Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1976 3 Úr lit og formsmidju Hörður Ágústsson opnar sýningu í dag HÖRÐUR Ágústsson listmálari opnar i dag sýningu á verkum sfnum á Kjarvalsstöðum. Verð- ur hún dagana 1. — 12. október að báðum dögunum meðtöld- um. Sýning Harðar ber nafnið Ur lit og formsmiðju og var sfðasta sýning hans hér á landi f Norræna búsinu f maf á sfð- asta ári. Á sýningu þessari er, eins og nafnið bendir til, fjallað um liti og form og sagði Hörður Ágústsson að litbandamyndirn- ar væru aðallega unnar síðustu þrjú árin. Hefði honum ekki gefizt mikill timi á undanförn- um árum til að leggja stund á myndlist vegna annarra starfa. Hörður hefur sem kunnugt er gegnt starfi skólastjóra Hand- fða — og myndlistaskólans, og kennt þar, lagt stund á rann- sóknir um byggingarlist, staðið að tímaritaútgáfu og fleiru. I þessum verkum segist Hörður fjalla um liti og sýna fram á hver áhrif einn litur hefur á annan og það eru aðeins grunn- litirnir sem hann tekur til með- ferðar og setur saman ólfkleg- ustu form og liti. Hann „leggur út af“ einu viðfangsefni á marga vegu, ef svo mætti að orði komast, setur fram ýmis tilbrigði. Hörður Ágústsson sagði að þessi verk hans væru að miklu leyti ávöxtur kennslu hans undánfarin ár, en hann hefur aðallegd kennt form og litfræði. Aðferðin sem hann notar við gerð verkanna er nokkuð nýstárleg og hefur að sögn Harðar ekki verið notuð áður. Myndirnar eru gerðar úr litvöndum, lfmdum á grunnflöt. Sýningarskráin er vönduð og vel gerð og þar ritar Einar Bragi um listamanninn. Þar segir hann m.a. að Hörður Ágústsson hafi áberandi sér- stöðu vegna menntunar sinnar Litabönd og annað sem lista maðurinn notar við gerð verka sinna. og fjölhæfni og fágætrar verk- kunnáttu. Telur Einar Bragi að menntun Harðar sé megin skýr- ingin á fjölhæfni hans. Siðan segir hann: „Ur grunnformum — punkti, línu, ferningi, þrí- hyrningi, hring — byggir lista- maðurinn heilan myndheim. í samröðun þeirra hefur hann á ekkert að treysta nema til- finningu sfna fyrir formspili, hrynjandi. En þetta er arkitekt- úr, kann einhver að segja. Það má til sanns vegar færa að vissu marki, enda arkitektúr í aðra röndina myndlist sé eitthvað f hana spunnið. En þetta er meira en arkitektúr. Mynd- listarmaðurinn hefur óbundnar hendur þar sem arkitektinn er jafnaðarlega bundinn af hugs- un um notagildi verks sfns sem mannvirkis, húsnæðis... En mestur fögnuður er að sýning- unni vegna þess að hér leggur mikill listamaður fyrir sitt fólk svo stórbrotna niðurstöðu af árastarfi við aflinn að frá þeim degi er þjóðin hlutgengur aðili að merkum þætti í evrópskri myndlistarþróun á þessari öld, segir að lokum f sýningarskrá um listamanninn. Sýningin er opin daglega frá klukkan 16 til 22 og henni lýkur 12. október. Hörður Ágústsson við eitt verkanna á sýningunni. Nú kostar 15 þúsund að aka á rauðu ljósi EINS OG skýrt var frá I Morgun- blaðinu i gær hafa sektir sam- kvæmt sektarheimild lögreglu- stjðra verið hækkaðar talsvert, svo og sektir samkvæmt sektar- heimild lögreglumanna. Það kost- ar nú ökumann að aka á rauðu Ijðsi 15 þúsund krðnur og sé ekið á hraða, sem er yfir 80 km á klukkustund, þar sem aðeins er leyfður 45 km hámarkshraði, kostar það einnig 15 þúsund krðn- ur. Sé öxulþungi 30% umfram Ieyfilegt hámark er sekt 45 þús- und