Morgunblaðið - 02.10.1976, Side 15

Morgunblaðið - 02.10.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1976 15 Svíþjóð: Reynt að ná samkomu- lagi um þingforseta MBL. ræddi f gær stuttlegavið Óiaf Pétursson, fréttaritara sinn f Stokkhólmi, um hvernig blöð þar spáðu um stjórnarmyndunina f landinu. Ólafursagði að málið væri ekki á forsfðum þessa dagana, eh mikil fundahöld væru meðal borgaraflokkanna. Auk þess myndu fulltrúar jafnaðar- manna og borgaraflokkanna koma saman f dag, föstudag, til að reyna að ná samkomulagi um þingforseta. Þingið kemur saman á mánudag og leggja borgara- flokkarnir kapp á að þingforseti verði úr röðum þeirra. Jafnaðar- menn telja að stærsti flokkurinn eigi ftt til að fá þetta embætti og verður reynt að jafna þennan ágreining f dag. Þá sagði Ólafur að enn væri ekki ljóst hvernig afstaðan til kjarnokumálanna yrði til lykta leidd. fyrir Dæmdur morð á Araba Tel Aviv 1. okt. Reuter. Herdómstóll f Tel Aviv dæmdi f dag sekan ísraelskan majór um manndráp á Araba einum, sem handtekinn var á vestri bakka Jórdanár í marz sl. Dómsorð mun falla í næstu viku. A lokuðum fundi í dag var ákveðið að það yrði birt í næstu viku svo og nafn majórsins, sem er sagður reyndur hermaður. Maðurinn var talinn vera ábyrgð á dauða Ahmed Dib Dahlul, ritara kommúnistadeild- arinnar í þorpinu Salfit á vestri bakkanum, þegar óeirðir brutust þar út í fyrravor. Dahlul var einn sjö Araba, sem voru handteknir, og var laminn á leið í fangelsi, svo að hann hlaut bana af. Hermenn sögðu að þeir hefðu fengið skipanir um að sýna hina hranalegustu framkomu við Ar- abana sjö og var sú skipun síðan rakin til áðurnefnds majórs. Mynd af Júnó, málverki Rem- brandts 611 millj. greiddar fyrir Júnómynd Rembrandts BANDARISKA blaðið New York Times skýrir frá þvf að myndin „Juno“ eftir Rem- brandt hafi verið seld á dögun- um og fyrir hana fengizt hærra verð en nokkru sinni áður fyr- ir Rembrandtmynd eða 3.25 milljónir dollara sem munu vera um 611 milljónir fsl. króna. Kaupandi var dr. Armand Hammer, formaður Occidental olfufélagsins. Aður var hæsta verð fyrir Rem- brandtmynd 2.30 milljónir doflara og var það greitt árið 1961, þegar Metropolitan- listasafnið keypti myndina „Aristoteies skoðar brjóst- mynd af Hómer“. Málverkið af rómversku Framhald á bls. 18 Ólafur sagði að það eina sem gerðist á mánudag þegar þing kæmi saman væri að kjörinn yrði forseti og hann myndi sfðan að líkindum formlega fela Thor- björn Fálldin stjórnarmyndun. Síðan væri liklegt að Fálldin fengi frest fram eftir vikunni til að ganga frá málefnasamningi við flokkana og endanlegum ráð- herralista. Hafa drepið 65 s-afríska her- menn upp á síðkastið London 1. okt. Reuter. Afrískir skæruliðar í Namibfu (Suðvestur-Afrfku) lýstu því yfir í dag að þeir hefðu drepið að minnsta kosti 65 suður-afrfska hermenn í sex áhlaupum í norður- hluta Namibíu. í tilkynningu sem var gefin út í Luanda, höfuðborg Angóla, sagði að þessi áhlaup hefðu verið gerð frá þvf um miðj- an ágúst og fram til 20. septemb- er. Var sagt að liðsmenn úr Frels- isher Namibiu —PLAN— hefðu staðið að þeim. Gaston Thorn, sendiherra Lúxemborgar hjá Samein- uðu þjóðunum og fráfarandi forseti allsherjarþings- ins, afhendir eftirmanni sínum, Hamilton Shirley Amerasinghe frá Sri Lanka, fundarhamarinn. Amera- singhe setti síðan þingið i síðustu viku. Nígeríumenn stela úr norsku skipi Þrándheimi 1. okt. Ntb. NORSKA skipið „Delta Mariner" hefur nú fengið skipun um að fara frá Nfgerfu eftir að vopnaðir menn hafa þrjár nætur f röð ráð- izt um borð f skipið haft á braut með sér allmikið af skreið sem skipið er áð koma með til Nfger- fu. Þetta er alvarlegasti atburður- inn sem orðið hefur f sambandi við þau ýmsu vandkvæði sem upp hafa komið varðandi sölu Norð- manna og flutning á skreið til Nfgerfu. Meira bandarískt hveiti til Sovét Washington 1. okt. Reuter. SOVÉTRtKIN keyptu f dag 400 þúsund tonn af hveiti til viðbótar fyrri kaupum og verður það af- hent á næsta ári, þrátt fyrir stöð- ugar fréttir um það frá Sovétrfkj- unum að þau væru að verða sjálf- um sér næg með hveiti. Sam- kvæmt fimm ára viðskiptasamn- ingi Bandarfkjanna og Sovétrfkj- anna, sem tekur gildi á morgun, verða Sovétar að kaupa að minnsta kosti 6 millj. tonn af bandarfsku