hætta þarna búskap og flytjast í þéttbýl- ið. En gaman er að kynnast því, að við norðanvert Djúpið, á Snæ- fjallaströnd og Langadalsströnd er enn blómleg byggð og stærri bú en ætla hefði mátt fyrirfram. Á Snæfjallaströndinni hefur byggðin þétzt enda ekki um ann- að að ræða vegna samgönguerfið- leika. Þar eru nú í hreppnum fimm býli, tvö á Bæjum, Unaðsdal og Tirðilmýri og svo í Æðey og ekki ástæða til aó ætla annað en að þessi byggð muni standa um langan aldur. En samgöngur eru erfiðar og Djúpbáturinn í raun eina sambandið við aðra lands- hluta mikinn hluta ársins. Náttúran við Djúp er fjölskrúð- ug. Fuglalíf er mikið, ekki sizt við Reykjanes og i Vatnsfirði og sér- stætt var fyrir nokkrum vikum að sjá hvert sker frá Reykjanesi í Mjóafjörð þakið sel, líklega mátti telja á þriðja hundrað seli á þessu svæði eina dagstund. Djúpvegurinn er mikil sam- göngubót á Vestfjörðum en erfitt er að sjá, að í fyrirsjáanlegri framtíð verði hægt að halda opn- um samgönguleiðum á landi milli Vestfjarða og annarra landshluta allt árið um kring. Um slika fjall- vegu er að fara, að við núverandi aðstæður verður ekki séð, að við höfum yfir þeirri tækni eða fjár- magni að ráða, að slíkt væri mögu- legt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.