Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1976
43
Bjarnarrót
(Meum athamanticum)
MEUM er gamalt grískt
plöntunafn sem ekki er
vitað hvað þýðir, en síð-
ara heitið er dregið af
Athamasfjalli í Grikk-
landi. Þessi litla planta,
20—30 sm á hæð, er af
sveipjurtaætt eins og
hvönn og einnig með lítil
hvit blóm í sveipum um
mitt sumar.
En það eru ekki fyrst
og fremst blómin heldur
laufblöðin sem gera
bjarnarrótina svo eftir-
sóknarverða og allt að
því ómissandi í steinhæð-
ir og fleiri staði í garðin-
um. Blöðin eru óvenju
dökkgræn og fjaðurskipt
í hárfína flipa. Þau
mynda þétta brúska og
man ég ekki eftir neinni
plöntu sem mér finnst
jafnast á við bjarnarrót
að blaðfegurð. Samt er
eins og hún láti svo lítið
yfir 5ér að mörgum sjáist
yfir fegurð hennar og
yndisleik.
Þetta á reyndar við um
margar aðrar blaðfal-
legar plöntur og virðist
fólk oft sækjast um of
eftir skrautlegum litfögr-
um blómum en gleyma
því að fleira þarf til aö
skapa skemmtilegan
heildarsvip.
Bjarnarrót var ein af
fyrstu plöntunum sem ég
eignaðist og þreifst hún
vel þrátt fyrir vankunn-
áttu í meðferð og óblíða
veðráttu. Er því óhætt að
mæla með ræktun henn-
ar hvar sem er á landinu.
Hún er ættuð sunnar úr
Alpafjöllum og Pyrenea-
fjöllum þar sem hún vex
í allt að 2500 m hæð y.s.
Bjarnarrót þroskar hér
fræ og má fjölga henni
með sáningu. Þess ber þó
að geta að fræið liggur í
dvala fyrst og spírar ekki
fyrr en það hefur legið í
moldinni einn vetur.
Fljótlegra er að fjölga
henni með skiptingu en
hún er nokkurn tíma að
ná sér eftir flutning. Hún
þrífst ekki í mjög þurr-
um jarðvegi en er að
öðru leyti mjög nægju-
söm.
Það vakti undrun mína
að hún virtist með öllu
óþekkt í Danmörku. Ekki
sá ég hana heldur í
Reykjavík meðan ég átti
þar heima, þó mun hún
vera þar til. Aftur á móti
er hún víða til norðan-
lands.
H.S.
Sýslufundur í Stykkishólmi
Stykkishólmi, 10. ágúst 1976.
SÝSLUFUNDUR Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu var haldinn
5. og 6. ágúst s.l. i Stykkishólmi af
Andrési Valdemarssyni sýslu-
manni, en þetta er fyrsti sýslu-
fundur sem hann stýrir á Snæ-
fellsnesi. Minnzt var í upphafi
Sigurðar Ágústssonar fv. alþm.,
en hann var sýslunefndarmaður
fyrir Stykkishólmshrepp í 36 ár.
1100 kennarar
í endurmennt-
un í sumar
ENDURMENNTUN kennara hef- i
ur farið fram í sumar á vegum
Kennaraháskóla tslands og sam-
kvæmt fréttatilkynningu, sem
Mbl. hefur fengið frá skólanum,
er áhugi kennara á þessari endur-
menntun bæði lofsverður og mik-
ill. Hefur starfsemi þessi miðað
að þvf að fylgjast með nýjungum
f námsefni og kennsluaðferðum.
Hafa alls um 1.100 kennarar tekið
þátt f endurmenntunarnámskeið-
um f sumar.
Á síðastliðnu ári hófst nám i
uppeldis- og kennslufræði fyrir
kennara framhaldsskóla og hefur
þvi verið fram haldið nú i sumar,
allan júni og ágúst. Þátttakendur
eru rúmlega 50. Hefur Erling
Dale lektor frá Pedagogisk
Seminar for Yrkeslærere i Osló
annast kennsluna.
í síðastliðinni viku hófust 8
námskeið með samtals 400 þátt-
takendum. Námskeið í samfélags-
fræðum er mjög fjölmennt og 30
dönskukennarar fóru á námskeið
til Danmerkur. Þá hefst sjóvinnu-
námskeið, námskeið í heimilis-
fræðum, námskeið fyrir skóla-
stjóra og yfirkennara, stærðfræði-
námskeið og tónmenntanámskeið,
þar sem m.a. Anna Hamvas, tón-
menntarkennari frá Ungverja-
landi, kennir, en hún er íslenzk-
um tónmenntakennurum að góðu
kunn. Um helgina verður svo
fræðslufundur með kristnifræði-
kennurum.
Fjölmenn námskeið í íþróttum
og mynd- og handmennt hefjast
23. ágúst og má geta þess að um
hið síðarnefnda sóttu yfir 200
kennarar og var það meiri fjöldi
en hægt var að sinna. Þá hefst og
námskeið fyrir kennara 6—7 ára
barna i umferðarfræðslu.
