Morgunblaðið - 22.08.1976, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1976
Minning:
Aðalheiður Benedikts-
dóttir frá ísafirði
Hún lést 12. þessa mánaðar á
Landakotsspítala eftir langvar-
andi sjúkleika og miklar þrautir
siðustu daga ævinnar en hafði þó
jafnan innt af hendi mikil störf,
þrátt fyrir veika burði, allt fram
til þess er kraftana þraut.
Aðalheiður var fædd á ísafirði
29. sept. 1913 og hefði þvi orðið
sextíu og þriggja ára innan fárra
vikna ef lífið hefði treinst svo
lengi.
Fullt nafn hennar var Guðlaug
Aðalheiður. Foreldrar hennar
voru hjónin Benedikt Jónsson
skipstjóri og Guðrún Jónsdóttir
og höfðu um nokkur ár verið bú-
sett á ísafarði en fluttust þaðan til
Reykjavíkur árið 1923 og áttu
heimili á Bókhlöðustíg 6 eftir það
meðan ævin entist.
Benedikt skipsjóri var sonur
Jóns Benediktssonar er var lengi
búsettur á Bildudal, formaður á
fiskibát er hann sjálfur gerði út,
en fluttist síðar til Reykjavikur
og var þar fiskmatsmaður. Kona
Jóns en móðir Benedikts skip-
stjóra var Guðlaug frá Haukshús-
um á Álftanesi, dóttir Halldórs
sonar Jörundar á Hliði og konu
hans Sigríðar Aradóttur frá
Deild.
Jón faðir Benedikts var einnig
fæddur og uppalinn á Álftanesi
en framætt hans að íöðurnum var
norðan úr Húnavatnssýslu.
Guðrún móðir Aðalheiðar var
dóttir Jóns Runólfssonar í Arabæ
hér i Reykjavik en hann var þriðji
ættliður frá Snorra í Engey er
kallaður var hinn ríki. Móðir Guð-
rúnar en amma Aðalheiðar var
Geirlaug Björnsdóttir Bjarnason-
ar bónda i Káranesi í Kjós, Sig-
mundssonar. Systur Aðalheiðar,
dætur Benedikts skipsjóra og
Guðrúnar konu hans, voru þær
Geirlaug, kona Guðmundar Þ.
Sigurðssonar fyrrv. útgerðar-
manns, Regína, kona Baldurs
Jónssonar Iþróttavallarstjóra, og
Hulda er giftist norskum skip-
stjóra, sem nú er látinn, en hún er
búsett i Noregi áfram.
Aðalheiður fór til Danmerkur
laust eftir tvítugf, bæði til náms
og starfs. Þar kynnist hún dönsk-
um manni, Karli Jensen. Felldu
þau hugi saman og giftust 1939,
en það ár hófst síðari heims-
styrjöldin er leiddi til hinna
miklu hörmunga um nær allan
heim og ekki síður fyrir dönsku
þjóðina en aðrar þjóðir, bæði
meðan hún geisaði og næstu árin
á eftir, svo sem flestum er kunn-,
ugt. Á þessum hörmungartímum
styrjaldarinnar urðu þau hjónin,
Aðalheiður og Karl, viðskila hvort
öðru að fullu og er friður taldist á
kominn fluttist hún heim til fóst-
urjarðarinnar, ásamt þeim tveim
sonum er þau höfðu eignast, en
voru báðir kornungir þá. Voru
þau öll á heimili foreldra hennar
næstu árin. Nutu þau öll þar ást-
ríkis og umsjár alls heimilisins
eins og best var á kosið og stóð svo
meðan hjónunum, foreldrum Að-
alheiðar, entist aldur.
Að sjálfsögðu fór Aðalheiður til
t
ALFRED HILMAR ÞORBJÖRNSSON
trésmíðameistari
lést 19 þ m.
