Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÓBER 1976 # ÝMISLEGT bendir nú til þess, að í framtíðinni kunni fslenzk- ir ferðamenn að gera tíðreist til Rfnarlanda. Til að finna rök fyrir þessari getgátu þarf aðeins að gaumgæfa hvar fslenzkir ferðamálamenn leggja net sín, og þessa stundina virðist áttaviti þeirra benda á Rín. Að vísu hafa fslenzkar ferðaskrifstofur á liðnum árum gengizt öðru hverju fyrir skemmtiferðum um þessar slóðir, en í sumar færðist Rínarlandaáhugi ferðamálanna allur í aukana — nýstofnuð ferðaskrifstofa hefur tekið upp fastar skemmtiferðir á þessar slóðir og um svipað leyti tók Flugfélag fslands upp fastar áætlunarferðir til Dusseldorf, sem er eiginlega háborg þessa merkilega landshluta. Flugfélagið hélt uppi ferðum til Diisseldorf lengst af í sumar en ekki var þó haldið formlega upp á hina nýju flugleið félagsins fyrr en á miðju sumri — nánar tiltekið laurardaginn 17. júlí. Þá hóf Gullfaxi sig til flugs af Kefla- víkurflugvelli og tók stefnuna á Rínar- lönd en meðal farþega f þeirri ferð voru framámenn fslenzkra samgöngu- og flug- mála, svo sem Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, Gunnar Sigurðsson, flugvallarstjóri, eiginkonur þeirra, full- trúar Flugleiða og fslenzkra fjölmiðla. Þegar til Dtlsseldorf kom var tekið rausnarlega á móti fslenzku gestunum af hálfu flugvallaryfirvalda, en tilstand af þessu tagi telst til hefðbundinna hirð- siða í millilandaflugi flugfélaga og þykir hæfa að flugfélögin haldi upp á það með pomp og prakt þegar ný flugleið er tekin inn í áætlun þeirra. Reyndar er mest um dýrðir þegar nýtt land verður fyrir val- inu, og svo var einnig þegar Flugfélagið hóf fyrstu áætlunarferðirnar til Þýzka- lands með Frankfurt sem lendingarstað. Þjóðverjar eru allra manna formfastast- ir og forráðamenn Flugleiða vildu því sýna flugvallaryfirvöldum í Dtisseldorf nokkurn sóma með þvf að gera eitthvað til hátíðabirgða í tilefni af fluginu þangað. Ekki stóð á íslenzkum stjórnvöldum að styðja við bakið á Flugleiðum f þessari viðleitni, því að í flugstöðinni f Dussel- dorf voru mætt Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra, og kona hans — komin beint úr sólinni á Ibiza, sólbrún og sælleg eftir fyrsta ærlega sumarleyfið um árabil, að því er Halldór sagði okkur. í hófinu í flugstöðinni flutti Halldór sfðan ávarp og lagði út af dálæti sfnu á brúarsmíði, sem væri alkunna heima á Fróni. Þess vegna væri honum lfka sér- stakt fagnaðarefni, að nú skyldi vera komin á loftbrú milli Islands og DUssel- dorf. Sfðan hélt ráðherra og föruneyti heim til íslands með gullfaxa en hjá blaðamönnum upphófst nú skotferð um þennan landshluta undir leiðsögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, og þýzkra ferðamálamanna. En áður en lengra er haldið er kannski rétt að átta sig á þvf hvers vegna Flug- leiðamenn fengu augastað á DUsseldorf, sérstaklega með það í huga að Flugfélag- ið hefur undanfarin ár haldið uppi ferð- um til Frankfurt sem er ekki nema f nokkur hundruð kílómetra fjarlægð. Einhverjir kynnu þvf að halda að þetta væri þess vegna ekki beinlfnis hagkvæm ráðstöfun. Flugleiðamenn telja sig þó hafa ærnar ástæður fyrir þvf að hefja flug til DUsseldorf. Ástæðurnar eru ekki aðallega fólgnar í þvf að koma íslenzkum ferðamönnum f kynni við Rfnarlönd með öllu þvf sem þar er upp á að bjóða heldur eru þeir að fara á fjörurnar við þýzka ferðamenn. Flugvöllurinn f DUsseldorf er nefni- lega helzti flugvöllur ferðamanna f V- Þýzkalandi og miðstöð fyrir leiguflug alls staðar að f Þýzkalandi. V-Þýzkaland er sfðan, eins og flestir vita, traustasti ferðamannamarkaður í Evrópu, þvf að V-Þjóðverjar hafa til skamms tíma haft meiri auraráð en flestir aðrir fbúar vesturlanda og sólgnir í ferðalög til ann- arra landa, jafnvel þótt aðeins sé um stuttar ferðir að ræða. DUsseldorf er auk þess vel í sveit sett — hún er höfuðvígi þýzks iðnaðar, stórfyrirtækja hvers kon- ar og erlends fjármagns; svæðið er mjög þéttbýlt og lffskjör almennings að ýmsu leyti betri en víða annars staðar í Þýzka- landi. Markaðssérfræðingum Flugleiða hefur þvf eðlilega þótt sem DUsseldorf' gæti orðið fengsæl ferðamannamið, og reynslan hingað til af þessari flugleið bendir til að þeir verði sannspáir. Raun- ar fer Flugfélagið sér að engu óðslega á þessari flugleið fyrst í stað, þvf að aðeins er flogið þangað einu sinni f viku og þá á laugardögum, þvf að þýzkir ferðamenn munu hafa tamið sér að hefja ferðir sínar í vikulok. DUsseldorf varð höfuðborg Norður- Rínar — Vestfalíu héraðsins eftir sfðari heimsstyrjöldina en vegur hennar hefur stöðugt fariö vaxandi þar sem borgin