krðnur. Morgunblaðið fékk f gær skrá yfir meginflokka brota, sem sekt- arheimild lögreglustjóra nær til, og leiðbeiningar um upphæðir brota. Þar segir að sé ökutæki stórlega áfátt sé heimilt að sekta eiganda þess um allt að 30 þúsund krónur. Ef helztu stjórntækjum, svo sem stýrisbúnaði eða hemlum, er áfátt er sektin 10 þúsund krón- ur, handhemli áfátt, 5 þúsund krónur, skráningarmerkjum áfátt, 5 þúsund, merkjatækjum, 5 þúsund, Ijósabúnaði áfátt, 6.500 krónur, vantar hliðarspegil, 2 þús- und o.s.frv. Ef einn hjólbarði bifreiðar er ónothæfur er sektin 3 þúsund krónur og hækkar um 2 þúsund við hvern þann hjólbarða til við- bótar sem ónothæfur reynist. Vanti nagladekk á sum hjól er sektin 3 þúsund en sé nagladekk I notkun utan lögboðins tíma er sektin 7.500 krónur. Sé einum far- þega ofaukið I bfl er sektin 4 þúsund krónur og sfðan 5 þúsund fyrir hvern farþega sem við bæt- ist. Ef vanrækt er að tilkynna eigendaskipti á bfl er sektin 5 þúsund krónur og sé vanrækt að umskrá ökutækið er sektin hin sama. Sé ekið án réttinda er sekt- in f fyrsta sinn 6.500 krónur, i annað sinn 8 þúsund og í þriðja sinn 15 þúsund krónur. Sé öku- skirteini ekki meðferðis er sekt eitt þúsund krónur og er það jafn- framt minnsta sektin f áðurnefnd- um lista. I skrá yfir brot, sem sektar- heimild lögreglumanna nær til, eru einnig leiðbeiningar um upp- hæðir sekta. Brot á ákvæðum um ____________Framhald á bls. 31 Dúfum stolid AÐFARARNÓTT miðvikudags, lfklegast um klukkan 05, var brot- izt inn í dúfnakofa að Vogalandi 13 og þaðan stolið 7 dúfum, þar af 5 hvftum. Þeir, sem þarna voru að verki, skildu eftir ófleygan unga og eina fullorðna dúfu. Dúfnakofinn var rammger og á honum voru þrír lásar. Ef ein- hverjir kynnu að verða var við dúfurnar f meðförum barna eða unglinga, eru þeir vinsamlegast beðnir um að láta rannsóknarlög- regluna vita. Dúfurnar voru eign ungs drengs og má geta nærri að söknuður hans vegna hvarfs dúfnanna er mikill. TilJóhann- esar Helga MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt athugasemd frá biskupi ts- lands, herra Sigurbirni Einars- syni, varðandi skrif Jóhannesar Helga f blaðinu f gær um út- varp og sjónvarp: I Morgunblaðinu í dag herm- ir Jóhannes Helgi upp á mig ummæli, sem ég hef aldrei um munn haft. Hann skrifar: „Biskupinn mun hafa sagt ein- hvern tíma á kirkjuþingi að ef kirkjan giftist tíðarandanum, yrði hún f eilífu ekkjustandi." Ég á því ekki að venjast að málgir menn hafi sérlega trausta heyrn eða minni og þessi skáldskapur er meinlítill miðað við margan verri. En hvort sem það verður skáldinu að liði eða ekki, þegar það yrkir næst út frá því sem það hefur „heyrt og séð“, þá finnst mér samt rétt að benda á orð mfn eins og þau féllu, þau eru til á prenti (Kirkjurit 1971) og voru þannig: Kirkjan skyldi ekki giftast tíðarandanum, þá lendir hún í ekkjustandi með næstu kynslóð. Skal svo hvor búa að sfnu hvað skilning snertir eða mis- skilning. 30.9.1976. Sigurbjörn Einarsson. v -s* t ■ 2T-Allsherjar \ rýmingar- og bútasala vegna fyrirhugaös flutnings verzlunarinnar bjóðum við nú margar gerðir gólfteppa á stórlækkuðu verði. Gólfteppabútar á gjafverði. Allt á aö seljast. afs/áttur. einstakt tækifæri Opid ti! hádegis á laugardag. | Grensásvegi 3 - Sími 83430

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.