Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1976
18
Berklavarnardag-
urinn á sunnudag
SAMBAND íslenzkra berkla- og
brjóstholssjúklinga heldur sinn
árlega Berklavarnardag n.k.
sunnudag 3. október. Dagur þessi
er ekki eingöngu merkja- og blað-
söludagur sambandsins og i
fréttatilkynningu frá S.f.B.S. seg-
ir að dagurinn verði einnig notað-
ur til að minna þjóðina á nauðsyn
þess að halda vöku sinni f barátt-
unni gegn verklaveikinni og fyrir
bættum kjörum allra þeirra, sem
um sárt eiga að binda vegna veik-
inda og slysa.
Blað sambandsins, Reykjalund-
ur, kemur að þessu sinni út í 30.
sinn og meðal efnis i blaðinu að
þessu sinni er grein um astma
eftir Davlð S. Gislason lækni,
Gottskálk Björnsson læknir skrif-
ar um gamlar og nýjar aðferðir
við rannsóknir á lungum og birt
er smásagan Lif og list eftir Gíla
J. Ástþórsson, blaðamann.
Á endurhæfingarstofnun sam-
bandsins i Reykjalundi njóta að
staðaldri 150 sjúklingar læknis-
meðferðar og þjálfunar eftir veik-
Sýnikennsla hjá
skógræktarmönnum
í Hafnarfirði
SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnar-
fjarðar efnir til sýnikennslu i
hauststörfum í græðireit félags-
ins við Hvaleyrarvatn laugardag-
inn 2. október n.k. milli kl. 13.30
— 16.00, mánudag og þriðjudag
milii kl. 17.00 og 19.00 bæði kvöld-
in. Jón Magnússon leiðbeinir og
er þetta framhald af sýnikennslu
félagsíns frá því í vor en öllum er
heimil þátttaka. I fréttatilkynn-
ingu frá félaginu er greint frá þvi
að jafnframt verði unnið dálitið
að sjálfboðastarfi i græðireitinum
og minnt er á að nú er rétti tíminn
til að safna birkifræi og greiða
skuldina við landið.
indi eða slys. Sjúklingarnir eru
alls staðar að af landinu og kom-
ast færri en óska og þurfa.
Hlutavelta
hjá Kvenna-
deild SVFÍ
ÁRLEG hlutavelta Kvennadeild-
ar Slysavarnafélags Islands í
Reykjavík verður haldin næst-
komandi sunnudag 3. október i
Iðnaðarmannahúsinu við Hall-
veigarstig og hefst kl. 2 e.h. Rúm
40 ár eru nú liðin síðan Kvenna-
deildin hélt sína fyrstu hlutaveltu
og hafa þær jafnan notið vin-
sælda hjá bæjarbúum. Margir vel-
unnarar deildarinnar hafa sýnt
velvilja og áhuga með þvf að gefa
félagskonum alla þá muni, sem á
hlutaveltunni eru en þar kennir
margra grasa, t.d. eru þarna á
boðstólum stólar, rúmteppi, flug-
ferð, eldhúsklukkur og margir
fleiri góðir og veglegir hlutir.
Fýlupokarnir
Fyrsta bók Valdís-
ar Oskarsdóttur
FYLUPOKARNIR nefnist ný
barnabók eftir Valdísi Óskars-
dóttur og er það fyrsta bók
hennar. Höfundur hefur teiknað
margar myndir með sögunni, sem
prýða bókina.
Valdis hefur áður birt sögur i
blöðum og tfmaritum. Sagan um
Fýlupokana var lesin í útvarpinu
á sl. sumri.
Höfundur gefur sjálfur út bók-
ina, sem var fjölrituð i Letri sf.
Fylgst með radarmælingum lögreglunnar.
10 bflar tekn-
ir á hálftíma
LÖGREGLAN beitir ýmsum aó-
ferðum til að halda niðri öku-
hraða og er einn mikilvægasti
þátturinn radarmælingar, sem
framkvæmdar eru nær dag
hvern I höfuðborginni. Þeir
sem reynast vera yfir leyfileg-
um mörkum eru sektaðir um
3—10 þúsund krónur, allt eftir
því hve alvarlegt brotið er, og
þessar sektir munu á næstunni
stórhækka, eins og fram hefur
komið í Morgunblaðinu. Sekt-
argreiðslurnar koma við
pyngju fólks, og það gætir sín
þá betur framvegis og þá er
tilganginum náð.
