Alþýðublaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 6
6 AlþýSublaSiS Sunnudagur 5. október 1953 Níræður Jén Einar Jónsson preníari ÖLDINA sem leið og nokkuð fram eftir þessari, mátti það næstum heita fyrirburður, ef menn náðu áttræðisaldri, hvað þá að menn yrðu níræðir eða eldri. Barnadauði var mikill 19. öldina og aðeins þau börn og unglingar tórðu af, sem hraust voru að npplagi, hin máttu deyja drottni sínum, því að heilbrigðisskilyrði voru hvergi nærri fuilnægjandi og lækna- kostur lítill. Eitt af þessu ung- viði, sem fæddist á þessum erf- iðu og kröppu tímum og hjarði af, var Jón Einar Jónsson, sem nú er níræður í dag. Jón Einar er fæddur 5. októ- ber 1868 í Vestnrkoti í Iæiru, sonur Jóns Jónssonar frá Selja landi í Fljótshverfi og Dalbæ í Landbroti, og konu hans Ragn hildar Einarsdóttur, bónda á Geirlandi á Síðu og víðar. Prentnám hóf hann 1. nóv. 1882, þá 14 ára, í prentsmiðju Sigm. Guðmundssonar, er þá var til húsa í Merkisteini (nú Vesturgötu 12). Prentsmiðja þessi var þá ný. Hún fluttist síðar i Skólastræti 5 og þar brann hún 12. marz 1885. Eftir það fór Jón í prentsmiðju Björns Jónssonar ritstjóra (síðar ráðherra) og lauk þar námi. Þessi prentsmiðja Björns var þá í Bankastræti 3 (Bóka- verzlun Sig. Kristjánssonar). Hún flnttiSt svo síðar í Aust- urstræti (ísafoldarprent- smiðja). Árið 1896 hleypti Jón heimdraganum og fluttist til Seyðisfjarðar, í prentsmiðju Austra, og var þar í 2 ár. Kom svo aftur til Reykjavíkur haustið 1398 og varð þá verk- stjóri í nýrri prentsmiðju, sem Jón Ólafsson ritstjóri setti á laggirnar, enda var Jón jafn- vígur á hvort tveggja: prent- un og setningu. Þar. var Jón 5—6 ár. Þessi prentsmiðja skipti síðar oft um eigendnr: D. Östlund, Lárus Halldórssón o. fl., en almennt var hún köll- uð Aldarprentsmiðja, því að Jón Ólafsson prentaði þar biað sitt um skeið, sem hann nefndi »Nýja Öldin“. Eftir 5—6 ára verkstjórn í þessari prent- smiðju fór hann svo í ísafold og vann þar um eins árs skeið. En svo var það árið 1904, 12. ágúst, er prentarar hófust handa og stofnuðu sína eigin pren.tsmiSju, að Jón gérðist einn af stofnendum prent- smiðjunnar Gntenberg og þar vann hann til 5. október 1938, eða samfleytt 34 ár. Eftir það vann hann um skeið í prent- smiðju Jóns Helgasonar og svo að lokum 8—9 ár í prentsmiðju Ágústs Sigurðssonar. Hefur hann þá unnið að prentstörfum kringum 66 ár, að mestu sam- fleytt. Geri aðrir betur. Jón Einar yar ekki einn af stofnendum Hins ísl. prentara- félags. Er félagið var stofnað, 4. apríl 1897, var hanii búsett- nr á Seyðisfirði, en hann varð félagi þess 4. september 1898. Bættist þar góður liðsmaður í hópinn, sem aldrei lá á liði sínu og Var ávallt reiðubúinn að offra félaginu tíma sínum og kröftum til heilla og hags- muna fyrir það, enda voru hon- um falin ýmis trúnaðarstörf innan fé’agsins, sem hann á- vallt leysti af hendi með hinni mestu prýði og samvizkusemi. Þannig var hann ritari félags- ins 1907 og 1912, ritari sjúkra- samlagsins 1905—6 og formað- bar ,,nótt með degi“, ef 'iverju -þurf’.i að liúka em- eða Jón Einar Jónsson ur leikfélags prentara 1901. Hann tók mikinn þátt í ýmsum nefndarstörfum og var iífið og sálin í söngfélagi prentara með- an það starfaði. Auk alls þessa starfaði hann mikið að bind- indismálum. Hann var gerður að heiðursfélaga H.