Alþýðublaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 4
AlþýSublaðið Sunnudagur 5. október 1953 VETTVAN6(tR MffS/AtS ÞAð er kvartað yfir þyí, að f réttaþjónusta landhelgisgæzl- unnar sé ekki eins og liún ætti ••iff vera. Sízt ætti ég að draga úr því, en ég vil vekja aihygli á einni staðreynd í þessu sam- toandi: Fregnir þær, sem birt- ast erlendis og þar á meðal í iSBC eru ekki opinberar yfirlýs- i.ngar brezkra stjórnarvalda held »ir fréttir, sem fréttaritarar rxnda af íslandsmiðum. ALLAR YFIRLÝSINGAR og allar frásagnir, sem landheigis- gæzlan hér gefur út eru opin- Lerar og verður að líta á þær .sem slíkar. Opinber aðili getur ekki og má ekki haga sér eins og venjulegur fréttahaukur. — J’ess vegna, til dæmis, íaum við oft fregnir af atburðum á mið- unum fyrst frá erlendum aðil- um. Ef íslenzk blöð og útvarp Iiefðu fréttamenn um borð 1 varðskibunum, þá yrði allt öðru ználi að gegna. Þeir myndu senda skeyti sín á eigin ábyrgð — og blaða sinna, en ekki á á- toyrgð varðskipsmanna eða land toelgisgæzlunnar, sem er opinber aðili. NÝLEGA kom fyrir atvik. þar :;em landhelgisgæzlunni var mjög legið á hálsi, en mér er kunnugt um það, að landhelgis- gæzlan gat ekki og mátti ekkí .skýra frá öílum atriðum máls- Opinber fréttaþjónusta eða einkafregnir. Einstaklingurinn hefur frjálsar hendur, hið opin- hera ekki. Hvers vegna fáum við fyrst fréttir utanlands frá? Gamall stúdent vill láta stofna nýtt stúdentafélag. ins. — Þetta verðum við að skiija. Landhelgisgsézlan er í yztu víglinu þjóðarinnar þessa dagana. Baráttan markast ekki einungis af því, sem hún gerir heldur ekki síður af því sem hún ekki gerir. En fólk á öfí erfitt með að koma auga á slíkt. GAMALL stúdent skrifar: — „Stúdentafélag Reykjavíkur á sér langa og merka sögu að baki. Sjálfur var ég lengi meðlimur þess og þótti vænt um það. Þar voru mál, oft hápólitísk í eðli sínu, rædd án flokkspólitískra sjónarmiða. Sjálfsagt þótti.að út varpa umræðum þegar merk mál voru rædd, enda oft mikið á þeim að græða. Það var „gentle mans agreement“ að kjósa félag- inu stjórn án pólitísks litarhátt- ar, einungis farið eftir því, hverjir væru hæfustu forystu- menn. FYRIR nokkrum ár.um virðist svo hafa komið skipun úr her- búðum Sjálfstæðisflokksins til skoðanabræðra sinna í hópi stúd enta. Félag þeirra skyldi nú vera einskonar deild úr Heimdalli. — Og það sama skeði hér sem í mörgum öðrum félögum er sa.m- kvæmt eðli sínu áttu að vera utan stjórnmálaátaka. Heimdell- ingar smöluðu liði sínu og gerðu einskonar statskup. OG SÍÐAN hafa stjórnendur Stúdentafélags Reykjavíkur beitt slí.kri valdaníðslu í félág- inú að tugir stjórnarmeðlima, er ekki höfðu sömu skoðun, sáu sig tilneydda að segja sig úr stjórninni. Og hvað nú góðir stúdentar? Eigum við ekki að stofna nýtt stúdentafélag er taki upp merki hins gamla og góða félags okkar þar sem stjórn málaskoðanir og flokksviðjar séu ekki undirstöðuatriði heldur frjáls hugsun. Lofum svo Heim- dalli að hirða hræið af hinu. ■— Það er hvort eð er farið að úldna.