Morgunblaðsmenn fengu að
vera viðstaddir hraðamælingu
á Háaleitisbraut í Reykjavík á
miðvikudaginn. Staldrað var
við i hálftima hjá lögregluþjón-
inum Þorsteini Ragnarssyni,
Sigurði Sigurðssyni og Karli
Gislasyni á bíl 8. Þeir félagar
voru nýbúnir að setja upp tæk-
in þegar blaðamenn bar að og
var lítið að gera. Á Háaleitis-
brautinni er hámarkshraði 45
km og var meginþorri bifreiða
á þeim hraða. Einn og einn bill
fór yfir þau mörk og sumir
verulega og voru þeir bilar hik-
laust teknir, sem radarinn
mældi yfir 60 km hraða, en ef
hann sýndi minna voru bílar
ekki stöðvaðir, þvf gera verður
ráð fyrir mögulegum skekkj-
um.
Þann hálftíma sem Morgun-
blaðsmenn voru á staðnum
voru 10 bilar stöðvaðir. Þar af
reyndust 6 bflar vera á bilinu
62—70 km hraða en 4 bilar
mældust á 70—74 km hraða,
sem er verulega aðfinnsluvert,
þar sem hámarkshraðinn er 45
km og gangbraut I nágrenninu.
7 bilanna voru úr Reykjavfk,
tveir úr Kópavogi og einn frá
Isafirði, en hann var einmitt
einn þeirra, sem fór yfir 70 km
mörkin.
Þorsteinn Ragnarsson, sem
hefur verið við slfkar mælingar
af og til í 9 ár, sagði að umferð-
arhraðinn núna virtist vera
svipaður og undanfarin ár. Þor-
steinn sagði það athyglisvert,
að svo virtist sem hraðinn væri
meiri þegar slæmar aðstæður
væru, t.d. rigning og slæmt
skyggni. Þorsteinn sagði að lok-
um, að nauðsynlegt væri að
fara að athuga með kaup á nýj-
um hraðamælingatækjum, rad-
ararnir væru orðnir 12 ára
gamlir.
Umferðin fyrstu 8 mánuði ársins:
156 hlutu alvarleg meiðsl
— 157 í fyrra — 12 létust
FRÁ ársbyrjun til ágústloka ( ár
urðu samtals 254 umferðarslys
þar sem um var að ræða meiðsl
eða dauða. 1 þeim slösuðust 327
manns og 12 iétust. Á sama tima-
biii árið 1975 urðu 330 slys með
meiðsium eða dauða þar sem 317
manns slösuðust og 13 létust.
Kemur þetta fram í bráða-
birgðaskráningu Umferðarráðs
um umferðarslys 1976. Þar kemur
einnig fram að alvarlegum
umferðarslysum hefur ekki
fækkað miðað við sama tfma í
fyrra. Árið 1975 hlutu 157 meiri
háttar meiðsii fyrstu 8 mánuðina
og 156 á sama tíma I ár. Hins
vegar hefur þeim fækkað veru-
lega, sem hlutu minni háttar
meiðsli eða úr 295 árið 1975 í 171 i
ár.
1 þéttbýli urðu samtals 193
umferðarslys og I dreifbýli 61.
Samsvarandi tölur árið 1975 eru
261 slys á móti 69. Flest slysanna
urðu við árekstur bifreiða, sam-
tals 110, í 67 tilfellum var ekið á
gangandi og í 67 tilfellum ekið út
af vegi. 268 ökumenn og farþegar
slösuðust í umferðarslysum til
ágústloka í ár, þar af 105 öku-
menn bifreiða, aðrir ökumenn 43
og farþegar 120. Samtals gerir
þetta 79% allra slasaðra. Fótgang-
andi sem slösuðust í umferðinni
urðu 71.
1 fréttatilkynningu Umferðar-
ráðs er vakin á því athygli að
þrátt fyrir verulega fækkun
þeirra, sem slasazt hafa í
umferðarslysum á þessu ári
miðað við siðasta ár hefur ekki
fækkað þeim slysum sem hafa
haft f för með sér alvarleg
meiðsli. Vert er að hafa þetta i
huga einmitt nú, þegar framund-
an er samdegið með breytilegum
akstursskilyrðum og aukinni
slysahættu.