Í.P. 4. apríl 1947. 14. nóv. 1891 kvæntist hann ágætri konu, Sigurveigu Guð- mundsdóttur frá Steinsholti í Reykjavík. Eignuðust þau sex börn, sem öll eru uppkomin og gift. Kona Jóns andaðist 31. júlí 1934. Má það segja með íullum sanni, að þau hjón, Jón og Sigurveig, hafi verið góðir og þjóðhollir þegnar f þjóðfé- laginu, því að fjölmennur ætt- bogi er frá þeim kominn. Munu niðjar þeirra hjóna nú vera orðnir nær 100. Sá, er þetta ritar, var um langt árabil starfsfélagi og sam verkamaður Jóns og get ég vart hugsað mér betri sam- starfsmann og félaga. Ávallt glaður og léttur í lund, sam- vizkuisemin frábær og iðnin framúrskarandi. Mátti um hann segja eins og sagt var um Gísla Súrsson að hann lagði wma af. Svo var dugnaðurinn j Dg áhuginn mikill. En það var fleira en prent- i úörfin, sem áttu hank í horni | þar sem Jón var. Hann var : íistelskur í bezta máta. T. d. hafði hann mikinn áhuga á leiklist og söng, enda lék hann mörg hlutverk í leikritum þeim, sem leikfélag prentara sýndi meðan þess naut. Var hann einn af bezlu starfskröft- \ um þess, ávallt reiðubúinn að ; eyða tíma sínum og kröftum í þágu þess félags. Eins var hann mjög sönghneigður, því að meðan söngfélag prentara starfaði, var hann helzta drif- fjöðrin þar. Og svona var um allt, er hann vildi ljá liðsinni sitt: þrekið og viljinn var ó- bilandi. Þegar ég renni huganum tii baka, koma í huga minn marg- ar og skemmtilegar minningar frá liðnum árum, er þeir gömlu og góðu félagar voru á léttasta skeiði, þessir félagar, sem gerðu garðinn frægan og lögðu undirstöðuna að því, sem prent arafélagið er nú orðið. Það voru menn, sem ekki hikuðu við að eyða tíma sínum og fyr- irhöfn tíl að búa t.l og byggja upp félag sitt, 'Svo að það yrði til fyrirmyndar . Og einn í þeim flokki — og ekki sá sízti — var hið níræða afmælis- barn, sem þessar línur eru til- einkaðar. Nckkru eftir að Guienberg tók til starfa. í ársbyrjun 1905, var komið á fót nokkurskonar embætti innan prentsmiðjunn- ar. Var þetta gert til gamans eins. Pren'smiðjunni var skipt í tvö svonefnd ömt: austur- og vesturamt. Svaraði það tii þess, sem gert er á skipum: stjórn- borð og bakborð. Var austur- amtið á vinstri hönd, þegar inn var gengið í þann tíð, en vesturamtið á hægri. Nú voru valdir amtmenn og varð af- mælisbarnið í dag fyrir valinu (mig minnir nú helzt að hann útnefndi og skipaði sig sjálf- ur)- en harðan andstæðing átti hann, þar sem Sigurður heit. Grímsson var, en hann. var þá í austuramtinu, en flutti sig síðar í vestnramtið. En hvort hann flúðl úr austurúmtinu vegna ofríkis Jóns Einars, læt ég ósagt. En ekki komst Sig- urður heldur til valda í vest- uramtinu, því að þar sat fyrir við vö’d harðsnúinn maður, sem lítt lét ganga á hlut sinn, en það var Guðjón heit. Ein- arsson. Var ekki heiglum hent að etja kappi við hann, ef hann beitti sér, enda lagði Sigurður ekki til orrustu við hann um embættið. Annars var nú Guð- Framhald á 9. síðu. