Alþýðublaðið - 19.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla álaösins er í Alþýðuhúsmu við logólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað ®ða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 50, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Yerzlunarþiónar neita að taka þátt í „Þ]óðh]álp“. Jafnskjótt og járnbrautarverkfall- ið braust út í Noregi, tóku verka- mannaféndur sig saman og öpuðu hina svo nefndu „Þjóðhjálp* eftir Dönum. Meðal annars vildu þeir fá verziunarþjónafélagið í Þránd- heimi til þess að taka þátt í „hjáip- inni“. En margt fer^öðruvísi en ætlað er. Félagið samþykti eftirfarandi til- lögu: „Félag vort viðurkennir þýðingu verklýðsfélaganna og lítur á verk- föll, verkbann®(blokade), viðskifta- bann og annað þess háttar, sem fullkomlega leyfileg meðul til þess að efla fjárhag stéttanna. Félagar vorir geta því ekki tekið þátt í Þjóðhjálpinni. “ Hvenær skyldu verzlunarþjónar hér á landi verða jafn þroskaðir félögum sínum í Noregi. Sagt upp vistinni. Um miðjan fyrri mániið skeði sá atburður í Kaupmannahöfn, að eitt af stærstu vöruhúsunum þar sagði upp rúmlega 20 af starfs- fólki sínu. Sem von var vakti þetta mikla eítirtekt og allmiklar deilur í blöðunum. Ekki sízt vegna þess, að brottreksturinn átti að vera bygður á því, að þetta fólk hefði hnuplað eigi alllitlu frá verzluninni. Segja blöðin að engin furða sé þótt þetta komi fyrir, þegar þess er gætt, að búðirnar eru fuílar af allskonar skartvöru, en starfsmenn- irnir hinsvegar ekki launaðir með meiru en IOO til 200 kr. mánað- arlaunum. Og þeir vita fullvel, að forstjórar verzlunardeildanna hafa i til 2 milj. kr. um árið (sbr. Politiken) • Laun kvenna til dæmis svo lág, að þær geta einu sinni ekki klæðst sæmilega, nema með því einu móti að taka í búðinni það sem þær þurfa að klæðast. Nærri má geta hve spillandi áhrif það hefir á hugarfar og sóma- tilfinningar manna, þegar þeim er svo illa launað, að þeir neyðast til þess að hnupla frá húsbænd- unum. En sú spilling verður óhjá- kvæmilega að skrifast á reikning þeirra, sem ekki tíma að borga sómasamleg laun, þegar þeir sjálf- ir baða í rósum. Það er engin furða þó það sé freistandi fyrir ungar stúlkur að sjá alt umhverfis sig fult af skarti og allskonar munaðarvörurn, en geta ekki veitt sér á „heiðarleg- an" hátt svo mikið sem sumarhatt. En jafnöldrur þeirra ganga um og velja það dýrmætasta skart, sem tízkan getur í té látið. Eða hugs- um okkur fjölskyldumana, sem ekki hefir hærri laun en 200 kr. á mánuði. Það er algerlega óhugs- / andi að hann geti framfleytt sér og sínum nema með því að safna skuldum, ef hann ekki „bjargar“ sér á annan hátt, sem sé með því, að taka það sem á vantar hjá húsbóndanum, sem ganga má út frá því að sé þess vís, eða ætlist jafnvel til þess, að hinn illa laun- aði starfsmaður bjargi sér sem bezt hann getur. Mér er sagt, að hér í bæ séu margir verzlunarmenn svo Ílla launaðir að undrum sæti. Þung ábyrgð hvílir á þeim, sem eru valdir að þessum ósið, og ættu þeir hið bráðasta að skifta um búskaparlag, því siðferðisþroski manna hér í bæ er sízt á of háu stigi. I. J. 1 dsgiM og veginn. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 9 í kvöld. Óþrifnaður. Oft og iðulega kemur það fyrir, að maður mæti drengjum á götunni, sem bera allskonar bakaríiskökur í trogi. Ekkert er í sjálfu sér að athuga við það, þó kökurnar séu bornar um í þessum grunnu trogum, ef þau væru tillukt, en nú er ekki því að heilsa, allajafna, ekki ef einu sinni svo mikið að papp"- sé breyddur yfir þær. Þetta er óþolandi hirðuleysi, sem hlutað- eigendur lagfæra vafalaust sstn- stundis, þegar þeim hefir nú verið bent á það, hver óþrifnaður getur að þessu ver<ð, ekki síst þegar ryk er á götunum. Karl Lillicndahl, bókhaldari frá Akureyri, dvelur hér urrt þessar mundir‘í sumarfríi. Kanpfélagið á Seyðislirðir sem stofnað var f vor, kvað eiga í allharðri baráttu við kaupmenn þar á staðnum, og er að sögn Útbú íslandsbanka því fjandsatn- legt. Má það furðu gegna, ef satt er. En hverju er ekki hægt að trúa um limina, þegar höfuðið er eins og það er. S^mi að sköramnnnm? Banka-- stjórnin segir, í grein sinni f Mgbl. að hagur bankans hafi aldreí verið betri en nú, og segir aö það sé »ekki íslandsbanki, heldúr sjálft ísland,« sem hafi við örð- ugleika að stríða nú. Það verður ekki betur séð á þessu en að' bankinn hælist um af því ástandi, sem hann hefir sett landið í. Blinda hænan finnur Ifka stundum korn, segir danskur málsháttur, og kjöftugum ratast oft satt orð að munni. í einni af greinum S. Þ. í Morg- unblaðinu í gær stendur þessi klausa: »TaIsvert af því sem nú er framle'tt í heiminum, er mann- kyninu til ógagns, t. d. áfengi. tóbak . . Margur mundi hafa svarið fyrir að það stæði nokkurn tíma í Mogga, að áfengi væri tií ógagns fyrir mannkynið. Bæjarstjórnarfundnr verðu r ekki haldinn fyr en 2. septembr- segir borgarstjóri í bréfi til bæjar- fulltrúanna í gær, nema einhver bæjarfulltrúanna óski sérstakleg» eftir því. í varnarskjalinu fyrir íslands- banlsa, eftir Bjarna frá Vogi, sen* birt var f Vísi um daginn, segif Bjarni, að hann telji vafasaiút »hvort álasa beri bankanum * þessu máli.« [Að lána fiskhringi1' um svona mikið og svona lengi]'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.