“ Hannes á horninu. LEIKARINN Yictor Beau- mont sem eitt sinn hafði á hendi J eikkennslu, hafði lagt niður þá iðju um langa hríð. En ekki alls fyrir löngu hóf hann kennslu aftur er hann tók að leika í myndinni „The- Square Peg“ hjá Rank og nemandi hans er enginn annar en Norman Wisdom. Norman þarf nefnilega að tala nokkuð á þýzku í síðustu mynd sinni, þar sem hann leik ur hermann, svo Beaumont, — sem er fæddur í Berlín og leik- ur þýzkan liðsforingja í mynd- inni, var fenginn til að kenna honum. Beaumont kenndi þýzku í Englandi fyrir 10 árum síðan og síðan ekki söguna meir fyrr en nú. í myndinni leikur Beaumont liðsforingjann, sem sér um af- töku Wisdom fyrir njósnir. Útkoman verður — Böðull- inn er kennarj fórnardýrsins. —o— Sennilega hefur leikari sjald- an ver'ð uppgötvaður á jafn frumlegan hátt og Pieter Hend. rick í Ursum í Hollandi, en hann leikur eitt hlutverkið í myndinni „Operation Amster- dam“, sem áður hefur verið minnst á hér í þáttunum. Dufa flaug frá honum og hann tók að elta hana ásamt goit er hann átti. Er hann var um það bil að ná í dúfu.na rakst Um leið og vér minnum viðskiptavini vora á, að tilkynna bústaðaskipti til vor, viljum vér einnig minna á, að skrifstofur vorar eru fluttar í Bifreiðadeildrn er þó eftir sem áður í Borgartúni 7. Sjóvátryqqi hann á Peter Fineh, sem ein- rnitt átti að fara að kvikmynda. Þeiía er myndarlegasta geit sem þú hefur þarna sagði Finch — - viitu ekki leika með henni i þesssri senu. — Ekki fyrr en ég er búinn að ná i dúfuna, var svarið. Er búið var að ná í dúfuna' léku svo bæði Pieter og geitin rneð Fmch og þótti takast ágæt- lega. Myndin er af Peter Finch og Evu Bartok í myndinni „Oper- ation Amsterdam“. Það má nú segja að gegn Lestu sé hægt að tryggja sig- Yvcnne Buckingham heitir leik kona e;n, sem er að byrja feril sinn sem stjarna og hefur snú- ið sér til tryggingarfélags nokk urs og fengið sig tryggða ef þetta skyldi mistakast. Hún má reyna að verða stjarna í 5 ár og hafi það ekki tekist að þeim tíma liðnum, hefur félagið skuldbundið sig til að greiða henni 4.000 sterl- ingspund. Hafi hún ekki fengið aðalhlut verk í neinni mynd eða stórri sjónvai'pssýningu á þessum tíma. dæmist að henni hafi mis tekíst að verða stjarna og þá segir hún að það gæti verið pægileg tdhugsun, að eiga a. m. k. fjögur þúsund pund til að byrja á smáverzlun eða ein- hverju- álíka til að framfleyta iífinu .4. „Þó vildi ég náttúrlega helzt verða stjarna", segir hún. RÚSSAR eru eins og alþjóð er kunnugt sterkasta skákþjóð í heimi. Á mótinu í Portoroz var þeim spáð' giæsilegum sigri af nær öllum, nema undra- barninu Bobby Fischer frá Bandaríkjunum. Bobby sagði að fólk hefi ailtof mikiö álit á Rússunum, þeir væru ekki nærri því eins sterkir og það héldi. Þessi orð sín áréttaði hann á mótinu með því að ná jafnt-efli á þá f.jóra Rússa, sem þar voru. Ég hef orðið þess var, að fólk hefur veitt því at- hygli hér heima að.öllum skák- um sem Rússarnir tefldu sín á milli lauk með jafntefli. Ekki mega menrv sarnt ætla að þessi úrslit hafi verið samkvæmt skipun frá Kreml eða á annan hátt fyrirfram ákveðin. Að vísu voru Sovétskákmennirnir óeðlilega friðsamir sín á milli, en stöku skák tefldu þeir þó af mikilli hörku. Mörgum leik-1 ur sjálfsagt hugur á að fá áð; sjá með eigin augum hvernigj Friðrik gekk gegn Rússunum. Hann tapaði eins og menn muna fyrir Bronstein, og náði með erfiðismunum jafntefli gegn Petrosjan. En hinir Sovét skákmennirnir fengu heldur betúr a3 vita hvar Davíð keypti ölið'. Hér kemur svo skák Frið- riks við Averbach og taflokin gegn Tal. Hvítt: Friðrik. Svart: Averbach. 1. c4-—Rf6. 2. g3—c6 3. Bg2—d5. 4. Rf3—g6. 