korni árlega, hvernig svo sem þeirra eigin uppskera er. Ef sfðasta salan er talin með eiga Sovétar enn eftir að kaupa að minnsta kosti 600 þús. tonn hveit- is og 200 þús. tonn af maísmjöli til að við samning þeirra sé staðið. Samkvæmt óopinberum heim- ildum mun kornuppskera Sovét- manna í ár hafa orðið jafnvel meiri en árið 1973, þegar metupp- skera var 222.5 millj. tonn. Fyrr á þessu ári þegar kornuppskera þeirra leit ekki sérlega vel út skýrðu Sovétar bandamönnum sínum í Austur-Evrópu frá því að þeir yrðu að snúa sér annað en til þeirra með kaup á korni. Opinber gjöld hækka á Ítalíu ÍTALSKA stjórnin tilkynnti I dag að hún ætlaði að hækka skatta og gjöld fyrir opinbera þjónustu frá næstu áramótum. Er það liður í gagngerum end- urbótum hennar á efnahags- málum. Sagði í tilkynningu stjórnar- innar að ráðstafanirnar ykju tekjur ríkisins um upphæð, sem samsvaraði 2.5% af þjóð- arframleiðslu landsins, sem er verðmæti allrar þjónustu og varnings, sem framleiddur er á Italíu. Stjórnin hyggst nota þetta fé til að endurnýja og endur- skipuleggja iðnaðinn, skapa meiri atvinnu, sérstaklega fyr- ir atvinnulausa unglinga, auka landbúnaðarframleiðslu og íbúðabyggingar. Ahöfnin á Delta Mariner er ekki nema átta menn og hefur hún því enga möguleika á að verja lestina fyrir hinum vopn- uðu ræningjum, en þeir hafa komið allt að tuttugu saman. Gerðist þetta úti fyrir höfninni i Port Harcourt meðan norska skip- ið beið eftir að komast að til af- fermingar. Þetta mál er ekki sagt f neinu samhengi við handtökuna á Ivar Dyrkoren, ræðismanni, og er litið á þetta sem hreina sjóræningja- iðju. Mengun á Grænlandi UMHVERFIS- MÁLAAHUGAHÓPURINN Noah á Grænlandi heldur því fram að Greenex-náman við Marmorilik, sem er í kanadlskri eigu hafi sleppt út svo miklu úrgangsvatni að mikil hætta geti stafað af því. IJr námunni er unnið blý og zink. Þetta kemur fram í skýrslu um fyrstu umhverfisrannsóknina sem gerð hefur verið síðan starf- ræksla námunnar hófst. Hópur danskra presta: Vill jöfn laun SKVRT hefur verið frá þvf f dönskum blöðum að nokkrir prestar dönsku þjóðkirkjunnar f Árósum, Kaupmannahöfn og Óðinsvéum hafi lýst vanþókn- un á launastefnu danska prestafélagsins og segja þeir m.a. f yfiriýsingu: „Þörf er ein- ingar meðal háskólamanna og annarra launastétta f þjóðfélag- inu. Svo og milli okkar og þróunarlandanna. Þess vegna verðum við að hætta og heimta og spyrna við fótum, svo að ófaglærðir og faglærðir verka- menn og aðrir geti komizt á sama launastiga." Aðalmál starfshóps þessara presta er að jöfn laun verði fyrir alla presta og verði meðal- laun svipuð og faglærður verkamaður fær nú. Er tekið fram að æskilegt sé að laun presta nú fari að minnsta kosti ekki yfir 132 þús. danskar krón- ur á ári. (það eru tæpar fjórar milljónir ísl.). „Það erum við -sem höfum góð fjárráð og því verðum við að nema staðar og beita okkur fyrir launastöðvun meðal okk- ar. Ég er með um 150 þús. danskar krónur á ári með öllu og meira má það alls ekki vera. Ég vann f átta ár í Tanzaníu, þar sem danskir læknar, prest- ar og hjúkrunarkonur fengu öll sömu laun og það gafst prýði- lega og allir voru ánægðir, vegna þess að starfið var okkur til gagns og gleði,“ segir einn úr hópnum, Knud Ochsner í Hasle við Árósa. Hópurinn vinnur að þvf að fyrir alla þeir prestar sem hæst hafa laun lækki verulega f launum. Auk þess sé þess að gæta að prest- lærðir menn hafi notið náms- lána og styrkja meðan þeir voru við nám og verði að meta það framlag ríkisins svo að háskóla- menn taki ekki of stóran bita af köku samfélagsins þegar námi er lokið. Prestarnir segja að óraunhæft sé að vænta þess að laun presta verði almennt lækkuð. En hins vegar verði að setja launastöðvun á hæstu launin, svo að lægri hóparnir geti smám saman náð þeim og jöfnuður fengizt á þann hátt. Prestarnir segjast vona að þessi barátta þeirra muni hafa áhrif á aðrar hálaunastéttir. Formaður danska prestafélags- ins segir að félagið hafi verið mjög hógvært f launakröfum sfnum og hvað eftir annað slak- að á þeim. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort hann teldi rétt að lækka laun presta eða að minnsta kosti setja launa- stöðvun á þá sem komnir eru í hæstu launaflokkana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.