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð
utan Reykjavíkur.
Norrænir vísinda-
menn á fundi
NORRÆNA vísindarannsóknar-
nefndin, sem er ráðgefandi í ráð-
herranefndinni, heldur fund sinn
í Reykjavík dagana 24. og 25.
ágúst á Hótel Sögu. í nefndinni
eiga sæti vísindamenn og fram-
kvæmdastjórar vfsindastofnana
frá öllum Norðurlöndunum
fimm. Af Íslands hálfu sitja (
nefndinni dr. Sigurður Þórarins-
son og dr. Jónas Kristjánsson.
Formaður nefndarinnar er Olavi
Granö prófessor frá Finnlandi.
Á dagskrá fundarins hér eru
meðal annars umræður um
norræna vfsindarannsóknasam-
vinnu og spurningin um sam-
vinnu rannsóknaráða Norður-
landanna.
— Skákmótið
Framhald af bls.44
stök fegurðarverðlaun að upphæð
um 37 þúsund krónur. Aðalskák-
dómari verður Guðmundur Arn-
laugsson en skákstjórar Jón Þ.
Þór og Jóhann Þórir Jónsson.
Setningarathöfn mótsins verð-
ur i Hagagkólanum klukkan 17 á
þriðjudaginn. Formaður Taflfé-
lags Reykjavíkur býður gesti vel-
komna, en Taflfélagið hefur und-
irbúið mótið. Vilhjálmur Hjálm-
arsson menntamálaráðherra flyt-
ur ræðu og setur mótið og Birgír
Isleifur Gunnarsson borgarstjóri
leikur fyrsta leik mótsins.
Aðalumræðuefni fundarins
voru raforkumál sýslunnar með
tilliti til nefndar þeirrar sem nú
vinnur að samræmdum raforku-
framkvæmdum í kjördæminu, en
Friðjón Þórðarson er formaður
þeirrar nefndar og mætti hann á
fundinum.
Þá voru einnig rædd jarðhita-
mál sýslunnar, en nú fara fram
boranir eftir heitu vatni bæði í
Grundarfirði og við Stykkishólm
og gera menn sér miklar vonir um
árangur þeirra. Þá var einnig ósk-
að eftir borunum viðar i sýslunni,
svo sem við Ólafsvík og Hellis-
sand.
Helztu tékjuliðir fjárhagsáætl-
unar voru sýslusjóðsgjöld 7,5
millj. Til heilbrigðismála á að
verja í ár 2,5 millj., til mennta-
mála 1,2 millj., atvinnumála 1,3
millj. og ýmissa útgjalda 1,5 millj.
Vegamál voru mikið rædd á
fundinum, enda margar kvartanir
sem hafa borizt vegna lélegra
sýsluvega, en til viðhalds þeirra
voru veittar úr sýslusjóði 3 millj-
ónir kr. sem hvergi nægja, en
ákveðið var að fela verkstjóra að
meta hvar mest væri þörf við-
gerða og endurbóta á vegum.
Fréttaritari.
— John
Connally
Framhald af bls. 44
ons var hann gerður að flota-
málaráðherra og síðar fjármála-
ráðherra. Hann var lengst af I
flokki demókrata, en sagði sig
árið 1973 úr flokknum og gekk í
lið með repúblikönum. Conn-
ally er sagður mjög harður af
sér i stjórnmálum og fram-
gjarn. Hann kom mjög til
greina sem varaforsetaefni,
þegar Spiro Agnew varð að
segja af sér haustið 1973, en
Nixon þáverandi forseti valdi
þá Gerald Ford í starfið, eins og
kunnugt er.
Á árinu 1974 var John Conn-
ally ákærður fyrir meinta aðild
að svokölluðu „mjólkursjóðs-
máli“ og sakaður um að hafa
þegið 10 þúsund dollara mútur
úr sjóði mjólkurframleiðenda á
meðan hann gegndi starfi fjár-
málaráðherra. Hann var leidd-
ur fyrir rétt í Washington,
sýknaður af kviðdómi sem um
málið fjallaði.
Eftir þessi málaferli dró
Connally sig að miklu leyti i hlé
á búgarði sínum í Texas en hóf
siðan að nýju að flytja fyrir-
lestra og koma fram opinber-
lega fyrir Repúblikana flokk-
inn víða í Bandaríkjunum.
Hann þykir mjög góður ræðu-
maður og á auðvelt með að
koma fram i sjónvarpi og út-
varpi. Fyrir forkosningarnar í
Texas fyrr á þessu ári, sóttust
bæði Ford forseti og Ronald
Reagan eindregið eftir stuðn-
ingi hans, en hann studdi hvor-
ugan, þar til stuttu fyrir flokks-
þingið í Kansas, að hann lýsti
yfir stuðningi við Ford.