5. b3— Bg7. 6. Bb2—0-0. 7. 0-0—a5. 8. Ra3—Ra6. 9. d3—Bg4. 10. Rc2—He8. 11. Re5! (Av- erbach hefur áreiðanlega gert ráð fyrir því að geta svarað þessum leik með Rd7 en Friðrik hafði skyggnst lengra inn í stöð- una. Rd7 strandar nefnilega á 12. Rxg4—Bxb2. 13. cxd5 —Bxal. 14. Dxal og hvítur hótar máti með Rh6t en hefur auk þess vinnandi sókn). 11. —Bc8. (Heima er bezt!). 12. Dcl—Rb4. 13. a3 —Rxc2. 14. Dxc2—Db6. 15. e3-—Be6. 16. Habl—Hed8. 17. Bc3—Rd7, 18. Rf3! (Svartur hagnast á upp- skiptum vegna þess hve staða hans er þröng). 18. —Bxc3. 19. Dxc3—Bg4. 20. Rd4! (Enn forðast hvítur uppskiptin). 20. —e5. 21. Rc2—Be6. 22. Khl—Dc5. 23. f4—Dd6. 24. Hbdl— dxc4. 25. bxc4—Dc5. (Av- erbach er nú kominn í tíma- hrak). 26. fxe5—Dxe5. (Rx e5 svarar Friðrik með Rd4). 27. d4—Dg7. 28. c5—a4? (Til að koma í veg fyrir flóð bylgjuna sem á eftir kemur varð Averbach að leika 28, —f5). 29. e4—Bb3. 30. Hd2 Rf8. 31. Re3—h5. .32. Rc4 —Bxc4. 33. Dxc4—Rd7. 34. PIdf2—Hí8. 35. e5—Hae8. 36. Bh3—Rb8. 37. Hf6—He7. 38. e6—Kh7. 39. Hxf7 (F’rið- rik hefur teflt sóknina og reyndar skákina alla af- bragðsvel. Hér hefði kann- ski verið auðveldara að vinna með því að drepa peð- ið á a5). 39. —Hexf7. 40. exf7—Ra6. 41. Bg2 m m m m » ....... m ®t#i is t aei - I* '1:? Rtur nm m m? a! * -a, WWM'- ^ -»• wm wm. má i m ■ ii *' ii«" wg mm \ Wm Éfc ‘ .ABCDEFGH Biðstaðan, staðan eftir 41. leik hvíts. (Tímahrakinu er lokið og skákin fer í bið. Þessa stöðu höfðum við athugað talsvert lengi, þegar Friðrik fann leik sem gerði út um skák- ina). 41. —Rc7. 42. h4—Kh8. 43. Hf4—Kh7. (Svartur er negldur niður og neyðist til að leika kóngnum fram og aftur). 44. Kh2—Kh8. 45. Da2! (Leikurinn sem gerir út um skákina). 45. —Kh7. 46. Be4—Rb5. 47. Df2—Rc3. 48. Bg2—‘Kh8. 49. De3—Rb5 50. Bfl—Kh7. 51. Bc4—Kh8, 52. Bxb5—cxb5. 53. Df3— b4. 54. axb4—a3. 55. Dxb7 —a2. 56. Da7—Hxf7. 57. Hxf7—Dxf7. 58. Dxf7—al =D. 59. Df2 (Og nú langaði Rússann ekki til að tefla lengur þann daginn). Ingvar Ásmundsson, Listdansskoli Þjóðleikhússins. Innritun fer fram í æfingasal Þióöleikhússins uppi, inngangur um austurdyr, sem hér segir: Mánudaginn 6. október kl. 4 síðdegis fyrir nemendur sem voru sl. ár í A.B.C. og D flokkum, sama dag kl. 5 síðdegis: fyrir nemendur sem voru sl. ár í E. F. G. H. og I. flokkum. Nýir nemendur, 7 ára og eldri, verða því aðeins teknif, að þeir hafi áður stundað ballettnám í einn vetur eða lengur, bar sem enginn byrjendaflokkur verður í vetur. Undanþegnir þessu skilyrði eru þó drengir. F'lokkar fjrr- ir nýia nemendur verða á tímanum kl. 9—10 árdegis og kl. 4—5 síðdegis. Innritu'n nýrra nem'-enda fer fram fimmtudaginn 9. október kl. 4 síðdegis, og hafi þeir með sér leikfimiskó. Innritun fer ekki fram á öðrum tímum, og ekki í síma- Börnin hafi öll með sér stundatöflu sína, þannig. að þau geti sýnt á hvaða tíma þau geta varið í skólanum. Kennslu gjald verður kr. 150,00 á mánuði og greiðist fyrirfram. Kennslan stendur væntanlega vfir til marz-loka, og er ætlast til að innritaðir nemendur séu allan námstímann. Kennsla b.efst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 13. október 1958. Kennarar verða Lisa og Erik Bidsted ballettmeistari Leikhúsið getur ekki skuldbundið sig til að taka aUs. þá nemendur, sem kunna að gefa sig fram. Þjóðleikhúsið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.