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minn- ingu mannsins míns, Þorsteiras Eriingssenar á aldarafihæli hans. Einnig þakka ég innilega fyrir hlýiar kveðjur til mín og barna minna. Guðrún J. Erlings. S s s s s s s s s s s s BARNAGAMAN 91 92 BARNAGAMAN Hann sat kyrr! heyrt það á fólkinu, að! það vissi í rauninni ekki neitt um slysið. Enginn hafði séð slysið eins vel og hann. Þegar Ásgeir kom íieim, hélt hann áfram lð setja saman Ástralíu. það viar hans yndi að setja saman. Öllum stundum varði hann til þess að setja hitt og þetta saman. Það var svo gaman. En nú var hann órór. Hann átti bágt með að sitja kyrr. Hann gerði margar vit- leysur, en tókst þó að koma saman eyjunni Tamaníu, og þarna lá Ástralía, minnsta heims álfan, alveg heil á gólf- inu. Ásgeir var hreyk- inn. Hann byrjaði þegar í stað á Norður-Ame- 'ríku. En þá kom mamma. Hún hafði orð- ið fljótari en hún bjóst við, farið erindisieysu til borgarinnar. Ásgeir sagði mömmu sinni frá krásunum, sem hann fékk hjá Guð- rúnu gömlu á Svanin- uffl og hve vingjarnlega 'hún hafði tekið honum. Mömmn þótti vænt um það. En ekki sagði Ás- geir henni frá slysinu. „Reyndu að vera róleg- ur, drengur .minn,“ 1 hljómaði fyrir eyrum hans. Svo hélt hann á- fram við Bandarikin. En hann átti erfitt með að fesía hugann við þennan leik, óvenjulega erfitt. Og mamma hans veitti því athygli, hve eirðariaus sonur hennar var. Hann ýmist sat eðá bograði yfir kortabút- unum. „Gengur" nokkuð að þér, Ásgeir minn? Hef- ur nokkuð komið fyrir á meðan ég var í burtu?“ „Nei, ó-nei,“ ' flýtti Ásgeir sér að segja, og varðist að líta upp. „Það er svo skrambi erfitt að koma saman Bandaríkj- uiium. Þau eru svo i mörg.“ I fréttum útvarpsins um kvöldið var sagt frá slysinu í Firðinum. Ás- geir hlustaði með at- hygli. „Margt fólk hef- ur verið yfirheyrt, en allir virðast hafa komið að í einu og enginn tek- ið eftir neinu. — Bílstjórinn ók á burt og hefur ekki fundizt. Hvað er Bangsimon að gera? Þið getið sjálf kom- izt að því, með því að tengja saman alla punkl- ujónarvottar eru beðnir að gefa sig fram við lögreglustjórann,“ sagði þnlurinn. Ásgeir kippt- ist við og missti skeið- ina niður í grautardisk- ] inn. Stuttu síðar bað hann mömmu sína að lofa sér svolitla stund1 út. Hún leyfði honum það. Ásgeir hafði aidrei áð- ur komið á lögreglustöð- iiia. Honum var undar- lega heitt. Hann ætlaði varla að þora að koma því út úr sér, að hann vildi fá að tala við lög- reglnstjórann. „Hérna, drengur minn, gerðu svo vel,1' sagði einn lögregluþjónanna. Lögreglustjórinn lei ekki upp, þegar Ásgeir kom inn. Ásgeiri féllusí nærri því hendur, en svo herti hann sig upp og sagði: „Gott kvöld.“ „Komdu sæll. Hvað vantar þig svona seint, drengur minn?“ „Ég — ég sá slysið“, stamaði Ásgeir. „Ha, jæja, sástu slys- ið. Einn af þeim. Ein- mitt það,“ sagði lög- reglustjórinn, vantrúað- ur. Ásgeir rétti honum smámiða. Lögreglustjór inn rétti úr sér á stóln- um og rak upp stór „Seztu hérna hjá mér og segðu mér. vinur minn, hvernig slysið vildi til.“ Ásgeir hóf frásögn sína, dálítið óstyrkur, m reyndi að vera róleg- ur. Hann sagði frá því, hvar hann hefði setið við horngluggann á Jvaninum, og séð ná- kvæmlega hvernig slys- ið vildi til. „Og svo þeg- ar allir hlupu út, sat ég kyrr, vegna þess að það gat tekið óf langan tíma að hlaupa út eftir saln- um og aftur með hús- hliðinni á slysstaðinn. Og ég skrifaði þetta, sem á miðanum stend-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.