Fyrir hönd ástvina
Kristín Sigurðardóttir
Okkar ástkæri sonur og bróðir
JÓN ÖRVAR GEIRSSON
læknir
sem lést af slysförum á Spáni þ 12 þ.m , verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 24 ágúst kl 3 síðdegis
Sólveig Jónsdóttir
Geir G. Jónsson
Marfn Sjöfn Geirsdóttir
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar,
tengdamóður og ömmu
MARÍU SVEINSDÓTTUR
Þjórsárgótu 1
Steinunn Guðmundsdóttir
Kristmundur Jónsson
böm og bamabörn
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa
MAGNÚSAR SKAFTFJELDS
Steinunn Kristjánsdóttir
Halldór Magnússon Jóhanna Guðmundsdóttir
Sigríður Magnúsdóttir Hörður Ágústsson
Magnús Magnússon Helga V. Magnússon
og barnabörn
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur minnar
og systur okkar
GUÐBJARGARBJARNADÓTTUR
Sérstaklega þökkum við starfsfólki Borgarsjúkrahússins, deild 6A mjög
góða umönnun hinnar látnu í langri sjúkrahúsvist
Bjami Marteinsson
Guðlaug Bjamadóttir
Hilmar Bjarnason
Eðvarð Bjarnason
Herborg Bjarnadóttir
Agla Bjamadóttir
Steingrimur Bjamason
Magnús Bjarnason
starfa utan heimilis jafnskjótt og
drengir hennar stækkuðu og
þroskuðust og fóru að sjá um sig
meira sjálfir. Var hún allmörg ár
við afgreiðslustörf i verslun en
síðustu fimmtán árin vann hún á
skrifstofu Fiskifélags íslands. öll
störf sín, hvar sem hún var, innti
Aðalheiður af hendi með áhuga
og samviskusemi og lét lítt á því
bera að þrekið samsvaraði ekki
alltaf viljanum til starfsins og
lönguninni að koma því áfram er
fyrir lá og mátti ekki úr hömlu
dragast.
Synir Aðalheiðar, sem áður var
getið, heita Leifur og Finnur og
eru fyrir löngu orðnir fulltíða
menn. Þeir eiga sitt eigið heimili,
eru báðir kvæntir menn og bú-
settir hér i borginni. Kona Leifs
er Björk Jónsdóttir en kona Finns
er Guðrún Helgadóttir. Leifur er
bifreiðarstjóri hjá Strætisvögnum
Reykjavikur en Finnur, sem einn-
ig hefur verið bifreiðarstjóri,
Minning:
Andrés Sigurðsson
F. 10. febrúar 1957.
D. 14. ágúst 1976.
Þó að við gerðum okkur fulla
grein fyrir þvi, að Addi frændi
gæti kvatt þennan heim þá og
þegar, var fregnin um lát hans
jafnsár og óvænt fyrir því. Vegna
sjúkdóms hans var hann bundinn
hjólastól meirihluta ævi sinnar og
þannig munum við eftir honum.
Það var undravert þrek og
æðruleysi, sem hann sýndi I sín-
um veikindum, t.d. þegar við
krakkarnir vorum að leik og allt á
ferð og flugi I kringum hann, en
hann bundinn við sinn stól. Einn-
ig kom þrek hans fram í því, að
þótt hann væri sárþjáður þá
kvartaði hann ekki, en orðaði það
svo, að hann væri latur.
Hann var framúrskarandi
minnugur og átti gott með að læra
og svo reglusamur um alla hluti,
að stundum þótti okkur nóg um.
Snyrtimennska hans og reglusemi
kom m.a. fram i umgengni hans
við frímerkjasafn sitt og því, að
hver hlutur átti sinn stað og hann
sætti sig ekki við annað en að þar
væri hluturinn. Minni hans og
eftirtekt var slík, að ef eitthvað
týndist eða menn greindi á um
frétt í blaði eða útvarpi, þá var
bara að spyrja Adda, hann vissi
hvar hlutirnir höfðu verið lagðir
og hann hafði tekið eftir hvað var
I fréttum.
Hann fór nokkrum sinnum á
sjúkrahús og i einni sjúkraferð-
inni kynntist hann vini sínum
Jóa. Hann var bundinn hjólastól
eins og Addi og er ábyggilegt að
kynni þeirra voru þeim báðum
mikils virði og var oft gaman að
hlusta á þá ræðast við.
