Morgunblaðið - 22.08.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1976
29
r
Islenzki poppiðnaðurinn 7. omn
Áhngamennirnir
ÞRIÐJA sinni rær Slagbrandur á mið hljómlistarmann-
anna og forvitnast um hagi þeirra og nú eru það þeir
Finnur Jóhannsson, söngvari Cabaret, og Arnar Sigur-
björnsson, gítarleikari Mexfkó, sem eru fulltrúar þeirra
fjölmörgu hljómlistarmanna, sem þjóna tveimur herr-
um, poppinu og öðrum vinnuveitanda. Báðir eru þeir
Finnur og Arnar f hagstæðri aðstöðu á vinnustöðum
sfnum, geta ráðið vinnutfma sfnum sjálfir að miklu
leyti, og þannig samræmt hann þörfum hljómsveitanna.
En þrátt fyrir það eru þeir ekki fyllilega ánægðir með
sinn hag og myndu báðir vilja fást vió tónlistina ein-
göngu, ef þeir gætu séð fyrir sér og sfnum á þann hátt. —
Slagbrandur telur ekki ástæðu til að leita til manna sem
hafa tónlistina að algeru aukastarfi og láta hina vinnuna
ganga fyrir. Slfkir menn finnast vart f röðum fremsu
hljómsveita landsins af þeirri einföldu ástæðu, að þeir
ná ekki að standa sig í stykkinu með þessu móti.
Popptónlistin er kröfuharðari en svo. — sh.
— Af hverju ertu ekki atvinnu-
maður?
Ég er meó fjölskyldu og mér
finnst ég ekki hafa nóg upp úr
spilamennskunni eingöngu. Það
mætti vera betra. En ef ég væri
einhleypur, þá væri ég löngu
kominn út í atvinnumennskuna.
— Hverjir eru gallarnir við það
að vera bara áhugamaður?
Maður getur ekki unnið að tón-
listinni á daginn og skipulagt
starfið eins og í annarri vinnu.
Það væri auðvitað miklu betra, þá
ynnist meira úr efninu og við
færum yfir meira efni. En hættan
f atvinnumennskunni er sú, að þá
komi upp leti, þegar menn eru
sjálfs sfns herrar. Okkur finnst
hafa uqnizt alveg nógu vel úr því
sem við höfum verið með... og þó.
Kannski breytum við til seinna.
Okkur langar til að fara að ein-
beita okkur að þvf sem við byrjuð-
um á, frumsamda efninu, en mað-
ur þyrfti að gefa sér betri tíma f
það núna og lengri.
— En hverjir eru þá kostirnir
við það að halda sig við áhuga-
mennskuna?
Einhvern veginn verður maður
að framfleyta fjölskyldunni og
það gengur betur svona. En ég er
ekki í poppinu bara út af pening-
unum, ég hef áhuga. Þrfr í hljóm-
sveitinni dpnda bara við tónlist-
ina eingöngu, þó eru allir í hljóm-
sveitinni fjölskyldumenn nema
einn. Þeir virðast geta fleytt sér á
þessu. Þeir eru þá nægjusamari
en ég.
— Hvaða þættir f starfi hljóm-
sveitarinnar líða helzt fyrir það
að þú ert áhugamaður: Æfingarn-
ar, lagasmíðarnar eða spila-
mennskan á dansleikjum?
Við þyrftum lengri tima til æf-
inga. Við höfum voða lítinn tíma
til að æfa á kvöldin og þyrftum aó
komast yfir miklu meira efni. En
hvað lagasmíðarnar snertir, þá
neyðist maður til að semja helzt á
nóttunni. Það er slæmt, því að
eitthvað þarf maður að sofa.
— Gætuð þið ekki unnið fasta
vinnu frá nfu til fimm með þessu?
Það væri ekki mögulegt eins og
þetta er hjá okkur núna. Ef mað-
ur væri á skrifstofu hjá ríkinu, þá
væri þetta ekki mögulegt. Hitt er
annað mál, að maður verður að
haf a eitthvað til að hlaupa inn f.
— Kemur poppið niður á vinn-
unni?
Nei, ekki hjá mér ég er það
Jfrjáls í vinnunni.
— Fylgja hljómlistarstarfinu
ekki slakar mætingar á hinum
vinnustaðnum?
Oft vinnur maður frá kl. 9 til 6 í
búðinni, og síðan er spilað um
kvöldið og maður er að til 3 um
nóttina og kemur þá kannski ekki
heim fyrr en klukkan 5—6 um
morguninn. Þetta er þó yfirleitt
bara um helgar. En stundum spil-
ar maður á sunnudögum og þá get
ég hringt á mánudagsmorgni í
vinnuna og sagzt vilja sofa pínu-
lítið frameftir. Það hefur verið í
lagi, en sjálfsagt geta það ekki
allir. Þetta er til dæmis strangt
hjá trommuleikaranum.
— Fyrst þú ert í tvöföldu starfi,
þá hljóta laurun að vera góð.
