Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1976 ÞEGAR SLAGBRANDUR var staddur á Norðfirði hér á dögun- um lenti hann fyrir tilviljun á æfingu hjá hljómsveitinni AmonRa sem starfað hefur í Nes- kaupstað og viðar á Austurlandi frá því í vor. í fyrstu hélt Slag- brandur að hann hefði dottið inn á æfingu hjá bandarisku rokk- hljómsveitinni Chicago, — þrum- andi ,,brasssándið“ barst að eyr- um út úr æfingabúðum hljóm- sveitarinnar enda var verið að æfa gamalkunnugt Chicago-lag. Á æfingunni komst Slagbrandur þó að raun um að AmonRa kann ým- islegt fleira fyrir sér en Chicago- rokk og á efnisskránni eru lög sem flokka má allt frá gömlu dönsunum og upp í leikandi létta jasssveiflu. Það vakti og athygli Slagbrands að hluti hljómsveitar- innar er vel lesandi á nótur t.tf. nota blásarar og hljómborðsleik- ari á stundum skrifaðar útsetn- ingar við flutning laganna. Leíkmenn AmonRa eru sjö: Smári Geirsson (saxófónn, söng- ur), Örn Óskarsson (trompet, gít- ar), Guðmundur Eiríksson (söng- ur, horn), Guðjón Steinþórsson (gitar), Pétur Hallgrimsson (trommur), Jón Steinþórsson (bassi) og Ágúst Þorláksson (pianó, orgel). í umræðum um ísl. popptónlist vilja hljómsveitir úti á lands- byggðinni oft gleymast en æfing- in með AmonRa sannfærði Slag- brand um, — eða öllu heldur minnti hann á, — að landsbyggð- armenn geta rokkað líka og það álveg prýðilega, — a.m.k. verður ekki annað sagt um þá félaga i AmonRa. Arnar: Hef tapað milljón á að vera I spilamennskunni. Finnur: Ég er ekki I poppinu bara út af peningunum, ég hef áhuga. Ljósmyndir: RAX. ARNAR SIGURBJÖRNSSON hefur verið í fremstu víglínu ís- lenzka poppsins nánast stanzlaust í 11—12 ár. Hann lék fyrst í Strengjum, en siðan lá leið hans í Toxic, Flowers, Ævintýri, Brim- kló og nú í Mexíkó. Hann hafði hljómlistarflutninginn að at- vinnu, þegar hann var I Flowers, og einnig um skeið I öðrum hljóm- sveitum, en nú er hann I hálfu starfi samhliða spilamennskunni. Hann er radíóvirki að mennt og meðeigandi að fyrirtæki á því sviði ásamt föður sínum og fleir- um og ræður því sínum tíma meira sjálfur en ella. Hann hefur ákveðið viðfangsefni með hönd- um hjá fyrirtækinu og hagar vinnutima sinum eftir aðstæðum, þannig að þetta kemur út sem hálft starf. — Af hverju ertu ekki atvinnu- maður? Það hefur sennilega dregið úr mér kjarkinn, að allir eru að spyrja mig hvort ég fari ekki að hætta, hvort ég sé ekki orðinn of gamall fyrir þetta — að vera bitli. Þetta er lika óstöðug vinna og hefur dregizt mjög saman siðustu árin. Þetta hefur staðið I stað síð- an Toxic voru og hétu, í ein 8—10 ár. En það er kominn annar iðnað- ur í þetta lika, plötuiðnaðurinn, og h'ann getur gefið ágætlega af sér líka, en það er hálfgert happa- drætti. — Niður á hverju kemur það helzt að vera einnig i öðru starfi: æfingum, lagasmíði, spila- mennsku á böllum? Þetta kemur niður á æfingum. Maður er þreyttur þegar maður fer að æfa og hefur ekki allan hugann við efnið. Maður er tvi- skiptur. Ég er ekki viss um laga- smíðina — andinn getur alveg eins komið yfir mann í vinnunni eins og annars staðar. Vinnan hindrar hins vegar að við getum tekið öllum tilboðum um spila- mennsku. Stundum eru vega- lengdir of miklar til að við getum ferðazt á þeim tíma sem við höf- um, og það getur lika verið vegna vissra timabila I vinnunni, þegar mikið er að gera. Það er mest að gera á vissum tíma og þá verður maður