Hann hafði mjög gaman af tafli
og spilum og var ósjaldan slegið i
RAFBÚÐIN AUÐBREKKU
Lokað vegna jarðarfarar
mánudaginn 23. ágúst
t
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNIRAGNAR MAGNÚSSON
prentari
Amtmannsstfg 6
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24 ágúst kl
10.30 f.h
Dætur, tengdasynir og bamabörn
+ Bálför föður okkar
KRfSTJÁNS DÝRFJÖRÐ
rafvirkjameistara
SkúlaskeiSi 16. HafnarfirSi
fer fram t Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13,30
Synir hins látna
t
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður
okkar
ÞÓRU S. ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Litla Hrauni
Kolbeinsstaðahreppi
Sigurður Magnússon
Ástrfður Magnúsdóttir
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér samúð og vinarhug við
andlát og útföreiginkonu minnar
GUÐRUNAR ÞÓRÐARDÓTTUR
Efstasundi 45
Sérstaklega þakka ég fyrir þá miklu hjálp við útförina Einnig þakka ég
fyrir þau mörgu minningarkort og falleg blóm og kransa
Guð blessi ykkur öll
Gisli Ólafsson
stundar nú önnur sjálfstæð störf.
Eftir að þeir synir Aðalheiðar
voru komnir í full störf og höfðu
eignast sín eigin heimili bjó hún
út af fyrir sig og sá að öllu leyti
um heimili sitt af sömu hirðusemi
og myndarskap sem henni var lag-
ið og hafði sýnt I öllum öðrum
störfum.
Hennar er saknað einlæglega af
þeim er henni kynntust, þó
vandalausir séu. Að sjálfsögðu
hafa þeir sem nákomnastir henni
voru mest að syrgja, svo sem synir
hennar og systur þrjár, börn
þeirra og tengdafólk. En jafnan
er ánægjulegt góðs og góðra að
minnast.
Ég votta þeim öllum og öðrum
vandamönnum Aðalheiðar fyllstu
samúð og bið þeim heillaríkrar
framtiðar.
Jón Ivarsson.
siag, pegar vio KraKkarnir komum
saman heima hjá honum eða okk-
ur. Þannig átti hann margar sól-
skinsstundir, en stærsti geislinn
mun þó hafa verið Siggi litli
systursonur hans. Hann var
nákvæmur með það, að ekki væri
verið að koma við stólinn hans, en
Siggi mátti príla á honum og var
greinilegt að barnið fann hjarta-
hlýjuna og hændist að honum.
Addi þurfti mikla umönnun og
þolinmæði og hlaut hvort tveggja
í rikum mæli hjá foreldrum sin-
um og systkinum. Vitaskuld var
hlutur Dídíar frænku þar stærst-
ur. Var furðulegt það þrek og
jafnaðargeð, sem hún sýndi í öll
þessi ár, þvf stundum gat Addi
verið dálitið erfiður, en aldrei
heyrðist æðruorð frá henni og
samband þeirra var svo náið, að
næstum virtist sem þau gætu les-
ið hugsanir hvor annars.
Andrés var næst elstur hjón-
anna Sigriðar Andrésdóttur og
Sigurðar R. Guðjónssonar, Bjarn-
hólastíg 13, Kópavogi. Systkini
hans eru: Áslaug, gift Árna
Sveinbjörnssyni, og bræðurnir
Rikharð og Sigurjón.
Um leið og við ljúkum þessum
fátæklegu kveðjuorðum um ást-
kæran frænda, biðjum við góðan
guð að veita foreldrum, systkin-
um og öðrum ættingjum blessun
sína og huggun. Minning um góð-
an dreng mun lifa.
Bryndfs og Auður
Þökkum innilega auðsýnda sam-
úð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar og
tengdaföður
PÁLS RÖGNVALDSSONAR
Hólmgarði 56
Ása Bjömsdóttir
böm og tengdaböm
t
þprgeir guðmundsson
Digranesvegi 38
Kópavogi
er lést 14 ágúst, verður jarð-
sunginn þriðjudaginn 24 ágúst
kl 3 frá Kópavogskirkju Blóm
og kransar afþakkað en þeir sem
vildu minnast hans vinsamlega
láti Slysavarnafélagið njóta and-
virðt þess
Jóhanna Gunnars
Flosi Þorgeirs
Herdfs R. Þorgeirs