Það er voðalega misjafnt. Þegar
ég er svona frjáls í vinnu hjá
föður mfnum, þá er það auðvitað
upp og ofan hvað hann borgar
mér. En þá kemur eitthvað hinum
megin líka. En launin eru rokk-
andi.Það 'eru helzt sveitaböllin
sem gefa einhvern pening. Kaup-
ið í vfnveitingahúsunum eru allir
popparar mjög óánægðir með.
— Hvort seturðu ofar, poppið
eða hina vinnuna?
Poppið. Eins og ég hugsa núna,
þá set ég það ofar öllu nema fjöl-
skyldunni.
HLJÓMSVEITIN Paradfs hefur
nú sent frá sér stóra plötu með tíu
lögum sem öll eru eftir liðsmenn
hljómsveitarinnar. Þetta er önnur
plata Paradísar; í fyrra kom út
lítil plata með laginu „Superman"
sem náði talsverðum vinsældum.
Hljómsveitin gefur þessa plötu út
sjálf, þar eð ekkert islenzkt plötu-
fyrirtæki treysti sér til að fjár-
magna útgáfu svo dýrrar plötu,
sem þessi átti að verða.
Platan var tekin upp í Pebble
Beach Sound-stúdíóinu í Eng-
landi í maí og urðu flest lögin á
plötunni til sfðasta hálfa mánuð-
inn áður en upptakan hófst.
Björgvin Gfslason hefur samið
fimm laganna, einn og það sjötta í
sameiningu með Nikulás Róberts-
syni, og síðan eiga þeir Nikulás,
Gunnar Hermannsson, Ásgeir
Óskarsson og Pétur Hjaltested
sitt lagið hver. Textarnir eru allir
á ensku, þrfr eftir Gunnar
Salvarsson, einn eftir Hlyn
Antonsson, tveir eftir Ágúst Guð-
mundsson og fjórir eftir Gisla
Svein Loftsson, en í einu tilvikinu
naut Gísli aðstoðar liðsmanna
Paradísar við textagerðina.
Pétur W. Kristjánsson söngvari
hljómsveitarinnar hafði látið þau
orð falla f vor, að platan hlyti
nafnið ,,Tarzan“ eftir einu lag-
anna á plötunni, en frá þessu var
horfið og heitir platan einfaldlega
Paradís. Pétur syngur öll lögin
utan eitt, sem Pétur Hjaltested
syngur, og svo má geta þess, að
upptökumeistararnir ensku lögðu
frumskógarhljóð úr barka sínum
til lagsins um Tarzan. Að öðru
leyti var allur tónlistarflutningur
í höndum liðsmanna Paradísar og
engir aðstoðarmenn fengnir til
liðs við þá.
Á framhlið plötuhulsturs er
teikning af Adam og Evu eftir
Þorstein Eggertsson, en stór lit-
mynd Björgvins Pálssonar af
hljómsveitinni prýðir bakhliðina.
Á fundi með fréttamönnum í
vikunni sagði Pétur Kristjánsson,
að Paradfs hefði lagt áherzlu á að
flytja á þessari plötu þversnið af
þeirri tónlist sem hljómsveitin
hefði flutt á dansleikjum að
undanförnu og hlotið vinsældir
fyrir. Aðdáendur Paradísar vita
þvf alveg að hverju þeir ganga, er
þeir kaupa plötuna, og sáust þess
strax merki á fyrsta söludegi plöt-
unnar, að sögn starfsmanns einn-
ar plötuverzlunar f Reykjavík f
samtali við Slagbrand; fólk keypti
plötuna yfirleitt án þess að hlusta
á hana áður, sagði hann, og mundi
hann helzt eftir slíku með is-
lenzka plötu þegar Spilverksplat-
an fyrri kom út.
PARADÍS: Ásgeir Óskarsson,
Pétur Hjaltested, Björgvin Gfsla-
son, Nikulás Róbertsson, Pétur
W. Kristjánsson og Gunnar Her-
mannsson. (Ljósm. Br. H.)
Lónlí Blú
Bojs koma við
í Bnðardal
NU mun vera ákveðið, að hljóm-
sveitin LónK Blú bojs komi við f
Búðardal I ferð sinni norður í
land, sem fyrirhuguð er fyrstu
helgina f september. Með f för-
inni verður trommarinn Terry
Doe, sem leikið hefur á öllum
plötum hljómsveitarihnar svo og
valið lið vina og vandamanna en
ef að lfkum lætur verður þessi
fyrsta opinbera framkoma Lónlf
BIú Bojs einhver merkasti tón-
listarviðburður ársins. Þeir félag-
ar koma fram f Búðardat sunnu-
daginn 5. september og hefur
Slagbrandur hlerað að hrepps-
nefndin á staðnum sé með áform
um að halda kaffisamsæti til
heiðurs hljómsveitinni enda vel
við hæfi þar sem fáir hafa átt
meiri þátt f að gera garðinn
frægan.