er eins konar miðstöð fyrir Rurhhéraðið með allri sinni stóriðju og nú er svo komið að hún má heita háborg v-þýzks auðmagns. Borgin varð afar illa úti f heimsstyrjöldinni, og hefur að miklu leytið verið byggð upp á árunum eftir styrjöldina. Þó getur að lfta stöku fornar byggingar, svo sem ráðhúsið frá 1567, er raunar var byggt við sfðar og turn St. Lambertus kirkjunnar, sem er tákn borgarinnar. íslenzkir ferðamenn hefðu einnig margir hverjir áhuga á að heim- sækja minjasafn um Göthe sem auðmað- ur nokkur f DUsseldorf kom upp en afhenti sfðan borginni eftir sinn dag, og i borgarbókasafninu mun vera að finna einstakt safn af verkum Heine, sem Götulffsmynd — f baksýn hakka Þjóðverjarnir f sig pylsurnar eins og nærri má geta. iiesi aniiau sem fjooverjar laia_______ fara um þessar mundir er hann sagður í háum gæðaflokki. Leið okkar lá einnig til Kölnar, þeirrar sögufrægu borgar, þar sem dómkirkjan mikla stendur, og er í senn eins konar tákn hennar og helzta ferðamannaslóð. Köln státar einnig af fleiri minjum um rómverska búsetu en nokkur önnur borg á þessum slóðum, enda nafn borgarinnar upphaflega dregið af latneska orðinu Colonia. Við hlið dómkirkjunnar hefur nýlega risið minjasafn um hinn rómverska tfma en það er þannig til komið að þegar verið var að vinna að viðgerð dómkirkjunnar eftir þær skemmdir sem hún varð fyrir í síðari heimsstyrjöldinni, fannst þar á nokkurra metra dýpi f jörðu salargólf lagt mósafksteinum, og er sýnt að þar hefur I eina tíð staðið mikil villa rómversks höfðingja. Kringum gólf þetta reisti Kölnarborg afar nýtízkulega byggðingu og þar var safnað miklum fjölda muna frá rómverska tímanum, bæði munum sem fágætir þykja og eins miklum fjölda muna sem algengari eru en notaðir til hversdagsbrúks og Verða Rínarlönd næsti áfangastaður isl. ferðamanna? 1 Luxemborg var verið að tengja bókunarkerfi Flugleiða við tölvuna f Atlanta, sem Flugieiðafólk kallar Gabrfel þegar vel gengur eða Gabrfelu þegar illa gengur, hvernig svo sem á þvf stendur (Ljósm. Jens Alexandersson). Frá Dússeldorf. upprunninn er frá Dússeldorf. En lík- lega mun þó landanum þykja tilkomu- mest að bragða ágætan bjór borgarinnar, lfta á næturlff borgarinnar með öllu því sem á boðstólum er f skemmtanalffinu og reika nm Köngsallee með gangstétar- kaffihúsum sínum. Konurnar þyrftu heldur ekki að láta sér leiðast, þvf að Dtisseldorf er einnig miðstöð tfzku- fatnaðar kvenna í Þýzkalandi, og eins og fjöldinn gefur til kynna hversu augðugt mannlff hefur verið þarna strax á tfmum Rómaveldis. Köln hefur löngum vegna legu sinnar verið eins og milli steins og sleggju í hildarleik strfðandi afla í Evrópu á liðnum öldum. og varð eins og DUssel- dorf illa úti f sfðustu heimsstyrjöld. Aðeins eru nokkrir tugir kílómetra milli þessara tveggja borga en þótt Köln sé nokkru fjölmennari er meiri stórborgar- blær á DUsseldorf. Engu að síður verður maður fljótlega var við að töluverður rfgur er á milli borganna, þó ber meira á slíku af hálfu fbúa DUsseldorf og einkan- lega berjast ferðamálaleiðtogar borganna hart um ferðamennina, sem fara um þessar slóðir Að sjálfsögu er metingur um það hvorir bruggi betra öl. Kölnarbjórinn eða ,,Kölsch“ stendur á gömlum merg og er frægur um allt Þýzkaland fyrir bragðgæði. I Köln hefur verið gert mikið lestarkerfi neðanjarðar og nú hefur ráðizt f sams konar framkvæmd I DUsseldorf sem heima- menn segja fyrst og fremst sprottna af þvf að þeir vilji einnig skáka Köln á því sviði. Það segir sig sjálft að skotferð af því tagi sem við fórum um Rfnarlönd gefur litla mynd af þvf sem þarna er að sjá og heyra og skrif um hana eru þannig heldur léttvæg sem leiðabók fyrir islenzka ferðamenn scm hefðu hug á að skoða sig um á þessum slóðum. Einu er þó óhætt að mæla með — hinu glaðværa og notalega meginlandsborgarlífi, sem á ekkert skylt við streituferðir og búða- spretthlaup stórborganna. Bæði í Köln og Dússeldorf má finna þessa þægilegu stemmningu í ríkum mæli. Með ferðum Flugfélagsins til DUsseldorf opnast islenzkum ferða- mönnum nýjar leiðir sem nýta má á ýmsan hátt. DUsseldorf er í þjóðbraut ef svo má segja, og stutt að fara yfir landa- mærin til Hollands, Belgíu, Frakklands og Luxemborgar, ef ferðamaðurinn vill heldur hefja heimferðina þaðan; nú ellegar er Frankfurt annar möguleiki. I Luxemborg eru íslendingar a.m.k. au- fúsugestir vegna þess svips sem starf- semi Flugleiða þar setur þar á daglegt lff. En hvort fslenzkir ferðamenn not- færa sér þennan möguleika mun væntanlega koma f Ijós næsta sumar, þegar Islendingar hefja ferðalög að nýju. —bv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.