Morgunblaðið - 02.10.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 02.10.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÖBER 1976 11 Haustlaukar: Hvft perlulilja OfurlUið um haust- störfí görðum NÚ stendur yfir gróðursetningartimi haustlaukanna. Þeir eiga helst að vera settir niður svo snemma að þeir byrji að mynda rætur áður en moldin frýs. Jarðvegurinn á að vera vel framræstur og fremur laus, það má ekki þrýsta laukunum fast niður. Flestar laukjurtir þrífast í venjulegri, góðri garðmold. Ef hún er full rök eða þétt er til bóta að láta ofurlitið af sandi undir laukana og jafnvel í kringum þá. Gáið vel að því að laukarnir snúi rétt þegar þeir eru settir niður og betra er að setja þá á alla kanta aðra en að rótarendinn snúi upp!! Laukarnir eru settir misdjúpt eftir stærð og tegundum, stórir laukar dýpra en smáir, að jafnaði, en ekki er það þó algild regla. Spyrjið því jafnan um leið og þið kaupið lauka hve djúpt þeir skuli settir, þ.e. hve þykkt moldarlag skuli vera ofan á þeim. Haustlaukar blómgast snemma á vorin, missnemma þó og fer það eftir tegundum og vaxtarskilyrðum. Fyrst vitanlega móti sól og upp við húsvegg. Sumar tegundir blómgast ár eftir ár t.d. páskaliljur, sumir túlípan- ar, svo sem kaupmannatúlípanar og ýmsir smálaukar og hnúðar. Einna fyrst blómgast vorboðar og vetrargosar, síðar stjörnuliljur, dvergliljur (krókus) ofl. smálaukar. Síðan koma páskaliljur, vepju- liljur, perluliljur, túlipanar, hvitasunnuliljur o.s.frv. Flestar haust- laukjurtir blómgast vel undir trjám og runnum áður en trén laufgast og laufbakið skyggir verulega á — og laukblómaskrúðið getur orðið mikið. Yfir blómlaukabeð og yfir viðkvæmar fjölærar jurtir er gott að leggja skýli á haustin áður en mikið frýs. Má nota greinar, jurtastöngla, þaraþöngla, lyng, mosa ofl. Skýlið verður að vera létt og loftmikið, en þétt þungt skýli getur kæft jurtirnar. Skýlið veldur þvi að bæði raki og hiti í moldinni verður mun jafnari en ella. Margir bera búfjáráburð kringum tré og runna á haustin. Þetta jafnar hita og raka eins og hvert annað skýli og auk þess siast næringarefni niður í jarðveginn smátt og smátt. Best er að áburður- inn sé gamall, a.m.k. ekki mjög megn. Ekki er nóg að bera áburðinn rétt i kringum stofninn því að rætur trjáa og runna ná álika langt út og greinar trésins og það eru einmitt ystu yngstu rótargreinarnar sem aðallega sjúga næringu úr moldinni. Yfir ung barrtré er gott að refta á haustin og hlifir slikt gisið skýli bæði fyrir veðrum og ágangi. I þessum tilgangi nota margir gisinn hessianstriga. Skýli sem þetta hllfir llka fyrir sólbruna á vorin, en hætt er við honum I sólskini þegar jörð er frosin svo ræturnar ná ekki I vatn. Holklaki vor og vetur getur lyft plöntunum og slitið rætur. Vörn við þvl er að láta sand ofan á moldina eða þökur og jafnvel steina þegar á haustin. Skýli þarf vitanlega að njörva niður þar sem veðrasamt er. I.D. myntsöfnun. Get ég þar nefnt m.a. Coin Collecting, eftir Laurence Brown; Illustarated teach yourself Coin Collecting, eftir þá Frenk Atkinson & John Matthews og Coins eftir Howard Linecar. Allar eru þessar bækur ríkulega mynd- skreyttar, siðasta bókin þó al- veg sérlega fallega. Hjá Ey- mundsson rakst ég einnig á bókina Myntir Islands eftir Staffan Björkman. Er hún á gömlu verði núna. Hún var nefnilega fokdýr, miðað við stærð, er hún kom út. Kostaði 7 krónur og 50 sænskar fyrir um 14 árum. Dr. Kristján Eldjárn hefir skrifað þrjá þætti um peninga I bókinni Gengið á reka. Einn þátturinn fjallar um Róm- verska peninga á Islandi, annar um silfur Egils og hinn þriðji um Gaulverjabæjarsjóðinn. Þessar greinar allar eru ein- staklega vel og skemmtilega skrifaðar. Dr. Kristján fjallar einnig um Gaulverjabæjarsjóð- inn I bókinni Hundrað ár I Þjóðminjasafni. Ég hefi svo á undanförnum árum orðið mér úti um nokkrar bækur, sem fjalla um mynt- söfnun. Keypt þær hér I bóka- búðum; t.d. Worlds eoins eftir Fred Reinfeld og Coins and medals eftir Howard Linecar. Það koma alltaf við og við I bókaverzlanir, er mér sagt, nokkur eintök af bókum um myntsöfnun. Geta menn þvl bara haft augun opin, næst er þeir fara I bókabúð, ef eitthvað nýtt hefir borist af slíkum bókum. Bókabúð Braga I Verzlana- höllinni selur 2 ensk tímarit sem eru um mynt og jnedalíur. Frímerkjamiðstöðin á Skóla- Framhald á bls. 31 laugardag og sunnudag k/. 2-7 fagmenn aðstoða við val haustlauka Jólahýasyntur Jólatúlípanar Berklavarnadagur sunnudagur 3. október 1976 _____AFGREIÐSLUSTAÐIR___ merkja og blaða í Reykjavík og nágrenni: simi SIBS, Suðurgötu 10 22150 Kvisthagi 17 23966 Fálkagata 28 11086 Grettisgata 26 13665 Eskihlíð 10 16125 Hrísateigur 43 32777 Kambsvegur 21 33558 Barðavogur 17 30027 Sólheimar 32 34620 Háaleitisbraut 56 33143 Háagerði 15 34560 Langagerði 94 32568 Skriðustekkur 11 74384 Árbæjarskóli Fellaskóli SELTJARNARNES: sími Skálatún 18087 KÓPAVOGUR: Langabrekka 10 41034 Hrauntunga 11 40958 Vallargerði 29 41095 HAFNARFJÖRÐUR: Þúfubarð 11 Reykjavíkurvegur 34 Lækjarkinn 14 v._ Merki dagsins kostar 100 krónur og ársritið „Reykjalundur" 200 krónur. Merkið gildir sem happdrættismiði: Vinningur er litasjónvarpstæki. Sötubörn komi kl. lOárdegis. Há sölulaun. S.I.B.S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.