að vinna. — Kemur poppið niður á vinn- unni? Já. Vinnuveitendur eru mjög óhressir yfir því að hafa menn i þessu líka. Léleg mæting er við- loðandi þessa grein. Svo hefur lika myndazt bil — yngri kynslóð- in er með tónlist sem sú eldri skilur ekki. Þeim finnst þetta vera jukk, tóm vitleysa. — Meðan ég var í Strengjum fór ég með kunningja minn, sem langaði að læna útvarpsvirkjun, og við töluð- um við vinnuveitanda. Kunningi minn bað hann um ráðningu, en fékk bara skítkast og fór hálfgrát- andi út. Hann var nefilega i bítla- skóm og bítlajakka og var bitli. Þetta var nýtt og vinnuveitandinn hélt að þetta gæti jafnvel fælt viðskiptavini frá. — Þessi kunn- ingi minn fór aldrei aftur að reyna að útvega sér vinnu I grein- inni. — Hvort seturðu ofar, tónlist- ina eða vinnuna? Tónlistina. Ég er annars með- eigandi I fyrirtækinu og raéð mér meira sjálfur. En menn vilja yfir- leitt setja tónlistina ofar og það verður voðalegur barningur og erfitt að fá vinnu sem hentar. — Hverig er hagað æfingum hjá ykkur? Við tökum eitt kvöld í að velja viss lög, sem menn kynna sér síð- an heima og eru tilbúnir með sinn þátt á æfingunum sem eru tvö kvöld i viku. Svo koma fríhelgar, páskar, jól og sumarfrí og þá er unnið að þessu allan daginn. Það koma líka alltaf í þetta vikur sem við verðum hreinlega að taka fri frá allri vinnu, því að þá eru upptökur, plötur, sjónvarp og slíkt. — Þannig að þú vinnur meira en 40 stunda vinnuviku I heild? Já, þetta er miklu meira. Það fara hiklaust 10 tímar í spila- mennskuna á laugardögum, 7—8 tímar á föstudögum og svo kannski 5 tímar ef við spilum þriðja kvöldið. Svo æfum við tvö kvöld frá 5 til 10 og svo fara 5—10 tímar i heimavinnu og annað. Þetta eru meira en 40 tíiriar, þannig að það verður alveg tvö- falt starf hjá þeim sem vinna fulla vinnu annars staðar og hjá mér eru þetta 60—70 stundir. — Eru launin þá ekki góð? Nei. ég get sagt þér, að ég var með 1400 þúsund krónur í tekjur á síðasta ári sem eru alveg skfta- laun fyrir alla þessa viknnu. Og allt er gefið upp til skatts nú orðið, engin skattsvik. Skattalög- reglan hefur alveg hundelt okkur og menn hafa verið nappaðir fyrir óframtalin spilerislaun alveg aft- ur til ársins 1966 eða 7. — Borgarðu þá kannski með þér I starfinu? Já, ég gæti haft miklu meira upp úr mér í radíóvirkjuninni. Ég veit um mann sem hafði 2!4 milljón í árstekjur i radíóvirkjun á siðasta ári að vísu með mikilli vinnu. En þannig séð hef ég tapað milljón á þvi að vera í spila- mennskunni. FINNUR JÓHANNSSON er söngvari hljómsveitarinnar Cabaret. Þótt hljómsveitin sé rétt nýbúin að ná eins árs aldri, hefur hún getið sér gott orð fyrir tón- listarflutning sinn og átt vel- gengni að fagna. Finnur hafði verið í „bflskúrabransanum" svonefnda í nokkur ár, áður en hann gekk I Cabaret, en það nafn er dregið af bílskúrunum sem fjölmargar smáhljómsveitir æfa í mánuðum saman án þess að kom- ast nokkru sinni almennilega í sviðsljósið. Finnur starfar í fyrir- tæki föður sins samhliða hljóm- listarflutningnum og hefur því meira svigrúm til að taka sér frí en flestir aðrir. — Hve mikið vinnurðu með hljómlistarflutningnum? Ég hef mjög frjálsar hendur og get hagað vinnutfmanum að eigin ósk. En það má þó segja að ég sé I fullu starfi. Við æfum á kvöldin, en ef við erum að æfa fyrir eitt- hvað sérstakt, þá fæ ég frí hluta úr degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.