— Jack Nicklaus
Framhald af bls. 44
þar með flugu og hafa aðeins
útlendingar verið þar við veið-
ar. Mest er af 10—12 punda
laxi, en stærsti laxinn sem
komið hefur á land í sumar,
var um 20 pund. Stærsti lax-
inn, sem Nicklaus hafði fengið
i gærmorgun vó 17'4 pund.
— Fleiri kærur
Framhald af bls. 2
fram komnar og verða því senni-
lega ekki teknar gildar nema að
einhverju leyti eins og gengur.
Sveinn Þórðarson sagði að enn
væri ekki að neinu marki farið að
fara yfir skattframtöl, nema að-
eins að gera þau véltæk fyrir tölv-
ur. Er sumarleyfum lyki kvað
hann starfsfólk skattstofunnar
myndu fara nánar yfir skattfrgm-
tölin og gera sínar athugasemdir.
Ætti sú yfirferð að komast i gang
strax í byrjun september.
Skattstjórinn í Reykjaneskjör-
dæmi kvað skattstofuna taka tillit
til ábendinga, sem komið hefðu
fram í blöðum — þar sem bent
væri á að eitthvað hlyti að vera
athugavert. „Við hugum að þvf,
en erum þó fáliðaðir, þar sem
engin sérstök rannsóknadeild er
við embættið. En að sjálfsögðu
getum við vísað málum til rann-
sóknadeildarinnar hjá rikisskatt-
stjóra og beðið þá að taka þau.“
— N-Kórea
Framhald af bls. 1
inu, og eftir fundinn sagði tals-
maður forsetans að frekari þróun
mála ylti nú á Norður-
Kóreumönnum. Hann kvað her-
sveitir Suður-Kóreu og hið banda-
ríska S.Þ.-gæzlulið hafa með sér
náið samband og væru fullkom-
lega undir það búin að mæta ögr-
un að norðan.
I yfirlýsingu Norður-
Kóreumanna í dag segir, að meir
en 300 „hernaðarlegir stigamenn"
hefðu farið inn á hlutlausa beltið
og „bandarísku heimsvalda- og
árásarsinnarnir“ hefðu haft yfir
400 vopnaða hermenn tilbúna í
bardagastöðu í um 400 metra fjar-
lægð, og jafnvel hefði herþyrla
verið tilbúin til flugtaks ef þörf
krefði. Segja Norður-Kóreumenn,
að vopnahléssamkomulagið kveði
svo á um að tala varða á
Panmunjom-
öryggisgæzlusvæðinu megi ekki
fara yfir 35 hjá hvorum aðila um
sig.
— Verklegar
Framhald af bls. 2
marki að hótelið verði tekið til
starfa i vor.
Unnið er að 2. áfanga vatns-
veitu sem er lögn um 2 km af
vatnsæðinni til Stykkishólms, en
lögnin er alls 12 km löng.
Fréttaritari.
— Keppendur
Framhald af bls. 17
Á þessu móti vann Westerin-
en flestar skákir allra kepp-
enda og gerði aðeins eitt jafn-
tefli.
Bucharest 1974.
1. Tschekovsky 11. v. af 14
mögul.
2. Kurajica 10V4 v.
3. Westerinen 9 v.
Dortmund 1975.
1. Westerinen 9V4 v. af 11
mögul.
2. Ögaard 8 v.
3. Savon 7V4 v.
4. Parma 7 v.
Westerinen varð alþjóðlegur
meistari árið 1967, og á siðast-
liðnu ári var hann útnefndur
stórmeistari i skák.
Vladimir Antoshin, Sovét-
rfkjunum. Fæddur 14.5. 1929.
Skákstig : 2460.
Antoshin var 17 ára gamall,
þegar hann fór að leggja skák-
ina fyrir sig af alvöru. Hann tók
skjótum framförum, og á
meistaramóti Moskvu 1952,
varð hann í 2.-4. sæti ásamt
Kotov og Simagin. Tveim árum
síðar vann hann sér rétt til að
tefla á skákþingi Sovétríkj-
anna, er hann varð efstur í und-
anrásunum, og skaut þar aftur
fyrir sig stórstjörnum svo sem
Kotov, Flohr og Kortsnoj. Ári
siðar lék hann sama leikinn, og
varð nú fyrir ofan Taimanov,
Tolush og' fleiri vel þekkta
meistara. Antoshin hefur teflt
á heimsmeistaramótum stúd-
enta, og í Frakklandi 1955 fékk
hann beztu útkomu allra 3.
borðs manna i keppninni, 5
vinninga af 6 mögulegum. Á
næsta heimsmeistaramóti stúd-
enta tefldi Antoshin á 4. borði,
og fékk þar hæsta vinningshlut-
fallið, 4 vinninga af 5 möguleg-
um.
Arið 1963.. hlaut . Antoshin
stórmeistaratitil í skák.